Morgunblaðið - 04.04.1968, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. APRIL 1968
- MINNING
Framfhald af bls. 18
merkingu. >ann 4. ágúst 1019
skein hamingju sól þeirra óvenju
skært, en þá fæddist fyrsta barn-
ið. Var það myndarlegur dreng-
ur er var skírður Harald Ragnar.
Litlu síðar fluttist fjögurra
manna fjölskylda í nýtt hús í
Laugarneshverfi, því lítil stúlka
hafði bæzt í hópinn. Viðvík við
Laugarnesveg, en svo hét nýja
húsið sem Jóhannes byggði, var
síðan æsku- og uppvaxtarheimili
Haralds. Nokkrum árum síðar
bættust tvær stúlkur í systkina-
hópinn. Hamingjusólin skein, og
óskir góðu dísanna virtust ætla
að rætast.
En árið 1930 dró bliku á loft
á gæfuhimni fjölskyldunnar. Jó-
hannes, heimilisfaðirinn veiktist
alvarlega, og fljótt var séð hvert
stefndi og lézt hann eftir stutta
sjúkdómslegu aðeins 35 ára að
aldri. Ekkjan með ungu börnin
sín bjó áfram í Viðvík. Harald
var þá á tólfta ári ,og mun hann
um leið og kraftar leyfðu, hafa
hjálpað móður sinni við afkomu
heimilisins. Á fermingaraldri
Verzlimaráhöld
Til sölu eru eftirtalin tæki á hagstæðu verði:
Kjötsög, Toledo, áskurðarhnífur, vog Every, frysti-
skápur Philco, ölkælir, Rafha kæliborð.
Tækin eru til sýnis hjá heildverzlun Kristjáns Ó.
Skagfjörð. Einnig nánari upplýsingar.
Sumarbiistaðaeigendur
Sá, sem á sumarbústað rétt austan við Gunnars-
hólma, neðan Austurvegar, gulan með trélitu þaki
geri svo vel að hringja í síma 23043.
Áhaldahús Reykjavíkurborgar verður
1 o fc a ð
frá hádegi í dag vegna jarðarfarar
Ilaralds R. Jóhannessonar
óhaldavarðar.
Gatnamálastjórinn í Reykjavík.
Kvenstíidentafélag Islands
Árshátíð Kvenstúdentafélags íslands verður haldin
í Þjóðleikhúskjallaranum fimmtudaginn 4. apríl og
hefst með borðhaldi kl. 19.30.
STJÓRNIN.
Verzlu narhúsnæði
á góðum stað í Austurbænum fyrir bílaumboð og
varahlutaverzlun ásamt skrifstofuhúsnæði til leigu.
Afgreiðsla Morgunblaðsins merkt: „Verzlunarhús-
næði 8924“.
Skrifstofustúlka
Stúdentaráð og Samband ísl. stúdenta erlendis, óska
eftir að ráða vana skrifstofustúlku þegar í stað.
Góð málakunnátta æskileg. Þarf að geta unnið sjálf-
stætt. Góð laun. Umsóknir með uppl. um aldur,
menntun og fyrri störf sendist afgr. Mbl. fyrir
föstudagskvöld merkt: „SHI-SISE 8830“.
Dyggingarfélag verkamanna, Reykjavík.
TIL SÖU
þriggja herbergja íbúð í IX. byggingarflokki. Þeir
félagsmenn, sem neyta vilja forkaupsréttar, sendi
umsóknir sínar í skrifstofu félagsins Stórholti 16
fyrir 12 kl. á hádegi miðvikudaginn 10. apríl n.k.
STJÓRNIN.
Ræstingakona
Óskum eftir ræstingakonu, til ræstinga á verzlun
vorri. Upplýsingar eru hjá verzlunarstjóranum.
EGILL VILHJÁLMSSON H.F.,
Laugavegi 118. Sími 22240.
mun Harald hafa unnið öll al-
geng störf, og komu þá fljótt í
ljós hinir miklu dugnaðar- og
mannkostahæfileikar hans.
Það sagði mér öldruð móðir
hans ,að oft hefði orðið þrengra
í búi á erfiðum kreppuárum ef
duglega sonarins hefði ekki notið
við.
Árið 1943 kvæntist Harald
Sveindísi Sveinsdóttur úr Reykja
vík ,hinni ágætustu konu og lif-
ir hún mann sinn ásamt fjórum
mannvænlegum börnum þeirra,
en þau eru: Jóhannes lögreglu-
þjónn, giftur Kolbrúnu Úlfsdótt-
ur, Sveinn Trausti ógiftur, Hall-
dóra Guðrún ógift og Harald
Unnar á sautjánda ári, sem er
yngstur.
Ég sem þessi fátæklegu kveðju
orð skrifa, átti því láni að fagna,
að vera tíður gestur á hinu góða
og hlýlega heimili þeirra hjóna,
er þau höfðu búið sér á Lauga-
læk 24.
Húseigendafélag Reykjavíkui
Skrifstofa á Bergstaðastr. lla.
Sími 15659. Opið kl. 5—7 alla
virka daga nema laugardagr
Fyrir öll kynni mín og minnar
fjölskyldu af Harald og heimili
hans, færum við hugheilar þakk-
ir.
Ég færi eiginkonu hans og
börnum, svo og aldraðri móður,
systrum og öðrum ættingjum
dýpstu samúðaróskir mínar.
Megi Guðslíkn styrkja þau og
umvefja í þungum harmi. Megi
gleðin sanna á ný taka sæti þar
sem treginn nú ríkir.
Guð blessi minningu góðs
dréngs.
Stefán Hermannsson.
HARALD Ragnar Jóhannesson
fæddist í Reykjavík hinn 4.
ágúst 1919. Foreldrar hans eru
hjónin Jóhannes Magnússon og
Lára Sigurðardóttir.
Ungur varð hann fyrir þeirri
erfiðu reynslu, að missa föður
sinn.
Varð það úr að hann, elztur
systkina sinna, gerðist stoð og
stytta móður sinnar í heimilis-
haldi hennar.
Á þeim árum var krepþa til
lands og sjávar og það kom sér
vel að Harald var gæddur sterk-
um norrænum eðliseinkennum
og farsælli tónlistargáfu.
Miðstöðvarketill
úr steypujárni óskast. Stærð 30 til 40 ferm.
TRAUST H.F., sími 14303.
Árið 1943 gekk hann að eiga
eftirlifandi konu sína Sveindísi
Sveinsdóttur.
Þau eignuðust þrjá syni og
eina dóttur, og eru þau uppkom-
in og hin ágætustu um atgerfi
og dugnað.
Harald hóf að starfa hjá
Reykjavíkurborg árið 1941.
Hefur hann alla daga síðan
starfað í borgarinnar þágu, og
nú hin síðari ár hefur hann
verið áhaldavörður borgarinnar.
Vegna félagslegrar atorku
valdist hann snemma til starfa í
þágu Starfsmannafélags Reykja-
víkurborgar. Átti hann sæti í
stjórn þess um árabil. Einnig var
hann fulltrúi félagsins á ýmsum
sviðum.
Það munu margir eiga honum
gott að gjalda fyrir þau heilla-
ríku félagsstörf.
Lúðrasveitin Svanur átti því
láni að fagna að hafa hann inn-
an sinna vébanda fyrr á árum
og minnast margir þeirra gleði-.
stunda með söknuði.
Við, sem störfuðum undir hans
stjórn og nutum þeirrar hand-
leiðslu sem hann einn gat veitt,
sáum, að það álag sem hann
hafði, mundi verða honum um
megn ef lækning hlytist ekki.
Við lítum til baka á skarðið
sem eftir er og biðjum að Guð
gefi eftirlifandi eiginkonu þinni,
börnum og aldraðri móður svo
og systkinum, frændum og öll-
um vinum styrk til að bera
sorgina.
Þá munum við geta hugsað til
hugljúfra endurfunda.
G. Hallgr.
Afgreiðslustúlka óskast
Helzt vön. Uppl. ekki gefnar í síma.
Verzlunin LAUGARNESKJÖR,
Laugarnesvegi 116.
Keflavík
Verzlunarhúsnæði á góðum stað í Keflavík til sölu
ásamt innréttingu og tækjum. Vörulager getur fylgt.
FASTEIGNASALAN, Hafnargötu 27.
Sími 1420.
Hraðbátur óskast
til kaups.
Tilboð merkt: „Hraðbátur sendist í pósthólf 1031.
PIERPONT UR
MODEL 1960
MARGAR NÝJAR
GERÐIR
AF DÖMU-
OG HERRAÚRUM.
JGARÐAR ÖLAFSS0N
. J LÆKJARTORGISÍMI10081
Kveðja frá móður og systrum.
í hendingu einni var komið
þitt kvöld.
Það kólnaði og dimmdi svo fljótt.
Þótt dagsól í heiðríkju hefði sín
völd,
varð hljótt eins og
skammdegisnótt.
Því naumast varð trúað, en samt
var það satt
að sumar þíns lífs var ei meir.
Og lífdags þíns stjarna er horfin
svo hratt
út í himin — og fölnar og deyr.
Þú alltaf varst meira en orð fái
lýst,
og enginn var traustari en þú.
Og hvernig, sem hamingjuhjól
okkar snýst
skal hugsað og beðið í trú.
Vi'ð þökkum hvern einasta
indælan dag,
sem áttum við samfylgd með
þér.
Þú öllu gazt snúið svo hljóðlega
í hag.
Þin hönd átti Drottins með sér.
Við bróðurhönd slíka varð byrði
hver létt.
Hvert bros þitt gaf fögnuð og
von.
Og þar sem að manngildi metið
er rétt
engin móðir á göfgari son.
Hvert starf þitt var ofið úr
drenglund og dáð
með dirfsku og gláðværum hug.
Og ekkert var betra en eiga þín
ráð,
því öllu þú lyftir á flug.
Svo varðveiti Guð þína brúði og
böm
og blessi þeim gleði og harm.
Og Ijósenglgr himinsins veri
þeim vöm
og verndi þau kærleikans arm.
Svo gengur hún mamma að gröf
þinni hljótt
með gleym mér ei titrandi hönd
hún signir þig, býður þgr
sælustu nótt
á sorganna brimhvítri strönd.
En seinna er vorkvöldin verða
svo skær
og vekja á gröf þinni blóm.
Þau signir í himinn sindrandi
blær
með seiðmjúkum, hvíslandi rómi.
Þá komum við líka og læðumst
á tám
og laugum í tArum hvert strá
er á leiðinu grær. En frá
himninum hám
berst heilög og geislandi þrá.
á.