Morgunblaðið - 04.04.1968, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 196«
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjórar:
Ritstj órnar f ulltrúi:
Fréttastjóri:
Auglýsingastj óri:
Ritstjórn og afgreiðsla:
Auglýsingar:
í lausasölu:
Áskriftargjald kr. 120.00
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6. Sími 10-100.
Aðalstræti 6. Simi 22-4-80.
Kr. 7.00 eintakið.
á mánuði innanlands.
HANOI SVARAR
'AM líp UflMI
U1 nli Ul\ ÍIlIIVII
Afstaða Rússa til útlendinga
Eftir lllichael Johnsson
Oíðla dags í gær bárust þær
^ fregnir frá Hanoi, að rík-
isstjórn Norður-Víetnam
mundi reiðubúin til þess að
senda fulltrúa til viðræðna
við fulltrúa Bandaríkjastjórn-
ar um algjöra stöðvun loft-
árása á Norður-Víetnam og
friðarviðræður í kjölfar slíkra
aðgerða af hálfu Bandaríkja-
manna. Þetta er í fyrsta
skipti síðan núverandi hern-
aðarátök í Víetnam hófust,
sem einhver von hefur verið
um friðsamlega lausn deilu-
mála þar í landi og berast
þessar fregnir í beinu fram-
haldi af hinni sögulegu ræðu
Lyndons Johnsons, Banda-
ríkjaforseta s.l. sunnudags-
kvöld.
Enn hafa ekki borizt örugg-
ar fregnir um viðbrögð stjórn
arinnar í Hanoi né afstöðu
Bandaríkjastjórnar til þess-
ara tíðinda. Þó má vænta
þess, að viðbrögð Hanoi-
stjórnarinnar, sem eru já-
kvæðari en margir bjuggust
við, leiði til viðræðna milli
styrjaldaraðila og vert er að
hafa í huga, að af opinberri
hálfu í Bandaríkjunum, hef-
ur verið lýst yfir, að Banda-
ríkin séu til viðtals um að
draga enn meir úr loftárás-
unum á Norður-Víetnam, en
orðið er.
Það virðist því ljóst, að
grundvöllur fyrir samninga-
viðræðum sé að myndast og
munu menn um heim allan
vona og biðja að þetta ár
verði ár friðar í hinu marg-
hrjáða landi Víetnam. Enginn
þarf þó að láta sér detta í
hug, að friðarsamningar reyn-
ist auðveldir og vel getur svo
farið að þeir dragist á lang-
inn. Haldi stríðsaðgerðir á-
fram meðan á samningum
stendur er auðvitað mikil-
vægt, að aðilar auki ekki
hernaðaraðgerðir sínar frá
því sem nú er en æskilegast
er að sjálfsögðu að vopnahlé
verði meðan viðræður fara
fram. Varlegast er að láta
ekki of mikla bjartsýni í ljós
um þróun mála í Víetnam
en þó virðist ljóst að á næstu
dögum og vikum muni held-
ur þoka, þar í friðarátt.
Það er óneitanlega kald-
ranalegt að sama dag og
kommúnistar i Norður-Víet-
nam stíga fyrsta skrefið í frið
arátt, birtir kommúnistablað-
ið hér á landi grein eftir einn
ritstjóra sinn. sem jafnframt
er alþingismaður, þar sem fár
ast er yfir því að fólk um
heim allan hefur vænzt já-
kvæðs svars frá Hanoi við
friðartiilögum Bandaríkja-
manna. í þessum dæmalausu
skrifum segir ritstjórinn við
Skólavörðusú'g með stríðsæs-
ingatilburðum: „Til þess er
ætlast að Hó svari svoköll-
uðu friðarboði Johnsons með
því að láta það afskiptalaust,
að frelsisbarátta landa hans í
Suður-Víetnam verði loks
kæfð í blóði“.
Þannig skrifar öfgamaður á
íslandi sama daginn og Ho
Chi Minh gefur í skyn að
hann vilji taka upp einhverj-
ar viðræður við Bandaríkin.
Viðbrögð Norður-Víetnam-
stjórnar voru vissulega verð-
ugt svar við öfgaskrifum
kommúnistablaðsins á ís-
landi.
1500 MILLJÓNIR
Tngólfur Jónsson, samgöngu-
málaráðherra flutti ítar-
lega ræðu á Alþingi í fyrra-
dag, um tillögur þær til nýrr-
ar fjáröflunar fyrir Vega-
sjóð, sem ríkisstjórnin hefur
lagt fyrir Alþingi. í ræðu
sinni gerði samgöngumála-
ráðherra m.a. nokkra grein
fyrir umfangi þeirra hrað-
brautaframkvæmda, sem
nauðsynlegt er að ráðast í, og
hann gerir ráð fyrir, að út-
boð geti hafizt í ársbyrjun
1969. Samgöngumálaráðherra
sagði m.a. í ræðu sinni:
„Það þarf enginn að draga
í efa, að það er þjóðhagsleg
nauðsyn að ráðast í að gera
hraðbrautir út frá Reykjavík
upp í Borgarfjörð og austur
í Rangárvallasýslu og vegi út
frá Akureyri. Hitt liggur
jafnljóst fyrir, að til þess að
hægt sé að hrinda þessu í
framkvæmd, þarf fjármagn.
Þess fjár verður aflað með
beinum framlögum og að
nokkru með lánum. Reiknað
hefur verið með, að hrað-
brautaframkvæmdirnar á áð-
urnefndum stöðum munu
verða um það bil 300 km.
vegalengd. Meðan áætlunar-
gerð er ekki lokíð, er ekki
sýnt hvað það muni kosta, en
hægt er að gera sér að
nokkru grein fyrir því, hvað
þessar framkvæmdir eru stór
ar, þótt nákvæm kostnaðar-
áætlun liggi ekki fyrir. Ef
dæmið er hugsað þannig, að
hver kílómetri kosti að meðal
tali 5 milljónir króna, er hér
um 1500 milljónir króna að
ræða. Nú er að vitað, að Al-
þjóðabankinn hefur lánað til
vegagerðar til ýmissa landa,
m.a. tvisvar eða þrisvar til
Finnlands, en hámarkslán
bankans hefur verið 40% af
framkvæmdakostnaði, svo
fyrir liggur, að viðkoinandi
verður að útvega 60% af
kostnaðinum. Von er því til,
að ef verk þetta kostaði 1500
millj. króna, væri unnt að fá
ÚTLENDINGAR mæta mikilli
tortryggni í Moskvu um þessar
mundir. Óbreyttir Rússar forðast
þá, ef þeir geta mögulega komið
því við. Það getur veri'ð nógu
gaman fyrir ferðamann að ná
tali af rússneskum manni og
gagnkvæmt, en venjulega geta
menn ekki nafns síns við slík
tækifæri. Og menn gefa nær
aldrei upp heimilisföng sín eða
símanúmer.
Ferðamönnum, sem fara í
skyndiheimsóknir til Moskvu,
kann að finnast á yfirborðinu, að
þeir hafi fengið hlýlegar móttök
ur, en tilraunir til að stofna til
varanlegrar vináttu heppnast
samt sjaldan. Það er sjaldgæft,
að útlendingur, sem dvalið hef-
ur nokkurn tíma í Moskvu, hafi
það á tilfinningunni þegar hann
hverfur þa'ðan, að sumir beztu
vinir hans séu Rússar.
Ekki alls fyrir löngu gerðist
það, að rússneskur stúdent við
Moskvuháskóla, sem áður hafði
sýnt mikinn áhuga á að fræð-
ast um Bandaríkin, sleit vin-
fengi við Bandaríkjamann, sem
þar var búsettur, af því hann
óttaðist, að áframhaldandi kunn-
ingsskapur mundi eyðileggja
framtíðarmöguleika sína.
„Reyndu ekki að hringja til
mín“, sagði stúdentinn við Banda
ríkjamanninn. „Ef sá orðrómur
kemst á kreik í húsinu þar sem
ég bý, að útlendingar séu að
hringja í mig, mun það verða
slæmt fyrir framtíð mína“.
Eðlileg fróðleiksfýsn og sú
vitneskja, að samband við út-
lending kynni að hafa hættu í
för með sér, toguðust á í huga
þessa stúdents, eins og svo
margra annarra framgjarnra
ungra Rússa. Ung kona, sem
starfar að þýðingum í Moskvu
orðaði þetta á ákvéðnari hátt:
„Enginn Rússi, sem hugsar af al-
vöru um framtíð sína, umgengst
útlendinga", sagði hún.
Sérstaklega að því er Banda-
ríkjamönnum viðkemur, virðist
þetta vera hárrétt. Sovétblöðin
allt að 600 millj. króna í Al-
þjóðabankanum til verksins.
Þá eru 900 milljónir króna,
sem þarf að útvega innan-
lands, og sjá menn af þessu,
hversu mikið fjármagn er um
að ræða“.
birta nær daglega harðar ádeilu-
greinar á Bandaríkin. Sjónvarp,
útvarp, dagblöð, tímarit, kvik-
myndir, skólabækur o.s.frv.,
hamra stöðugt á því, að Banda-
ríkin séu forusturíki hinna
„heimsvaldasinnuðu afla“ og séu
þess vegna siðlaus og óvinsam-
leg Sovétríkjunum.
Þótt margir Rússar hæðist ein-
ungis að þessum hvíldarlausu,
endurteknu árásum, þá hafa þær
vafalaust nokkur áhrif á skoðana
myndun manna þar í landi. Og
þær viðhalda hinum „traditio-
nella" gamla ótta Rússa við út-
lendinga.
Ótti við útlendinga náði há-
marki á hinum villimannlegu
harðstjórnarárum Stalíns. Mein-
lausar samræður við útlendinga
urðu þá oft til þess, að menn
voru dæmdir til langrar vistar
í þrælavinnubúðum í Síberíu. Nú
er ástandið í þessum efnum svo
miklu frjálslegra, að ekki er sam
bærilegt, en endurminningin lið-
ins tíma gerir fólk án efa var-
færnara.
Og það virðist varfærnara í
þessu tilliti í Moskvu en í flest-
um öðrum borgum Sovétríkj-
anna. Mun þa'ð að nokkru stafa
af því, að þúsundir Moskvubúa
eru í tengslum við ríkisstjórn-
ina og skrifstofubákn kommún-
istaflokksins, en bæði stjórn og
flokkur hafa miðstöðvar sínar í
Moskvu. Gerir þetta andrúms-
loftið í Moskvu þvingaðra. Fram
koma fólks verður nokkru frjáls
legri, þegar komið er dálítið frá
Moskvu.
Bandaríkjamaður nokkur bú-
settur í Rússlandi kynntist til
dæmis fyrir nokkru þarlendum
verkfræðingi. Hann lét mjög í
Ijós frjálslyndar skoðanir, þegar
hann var staddur utan Moskvu,
en gerðist fámáll mjög, þegar
hann kom til höfuðborgarinnar.
Á hóteli í Moskvu bað hann
Bandaríkjamanninn a'ð tala ekki
í lyftunni. Fólk mundi heyra
hinn erlenda framburð og fá
grunsemdir, sagði hann.
Þessi tortryggni Sovétmanna
hefur leitt til þess, að útlend-
ingar hafa einnig orðið tortryggn
ir að sínum hluta. Þeir ræða mik
ið um leynilögregluna. Rætt er
um það, hvort segulupptökutækj
um sé komið fyrir í íbúðum og
hótelherbergjum útlendinga og,
ef svo sé, hvort slík tæki séu þá
ávallt virk eða aðeins á vissum
tímum.
Hernaðarfulltrúar erlendra
sendiráða ala með sér grunsemd-
ir um þa'ð, að leynilögreglumenn
séu sífellt á hælum þeirra í
Moskvu, en flest annað fólk er
sammála um það, að því sé ekki
lengur veitt eftirför — ekki af
mannlegum verum, að minnsta
kosti. Útlendingum, sem hafa
bíla, er bannað að fara meira
en 40 kílómetra út fyrir Moskvu.
Ef menn ætla sér að ferðast
lengra, þá verða menn að sækja
um opinber leyfi tii þess. —
Þessi ótti Sovétborgara við út-
lendinga er blandinn kynlegri
lotningu, sem er heldur ekki ný
í sögu Rússlands. í rússneskri
skáldsögu, sem á að gerast á 17.
Öld, er gamall bóndi látinn koma
til Kukuj, en það var útborg frá
Moskvu, sem útlendingar bjuggu
í, og verður bóndi dolfallinn af
undrun yfir því, sem hann sér
þar. „Ég gekk um göturnar og
fann til óttakenndar, þetta var
allt svo furðulegt, líkt og í
draumi. Fólkið var vingjarnlegt,
og þa'ð býr þarna rétt við hliðina
á manni. Og auðæfi þess! Þetta
útlendingahverfi er auðugra en
öll Moskva með útborgum sín-
um.
Þessi tilvitnun í skáldsögu
Alexey Tolstoy „Pétur fyrsti“
lýsir að minnsta kosti að nokkru
leyti afstöðu sovézkra borgara
til útlendinga, jafnvel enn í dag.
En svo maður sleppi hinum al-
menna rússneska borgara, þá er
hópur manna í Moskvu, sem hef-
ur leyfi til að umgangast, án
nokkurrar leyndar, erlenda blaða
inenn, kaupsýslumenn og sendi-
ráðsmenn, sem þar búa. Þótt
nokkurrar tortryggni gæti stund
um í þeim samskiptum, þá geta
menn á þann hátt fengið yfirlit
yfir sovézka lifnaðarhætti, sem
næstum ókleift væri að fá með
öðrum hætti.
Þessir Rússar veita manni mik
ilvægar upplýsingar um núver-
andi lifnaðarhætti fólks þar, slúð
ursögur, sem ganga um borgina,
hvar menn geta fengið þetta og
þetta keypt og þetta og þetta
gert. Stundum eru þó jafnvel
þessar upplýsingar vafasamar.
Útlendingarnir sjálfir búa í sér
sttíkum íbúðabyggingum, sem er
gætt af lögreglumönnum, undir
því yfirskyni, að þeir eigi að
hindra þar þjófnaði og ónæði.
En meginverkefni þeirra er að
hindra, að rússneskir menn heim
sæki útlendingana í óleyfi. —
Einn hluti þessa sérstaka íbúða-
byggingahverfis er umgirtur tíu
Framihald á bls. 27