Morgunblaðið - 04.04.1968, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 04.04.1968, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 196« Erlendur Jónsson skriíar um BÓKMENNTIR FJÖLD KVIÐUR AF GOTUM OG HÚNUM. 246 bls. Jón Helgason tók saman. Heimskrlngla. Reykjavik, 1967. EIGUM viS að segja, að Jón Helgason sé orðinn hálfgerð þjóðsagnapersóna? Nei. Það er víst of djúpt í árinni tekið. Kannski er meira að segja vill- andi að tala um þjóðsðgur nú orðið ,þó einn segi öðTum hiti og þetta, sem heyrist á förnum vegi. En allt um það er Jón Helga- son persóna, sem sögur fara af — umtalaður maður. Hroliköld og neyðarleg tilsvör eru eftiir honum höfð. Menn þylja upp úr sér heil kvæði, sem hafa aldrei sézt á prenti, en eru samt eignuð honum. Mest er það flím og flimtan. Vitaskuld. Hver leggur á sig að læra utan bókar, það sem minni veigur er í? Ef til vill er allt, sem þannig er haft eftir Jóni Helgasyni, ranglega eignað honum. Það skiptir ekki máli. Þjóðiin hefur þegar útfært í vitund sinni skýra mynd acf þessum húsbónda í Árnasafni ,sem að áliti hennar lifir og hrærist meðal gamalla MEIÐMA skinnbófca innan við þykka og fornfálega múrveggi, en hefur þó hlaðið um persónu sína ennþá rammgerðari múra; kaldrana- Iegur, en alveg bráðsnjalli, ein- stæður. Fyllri getur myndin tæp ast orðið. í tilbót hefur hann svo dvalizt meiri part ævi sinnar fjarri þessu landi okkar, þar sem menn eru sýknt og heilagt að klína einhverjum sora hver utan í annan í þeirri von, að bletturinn loði við. Fjarlægðin hefur, sem betur fer, forðað Jóni Helgasyni frá því grómi. En hvað kemuir þetta málinu við, þegar rætt er um Jón Helga son sem rithöfund og fræðimann og bók, sem hann hefur nú ný- verið sent fró sér? Verður ekki bókin eins og hún er og engan veginn öðru vísi án minnstu hliðsjónar af því, hvaða hug- mynd þjóðin gerir sér um höf- undinn? Að vísu. Og þó. Það er nefni- lega, þegar öllu er á botninn hvolft, ómögulegt að geta sér til um ,hversu náið er í raun og veru samband rithöfundar og lesenda. Milli hans og þeirra liggja leyniþræðir, sem bvorir tveggja skynja, finna á sér, fremur en skilja. Og rithöfundur er þó aldrei nema mannlegur. Honum vex kjarkur, hann færist meira í fang, honum tekst betur upp, ef hann veit sér vísa að- dáun lesenda. Orðstírinn veitir honum visst „átorítet". Að vísu hefur greindur maður sagt, að skáld séu „til þess að skilja þau fremur en að mikla þau og dá þau.“ En mætti ekki snúa þessum orðum við og segja, að þeir séu fleiri, sem dá skáld, heldur en hinir, sem skilja skáld? Jón Helgason er gott skáld. Og skáldskapurinn hefur aukið hróður hans sem fræðimanns, að miinnsta kosti í augum okkar ís- lendinga. Og ekki fer á milli mála, sem við lesum skýringaT hans á fornum skáldskap, að hann rýnir ekki í hin fornu fræði með augum gTÚskarans einum saman. Hann skoðar þau líka með augum skálldsins. f bókinni Kviður af Gotum og Húnum eru prentuð þrjú kvœði forn: Hamdismál, Guðrúnarhvöt og Hlöðskviða. Bókin hetfst á al- mennri inngangsgrein, sem nefnist Gota þáttur og Húna. Þar er í stuttu rná'li drepið á sögu fyrrgreindra þjóða. Þá hefur út- gefandi ritað inngang á undan hverri kváðu fyrir sig; einnig ýtarlegar skýringar, og er hvort tveggja prentað á sömu síðu, vísa og skýringar með henni. Lestur bókarinnar útheimtir því engar óþarfa flettingar. Inngangsgreinar kviðanna eru sagnfræðilegs og bókmenntalegs efnis: útgetfandi ber efni kvið- anna saman við sögulegar stað- 16870 Til sölu er um 1000 fer- metra sjávarlóð undir einbýlishús á fegursta stað á sunnanverðu Sel tjarnarnesi. Einbýlishús í Mosfells- sveit, næstum fullgert. Bílskúr. Hitaveita. Einbýlishús í Smáíbúða hverfi, 7—8 herb. Bílsk. 7 herb. íbúð á tveim hæðum við Skipasund, 5 svefnherb. Parhús í sunnanverðum Kópavogi. Frágengin lóð. Ágæt eign. 4ra herb. íbúð á 2. hæð í timburhúsi í Miðborg- inni. Sérinng., sérhiti. 3ja herb. ný íbúð á 1. hæð í Kópavogi. Bíl_ skúr. Allt sér. 3ja herb. íbúð á jarðh. í Kópavogi, sunnanverð um. 2ja herb. íbúð á jarðh. í Kópavogi. Útb. 250— 300 þús. 2ja herb. jarðhæð í tví- býlishúsi í Hafnarfirði. 2ja herb. íbúð á 1. hæð við Hraunbæ. Vönduð innrétting. reyndir og sögusagnir (stundum reynist ertfitt, að greina það tvennt að). Jón Helgason er öruggur leið- sögumaður á þessum fornu slóð- um; ekkert tvíl; ekkert hukl og hik; engir óþarfa varnaglar slegnir af hræðslu við aðra fræðimenn. Útgefandinn er einhvern veg- inn svo handgenginn þessum fornu fræðum, að einnig lesand- inn finnur sig þar heima ósjálf- rátt. Þó fróðlegt sé að lesa inn- gangsgreinarnar, er þó enn skemmtilegra að lesa sjálfar kviðurnar ásamt með skýringum Jóns. Sé þekking óhjákvæmi'leg til að skýra þennan forna kveð- skap, skemmir ekki, að skýrand- inn sé líka gæddur skáldlegu ímyndunajrafli og hafi á tiltfinn- ingunni hin óskráðu, en sígildu lögmál skáldskaparins. Og ritskýrdng fornra bók- mennta og nýrra er að sjálf- sögðu tvennt, sem ekki er hægt að jafna saman. Uppruni hinna fornu bókmennta er í flestum tiltfellum myrkri húlinn. Við vit- um ekki hvernig eða hvenær þær urðu tal, né hvernig þær voru í fyrstu gerð sinni. Ritskýr- ingin verður því að háltfu hand- ritaspjall og samanburður texta. Af því spretta álitamálin: Hvað kann að hatfa glatazt atf frum- gerð verksins? Hvað er uppruna- legt, og hverju hefur verið bætt við síðar? Hvað harfa skritfarar mislesið eða jafnvel miisskilið. Það eru spurningar atf þessu tagi, sem útgefandi fomra texta verður pýknt og heila'gt að svara, og því er ekki að neita, að sumir útgefendur fomra skiáldverka hafa ekki hætt sér fetinu fram- ar. Þeir hatfa skoðað verkin eins Tíl sölu Útb. 300 þús. 2ja herb. jarðhæð í Kópavogi, sérþvottah. 3ja herb. 1. hæð í steinhúsi við Reykjavíkurveg. Einstaklingsíb. rúml. tilb. und ir trév. við Hraunbæ. Útb. 400-500 þús. 3ja herb. 97 ferm. 3ja ára kjall araíb. við Rauðagerði. Vand aðar innr. úr harðvið og plasti. Góð teppi, sérinng. og hiti. Mjög bagstæð lán áhvíl. 2ja herb. stór jarðhæð ásamt vinnuherb. við Hraunbæ. Sérstakl. hagst. lán áhvíl. 2ja herb. góð 3. hæð við Rauðarárstíg. Útb. 500-550 þús. 3ja herb. góð jarðh. við Sól- heima. Sérinng. og hiti. 3ja herb. jarðhæð við Gnoða- vog. Sérinng. og hiti. í smíðum 2ja, 3ja og 4ra herb. íb. í Breiðh., 4ra herb. íb. eru flestar m. sérþvottah. sum- um 4ra herb. íb. fylgir her- bergi í kj. sem kostar kr. 25 þús. 1. útb. á þessum íb. er kr. 65 þús. Síðasta greiðsla kr. 100 þús. á að greiðast vorið 1970. Lóð er að fullu frágengin. í Hraunbæ 5 herb. -25 ferm. endaíb. með tvennum svölum, kr. 200 þús. eru lánaðar. Fasteignasala Sigurðar Pálssonar byggingameistara og Gunnars Jánssonar lögmanns. Kambsveg 32. Símar 34472 og 38414. 4. Saumakonur Vantar vanar saumakonur. Get útvegað húsnæði. Uppýsingar í símum 99-4187 eða 99-4196. Verksmiðjan Magni h.f. Hveragerði. FRÁ BVGGIIUGARSAMVIAIMIFÉLAGI ATVIIUBIFREIÐASTJÓRA Áformað er að stofna 5. byggingarflokk félagsins um byggingu fjölbýlishúss í Breiðholtshverfi. Þeir félagsmenn sem óska að komast í þennan bygg- ingarflokk, leggi umsóknir sínar inn á skrifstofu byggingarsamvinnufélagsins, Fellsmúla 22, fyrir kl. 18.00 laugardaginn 20. apríl n.k. Sérhæð í Miiborginni til sölu Falleg og sólrík efsta hæð í nýlegu tvíbýlishúsi við rólega götu. íbúðin er 6 herb. þrjár stofur og þrjú svefnherb., þvottaherb. á hæðinni. AÐAL FASTEIGNASALAN, Laugavegi 96, sími 20780. Verzlunarhúsnæði við Laugaveg af sérstökum ástæðum er til sölu verzlunarhúsnæði (þ.e. nýinnréttuð og glæsileg verzlun í fullum gangi) ásamt lagergeymslu við Laugaveg. Verzl- unin verzlar með útgengilegar vörur, og getur lag- er fylgt ef óskað er. 3ja herb. íbúð á hæð fyrir ofan verzlunina, fæst einnig keypt með ef óskað er. Til greina kemur að taka upp í 4ra—5 herb. ný- tízku íbúð í borginni. Nánari upplýsingar gefur: NÝJA FASTEIGNASALAN, Laugavegi 12. — Sími 24300. og krumsprang á pappír eða bók- feLli og ekkert fram yfir það. Jón Helgason er ednn af fáum, sem blása lífi í þurran fróðleik um handrit og texta. En það er Mka gott að hlíta leiðsögn hans fyrir þá sök, að hann kæf- ir ekki í fióðdeiknum anda þeirra skáldverka, sem um er vélt. En gleymum ekki aðalatrið- inu í þessari bók, Kviðum af Gotum og Húnum, það er að segja kviðunum sjálfum. Útgetf- andi hefur látið prenta þær með snöggtum stærra letri en annað efni bókarinnar, sivo þær hveríi ekkd innan um greinar og skýr- ingar, sem eru langtum fyrú- ferðarmeiri í bókinni. Sumt er í kviðum þessum hverjum manni auðskilið, enda þó engar skýr- ingar fyigdu. En með skýrimguim Jóns Helgasonar á engum að verða skotasku'ld að lesa þær sér að gagni. Og höfundar Hamdismála, Guðrúnarhvatar og Hlöðskviðu — þeir væru maklegir nokkurra verð'launa, eí til þeirra næðist. Og þá er það að lokum bókin sjálf, gerð hennar og útlit. Hún er svo látlaus og vönduð, að unun er að velta henni í hendi sér. Erlendur Jónsson. 2ja herb. ódýr risíbúð við Hrísateig, útb. 150 þús. 2ja herb. góð íbúð með sér- þvottahúsi við Kleppsveg 2ja herb. ný íbúð við Lyng- brekku. 2ja herb. ódýr íbúð ásamt einu herb. í kjallara við Rauðarárstíg. 3ja herb. íbúð við Skipa- sund ásamt óinnréttuðu risi, bílskúrsréttur. 3ja herb. góð jarðhæð við Goðheima. Sérinngangur, sérhiti. 3ja herb. góð íbúð á 2. hæð við Kleppsveg. 3ja herb. ódýr íbúð í Lamba staðahverfi á Seltjarnar- nesi. 3ja herb. stór íbúð á jarð- hæð við Tómasarhaga. 4ra herb. góðaríbúðir í fjöl- býlishúsum við Álfheima. 4ra herb. ódýr íbúð í fjöl- býlishúsi við Laugarnes- veg. 4ra herb. góð íbúð á 2. hæð í fjölbýlishúsi við Stóra- gerði. 5 herb. góð risíbúð í Vest- urbænum. 5 herb. góð íbúð, öll stand- sett á 1. hæð ásamt einu herb. í kjallara við Barmahlíð. Stór bílskúr. 5 herb. ódýr íbúð við Berg- staðastræti. 5 herb. góð íbúð ásamt einu herb. í kjallara við Boga- hlíð. 5 herb. ný íbúð á 3. hæð í fjölbýlishúsi við Hraun- bæ. 4ra herb. einbýlisliús við Haðarstíg. 5 herb. parhús ásamt tveim ur herb. í kjallara við Hlíðargerði. 5 herb. fallegt einbýlishús, byggt úr timbri við Kárs- nesbraut. Máltlutnings og fasteignasfofa , Agnar Gústafsson, hrl. j Björn Pétursson fasteignaviðsídpti Austurstræti 14. Símar 22870 — 21750. J Utan skrifstofutíma: t 35455 —

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.