Morgunblaðið - 04.04.1968, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 04.04.1968, Qupperneq 28
INNIHURÐIR i landsins mesta urvali 4.M. SIGURÐUR ELÍASSON HF. AUÐBREKKA 52—54, KÓPAVOGI. FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1968. AUGIVSIHGMt SÍMI SS*4*8Q Banaslys um borð í vélbátnum Sóley Ólafsvík, 3. apríl. TVÍTUGUR piltur slasaðist mik- ið um borð í v.b. Sóley frá Flat- eyrj á Breiðafjarðarmiðum í nótt og lézt hann litlu eftir að skipið kom með hann til Ólafsvíkur. — Ekki er unnt vegna aðstandenda að birta nafn piltsins að svo stöddu. Slysið mun hafa orðið með |>eim hætti, að báturinn var á netaveiðum á Breiðafjarðarmið- um og vorui skipsverjar að leggja Loðnuverð ákveðið Á FUNDI Verðlagsráðs sjávarút- vegsins í dag var ákveðið, að lág marksverð á loðnu til frystingar á loðnuvertíð 1968 skuli vera kl. 1.00 hvert kg. Verðið miðast við að seljandi afhendi loðnuna á flutningstæki við hlið veiðiskips. (Frá verðlagsnefnd sjávarútvegsins). Sjálfvirk símstöð á Sauðárkróki FIMMTUDAGINN 4. apríl kl. 16:30 verður opnuð sjálfvirk sím- stöð á Sauðárkróki. Símanúmer- in verða 5100—5499, en svæðis- númerið 95. Svæðisstöðin er á Brú í Hrútafirði og hefur hún verið sett upp. Stö’ðin á Sauðár- króki er frá L.M. Ericsson í Stokkhólmi og hefur 400 númer, en 267 notendur verða nú tengd- ir við hana. Um 38 sveitasímar verða þar handvirkir fyrst um sinn. IMýr fram- kvæmdastjóri OTHAR HANSSON, fiskvinnslu- fræðingur, hefur, að því er Er- lendur Einarsson. forstjóri S.Í.S. tjáði Mbl., verið ráðinn fram- kvæmdastjóri dótturfyrirtækis sjávarafurðadeildar S.Í.S. í Bandaríkjunum, Iceland Prod- ucts. trossur. Lenti pilturinn þá í bugt á færi, og þegar það rann út- byrðis, kippti línan manninum útbyrðis. Skipsverjar brugðu skjótt við og náðu inn færinu, en pilturinn mun hafa verið um 4 mínútUT í sjónum. Þ'egar hann náðist inn kom í 1 jós að hann var mikið slasaður, og hafði auk þess sopið mikinn sjó. Vb. Sóley kom til Ólafsfjarðar í gærmorgun, og beið læknir staðarins á bryggjunni, ert enn- fremur höfðu verið gerðar ráð- stafanir til að fá hingað sjúkra- flugvél. Sjúkraibifreið flutti pilt- inn áleiðis til Hellissands á flug- völlinn þar, en pilturinn lézt á leiðinni. — Hinrik. 99 Haförninn á siglingu í gegnum íshröngl úti fyrir Norðurlandi, en þar er skipið nú fast í ís. ----------<i (Ljósm. Mbí. SteingrímuT). Haförninn44 fastur í ís ísbrúk berst suður með Austfjörðum Sporin í Þistilfirði eftir refí? fSRÖND rak allgreitt suður með Austurlandi í gær og var ísinn sumsstaðar hættu- legur skipum. Lítil breyting var á ísnum fyrir Norður- landi. Síldarflutningaskipið Haförninn, sem var á leið frá Siglufirði til Englands, sat í gær fastur í ísnum í vök um 6 sjómílur vestur af Rauða- núpum, en tókst í gærkvöldi að brjótast 5 mílur í norð- norðvestur, þar sem skipið ætlar að bíða birtingar og sjá svo hvort ekki megi brjótast áfram. Þrjú skip brutust út úr Ólafsfirði í gær og ætluðu til Akureyrar, en lentu í miklum erfiðleikum vegna íss í Eyjafirði, og komust loks inn til Dalvíkur. í Þistilfirði urðu menn var- ir við ókennileg spor eftir tvö dýr, sem jafnvel var álitið að væru bjarndýr, en fróðir menn telja nú mestar líkur á, að hér hafi verið stórir refir á ferð. Veðurstofan gerir ekki ráð fyrir neinum breytingum á ísnum. Spáð er vestlægri átt í dag, en síðan er talið lík- legt að áttin gangi aftur til norðurs. ísinn út af Austurlandi. Hafís rekur allhratt suður með Austfjörðum, og tilkynnti Langá í fyrrakvöld, að hann væri sum- staðar svo þéttur að hættulegt gæti orðið skipum á siglingaleið. Skipið sigldi út úr íshraflinu um kl. 9:30 um kvöldi’ð á 98. gráðu réttvisandi frá Papey í 37 sjó- mílna fjarlægð frá eynni. Þaðan sigldi sk pið á stjórnborða í 125 gr. og urðu skipverjar ekki frek- ar varir við ís. íshrönglið hefur þó borizt talsverðan spöl suður á bóginn síðan Langá sigldi út úr þvi, og frá Kambanesi var tilkynnt, að mikinn ís væri að sjá þaðan, og hafði hann rekið suður um 20—30 í gær. Nálgaðist hann ytri siglingarleið út af Stöðvarfirði. Er því ísinn heldur að nálgast þar landið, og rekur áfram til suðurs. Ekki er hann þó enn kominn eins langt og ísa- vorið 1965, en þá varð vart við hann hjá Stokknesi norður af Hornafirði. Ekkert er þó enn því til fyrirstöðu, að hann berist þangað, eða jafnvel lengra núna. ísinn vir’ðist ekki vera kominn inn á firði fyrir austan, þó sum- staðar sé hann landfastur, svo sem við Almenningsfles og land- megin við Seley, en vindáttin er þannig, að ekki er talin hætta Framhald á bls. 27 Skipverjar fengu heilsubótargöngu á ísnum Frásögn fréttaritara Morgunblaðsins um borð \ „Haferninum" Norskir sérfræðingar í málefnum EFTA — staddir hér til viðræðna UM þessar mundir eru staddir hér tveir norskir embættismenn á vegum Viðskiptamálaráðuneyt- isins til viðræðna um EFTA eða Fríverzlunarbandalag Evrópu. Eru það þeir Carl Björge, að- stoðarskrifstofustjóri í sjávarút- vegsmálaráðuneytinu og Hans Ludvig Dehli, aðstoðarskrifstofu- stjóri í iðnaðarmálaráðuneytinu. Þeir komu hingað til landsins á mánudag til viðræðna um EFTA-sáttmálann, framkvæmd hans og reynslu Norðmanna af bandalaginu. Á þriðjudag ræddu þeir við embættismenn og EFTA nefnd þá, er ríkisstjórnin hefur skipað, en í gær sátu þeir á fundum með fulltrúúm i'ðnrek- enda, útflytjenda og annarra frá atvinnuvegunum. I dag munu þeir ræða aftur við embættis- menn ríkisins og EFTA-nefndina, en heim fara Norðmennirnir á föstudag. SÍLDARFLUTNINGASKIP- IÐ Haförninn frá Siglufirði var í gærkvöldi fast í vök um 11 sjómílur vestur af Rauða- núpi út af Melrakkasléttu, en engin hætta var þó talin á, að ís hrannaðist upp að skipinu. Það hafði fyrst orðið fast í ís fyrrihluta dags í gær um 6 sjómílur út af Rauðanúpi, en gat í gærkvöldi brotizt áfram í norðnorðvestur í aðra vök. Skipverjar sáu þaðan í ratsjá auðan sjó á talsvert víðáttu- miklu svæði, og var ákveðið í gærkvöldi að bíða birtingar, en reyna þá að brjótast þang- að. Fréttaritari Morgunblðsjps á Siglufirði, Steingrímur Kristinsson, er um borð í Haf- erninum, og fengum við ferða söguna hjá honum í gær: „Við lögðum af stað frá Siglufirði kl. 14 í gærdag á leið til Englands. Allmikill lagís var inni á firðinum um 10 sm. þykkur. Fjarðarmunn- inn var lokaður af ísspöng, sem þó gekk vel að komast í gegnum. ísinn var víða nokk- uð gisinn og með stórum ís- lausum rennum austan með landi. Þéttastur var ísinn nokkrar mílur frá landi. Fyrri hluti leiðarinnar í gær vár sæmilega greiður í björtu og góðu veðri, eins og var, en um myrkur í gærkvöldi kl. 20 var vél stöðvuð. Var lagzt fyr- ir 6 mílur NNV af Flatey og látið reka yfir nóttina. Klukkan fimm í morgun var aftur lagt af stað, en okkur hafði rekið 7% mílu í SA yfir nóttina. Siglt var á hægri ferð norður eftir Sjálf- andadjúpi út undir sömu breiddargráðu og Grímsey, þá var siglt sem næst austur og var hægt að sigla á fullri ferð í tvo til þrjá tíma hindrunar- laust. En út af Melrakkasléttu tók ísinn aftur að þéttast og út af Rifstanga lokaðist leiðin algjörlega. Dokað var við nokkra stund meðan aflað var frétta um ástand íssins og á meðan fengum við fjórir skipsfélagar leyfi til að fá okkur heilsubótargöngu út ~á ísinn. Gekk ferðin vel, því ísbreiðan mátti heita samfelld svo langt sem séð varð, og svo slétt að jafnvel kom til tals að reyna fyrir sér í knatt- spyrnu. En stuttu síðar var gefin skipun um að koma um borð aftur og síðan var skipinu snúið í vestur aftur. Frétzt hafði, að veður væri að versna fyrir Austurlahdi og ísbreiðan væri ófær yímjuleg- um skipum. Þegar vestar dró sást að mjög mikil hreyfing hafði orðið á ísbreiðunni, nær allar vakir voru horfnar og þegar komið var vestur undir Rauðanúp lokaðist leiðin al- gjörlega í allar áttir. Þar lét- um við reka þar til Tryggvi Helgason flaug yfir ísinn fyr- ir okkur til að kanna útgöngu leiðir, og gat hann bent okk- ur á vök, sem við erum nú í, og ennfremur að auður sjór væri á víðáttumiklu svæði enn norðar. í dag var hér glaða sólskin allan daginn og logn, en nokk- uð er farið að kólna nú með kvöldinu".

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.