Morgunblaðið - 04.04.1968, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1968
21
Minningargrein
Victor Urbancic
í DAG, 4. apríl 1968, er tíu ára
dánairafmæli dr. Victors Urbanc
ic. Alþj 6ð þekkti og þekkir enn
Dr. Victor Urbancic og þann
mikla skerf, sem hann lagði til
uppbyggin'gar tónlistarmála á
íslandi.
Ég ætla mér því ekki að rekja
tónlistarferil Dr. Victor Urbanc-
ic. Alþjóð þekkti og þekkir enn
hans í fersku minni og þess ger-
ist því ekki þörf.
Þeir voru hins vegar mun
færri, sem vissu, hvern mann
Dr. Victor Urbancic hafði að
geymia. Það er þessa manns, sem
mig langar til að minnast, því
að hann var einn af þeim fáu,
sem hafa kjark og þol til að
fylgja eftir innstu og heilögustu
sannfæringu sinni jafnt í þrasi
daglegrar tilveru sem á örlaga-
stundum.
Fyrsta endurminning mín um
Dr. Victor Urbancic er allt í
senn: afar skýr öll í þoku og
mjög táknræn. I dá gleymiskunn
ar var allt það falllið, sem laut
að hinum ytri aðstæðum. Brenni
merkt inn í vitund mína eru
hins vegar áhritf þessara fyrstu
kynna á ómótaða bamssél mína
eru hins vegar áhnif þessara
fyrstu kynna á ómótaða barns-
sál mína. Ég sé sjálfan mig ó-
ljóst fyrir mér, þar sem ég sit
í tónleikasala. Uppi á sviðinu
eru tveir menn. Annar er að
syngja, hinn lelkuir urudir á hljóð
færd. Ég þekki hvorugan mann-
inn, og sjálfur er ég bara lítill
drengur. Enn þann dag í daig
veit ég ekki, hver söngvarimn
var, en maðurinn við hljóðfærið
var Dr. Urbancic, enda þótt ég
vissi það ekki þá. Meira man
ég ekki annað en það, að ég
átti erfitt með að hafa augun
af söngvaranum. í dag get ég
reiknað út af líkum, að söngvar
inn hafi verið tiltöluleguir nýliði,
kvíðinn og borizt meiira á en
ströng nauðsyn krafði till að
telja kjark í sjálfan sig.
Alla vega sat ég þarna, starði
ó söngvarann og var að reyna
að sbilja, hvers vegna mér var
ómögulegt að hafa af honum
augun. Skyndilega rann það upp
fyrir mér, að söngvarinn beitti
allra ráða till að halda ekki ein-
ungis athygli minni, heldur og
annarra viðstaddra. Af næmi
bairnsins skynjaði ég, að þessum
manni var mikið í muna að
vinna hylli okkar, sem þarna
vorum stödd. Af grimmd barns-
ins skynjaði ég einnilg og það
svo tdl samtímis, að við, þessi
Ihópur áiheyrenda, höfðum óhugn
anlegt vald yfir söngvaranum.
Okkur var í lófa lagið að hafa
viðleitni hans að engu og ef til
vill gera 'hann þar með að minni
manni í eigin augum, jafnvel
þótt hann ætti það ekki skilið.
Af eðlisinnsæi barnsins skynj
aði ég, að þessi maður var engu
síður þiggjandi en veitandi.
Eitt andartak eða svo gat ég
notið þess að vera gjaldgengur
meðiimur í þessum volduga á-
heyrendaihóp, en lengur gat sig-
urvíman heldur ekki staðið, því
ð ég fór að finna tif samúðar
með söngvaranumu
Þar var auðvelt fyrir piig að
setja milg í spor söngVarans.
Eins og öll börn háði ég daglega
harða baráttu við að tolla á hin-
um þrönga vegi dyggðarinnar
og almenningsálitsins og á þessu
tvennu gerði ég engan mun
fremur en barna er háttur.
Ég þekkti af eigin ireynd, að
það var ekkert áhlaupaverk að
„tolla í náðinni', eins og það
er kallað, og enginn sá öfunds-
verður, sem þurfti á því að
halda. Jafnskjótt og samúðán
var búin að ná yfirtökum í huga
mér, var ég í ’rauninni hættur
að gera nokkurn greinamun á
örlögum söngvarans og mdnu
eigin örlögum.
Mér fannst ástandið þjakandi
og byrðin öllu þyngri en ég vair
reiðubúinn að bera einn.
Ósjálfrátt fór ég að leiita mér
stuðnings í einhverju eða ein-
hverjum. Jafnósjálfrátt beindist
athygli mín að manninum við
hljóðfærið. Maðurinn við hljóð-
færið virtiist djúpt niðursokk-
inn í það, sem hann var að
gera. Hann virtist sér tæplega
meðvitandi um að sitja þarna á
sviðinu fyrir allra manna aug-
um. Hann virtist eiiga sér eitt-
hvert takmark, sem var alveg
óviðkomandi öllu, sem var að
gerast á þessari stundu og í
þessum sal .Mér fannst þetta
einkennilegt en jafniramt þægi-
legt, því að frá þessum manni
geislaði jafnvægi, friður og ró.
Mér fannst eins og ekkert í hin
um ytra heimi væri þess megn-
ugt að hafa nein teljandi áhrif
á þennan mann — allra sízt það,
hvort við, þessi áheyrendahópur,
veittum honum athygli eða ekki.
Ég skynjaði, að hann átti sér
eitthvert alilt annað takmark en
að geðjast okkur og þóknast.
Eitthvað innan í sjálfum mér
fylltist af lotningu. Hér var eitt
hvað á ferðinni, sem ég skyldi
ekki og þekkti ekki af eigin
reynd. Ég fann, að innra með
þessum manni bjó einhver dul-
arfuliur kraftur, sem var óháð-
ur duttlungum hins ytra heims.
í sömu andránni varð mér ljóst,
að það mundi ekki gera þessum
manni neitt til, þó að ég eða
aðirir snerum við honum bak-
inu. Það yrði þvert á móti ég
sjálfur, sem færi einhvers á mis,
og þóttist viss um, að slíkt hið
sama mundi og gilda um aðra
áheyrendur.
Ég varpaði öndinni léttar.
Þessi maður hafði veitt méir
þann stuðning, sem ég var að
ieita að. Hann var veitandi en
ekki þiggjandi.
Síðan eru liðnir margir ára-
tugir, og það liðu mörg ár, þar
til ég kynntist Dr. Urbancic í
einkalífinu. Þá fyrst ’gat ég stað
fest, hve furðulega óskeikul
eðlisávísun barnssálarimnar get
ut verið, enda þótt meðvituð
starfsemi heilans komi þar
hverfi nálægt.
Sennilega hefði ég ekki verið
svo skarpskyggn, ef fundum
okkar Dr. Urbancic hefði borið
saman, eftir að ég var orðinn
fulltíða maður.
Dr. Victor Urbancic var fyrst
dr.
og fremst maður hins innra
heims, Á umibrota- og rósturs-
tímum alheims komst hann auð
vitað ekki hjá því fremur en
aðrir að lenda í hörðum ótök-
um við umiheiminn .Enigu að síð
ur tel ég víst, að hann hafi ekki
eytt rneiri tíma og orku í að
jafna leikinn við aðra menn en
minnst varð af með komizt.
Dr. Victor Urbanoic var það
aldrei eiginlegt að berjast við,
heldur einungis fyrir umhverfi
sitt.
Ef Dr. Victor Urbancic sá það
ekki sem hlutverk sitt að koma
ár sinni fyrir borð í þessum
heimi, þá var hann sér þeim
mun meira meðvitandi um að
vera þjónn alheimsins og þeirra
afla, sem honum stjórna.
Öll sálarorka Dr. Urbancic
same:naðist í þeim átökum að
þjóna sköpunarmætti alheims-
ins í einu og öllu, án tilllilts til
þess, hvað hann yrði sjálfur að
leggja af mörkum í erfiðii, ó-
þægindum og þjáningu.
Hann sá sína eigin tilveru sem
örstutt augnablik í eilífðinni,
sem skipt gæti miáli, ef það væri
vel nýtt. Það var honum of dýr-
mætt til að hann teldi sig hafa
ráð á að eyða því 1 þras hins
tímabundna og hverfula.
Á þessu sviði var Dr. Urbanc-
ic haTður dómari yfir sjálfum
sér. Það var þetta atriðii, sem
gerði hann svo óháðan umhverf
inu. Mannfyrirlitning kom þar
hvergi nærri. Dr. Urbancic þótti
vænt um mannkynið með öll-
um kostum og göllum. Hann vair
umburðarlyndur við náungann
og fljótur að fynirgefa, þegar aðr
ir menn skyldu ekki, hvert hann
stefndi eða lögðu það út á veriri
veg, sem fyrir honum vakti. En
hann var óháður fordómum og
dómsúrskurðum annarra manna,
vegna þess eins að hann felldi
ávallt harðari dóm yfir sjálfum
sér en aðrir gerðu.
í innsta eðli sínu var Dr. Ur-
bancic auðmjúkur þjónn skap-
ora síns. Til að vera varður þess
starfs beitti Dr. Urbancic sjálf-
an sig járnaga, og þessi sjálf-
agi gerði honum aftur kleift að
hvika hvergi frá settu marki
sannfæringar sinnar, hvemig
sem viðraði í hinum ytra heiani
og hvert sem afstaða þess heims
var vinsamleg eða fjandsamleg.
Sjálfur stend ég í persónulegri
þakkarskuld við Dr. Victor Ur-
bancic. Kjörorð hans: „Alles
grosse geschieht trotzdem" (Hið
stórkostlega gerist engu að síff-
ur) reyndist mér haldgott veg-
arnesti út í óvissu framtíðar-
innar.
f veröld, sem einblínir í skelf-
ingu á hverfulleika augnabliks-
sins, var það ómetanlegt að
koma auga á sjónarmið og lög-
mál eilífðarinnar.
Það er táknrænt, að Sálumessa
Verdis verður frumflutt á fs-
landi í dag — á dánardegi Dr.
Victors Urbancic. Nýir og trygg-
ir þjónendur tónlistarinnar
halda sleitulaust áfram því starfi
sem var Dr. Victor Urbancic heil
agt. Ef hann væri enn meðal
okkar, veit ég, að hann mundi
gleðjast yfir því, að enn er merk
ur tónlistarviðburður í uppsigl-
ingu.
Og verðugair gat tillviljunin
tæplega heiðrar minninguna um
tíu ára dánarafmæli Dr. Victors
Urbancic en með flutningd hinn
ar stórfenglegu sálumessu Verdi.
Halldór Hansen, yngri.
Björn Vilhjálmsson
verksmiðjustjóri
— Minning
UM EITT skeið bernsku minnar
átti ég mörg spor á milli bæj-
anna Klifshaga og Sandfellshaga
í Öxarfirði. Mér þótti alltaf sem
mér opnaðist dýrðarheimur, þeg
ar ég kom upp á Efra-Leiti og
Sandfellshagi blasti við sjónum.
Staðarleg burstabygging, hreinar
rammíslenzkar línur, matjurta-
garður í hla'ðbrekku. Ræktarlegt
túnið allt í líðandi halla ofan að
á er rann lygn við túnfótinn.
Þar sem áin breiðir mest úr sér
er gróðursæll hólmi, þangað var
sóttur. ilmreyr, þurrkaður og
lagður með líni og sparifatnaði í
skúffur og kistur.
Nokkru ofar en hólminn var
brú yfir ána, leiðin lá yfir brúna,
er mjalta skyldi geitur, er runnu
til náttbóls framan úr „Brekk-
um“ skjólsælum skógarbrekkum
þar sem þær höfðu ,borið snoppu
að blómsturtopp og blöðin kropp
að af greinum1.
Ofanvert við Sandfellshaga er
Öxarfjarðarheiði og gnæfir Sand
fell yfir með grænum brekkum
og rindum hátt upp eftir fjalli.
Þetta er fallegt fjall og freistar
til uppgöngu, því að úr hlíðum
þess blasir við vítt sjónarsvið.
Þaðan sér út yfir hið breiða Öx
arfjarðarhérað, út á sandana
miklu þar sem:
„Starengi blakta við blakkan
sand
bæina hyllir í óskanna land“.
Og
„Gráblikur yzt fyrir landi
lýsa,
líkast sem bjarmi á ísa“.
Oft liggja hin yztu sjónar-
mörk í mókandi kyrrtS, hjúpuð
blárri móðu á sólskinsmettuðum
sumardögum, en nær og fjær er
gróður og grjót gætt töfrandi lit-
brigðum í leik ljóss og skugga.
Unaðslegt var að alast upp í
þessum gróðursæla reit með
fjölda skemmtilegra leikfélaga. I
Sandfellshaga hefur verið tví-
býli síðan stórbóndinn, Björn
Jónsson dannebrogsmaður, skipti
jörðinni milli tveggja bróður-
barna sinna, Jóns Sigurðssonar
kvæntum Kristínu Friðriksdóttur
og Júlíönu Sigurðardóttur giftri
Vilhjálmi Benediktssyni. Böm
þessara hjóna ur’ðu jafnmörg og
fylgdust nokkurn veginn að með
aldur, þannig að oftast voru
börn sitt frá hvoru búi á sama
ári. Börn Júlíönu og Vilhjálms
voru í þessari aldursröð: Þóra
Sigurveig, Jóhanna, Aðalbjörg,
Björn, Þorbjörg, Margrét Helga
og Hulda Júlíana. Fögnuðurinn
var mikill yfir eina syninum og
bróðurnum, hann var sannkallað
óskabarn.
Það var glatt og létt yfir lífinu í
Sandfellshaga. Börnin fóru frjáls
á milli heimilanna og léku sér í
góðri einingu, enda börnin öll
prúð og væn. Og sá grundvöllur
sem þau með bernskuleikjum sín
um og barnalærdómi lögðu að at
hafnasamri ævi reyndist hinn
traustasti, og íslenzku þjóðinni
bættist góður liðsauki, þegar
börnin frá Sandfelllshaga hösl-
uðu sér völl í þjóðlífinu.
Björn var ungur að árum, er
bliku dró fyrir sól í bernskupara-
dís hans. Móðir hans veiktist af
berklum, var nokkur misseri til
lækninga á Vífilsstöðum, en dó
heima í Sandfellshaga 1928. —
Björn var þá níu ára gamall,
hann fæddist 26. febrúar 1910.
Hann naut mikils ástríkis föður
síns og systra. Tvær þeirra önn-
uðust hann, Þóra og Jóhanna.
Þóra lézt í Reykjavík 1943.
Björn eignaðist góða stjúpu,
Guðrúnu Jónsdóttur frá Klifs-
haga og tvö hálfsystkini, Mar-
enu og Sigurpál.
Það hefur einkennt þennan
stóra systkinahóp frá Sandfells-
haga, að systkinin hafa haldið
saman í blíðu og stríðu og ætíð
stutt hvert annað. Móðurbróður
sínum, Einari Sigurðssyni frá
Sandfellshaga, fósturföður mín-
um, sýndu þau mikla ræktarsemi
og veittu honum margar ánægju
stundir. Fyrir það vil ég þakka,
og sömuleiðis tryggð og vináttu
við mig, allt frá bernskuárunum
Framhald á bls. 11
ÞAÐ ER í
GLAUMBÆR
GLAUMBÆ I KVOLD
SEM FJÖRIÐ VERÐUR
Hinir geysivinsœlu
ROOF TOPS leika
GL AUMBÆR simmn
4 Hið vinsæla RÍÓ TRÍÓ skemmtir
ÞESS VEGNA ALLIR í GLAUMBÆ. DANSAÐ TIL KL. 1.00.
FRJÁLSÍÞRÓTTADEILD ÍR.