Morgunblaðið - 04.04.1968, Side 27

Morgunblaðið - 04.04.1968, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 196« 27 Kona í Ytri-Njarðvík hreppti DAS-húsið í GÆR var dreginn út hæsti' happdrættisvinningur hér á landi, er dráttur fór fram í 12. flokki happdrættis DAS. í þess- um flokki eru 250 vinningar, en hæsti vinningurinn er einbýlis- hús — eftir eigin vali og þar sem eigandinn kýs að reisa það. Verð- mæti hússins er kr. 2,000,000,00. Eigandi miðans nr. 29034 og ein- býlishúsið hlaut, er frú Árný Ólafsdóttir, Borgarvegi 9 Ytri- Njarðvík. Maður hennar er Eirík- ur I>orsteinsson. Miðann keypti frú Árný í DAS-umboðinu í Keflavík, fyrir tveim árum, en hún hefur spilað í happdrættinu frá því það tók til starfa. Á myndinni sem tekin var í gær á heimili frú Árnýjar er henni var formlega tilkynnt um hinn stóra vinning, eru auk hennar Baldvin Jónsson framkvæmda- Fleiri Novotny- sinnar reknir Prag, 3. april. NTB.-AP. Varnamálaráðherra Tékkó-' slóvakíu, Bohumir Lomsky ( liershöfffingi, og einn valda-1 mesti maffur miffstjórnar. kommúnistaflokksins, Otakar ' Simunek, hafa dregiff sig í | hlé, aff því er miffstjórnin í j Prag skýrffi frá í kvöld. Lomsky hefur sætt þungumj ákúrum að undanförnu fyrir að hjálpa stuðningsmönnum' Novotnys fyrrverandi forseta, _ sem hann studdí af alefli. — Hann og Simunek sögðu af sér á fundi í miðstjórninni, sem haldinn var til að ræða mannabreytingar og nýja um. . bótastefnuskrá. stjóri DAS-happdrættisins og umboðsmaður þess í Keflavík, Snorri Tómasson kaupmaður í Verzl. Hagafell. Þess má geta að einnig voru út- dregnir fimm bílar eftir frjálsu vali eigenda: Fyrsti bíllinn 200,000 kr. virði kom á miða nr. 28690, sem er í Patreksfjarðar- umboði. Síðan konia 4 bílar, hver að verðmæti 150 þús. kr. og komu þeir á þessa miða: 2449 (Hafnarfjarðar-umboð), 40922 (Aðalumboð), 60637 (Aðalum- boð), 23959 (Umboð Þórunnar Andrésdóttur, Landsímahúsinu). Ung mennaf élag Hrunamanna Hvítárholti, 3. apríl. UNGMENNAFÉLAG Hruna- manna hefur ákveðið að halda 60 ára afmæli sitt í Félagsheim- ili Hrunamanna laugardaginn 6. apríl n. k. Það væntir þess, að gamlir og nýjir félagar mæti hvar sem þeir kunna að vera staddir. — F. Sig. - SUNNA Framhald af bls. 2 Bandaríkjamanna og íslendinga eru mjög svipaðar, t. d. eru þær miklu strangari hvað hótel sneTt ir en Evrópumanna yfirleitt. - Reynsla Sunnu í þessum efnum kemur því að góðu haldi. — Takist þessi tilraun vel mu'Mi þúsundir bandarískra ferðamanna leggja leið sína til íslands, s^em ella hefðu ekki kom ið. Munu íslendingar þannig fá talsverðar tekjur af þessari þjón ustu. Ferming á Sauðárkróki Ferming í Sauffárkrókskirkju pálmasunnudag 7. apríl n.k. kl. 10.30 f.h. og kl 1,30 e.h. Prestur sr. Þórir Stephensen. PILTAR: Andrés Helgi Helgason, Tungu, Skarðshreppi Baldur Aadnegard, Skógargötu 4. Erlendur Lindberg Ingvaldsson, Knarrarstíg 4. Jón Björnsson, Aðalgötu 13. Jón Eðvald Friðriksson, Bárustíg 11. Jón Ormur Halldórsson, Skóla- stíg 1. Magnús Einar Svavarsson, Hóla- vegi 15. Magnús Sverrisson, Öldustíg 14. Nicolai Jónasson, Smáragrund 20. Ólafur Stefán Þorbergsson, Smáragrund 20. Rúnar Jónsson, Öldustíg 4. Stefán Ólafur Ólafsson, Kirkju- torgi 5. Siteinn Kárasson, Hólaveg 23. Sverrir Valgarðsson, Skagfirð- ingabraut 4. Tómas Ásgeir Evertsson, Báru- stíg 10. Þorsteinn Steinsson, Bárustíg 9. STÚLKUR: Elín Guðrún Tómasdóttir, Ægisstíg 7. Guðlaug Ingibjörg Guðmunds- dóttir, Bárustíg 3. Helga Líndal Valdimarsdóttir, Öldustíg 12. Herdís Sæmundsdóttir, Skagfirðingabraut 47. Ingibjörg Rósa Aðalsteinsdóttir, Smáragrund 12. Pálmey Helga Gísladóttir, Báru- stíg 4. Regína Ólína Þórarinsdóttir, Skagfirðingabraut 43. Sigríður Valgarðsdóttir, Ási, Rípurhreppi. Sigurbjörg Hildur Rafnsdóttir, Ægisstíg 8. Sigurlína Hilmarsdóttir, , Hólavegi 24. Svava Ögmundsdóttir, Öldustíg 13. Kirkjuráð harmar að prests- embættið í K.höfn skuli lagt niður Á AÐALFUNDI Kirkjuráðs, sem haldinn var 21. marz til 1. apríl s.l., var samþykkt samhljóða eftirfarandi ályktun frá Páli Kolka, lækni: „Kirkjuráð Þjóðkirkju íslands leyfir sér að benda á þá sögu- legu og sálfræðilegu staðreynd, að kirkjan hefur á öllum öldum veri’ð málsvari sjúkra manna, boðskapur hennar athvarf þeirra og styrkur, og að sjaldan hefur verið meiri þörf á honum en nú á tímum, þegar psychosomatískir sjúkdómar eru orðnir þjóðarböL Sjúkraþjónustu þar til hæfra presta þarf því frekar að auka en minnka, og mun það bein- línis geta sparað sjúkrakostnað á öðrum sviðum. Kirkjuráðið harmar því þá ráð stöfun að leggja niður starf sendi rá’ðsprestsins í Kaupmannahöfn, en hann hefur að dómi þeirra, er til þekkja, þar á meðal yfir- læknis taugaskurðlækningadeild- ar Ríkisspítalans í Kaupmanna- höfn, verið til svo ómetanlegrar hjálpar íslenzkum sjúklingum þar og aðstandendum þeirra, að niðurfelling starfs hans kemur mjög harkalega niður á þeim, auk þess sem það getur skoðazt sem vanþakklæti í garð þeirra ágætu dönsku lækna, sem hér eiga hlut að máli, en þeir hafa óskað mjög eindregið eftir áfram haldandi samstarfi við prestinn. Nú er komin á hreyfing um a'ð bjarga þessu máli í bili með Skemmtikvöld til styrktar öryrkjum og fötluðum í KVÖLD er efnt til skemmtunar og dansleiks í Sigtúni viff Aust- urvöli. Allur ágóffi af þessari skemmtun rennur í byggingar- sjóff öryrkja og lamaðra. Skemmtikvöld þetta hefst kl. 9, en húsið er opnað kl. 8. Fyrst á dagskránni er einsöngur Jónas- ar Magnússonar, en því næst syngja tvær stúlkur tvísöng, þær Elín Sigurvinsdóttir og Ragnheið ur Guðmundsdóttir. Ólafur Vign- ir Albertsson leikur með á píanó. Þá mun danspar frá Dansskóla Heiðars Ástvalds sýna listdans. Þá les frú Olga Sigurðardóttir upp kvæði, Að loknum upplestri Olgu verða sungin þjóðlög me’ð gítarundirspili, sem Birna Aðal- steinsdóttir annast. Þá skemmtir Ómar Ragnarsson með gaman- vísum og 14 Fóstbræður syngja. Dansað verður til klukkan eitt undir hljóðfæraslætti Tóna-tríós- ins. KOPASicÖi Kortiff sýnir hvar Haförninn fesitist í vök fyrst í dag. - HAFÖRNINN Framhald af bls. 28 á að ísinn berist inn á firðina fyrst um sinn. Skip í erfiffleikum út af Norff- urlandi. Lítil breyting var á ísnum fyr- ir Norðurlandi í gær. Sumsstað- ar gisnaði hann nokkuð, svo sem við Siglunes og Hraun á Skaga, enda hefur vindur ekki þjappað honum saman. Veðurstofan fékk þær fréttir frá vitaskipinu Ár- vaki, varðandi ísinn við Vest- firði, að þar væri ísspangir frá Rit að Straumnesi, en þar væri landfastur ís um 5 sjómílur. Við Galtárvita hefur ísinn borizt nokkuð undan landi, en strjálr ingur af jökum er þá á siglingar- leið. Ekki hefur ís borizt inn í Steingrímsfjörð svo heitið geti, en rækjubátar frá Hólmavík og Drangsnesi hafa ekkert getað at- athafnað sig vegna íss í Húna- flóa. Frá Skagastirönd höfum við þær fréttir, að þar væri einstaka ísjaka að sjá við landið, en út vfð hafsbrún væri samfelld ís- rönd að sjá. Eru allir bátar hætt- ir veiðum þaðan. Fréttaritarar Mbl. á ólafsfirði símaði til okkar og sagði, að þar hefði þéttuir ís algjörlega lokað fjarðarmynninu í gærmorgun. Tveir togbátar og Flóabáturinn Drangur ætluðu að reyna að brjótast þar í gegn áleiðis til Akureyrar en urðu frá að hverfa. Þeir reyndu aftuir eftir hádegið, og hafði þá ísinn nokkuð gisn- að, svo að skipin komuist út, en við Hrísey ientu þau í erfið- leikum. Komst Drangur þó til Dalvíkur, og ætlar að reyna að brjótast til Akureyrar í dag. Tryggvi Helgason, flugmaður, flaug í gær meðfram norður- ströndinni frá Akureyri allt til Norðfjarðar. M.a. annars flaug hann yfir Haföminn, og reyndi að finna útgönguleið fyirir skip- ið úr ísnum, sem var þá statit í vök um 6 sjómílur í vestur af Rauðnúpi. Tjáði Tryggvi okk- ur, að hann hefði séð aðra vök í norðnorðvestur frá skipinu og ef haldið væri enn nokkru lengra í þá átt væri viðáttumik- -111 flötur af auðum sjó. Kvaðst hann hafa ráðlagt skipverj-um á Haferninum að reyna að brjót- ast þessa leið. Biru bjarndýrssporin í Þistil- firffi refaspor? Fyrir utan höfnina í Raufar- höfn er mikill ís, og þar hefur verið strengdur vír fyrir hafn- armynnið til að varna þvi að ís berist hinn í hana. Sömiu sögu er að segja frá Þórshöfn og sr víða landfastur ís í Þistilfirði, í gærmorgun fann bóndinn í Laxárdal í Þisti’lfirði spor í tveggja kílómetra fjarlægð frá 'bænum, sem hann kannaðist ekki við. Taldi hann að þar gæti jafnvel verið um íabjarnarspor að rœða. Við áttum tal við bónd ann Stefán Eggertsson og kvaðst hann hafa rekið slóðina dágóðan spöl en hún lægi meðfram ströndinni í eins km. fjarlægð. Bændur á nálægu-m bæjum fóru vopnum búnir og reyndu að rekja slóðina frekar, og ennfrem ur fór flokkur mann-a frá Þórs- höfn á snjóbíl og snjósleðum. Mj-ög erfitt var að rekja slóðina vegna harðfennis, en hún virt- ist vera um eins til tveggja sól- arhringsgöm-ul. Leiðangursmenn komu aftur til Þórshafnar um kvöl'dmatairleytið í gær, og náði þá fréttaritari Mbl. Óli Þor- steinsson tali af einum leiðang- ursmanna, þaulvanri refaskyttu. Taldi sá litlar líkur á að hér væri um bjarndýraspor að ræða, gizkaði miklu fremu-r á að spor- :n væru eftir stóra refi. frjálsum framlögum einstaklinga. Kirkjuráð leyfir sér að skora á hæstvirta ríkisstjórn að styðja þessa viðleitni og gera ráðstaf- anir til að starf sendiráðsprests í Kaupmannahöfn verði tekið upp á fjárlögum næsta árs og síðan lögfest”. Eftirfarandi ályktun var einnig samþykkt samhljóða: „í framhaldi af ályktun þess- ari leyfir Kirkjuráð sér að á- telja þær aðgerðir þings og rík- isstjórnar, er mfða að því aff ráðstafa eignum kirkjunnar og leggja niður kirkjuleg störf án þess að hafa um það samráð við biskup og Kirkjuráð, þá aðila, er lögum samkvæmt er falið að veita málum hennar forstöðu á- samt kirkjumálaráðherra". Þá samþykkti Kirkjuráð eftir- farandi ályktun samhljóða: „Kirkjuráð telur það mjög var- hugavert, ef horffð verður frá því að leg-gja prestum í þéttbýli til embættisbústaði. Getur ekki hjá því farið, að slík ráðstöfun rýri til stórra muna starfsað- stöðu presta í fjölmennustu prestaköllum og bitni þannig harkalega og ómaklega á hlutað- eigandi söfnuðum. Verði hinsveg- ar fram komið frumvarp um þetta efni að lögum, vili Kirkju- ráð eindregið óska þess, að safn- aðarstjórnum í þeim söfnu'ðum, þar sem prestssetur eru nú, verði gefinn kostur á því að eignast þessi hús með viðráðanlegum skilmálum". - McCARTHY Framhald af bls. 2 Rockefellers ríkisstjóra á kjör seðla sína eða sem svarar 2% Þar sem Robert Kennedy var ekki opinberlega í fram- boði í Wisconsin þurfti einnig að skrifa nafn hans á kjör- seðlana. Sumir stjórnmála- fréttaritarar telja, að úrslitin í Wisconsin hljóti að hafa valdið Kennedy vonbrigðum, en aðrir benda á, að flókhar reglur gildi um það hvemig kjósa eigi aðra en þá sem séu í framboði og auk þess hafi hann béðið stuðnings- menn sína um að styðja Mc- Carthy. Þegar talin höfðu verið 98% atkvæða í prófkosningu demó krata og 99% í prófkosningu repúblikana hafði McCarthy hlotið 404.000 atkvæði, John- son 248.350, Kennedy 42.700 og Hubert Humphrey varafor- seti 3.700 atkvæði. Nixon hafði hlotið 385.000 atkvæði og Reagan 51.500 atkvæði. í höfuðborg Wisconsin, Madison var einnig kosið um tillögu þess efnis, að sam- ið verði tafarlaust um vopna- hlé í Vietnam og heimkvaðn- ingu bandarísku hersveitanna þar. Um 50.000 kjósendur tóku þátt í þessari kosningu og 57% greiddu atkvæði gegn tafarlausu vopnahléi og brott- flutningi bandarísku hersveit- anna, en 43% greiddu tillög- unni atkvæði. Áður hafa sams konar kosn ingar verið haldnar í þremur borgum, og tillagan um tafar- laust vopnahlé hefur alls stað- ar verið felld. I Dearborn í Michigan var tillagan felld með 60% atkvæða gegn 40%, í San Fransisco með 63% at- kvæða gegn 37% og í Cam- bridge í Michigan. - UTAN UR HEIMI Framhald af bls. 14 feta hárri girðingu, bersýnilega til frekari varnar gegn heimsókn um innfæddra manna. Þessi hluti er þekktur meðal útlendinga undir nafninu „Utuzovsky Com- pound“. Hin margvíslegu leyndu og ljósu brögð, sem beitt er við út- lendinga, einangrar þá frá lands- fólkinu og hindrar hverja til- raun að ráða a'ð fullu hina rússn esku gátu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.