Morgunblaðið - 04.04.1968, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 196«
— Jú, auðvitað væri full á-
stæða til þess, ef unnt væn.
Mörg þeirra setja sérstakan
svip á bæinn og eiga sér
merkilega sögu. Td. væri á-
stæða til þess að halda gömlu
S j ávarborgar kirk j unni við,
einnig Melstedshúsinu, svo-
kölluðu, en þar bjó Theódór
Friðriksson skáld, sem m. a.
bjó þar við mjög þröngan
; '
— 1 sumum myndum þínum
leikur hugmyndaflugið laus-
um hala, en í öðrum byggir
þú á staðreyndum, svo sem
í húsamyndum. Hvað veldur?
— Ég reikna með því að það
hafi haft áhrif á mann að
alast upp innan um listhneigt
fólk og í litlu sjávarþorpi.
Það hefur vafalaust allt önn-
ur áhrif á mann, heldur en
að alast upp í Reykjavík. Ég
hef gaman af að fást við að
mála það sem lífið nyrðra gef
ur tilefni til og ég er mikill
unnandi minnar heimabyggð-
Páll Sigurðsson frá Sauðár-
króki er laganemi í Háskóla
íslands. Hann fæst við sitt-
hvað fleira annað en að raða
saman Iagakrókum, og m. a.
málar hann og teiknar í frí-
stundum sinum. Fyrir nokkru
hélt Páll sýningu í kaffi-
stofu Háskóla íslands og sýndi
þar húsateikningar af göml-
um húsum frá Sauðárkróki og
fantasíumyndir. Við ræddum
við Pál um myndlistina
— Þú ert frá Sauðárkróki.
— Hvað ert þú kominn langt
í laganáminu?
— Ég er á fjórða ári og hef
nýlokið fyrri hluta.
— Tekur þú þátt í félags-
starfi stúdenta i Háskólanum?
— Já, ég er varaformaður
Orators, félags laganema, og
einnig ritstjóri Úlfljóts, tíma-
rits laganema.
— Ert þú ekki á rangri hilla
að stunda laganám með svo
ágætar myndir sem þessar.
Ég er nú ekki viss um það
að ég hefði viljað gera það
að ævistarfi mínu að mála.
þó að mér hafi oft dottið það
í hug hér áður fyrr. Ég vil
frekar eiga þetta sem athvarf
til að hverfa til frá hvers-
dagslegum störfum.
Sjóbúð - reist um aldamótin síðustu. í sjóbúðinni var búið þar til fyrir fáum árum.
Rætt við Pál
Sigurðsson
laganema
— Hefur þú fengist lengivið
að mála og teikra?
— Já, alla tíð síðan ég man
eftir mér.
— Nokkuð sérstakt, sem fékk
þig til þess?
— Það er nú listhneigð í
mörgum Skagíirðingum og
það má segja að málaralistin
hafi legið þarna í loftinu, því
margir listmálaiar hafa kom-
ið frá Sauðárkrcki. Skagfirð-
ingar eru listhneigt fólk í
heildina
— Hvenær málarðu helzt?
— Ég hef nú eiginlega alltaf
gert þetta þegar tóm hefur
verið til, en aðallega þegar
ég hef verið heima hjá mér
á sumrin. Einnig í Mennta-
skólanum á Akureyri og sva
hér í Reykjavík þegar tæki-
færi hefur gefizt.
— Hvert sækirðu helzt yrkis
efnin í myndirnar?
— Það er nú ekki gott að
segja, þetta er ákaflega mis-
jafnt. í sumar t.d. datt mér
í hug að teikna gömul hús á
Sauðárkróki og í nágrenni
bæjarins, en mörg _ þeirra
eru að falli komin. Ég gaf
síðan Héraðsskjalasafni Skag
firðinga 20 myndir, sem ég
gerði í sumar.
— Er ekki ástæða til að
halda einhverjum af þessum
húsum við?
Gamalt Guðshús á Sjávarborg-byggt 1853. þar var sókn
arkirkja Sauðkræklinga þar til kirkja var reist þar á síð-
asta tug 19. aldar. Þegar húsið var reist var mjög til þess
vandað. Það hefur nú um langt skeið verið notað sem
geymsluhús.
„Læknishúsið“- er byggt í gömlum og fallegum stíl Gamla
barnaskólahúsið er í baksýn
„Erlendshús" elzta íbúðarhúsið, sem nú stendur á Sauðár-
króki. Það er frá síðustu áratugum 19. aldar.
Páll Sigurðsson frá Sauðárkróki. Hægra mcgin við hann
sér á myndina „Draumaskip".
— Olíuleit
Framh. af bls. 5.
lestir af stáli fóru í smíði þessa
mannvirkis.
— Ekkí ver'ður sagt að árang-
ur hafi orðið að borunum á
norska svæðinu ennþá, því að
hvergi hefur borinn „gert gat á
olíuvasa". Flestar holurnar hafa
reynst „þurrar“, sem kallað er,
en aðrar hafa sýnt vott af olíu,
þó ekki meir en svo, að samtals
er olian sem fundizt hefur ekki
numið nema — tæpri teskeið,
samtals!
En þrátt fyrir þetta láta olíu-
félögin engan bilbug á sér finna.
Hingað til hafa þau starfað að
borunum bæði sumar og vetur,
en reynslan hefur sýnt að veðr-
áttan er verri en svo að vetrin-
um til að það borgi sig að
vinna að borunum að vetrarlagi.
Annar þeirra tveggja borunar-
palla sem verið hafa að verki í
Norðursjónum á norska svæðinu
hefur skemmzt hvað eftir annað
og orðið að liggja í höfn svo mán
úðum skipti. Framvegis verður
því áhersla lögð á boranir að
sumarlagi, en gert hél um hávet-
urinn.
— Þó að enginn árangur hafi
orðið af borunum ennþá, hafa
Norðmenn haft ýmiskonar tekjur
af þessari starfsemi. Má þar fyr#t
nefna smíði olíupallsins „Ocean
Viking" og kaup á landi og hús-
um fyrir bækistöð borunarfélag-
anna í landi, leigu af koptum,
sem norska félagið „Helikopter-
servise" leggur til, en það ann-
ast daglega flutninga áhafnanna
á borunarpöllunum, en þær eru
um 60 manns, þar af 36 norskir,
á hverjum palli. — Lauslega
áætL munu olíufélögin hafa
borgað um 70 milljón krónur í
norska vasa síðan olíuleitin
hófst.
En samtals hafa þau varið um
200 milljón n-kr. í leitina til
þessa, eða kannske 250. Síðan
Esso boraði fyrstu holuna, 18.
júlí í hittifyrra hafa sjö holur
veri’ð boraðar, og um þessar
mundir er verið að bora tvær í
viðbót. Tvö félög hafa starfað að
borunum síðan, en þrjú munu
bætast við núna þegar vorar.
Borholurnar eru ekki nema
170 metra djúpar og mjög er það
misjafnt hve kostnaðarsöm bor-
unin hefur orðið. Annað félagið
sem verið hefur að verki segir,
að hjá sér hafi hver metri af
einni holunni ekki kosta'ð nema
1900 krónur en hjá hinu er kostn
aðurinn 57.000 n-kr. á metra. Af
holunum sjö hafa fjórar reynzt
„tómar“, þ.e.a.s. ekkert benti á
að þar væri olíu að finna.
Þetta er ömurlegur árangur,
en ekki er gefist upp samt. Fé-
lögin ætla sér að halda áfram,
og eyða þessum 600 milljónum,
sem eru skilyrði fyrir því að þau
haldi réttindum sínum til reit-
anna, eftir að sex ár eru liðin frá
því að þau fengu sérleyfin. I
sumar verða að minnsta kosti
fimm borunarskip að verki. En
ef enginn árangur næst fyrir
haustið, má búast við að sumir
sérleyfishafarnir dragi sig í hlé,
ekki sízt þeir sem ekki hafa byrj
a'ð boranir ennþá.
Vogun vinnur og vogun tapar.
Hingað til hefur hún tapað. En
hver veit nema olían fari að
flæða uppúr nýrri borholu einn
góðan veðurdag. Og þá er vinn-
ingurinn svo stór, að hann getur
breytt hag allrar norsku þjóðar-
innar.
Skúli Skúlason.
Listsýning
Ver ð launapey sur nar ásamt
nokkrum öðrum fallegum flík
um verða í sýningarglugga
okkar I Þingholtsstræti 2,
næstu vikurnar.
ÁLAFOSS.