Morgunblaðið - 04.04.1968, Síða 10

Morgunblaðið - 04.04.1968, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1968 Undir íslenzkum fána Bjarni l\l. Gíslason sextugur STEKKJARBAKKI hét kotbýli innarlega á suðurströnd Tálkna- fjarðar, þar sem sá hýrlegi fjörð ,ur er hvað fegurstur. í>ar bjó árið ll908 Gísli Bjarnason, ásamt konu sinni, Ingveldi Jónsdóttur. Þau hjón voru bæði af vestfirzk- um ættum. Einhverja grasnyt höfðu þau, svo sem títt var um þurrabúðarmenn í sveitum .vestra í þennan tíma, en aðal- tekjulind heimilisins var sjórinn, pg Gísli var vanur sjósókn allt frá bernsku, og var hann dug- andi og djarfur sjómaður. Hann ,var og maður þrekmikill, svo sem fleiri í hans ætt, og þar eð kona hans ,sem var mild kona í lund og góð móðir, var myndar- húsfreyja, sem sinnti heimili sínu vel ,er líklegt, að Gísla Jiefði ekki orðið nein skotaskuld úr að bæta hag sinn og sjá vel fyrir heimili sínu, ef honum hefði enzt aldur til að sýna, hvað í honum bjó. Hinn fjórða apríl 1908 fæddist þeim hjónum sonur. Hann var hraust barn og að jafnaði svo ró- legt, að til þess var tekið, en ef drengnum mislíkaði grét hann svo hátt, ákaft og lengi, að móð- ur hans þótti nóg um, ekki sízt, þar eð systkinum hans varð þann ig við hljóðin, að í fyrstu virt- ,ust þau hálfhrædd og steinhissa og síðan tóku þau undir við bróð urinn. Svo heyrðist þá ekki piannsins mál í hinni litlu bað- stofu, og móðirin stóð ráðalaus ,um hríð .En Gísli Bjarnason hrosti í kampinn og sagði, að þarna mundi í heiminn borinn í kotinu Stekkjarbakka mikill skapmaður, kappsamur og þraut- seigur, en hversdagsgæfur og ekki fyrir að kippa sér upp við smámuni. Gísli hafði ekki enn komið upp föðurnafni sínu, og yar drengurinn skírður Bjarni Magnús. Úr þessu varð Gísla ekki lengi ■"lífs auðið. Hann drukknaði á Tálknafirði haustið eftir að Bjarni fæddist, og svo var þá engin fyrirvinna heimilisins, og varð ekki hjá því komizt, að sveitin hlypi þar undir bagga, en þá var slík aðstoð mjög með öðr- um hætti en nú. Bjarni fékk þó að dvelja hjá móður sinni, þang- að til hann var fimm ára, en þá yar honum komið til frændfólks síns á Hvallátrum í Rauðasands- þreppi. Snemma kom þar í ljós, að hann var ærið táp- og þrekmik- ill og um leið sérlega bókhneigð- ,ur ,og þegar honum óx fiskur Um hrygg, þótti þeim, sem hann yar hjá, nóg um, hve mjög hann var gjarn á að fara sinna ferða og það oft og tíðum ekki án hættu. Minnast þess menn, sem þá voru á Látrum á svipuðum aldri, að hann dró sízt úr því, að þeir félagar iðkuðu bæði bjarggöngur og bjargsig. Hvort trveggja reyndi á þrek og áræði, en ráðsettu fólki fannst þetta að vonum bæði óþarft og hættu legt. Þó að Bjarni væri aðeins fimm ára, þegar hann fór frá móður sinni, var hún honum mjög í pninni sem ímynd ástúðar og um- hyggju, og þegar hann tíu ára gamall frétti lát hennar, var hon um það mikill harmur, og hann fann enn meira til þess en áður, að hann væri einstæðingur. Hann harkaði af sér og harðn- aði í skapi ,og hann einsetti sér að láta ekki aðstæðurnar draga úr sér kjark og drepa þrár sín- ar og drauma í dróma. Brátt varð hann ákveðinn í að kom- ast sem fyrst burt frá Látrum og þangað, sem hann hugði frekar von aukinnar fræðslu og nokk- urs frama .Og þegar hann var tólf ára ,héldu honum engin bönd. Fór hann upp á sitt ein- dæmi til Reykjavíkur og leitaði þar til náinna skyldmenna sinna. JHbnum var þar vel tekið, svo óvænt sem hann þó kom, og var hann þar fram yfir fermingu. En þó að þau skyldmenni, sem hann hafði leitað til, reyndust honum vel, átti hann ekki frek- ar kost framhaldsnáms en megin þorri allra fátækra unglinga í þennan tíma, hvað þá hann sæi fram á, að þeir skáldadraumar, kæmu fram, sem hann hafði lengi borið í brjósti. Hann réðst nú austur í sveit- ir, en þaðan lá leiðin til sjó- sóknar í Vestmannaeyjum. Síð- an fór hann í síldarvinnu norð- ur á land, og því næst réðst hann á norskt framskip og varð ærið víðförull um skeið. En aft- ur leitaði hann heim til íslands og réðst þá sem matsveinn á tog arann Geir. í>ar var skipstjóri hinn mikli afla- og reglumaður, Sigurður Sigurðsson, og var á skipinu úrvals áhöfn. Bjarni var þar mjög vel metinn, enda var hann reglusamur og rækti vel störf sín. Hann var á Geir í þrjú, fjögur ár, og safnaði hann þá fjárhæð. Hann hafði sinn fasta vinnutíma á skipinu, og gafst honum tækifæri til að lesa margt góðra bóka og leggja allmikla stund á ljóðagerð, og árið 1933 gaf hann út ljóðabókina Ég ýti úr vör, þá hálfþrítugur. Ljóðin vitna um hagmælsku, jákvæð og ást á landi og þjóð. Þau urðu karlmannleg viðhorf og einlæga allvinsæl hjá mörgum alþýðu- manni ,en sýndu það hins vegar glögglega, að höfundurinn hafði ekki átt kost á leiðsögn til smekkvísi og bókmenntalegs þroska. Bjarna leizt og ekki þannig á framtíðina hér, að hon um yrði greið leið til framhalds- náms, aukinnar menningar og bókmenntalegs gengis, og ákvað hann svo að kveðja vini og fé- laga og leggja leið sína til Dan- merkur. Ég hef síðan komizt að raun um' að bernskufélagar Bjarna og ýmsir þeirra manna, sem með honum voru á sjónum, eru tengdir honum svo nánum böndum tryggðar og vináttu, að það hefur orðið mér einn hinn órækasti vottur þess, hve skap- gerð Bjarna hefur verið heil og traust þegar á bernsku- og ung- lingsárum, þó að þá gengi á ýmsu fyrir honum. Það var árið 1934 að Bjarni fór til Danmerkur, og þar hef- ur hann verið búsettur í þriðj- ung aldar. Hann hugði þar ekki á að afla sér fastrar stöðu, held- ur vildi hann leita sér almennr- ar menntunar og þroska með frjálsu námi og kynnum af áhuga- og fróðleiksmönnum um ■ skáldskap og önnur menningar- mál. Hann áttaði sig fljótlega á því, að í Danmörku nutu fslend- ingar og íslenzk menning mestr- ar og einlægastrar hylli. hjá þeim menntamönnum, sem eru í nánustum tengslum við lýðhá- skólana og æskulýðssamtök sveita og þorpa, og hann fann, að lífsviðhorf þeirra voru í mestu samræmi við hið jákvæða eðli hans. Hann stundaði í tvo vetur nám í lýðháskóla á eyjunni AIs, og síðan aðra tvo í Askov, en vann fyrir sér á sumrin við ýmiss störf. Mesta áherzlu lagði hann á bókmenntir og danska tungu, og ekki leið á löngu, unz hann gat farið að skrifa blaða- greinar á dönsku og flytja er- indi. Hann reyndist mjög góður og áhrifamikill fyrirlesari, og brátt kom þar, að ritstörf og ræðumenn^ka í skólum og á sam komum félaga voru orðin honum lifibrauð. Oftast fjölluðu greinar hans og ræður um íslenzk efni, og ekki leið á ýkjalöngu, unz hann lenti í ritdeilum um ís- lenzk réttindamál, og reyndist hann þegar mikill málafylgju- maður, en gætti þess þó jafnan að ganga ekki lengra á hlut Dana en hann gæti staðið við orð sín. Á styrjaldarárunum var hann eindregið fylgjandi and- stöðuhreyfingunni dönsku, en samt hikaði hann ekki við að taka upp í dönskum blöðum harða og skelegga vörn fyrir mál stað íslendinga út af sambands- slitunum 1944, og olli sú vörn honum mikilla óvinsælda hjá fjölda mörgum Dönum, en árið 1946 gaf hann út greinar sínar um þessi efni í bók, sem heitir Island under besættelsen. Bjarni vék ekki í þeirri bók einungis Bjarni M. Gíslason að skilnaði íslands og Danmerk- ur, heldur birti hann þar fig skel- egga grein um handritamálið, enda endurheimt handritanna lengi verið honum hugleikin og hann um hana fjallað í fyrirlestr um sínum. Og upp úr þessu verð- ur það mál hans aðalviðfangs- efni — og starf hans að fram- gangi þess eitt saman afrek, sem mun því meira metið, sem lengra líður. Og nú þykir mér hæfa að gera nokkra grein fyrir því, hvernig ástatt var um hagi Bjarna, þegar hann ákvað að helga alla starfskrafta sína hand ritamálinu. Árið 1939 kom út eftir hann Ijóðabók á dönsku. Hún heitir Ekko fra tankens fastland. Hún fékk yfirleitt vinsamlegar við- tökur, t.d. spáðu þeir vel fyrir höfundinn um Ejnar Thomsen, prófessor, í bókmenntum, og skáldið og ljóðaþýðandinn Ohristian Rimestad, en aftur á mótí kvað við annan tón hjá hinum vandláta fagurkera Kal Friis Möller. Tveimur árum áð- ur hafði Bjarni skrifað á dönsku bók, sem hann nefndi Glimt fra Nord. Þar er skilmerkilega skrif- að um ísland — og þó einkum fjallað um tungu og bókmenntir íslendinga, og 1940 kom út bókin Rejser blandt frænder, þar sem sagt er frá kynnum höfundar af Suður-Jótum, Finnum og Svíum og fjallaði um samband Dana og íslendinga. Næsta og stærsta rit- verk Bjarna er skáldsagan De gyldne tavl. Hún kom út í tveim- ur bindum hjá forlaginu Jesper- sen og Pio árin 1944—45. Henni fögnuðu aðrir eins menn og rit- höfundurinn og fræðimaðurinn Jens Kruuse, skáldið Jakob Paul dan, Jörgen Bukdahl og hinn ær ið vandláti og oft harðæsmi bók- menntaprófessor Hans Brix. Um Island undir besættelsen hefur þegar verið getið, en árið 1949 kom út Islands litteratur efter sagatiden. Bjarna hafði sviðið sú um, sem allframir menn og ein- kynning á íslenzkum bókmennt- sýnir beittu sér fyrir, og lét hann í bók sinni kveða nokkuð við annan tón. Þá var það árið 1951, að út kom hjá Gyldendal ljóða- bók Stene pá stranden. í henni eru aðeins 18 ljóð, sum rímuð, önnur órímuð. Þessi bók fékk með afbrigðum góða dóma, með- al annars hjá Kai Friss Möller, og virtist nú Bjarna opin leið til bókmenntalegs frama. Skáld- saga hans hafði selzt vel og ver- ið þýdd bæði á íslenzku og hol- lenzku ,og nú hafði hann nýja í smíðum. Var almennt litið svo á af vinum hans og kunningjum, að honum væri opin leið til frama á vettvangi bókmennt- anna. Nú var hann og orðinn kvæntur maður, gekk að eiga unga menntakonu, Inger Rosager, árið 1951, og hefði svo mátt ætla, að hann hefði lagt áherzlu á að auka sem mest veg sinn sem skáld, svala þar með djúpstæðri þrá sinni og um leið tryggja framtíð sína og sinna...... En hann réð ráðum sínum mjög á annan veg. Það var enginn ómerkingur, sem Bjarni svaraði, þá er hann ritaði um rétt íslendinga til hand ritanna greinina, sem birtist í Island under besættelsen. Hún var svar við grein í Berlingske Tidende, eftir hina kunnu mál- vísindakonu Lis Jakobsen. Svar Bjarna vakti mikla athygli, og hófst nú merkilegt og áhrifaríkt samstarf milli hans og nokkurra hinna helztu íslandsvina í hópi lýðháskólamanna. Þeir litu svo á, að Danir stæðu í þatokarskuld við íslendinga, og bæri íslend- ingum siðferðilegur réttur til handritanna, hvað sem liði þeim lögfræðilega. Það varð svo að ráði með Bjarna og vinum hans, Jörgen Bukdahl, Holger Kjær og raunar ýmsum fleiri, að hinn skarpgáfaði og áhrifamikil lýð- háskólastjóri C. P. O. Chrij^en- sen semdi ávarp til Ríkisþings- ins, þar sem skorað væri á það að afhenda íslendingum handrit- in sem gjöf. Þetta ávarp var síð- an undirritað af fjölmörgum áhrifamönnum, sem kunnir voru að starfsemi sinni í lýðháskólun- um, og var ávarpið afhent þing- inu 1947 og jafnframt birt í Höj- skolebladet — og áhrif þess urðu þau, að skipuð var nefnd há- lærða manna í málið. Síðan stóð mikil orrahríð um handritamálið í blöðum og á fundum, og var Bjarni þar fyrst og fremst for- svarsmaður hins góða málsstað- ar. Árið 1946 kom hingað til lands ungur danskur mennta- maður, Westergaard-Nielsen. Hann þóttist mikill íslandsvinur, og margir hér — og þá einkum hinir austrænt sinnuðu mennta- menn, dilluðu honum mjög, en þess minnist ég með gleði, að ég tók honum fálega, bæði í riti og persónulega, því að mér þótti maðurinn ekki líklegur til heil- inda. Þessi maður varð brátt prófessor í Danmörku og hinn illvígasti andstæðingur íslend- inga í handritamálin, og er sein- asta atlaga hans í >ví máli, þar sem hann verður einna berastur að fölsunum og ósannindum, mörgum kunn af skeleggu svari Sigurðar Ólafssonar, hæstarétt- arlögmanns. Við þennan stór- dóna háði Bjarni marga hildi fyrr og síðar, eins og raunar fleiri danska fræðimenn, sem lítt hirtu um rök og staðreyndir. En Bjarni gekk ekki aðeins á hólm við slíka menn: Hann var ávallt til kallaður, þá er ein- hver af vinum og forvígismönn- um hins íslenzka malstaðar þurfti að svara andstæðingunum í ræðu eða riti. Handritanefndin þurfti fjögur ár til að semja álitsgerð sína, en sú álitsgerð var full af stað- leysum og rangfærslum, og nú — einmitt þegar framahorfur blöstu við Bjarna sem skáldi og hann hafði stofnað heimili; fann hann sig knúinn til að loka aug- unum fyrir sínum gamla lífs- draumi og helga sig eingöngu handritamálinu. Hann hafði kynnt sér það æ betur og betur og lagt í það feikna vinnu, og árið 1953 kom út bók hans De islandske hándskrifter. Hún vakti feikna athygli, gremju og gleði, og ektoi aðeins í Danmörku, heldur líka í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi var hún rædd og um hana skirfað. Hún kom síðan í annarri útgéifu 1954 ,og á ís- lenzku í þýðingu hins ágæta fræðimanns, Jónasar Kristjáns- sonar, nokkrum árum síðar. En þó að þessi bók vekti mikla athygli í Danmörku, þagði hand- ritanefndin þunnu hljóði, og var ekki annað sýnna en að hvorki mundi reka né ganga, þó að mjög væri málið rætt í blöðum og á ýmsum mannfundum. Þá var það, að fyrir forgöngu þeirra Bjarna og Jörgens Bukdahls var ákveðið að gefa út íslandshefti af tímariti lýðháskólans í Askov, Dansk Udsyn, og skyldi birta þar ritgerðir um handritamálið frá jafnt þeim, sem voru andstæðir afhendingu þeirra og frá fylgis- mönnum hennar. En andstæðing arnir fengust ekki til að láta frá sér heyra, og sagði ritstjóri Dansk Udsyn í ísland'sheftinu: „Okkur hefur hvorki tekizt að fá þá til að andmæla bók Bjarna Gíslasonar né gera grein fyrir sínum sjónarmiðum". En þetta eftir af Dansk Ud- syn átti ærinn þátt í því, að skip- uð var 1958 Handritanefnd, sem í var formaður hinn mikilhæfi ritstjóri Bent A. Koch, sem reyndist íslendingum ágætur maður í þessu mikilsverða og þeim hjartfólgna máli. Og nú færðist nýtt og aukið líf í umræð urnar. í einu fjöllesnasta blaði Danmerkur, Jyllandsposten, deildu þeir hart. Bjarni Gísla- son og Westergaard-Nielsen, og stúdentafélagið í Kaupmanna- höfn boðaði til umræðufundar, þar sem margt háttsettra og lærðra manna var saman komið. Þar voru málhefjendur Bjarni Gíslason og hinn aldni prófes- sor Bröndum Nielsen og ráð- herrar, prófessorar og fleiri mik- ilsmetnir menn tóku til máls — bæði með og móti. Þessum kappræðufundi var útvarpað og sjónvarpað, og má nærri geta, að hann hafi orðið áhrifaríkur, enda staðleysur jafntamur andstæðing um okkar þar og jafnan fyrr og síðar. Vitað er, að sendiherrar okkar í Kaupmannahöfn unnu ósleiti- lega að jákvæðum árangri í handritamálinu, og eins ýmsir ráðandi stjórnmálamenn. Vitað var ,að flokkur jafnaðarmanna var afhendingu handritanna fylgj andi, en andstaða var þó ærin og fylgi jafnaðarmanna ekki einhlýtt. En það hefur þorra fslendinga alls ekki verið kunn- ugt, hve áhrif lýðháskólamann- anna dönsku eru geysisterk í hópi Vinstri manna og róttæka flokksins. Alþýðan úti á lands- byggðinni og í hinum smærri borgum tekur mjög mikið tillit til lýðháskólamannanna sem menningarlega foringja sinna. Og mennta- og kennslumálaráð- herra Dana, Jörgen Jörgensen, vitur maður sannmenntaður og góðgjarn, var foringi róttæka flokksins og um leið náinn vin- ur margra af leiðtogum lýðhá- skóla hreyfingarinnar. Svo var þá vorið 1961 lagt fram í Þjóð- þinginu frumvarp um afhend- ingu handritanna, sem ríkis- stjórnin var sammála um, og var frumvarpið samþykkt með nær- fellt þremur fjórðu atkvæða. En skömmu áður en þetta gerðist hafði Bjarni Gíslason gefið út nýja bók, sem heitir Danmark- Island. Historisk mellemværende og handskriftsagen, og handrita- nefndin frá 1958 sendi þessa bók öllum hinum dönsku þingmönn- um. Mönnum er yfirleitt kunnugt hvað síðan hefur gerzt í hand- ritamálinu og að það er ekki enn þá komið í fullkomlega örugga höfn. En ví,st munu vinir okk- ar í Danmörku halda vöku sinni — og þá ekki sízt hinir nánu samstarfsmenn, Bjarni Gíslason og Jörgen Bukdahl, sem hafa sleitulaust unnið að framgangi málsins, bæði leynt og ljóst og þá fyrst og fremst meðal þeirra er fylla flokk núverandi for- sætisráðherra Dana og meðal Vinstri manna, sem þrátt fyrir eindregið fylgi síns gamla for- ingja, Eriks Eriksen, stóðu ekki jafn óskiptir með hinum íslenzka málstað og jafnaðarmenn og rót- tækir. Barátta Bjarna Gíslasonar hef- ur vakið athygli um öll Norður- lönd. Til Svíþjóðar og Finnlands hefur hann verið kvaddur til fyr Framhald á bls. 13.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.