Morgunblaðið - 04.04.1968, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1968
Björn Einarsson
Norðfirði — Minning
BJÖRN fæddist að Ormstaða-
Stekk, Norðfirði eystra, 25. maí
1911. Dó 23. marz í sjúkrahús-
inu í Neskaupstað, tæpra 57 ára.
Foreldrar: Einar I>órðarson,
bóndi að Stekk og seinni kona
hans, Guðbjörg Sigfúsdóttir, ætt
uð af Héraði. Vinna og aftur
vinna var kjörorð þess tíma,
þegar Björn var í æsku og löngu
eftir. Einar faðir hans var sí-
starfandi þrekmenni, er segja
má um að dæi standandi. Eng-
inn tími til þess að sinna hin-
um slynga sláttumanni „sem
slær allt, hvað fyrir er".
t
Bróðir okkar
Guðmundur Helgason
Bárugötu 33
lézt í Landsspítalanum 2.
apríl.
Halldóra Helgadóttir,
Ólöf Helgadóttir.
t
Konan mín,
Guðrún Jónsdóttir,
Garðavegi 9, Keflavík
andaðist að kvöldi mánudags
2. þ.m.
Sigurbjörn Jósefsson,
börn og tengdasynir.
Mig langar til að bregða upp
smámynd af þeim sveitungum
og segja má nágrönnum, Einari
á Stekk og Jóni bónda í Miðbæ.
Ærið var að starfa á heimili
beggja, margt barna, hraustra
drengja. Einar og Jón stukku, þá
er vinna bauðst, út í þorpið á
Norðfirði í tímavinnu. Leiðin er
nokkrir kílómetrar og launin
voru lengi vel 25 aurar á klukku-
stund. Einnig áttu þeir oft kost
á ákvæðisvinnu við fiskþvott,
sem var skár borgað fyrir, og
voru afköst hvors 10 til 11 hundr
uð þorskar eftir langan vinnu-
dag. Farið af stað á afhallandi
nóttu og komið heim undir nótt.
Einnig biðu mörg vik heima.
Við hörð starfskjör ólst Björn
upp og átti eftir að vinna langa
og stranga starfsdaga. Snemma,
eða á barnsaldri, hóf hann starf
í landi og bráðlega á sjó ,en sjó-
mennska var lífsstarf hans um
42 ár. Hann varð snemma vél-
stjóri á innlendum skipum,
smærri og stærri, en einnig var
hann á erlendum skipum. Björn
var maður fríður sýnum og
greindur, mesta barnagæla og
hændust börn að honum hvar-
vetna. Björn var góður félagi og
liðsmaður í starfi og deildi kjör-
um drengilega, síglaður og örv-
andi og lét hverjum degi nægja
sína þjáningu, æðraðist aldrei,
hvað sem á gekk. Alla síðari
heimsstyrjöldina sigldi hann sem
vélstjóri á flutningaskipum milli
íslands og Bretlands. Urðu þeir
menn, sem það gerðu, sjónar-
vottar að ýmsu válegu, en eng-
inn mun hafa séð Birni Einars-
syni bregða. Þessara manna beið
þó ógn og skelfing á hverri
báru, rnáske bani. Þetta starf að
sigla með fæðu til Breta, var
litið illu auga af andstæðingi,
er engu hlífði oftast. Sjómenn-
t Útför ívars Ó. Guðmundssonar Saurbæ verður gerð frá Gaulverja- bæjarkirkju laugardaginn 6. apríl kl. 2 e.h. Systkinin. t Útför Guðrúnar Þórðardóttur, kaupkonu, sem lézt aðfaranótt 29. marz s.l. fer fram frá Dómkirkj- unni föstudaginn 5. apríl kl. 13,30. Blóm vinsamlegast afbeðin. Anna Þorkelsdóttir, Elín Teitsdóttir, Haraldur Teitsson, Þórður H. Teitsson.
t Eiginmaður minn, faðir og t Þökkum innilega samúð við
tengdafaðir, andlát og jarðarför móður
okkar og fósturmóður
Björgvin Þorsteinsson, Steinunnar Vigfúsdóttur,
Eyrarvegi 5, Selfossi, er lézt á Elliheimilinu Grund
15. f.m.
sem andaðist í Borgarsjúkra-
húsinu föstudaginn 29. marz, Sérstaklega þökkum við
verður jarðsunginn frá Foss- sambýliskonu hennar, Guð-
vogskirkju föstudaginn 5. rúnu, er reyndist henni mjög
apríl kl. 1.30 e.h. vel í veikindum hennar, sem
og starfsfólki Grundar.
Sigríður Þórðardóttir, Dætur, fósturdóttir og
Sigurður B. Björgvinsson, ættingjar.
Þórkell G. Björgvinsson,
Friðsemd Eiríksdóttir.
t Þökkum auðsýnda hluttekningu og vináttu við
fráfall
Helgu Valtýsdóttur.
Kjartan Thors, Þórunn Thors,
Kristín Thors, Brynjólfur Bjarnason,
Stefán Thors, Hulda Valtýsdóttir,
Björn Thors, Gunnar Hansson.
irnir íslenzku voru óbeint, ef
ekki beint þátttakendur í stríð-
inu — að minnsta kosti frá sjón-
arhóli andstæðinga, og mættu
vopnlausir að kalla vítisvélum.
Þeir sem lifa og þátt taka í
styrjöld, kunna að bera þess
merki með ýmsu móti ,sem tor-
velt er að afmá. Eða hefur ekki
reynzt svo?
Fyrir réttum 30 árum deildum
við Björn heitinn kjörum erlend
is. Ég minnist þess, hversu góð-
ur starfsmaður og vinnufélagi
hann var þá og lengi síðan, ðg
þó létt væri pyngjan að gjald-
eyri, gleymdist það í önn dag-
anna. Það var vinna og svefn.
Björn, þá ungur og heilsuhraust
ur, sá alls staðar sólskinsbletti
í tilverunni og benti á. Ég var
ekki kvíðinn um erindislok, en
það var skemmtilegt að hafa
starfsfélaga þann, sem alls stað-
ar sá einnig bjartari hliðina og
hið broslega í baráttunni. Svona
liðu mánuðir. Engin tilbreyting
utan éihugastarfs við beztu líð-
an. Við fengum nóg og gott að
borða, og áhyggjur héldu ekki
vöku fyrir okkur. Eitt sinn fór
Björn á stað allfjarri, er róm-
aður var og er að náttúrufeg-
urð. Höfðum við ekki fargjald
fyrir tvo. Eftir ferðina reyndi
Björn að færa mér staðinn í
skýrri og Ijósri lýsingu. Þetta
var Harðangursfjörður í Noregi.
Ég er Birni þakklátur fyrir við-
leitnina. Samt er sjón sögu rík-
ari, en allt bíður síns tíma,
einnig það, að skoða hinn fagra
Harðangursfjörð. En við Björn
fengum svo liðsauka: Friðrik
Steirisson skipstjóra og Björn
Guðnason vélstjóra, og enginn
þessara liðsmanna gerði strang-
ar kröfur um svefn og hvíld, en
unnu rösklega að því að flýta
förinni til íslands, sem við ósk-
uðum allir að sjá sem fyrst, og
heimferðin var svo góð og greið
sem bezt verður á kosið. Þeir
nafnarnir Björn Einarsson og
Björn Guðnason, önnuðust vél-
gæzlu og Friðrik skipstjóri kom
á ákvörðunarstað, svo að engu
skeikaði og heimkynnin, heima-
lönd, skinu við sjónum. Við fór-
um síðar fleiri ferðir saman í
bráðerni, léttir í lund og hlutum
fararheill og óskabyr.
Nú bið ég þess, að Björn Ein-
arsson ,sem lagt hefur upp í
hinztu siglingu, yfir móðuna
miklu ,fái óskabyr og fararheill
og hitti ættingja og vini, sem
taka honum opnum örmum. Héð-
an fylgja honum góðar óskir og
alúðarkveðjur.
Gísli Kristjánsson
frá Mjóafirði.
Guðmundur Eyjólfs-
son — Minning
F. 13. 1. 1905 — D. 26. 3. 1968.
Það er æði margs að minnast
mætum dreng var gott að
kynnast.
Styrkur ungum ætíð varstu
aldurinn með sóma barstu.
Trúmennska í blóð var borin
bentu markvisst feðrasporin.
Reyndi á þor ,er rumdi alda
risti skeiðin bárufalda.
Síðar verk þín vannst í landi
voru ei loforð byggð á sandi.
Sá er ætíð sýndi hreysti
sitthvað vel af hendi leysti.
Valin geymast vinarkynni
— vel mér leið í návist þinni.
Gamansöm og létt var lundin
ljúf var hjá þér hver ein stundin.
Fjölgar niðjum, fjölgar árum
fylgir göfgi björtum hárum.
Hittumst öll á ljóssins landi
ljúfu tengjumst kærleiksbandi.
Þakkar maki mörgu árin
megi drottinn þerra tárin.
Æskufleyið ykkar bíður
inn í himins dýrð það líður.
XX.
Harald Ragnar Jó-
hannesson — Minning
ÞAÐ var á fimmtudag í síðast-
liðinni viku í hreinu og björtu
veðri, rétt í þann mund er sól-
in var í hádegisstað, að mér
var færð sú sorgarfregn, að
vinur minn og mágur, Harald R.
Jóhannesson, hefði orðið bráð-
kvaddur þá um morguninn, að-
eins 48 ára gamall. Það eru óef-
að margir sem munu sakna
Halla, eins og ættingjar, sam-
starfsmenn og vinir kölluðu
hann. Við eigum ennþá erfitt
með að trúa þeirri ákvörðun
æðri máttarvalda, að kalla hann
frá okkur, þá er sól hans var
í hádegisstað. í örfáum orðum
langar mig að rekja, í stórum
dráttum, söguna, það er ég veit
um bernsku og uppvaxtarár
þessa góða drengs. Hugljúfa
sögu um duglegan og fórnfúsan
dreng, á erfiðum tímum, sem
ætíð var tilbúinn að fórna sér
fyrir aðra og láta gott af sér
leiða.
Það var árið 1918, að ung og
glæsileg hjón hófu búskap innar
lega við Laugaveginn, nánar til-
tekið í húsinu við Laugaveg 69.
Unga konan var Lára Sigurðar-
dóttir ættuð úr Grindavík og
maður hennar Jóhannes Magnús-
son úr Reykjavík. Svo hefir mér
verið sagt, að með þeim hafi
verið jafnræði, glæsileg hjón
með bjartar framtíðarvonir
mannkostafólk í orðsins fyllstu
Okkar innilegustu þakkir
fyrir vinsemd, góðar gjafir
og heillaóskir á gullbrúð-
kaupsdegi okkar, 31. marz.
Bergþóra Árnadóttir og
Matthías Sveinsson,
Isafirði.
Hólmfríður Kristófers-
dóttir — Kveðja
Fædd 27. október 1885.
Dáin 16. janúar 1968.
Horfin er hér hjartkær móðir
hún hefur fengið sælu og ró,
mininganna mætir sjóðir
mínum huga veita fró.
Þinn hugur stefndi í hærra veldi
hér svo ljósið augna hvarf;
en gnægð af kærleiks innra
eldi
áttir þú vi'ð lífsins starf.
Það var sárt að sjá þig líða
svona er lífsins reynsla og bið,
en þú horfir án alls kvíða
á annað og betra lífsins svið.
Þú vildir bæði gefa og gleðja
glöggt ég þína hugsun fann,
nú ástvinir þig kærir kveðja
kem ég með í hópinn þann.
Sigurrós Guðmundsdóttir,
frá Sauðeyjum.
Hjartanlegar þakkir færi ég
sveitungum mínum og öðrum
sem gáfu í hjálparsjóð Garða-
sóknar til styrktar mér og
fjölskyldu minni í erfiðleik-
um okkar. Ennfremur inni-
legar þakkir til allra hinna
mörgu vina okkar fyrir heim
sóknir, gjafir og hjálpsemi
alla. Sérstakar þakkir til
Garðhverfinga fyrir hjálp og
vináttu við mig og fjöl-
skyldu mína bæði fyrr og síð-
ar.
Guð blessi ykkur öll.
Helga Sveinsdóttir, Görðum.