Morgunblaðið - 05.04.1968, Síða 7
7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 1968
Hafís á
Fáskrúðs-
firði
Eins og allir vita, ryðst hafís-
inn í öllu valdi sínu upp að
ströndum okkar kæra lands. Minn-
ir okkur óþægilega á það, að við
búum á norðurslóðum, á endimörk
um hins byggilega heims.
Myndirnar, sem þessu spjalli
fylgja eru teknar á Fásikúðsfirði
árið 1965, en þá heimsótti hafísinn
þann fagra fjörð. Á einum jakan-
um kúrir langvía, og þykir sjálf-
sagt gott að hafa „fast land“ undir
fótum.
Myndirnar tók Albert Jónsson.
Einkennilegur hafísjaki. Langvía hefur fundið „fast land“ undir fæt-
ur sínar.
Eyjan Skrúður fyrir stafni ísjakar í forgrunni.
Spakmæli dagsins
Vísukorn
Landsins forni fjandi
Heljar kaldur hampar sær,
hafís borgum háum.
Augað hvergi auðum nær,
ægis feldi bláum.
Ránki.
FRÉTTIR
Hjálpræðisherinn.
í kvöld kl. 20.30 Hjálparflokkur.
Velkomin.
Féiagar í Bandalagi íslenzkra
listamanna
eru beðnir að tilkynna strax þátt-
töku í ársfagnaði bandalagsins
Þjóðleikhúskjallaranum föstudag-
inn 5. apríl til Arkitektafélags ís-
lands og Skúla Halldórssonar.
Kvenfélag Hallgrímskirkju
heldur aðalfund sinn, er frestað
var í fyrri viku, föstudaginn 5.
apríl kl. 8.30 í Félagsheimili Hall-
grímssafnaðar (norðurálmu) Áríð-
andi mál á dagskrá. Kaffi.
Kvennadeild Skagfirðingafélagsin
í Reykjavík.
heldur fund í Lindarbæ mánu-
daginn 8. apríl kl. 8,30 Frú Margrét
Margeirsdóttir talar og sýndar verð?
myndir frá Egyptalanid.
Kvenfélag Bústaðasóknar
Fundur verður í Réttarholtsskóla
mánudagskvöld 8. april kl. 8.30
Ýmis skemmtiatriði
Kvenfélag Grensássóknar
heldur fund í Breiðagerðisskóla
mánudaginn 8. apríl kl. 8.30 Sig-
ríður Haraldsdóttir, húsmæðrakenn
ari sýnir og talar um eldhúsáhöld.
Akranesferðir Þ. Þ. Þ.
Frá Akranesi mánudaga, þriðju-
daga, fimmtudaga og laugardaga
kl. 8, miðvikudaga og föstudaga
kl. 12, sunnudaga kl. 4.15.
Frá Reykjavík kl. 6 alla daga
nema laugardaga kl. 2 og sunnu-
daga kl. 9.
Til þess að eignast fullvissu trú-
arinnar, verðum vér að byrja á því
að efast. — Stanislaus.
Páfagaukurinn Frosti
Af greiðslustúlka vön afgreiðslustúlka óskar eftir atvinniu nú þegar, — meðmæli ef óskað er. Tilb. merkt: „Vön 8831“ sendist Mbl. fyrir 9. þ. m. Kjöt — kjöt 5 verðflokkar, opið frá 1— 5 alla laugard., aðra daga eftir umtali. — Sláturhús Hafnarfj. Sími 50791, 50199 Guðmundur Magnússon.
Fermingargjafir brúðargjafir, damask-sæng urfatn. í miklu úrvali og handkl. nýk. Hagst. verð. Verzl. Kristín, Bergstaða- stræti 7, sími 18315. Keflavík — Suðurnes Nýkomið Haka-Verina — sjálfvirka þvottavélin. V. kr. 19.650.00 Hagkvæmir greiðsluskilmálar. Stapafell hf., sími 1730.
Dönskunámskeið Áherzla lögð á málfræði og framburð. Talið við mig sem fyrst. Inger Helgason, sími 50822. Vauxhall Viva óskast módel ’67—’68. Uppl. um árgerð, verð og ástand leggist inn á afgr. Mbl. merkt: „8925“.
Tökum að okkur smíði á eldhúsinnrétting- um, klæðaskápum og fl. Góðir greiðsluskilmálar. - Trésmíðaverkst. Þorvaldar Björnss, s. 21018 og 35148. 400.000.00 Ríkistryggð skuldabréf að upphæð kr. 400.000.00 til sölu. Tilb. merkt: „Trún- aðarmál 8833“ sendist Mbl. fyrir 10. þ. m.
Atvinna óskast Ungur maður óskar eftir at vinnu. Hefur bílbróf. Uppl. í síma 50419. Vantar um 100 ferm. húsnæði fyrir bílaviðgerð- ir. Uppl. í síma 32875 eftir kl. 6.
Ung hjón með 2 böm óska eftir íbúð. Algjörri reglusemi heitið. — Sími 84292. Til sölu Bað, segulband og dúfna- búr. Uppl. í sírna 50847, öldugötu 3, Hafnarfirði.
Milliveggjaplötur fyrirliggjandi, þykktir 5, 7 og 10 cm. Gott verð. Hellu- og steinsteypan, Bústaða- bletti 8 við Breiðholtsveg. Sími 30322. Atvinna óskast 21 árs gamall maður óskar eftir atvinnu strax, margt kemur til greina. Er vanur afgreiðslu, hefur bilpróf. Uppl. í síma 35358.
Útsaumur Kennj útsaum. Uppl. i síma 10002 kl. 6—8. Dómhildur Sigurðardóttir, kennari. Keflavík Fermingarföt, fermingar- skyrtur, slaufur, klútar. Kaupfélag Suðurnesja, vefnaðarvörudeild.
Háseta vantar strax á netabát. — Uppl. í síma 51119. Fyrir ferminguna pífublússur. í kuldanum loðhúfur. Kleppsvegi 68, 3. hæð t. vinstri. Sími 30138.
ÆVINTÝRI í ALASKA
Ný bók um hinn fraega
í dag verða gefin saman í hjóna-
band í Frederiksberg Slotskirke
ungfrú Birna Björnsdóttir stud.
odont. (Björns Brynjólfssonar tann
læknis) og Tom Hinsby, stud. odont
Heimili þeirra verður Duevej 14,
Köbenhavn, F.
60 ára er í dag Sölvi Jónsson
frá Stakkadal i Aðalvík. Þeir ætt-
ingjar og vinir sem gleðjast vilja
með honum á þessum tímamótum,
eru velkomnir að Sklpholti 70
(uppi) eftir kl. 7 síðdegis.
Páfagaukurinn Frosti kom á glugga heima hjá honum Magnúsi
í vetur. Hann var kaldur og slæptur svo hann náðist auðveldlega.
Nú eru þeir orðnir mestu mátar eins og sjá má af myndinni.
Frosti er mjög svo forvitinn og fylgist með því sem Magnús gerir
af lifandi áhuga.
BASIL FIIRSTA
Verð aðeins kr. 39— með söluskatti.
PÓLÝFÓNKÓRINN
Messa í H-moll
ettir Johan Sebastian Bach
FLYTJENDUR: Guðfinna D. Ólafsdóttir, sópran
Ann Collins, alto
Friðbjörn G. Jónsson, tenór
Halldór Vilhelmsson, bassi
Einleikarar:
Einar G. Svcinbjörnsson, fiðla
David Evans, flauta
Kristján Stepbensen, 1. óbó
Bernhard Brown, 1. trompet
Kammerhljómsveit
Pólýfónkórinn.
Stjórnandi: Ingólfur Guðbrandsson.
Frumflutningur á íslandi í Kristskirkju, Landakoti,
þriðjud. 9. apríl kl. 8.30 e.h.
Endurtekið í Þjóðleikhúsinu á skírdag kl. 8.30 e.h.
og á föstudaginn langa kl. 4 e.h. — Missið ekki af
þessum tónlistarviðburði, og tryggið yður miða í
tíma. Aðgöngumiðar hjá Eymundsson og Þjóðleik-
húsinu.