Morgunblaðið - 05.04.1968, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.04.1968, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 1968 »! Höldum áfram með sitthvað ■ r II a prjonunum — segja Hljómar frá Keflavík — sem voru taldir bezta hljómsveitin á norrœnni tónlistarhátíð HLJÓMSVEITIN Hl.jómar frá Keflavík brá sér yfír álinn fyrir skömmn og tók þátt í norrænni tónlistarhátíð í Sví- þjóð. Hljómar eru fyrsta ís- lenzka hljómsveitin, sem þátt teknr í slikn móti norrænna þjóða. Hljómar fengu mjög lofsamlega dóma í sænskum blöðum og voru af mörgum talin bezta hljómsveitin á tón Ieikunum. I Svenska Dagblad- et segir m.a., að lagaflutning- ur Hljóma í tónlist og söng hafi hrifið áhorfendur mjög og blaðið telur þá beztu hljómsveitina á tónleikunum. Hafa Hljómar þarna kynnt Iandið á nýjum vettvangi til sæmdar. Er þetta vel af sér vikið hjá Hljómum, því að allir bjuggust við að nýstofn- uð sænsk hljómsveit, „Atlant- ic Ocean“ kæmi bezt út úr tónleikunum, en hún er skip- uð úrvalshljóðfæraleikurum úr mörgum sænskum hljóm- sveitum og hefur æft saman í 6 mánuði. Okkur datt í hug að rabba lítillega við HQjóma um utan- ferðina: Blm.: „Hvað fannst ykkur helzt markvert á tónlistar- hátíðinni?“ Gunnar: „Þáð var mjög gaman að finna hvar við stóð- um á móts við hina. Við bjuggumst alveg eins við að þ£>ð yrði hlegið að okkur, en okkur var tekið mjög vel. Erlingur: „Við vorum við- staddir er ný sænsk hljóm- sveit, „Atlantic Ocean“, spil- aði og það hafði legið í loft- inu að þeir væru beztir. Þetta voru úrvalsmenn úr mörgum hljómsveitum og höfðu æft saman í 6 mánuði. Þeir spil- uðu á alls 20 hljóðfæri, en gátu lítið spilað á hvert og eitt. Við töluðum mikið við þá og bárum saman bækur okk- ar og þeir voru mjög hrifnir af söng og raddsetningu hjá okkur“. Gunnar: „Við slógum okkur mest upp á söngnum og út- færslunni". Rúnar: „Áhorfendur hlust- uðu vel á og voru mjög þægi- legir. Þeir voru kurteisir og t.d. var norska hljómsveitin mjög skemmtileg“. Blm.: „Nú er að koma út ný plata frá ykkur. Hvernig lög er á plötunni"? Rúnar: „Það eru tvö eftir Gunnar og tvö erlend“ . Erlingur: „Ég myndi segja að þetta væri tvímælalaust það bezta, sem við höfum gert. T.d. er þetta í fyrsta skipti sem við notum fiðlur og cello. Hljóðupptakan fór fram í upptökusal Ríkisútvarpsins og fiðlarar og celloistar voru úr Sinfóniuhljómsveitinni, mest ungt fólk“. það var alltaf klappáð eftir hvert atriði". Bbl.: „Voru nokkur læti?“ Gnnnar: „Nei, alls ekki, það var bara hlustað. Stefnan virðist vera í þá átt, að ólæti séu úr sögunni á hljómleik- um“. Rúnar: „Fólk gat dansað og alit var mjög vel skipu- lagt“. Erlingur: „Við fengum mjög góða aðstoð þarna í sambandi við flutning á hljóð færum og allar tilfærslur í sambandi við það. Það voru tveir menn sem sáu alveg um þáð og þess vegna gátum við einbeitt okkur að undirbún- ingi imdir tónleikahaldið". Blm.: „Hvaða hljómsveit fannst ykkur bezt?“ Rúnar: „Mér fannst sænska hljómsveitin Atlantic Ocean mjög góð og þeir sýndu mjög skemmtilega sviðsframkomu. Hinar hljómsveitimar komu fram hver með sínum stíl, og Ekið d kyrr- stæða bifreið 1 FYRRADAG stóð grá Mosku- vitsbifreið í Blönduhlið, skammt austan við Eskihlíð. Skrásetn- inganúmer bifreiðarinnar er D- 914 og þarna stóð hún á tíma- bilinu frá kl. 13:30 til 15:30. Er eigandi U-914 fór að huga að bifreið sinni kom í Ijós að hægra afturbretti hennar var dældað. Rannsóknarlögreglan biður um allar upplýsingar er varða málið og eru sjónarvott- ar, ef til eru, beðnir um að hringja í síma 2M08. f tilefni af 80 ára afmæli mínu þann 13. marz sl. vil ég nota þetta tækifæri til að votta frændum mínum, vinum og samstarfsmönnum fjær og nær, mínar innilegustu þakkir fyrir þann sæg af heilla- skeytum er mér hafa borizt, ásamt gjöfum þeirra, þar með taiin vegleg gjöf frá sýslunefnd Skaga- fjarðarsýslu er nefndin færði mér á heimili mínu þann dag. Að ógleymdri tilkynningu frá stjórnum Búnað- arfélags íslands og Sögufélags Skagfirðinga um að þessi ágætu félög hefðu kjörið mig heiðursfélaga sinn. Auk þess hafa Sjálfstæðisfélögin á Sauðárkróki lagt fram álitlega fjárupphæð í Fræðasjóð Skag- firðinga, er ég og kona mín stofnuðum á 70 ára af- mæli mínu, svo höfuðstóll sjóðsins er nú yfir 100 þús. krónur. Allt þetta þakka ég innilega, og óska hlutaðeig- endurn allra heilla og biessunar á ókomnum árum. Reynistað, 18. marz 1968. Jón Sigurðsson. Blm.: „Þið ætli’ð auðvitað að halda áfram að spila"? Gunnar: „Alveg á fullu. Við erum að undirbúa 12 laga plötu fyrir haustið, og við höf um sitthvað á prjónunum“. Það er eitthvað fjarlægt í flugi þeirra og hreim og það er farið að birta af degi, þar sem við kveðjum þessa ágætu og duglegu hljómlistarmenn, fyrir utan Austurbæjarbíó, eftir skemmtunina, „Vettvang ur æskunnar", en þar taka þeir þátt í keppni um titilinn, „Hljómsveit ungu kynslóðar- innar 1968“, ásamt Cfðmönn- um og Flowers. Tónleika- keppni þessi er liður í skemtun, sem ber nafnið: „Fulltrúi ungu kynslóðarinn- ar 1968“ og „Vettvangur æsk- unnar“, en hún er haldin á vegum Vikunnar og Karna- bæjar. Hljómar fjarlægjast í bifreiðinni, sem flytur þá til Keflavíkur, en þeir koma aftur. á j. 16870 2ja herb. íbúð á 1. hæð við Hraunbæ. Suður- svalir. Vönduð innrétt- irtg. Hagstæð lán áhvíl. 3ja herb. 100 ferm. jarð hæð við Glaðheima. Ný standsett. Sérhiti. Höfum nokkrar íbúðir núna á söluskrá með mjög vægum útb. Teikningar af ýmsum íbúða og húsa í smíffum eru á skrifstofunni. Ath. Hringiff og biffjið um söluskrá og við send um yffur endurgjalds- laust. FASTEIGNA- PJÓNUSTAN Austurstræli 17 (Silli & VtUi) Ragnar Tómasson hrU. simi 24645 sö/umadur /asleigna: Sle/én J. Rtchter simi 16870 kvöldsimi 30587 Kyrrstæð bifreið stórskemmd EKIÐ var á bifreiðina R-16702, sem er af gerðinni Skoda 1000, grá að Iit. fyrir utan húsið Há- teigsveg 16 í fyrradag. Árekst- urinn mun hafa orffiff á timabil- inu frá kl. 19 á þriðjudag til kl. 07:30 á miðvikudag og eru sjón- arvottar, ef einhverjir eru heðn- ir að hafa samband við rann- sóknarlögregluna í síma 21108. Sá, sem valdur er að skemmd- unum á bifreiðinni hefúr ekið á brott og eru líkur á að hann hafi bakkað á biáreiðina, því að far er eftir útblástursrör og er sót umhverfis farið. Bifreiðin er stórskemmd, hægri afiturhurð er mikið dælduð og svokallaður síls, þ.e. þverbitinn fyrir neðan dyrnar. FASTEIGNASALAN GARÐASTRÆTI 17 Símar 24647 - 15221 Til sölu Við Hraunbæ 2ja herb. íbúð á 2. hæð, suð- ursvalir, falleg, sólrík og vönduð íbúð á jarðhæð fylg ir rúmgott íbúðarherbergi. Harðviðarinnréttingar, teppi á stofu. Góð 'geymsla. Hlutdeild í sjálfvirkum þvottavélum. íbúðin er laus eftir samkomulagL 3ja herb. íbúð á 1. hæð við Hjarðarhaga. 4ra herb. íbúð á 7. hæð við Ljósheima. 3ja herb. íbúðir við Lyng- brekku og Nýbýlaveg. 5 herb. íbúð á 1. hæð við Hvassaleiti, bílskúr. Einbýlishús við Nýbýlaveg, 140 ferm. Iðnaðarhúsnæði við Síðumúla 200 ferm. á 3. hæð, næstum fullbúið. Iðnaðar-, verzlunar- og skrif- stofuhúsnæði við Miðbæinn í Kópavogi. Árni Guðjónsson, hrl. Þorsíeinn Geirsson, hdl. Helgi Ólafsson, sölustj. Kvöldsími 41230. Eignarskipti 5 herb. ný og falleg íbúð með sérinngangi, og sér- hita og góðum áhvilandi lánum, á 1. hæð á Nesinu í skiptum fyrir 3ja—4ra herb. íbúð í eldri hluta borgarinnar. Einbýlishús í smíðum við Lyngheiði, 5 herb., hag- stætt verð og góðir greiðsluskilmálar. 4ra og 5 herb. fokheldar íbúðir við Túnbrekku, bíl skúr getur fylgt. Góðir greiðsluskilmálar. 3ja—4ra herb. íbúðir við Hraunbæ, tilb. undir tré- verk, sameign frágengin. 6 herb. raðhús við Látra. strönd, bílskúr. Frágeng- ið að utan með tvöföldu gleri og öllum útihurðum. Málflutnings og fasteignastofa [ Agnar Gústafsson, hrL t Bjöm Pétursson fasteignaviðskipti Austurstræti 14. 1 Simar 22876 — 21750. | Utan skrifstofutíma: 85455 — Þá lætur lögreglan þess getið að líklega hefur ökumaðurinn, sem valdur er að árekstrinum ekið dökkleituim bíL AÐAL- fasteignasalan Laugavegi 96---Sími 20780. Til sölu í smíðum Fokheld raðhús og einbýlis- hús. Teikningar til sýnis á skrifstofunni. 2ja og 4ra herb. íbúðir tilb. undir tréverk í október í Breiðholtshverfi. Verð 590 þús. og 775 þús. öll sameign frágengin. Einbýlishús við Smáraflöt, 6 berb., tvö- fald'ur bílskúr. Við Faxatún 6 herb. 180 ferm. bílskúrs- sökkull, útborguin 1 milljón. Á hæð 2ja herb. íbúð á 5. hæð við Ljósheima, fallegar innrétt ingar, teppi á gólfum og stigagangi. Útb. 500 þús. 2ja herb. íbúð á 3. hæð við Rauðarárstíg. Teppi á góLf- um, útb. 450 þús. 3ja herb. íbúð á 4. hæð við Skúlagötu, 86 ferm., útb. 400 þús. 3ja herb. íbúð á 2. hæð við Laugarnesveg í þríbýlishúsi Bílskúr og óinnréttað ris fylgir. Útb. 450—500 þús. 3ja—4ra herb. 110 ferm. íbúð á 1. hæð við Brekkulæk. bílskúrsréttur. 3ja herb. 90 ferm. íbúð á 4. hæð við Sólheima, nýtízku i'nnréttingar, útb. 500—550 þús. 4ra herb. 110 ferm. íbúð á 3. hæð við Goðheima, þríbýlis hús, teppi á gólfum, sérhiti, útb. 800 þús. 4ra herb. 85 ferm. íbúð á 3. hæð við Ljósheima. Sérhiti. Harðviðarinnréttinagr, hag- stæð lán áhvílandi. Útb. 600 til 700 þús. 3ja herb. íbúð við Hjarðar- haga á 1. hæð í fjölbýiis- húsi. Útb. 600 þús., góðar innréttinigar ,stórar svalir. 4ra herb. 108 ferm. íbúð á 12. hæð við Sólheima, útsýni austur, suður og vestur. — Parket á stofu og skála. Viðarhurðir, útb. samkomu lag. 4ra herb. 108 ferm. íbúð á 4. hæð við Hvassaleiti. Útb. 650 þús. 4ra—6 herb. 118 íerm. íbúð á 4. hæð við Álfheima. Tvö herb. í risi fylgja. Bílskúrs- réttur, mjög glæsilegar inn réttingar og hitakerfi. Útb. 800—900 þús. 4ra herb. íbúð á 1. hæð við StóragerðL Teppi á gólfum, bílskúrsréttur, útb. 650 þús. 6 herb. mjög glæsileg efsta hæð í þríbýlishúsi við Bragagötu. Þvottaherb. á hæðinni, tvennar sválir. AÐAL- fasteignasalan Laugavegi 96---Sími 20780. Kvöldsími 38291.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.