Morgunblaðið - 05.04.1968, Page 11

Morgunblaðið - 05.04.1968, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 1968 11 er á vorin, þegar hún byltist fram. Það þarf vel syndan mann til að synda yfir hana. — Þó held ég að ég hefði það nú. Ný brú á Þjórsá þegjandi og hljóðalaust Eysteinn Jónsson: — Það er ákaflega merkilegt að sjá þessar Pálmi Jónsson, Hannibal Valdimarsson, Vilhjálmur Hjálmarsson og Friðjón Þórðarson koma frá því að skoða stöðvarhúsið sem sézt í baksýn. (Ljósm. Mbl. stjl). framkvæmdir, sem eru mjög stórfelldar, og mikil virkjun á okkar mælikvarða. Okkur þótti nú einu sinni mikið þegar Sog- ið var virkjað í þrígang, en þetta er miklu stórfelldara. En það er spursmál, hvort þetta er nokk- uð meira í sjálfu sér miðaS við allt annað eins og það er nú orð- ið, miðað við það sem það var á sínum tíma þegar Sogið var virkjað. — Hvað þótti yður mest um vert? — Ja, einna nýstárlegast var að koma í jarðgöngin. Að vísu höfum við komð i jarðgöng, en þessi eru mun stórfelldari. Mér var sagt, að hæðin væri eins og fjögurra hæða hús, tíu metrar á hæð og tíu metra breið. Nú, svo þótti mér anzi merkilegt að þarna skyldi vera komin ný brú á Þjórsá, svona þegjandi og hljóðalaust. Við fréttum, að það stæði kannski til að rífa hana aftur, en það þykir mér hart lög- mál að fara eftir, og tek undir það sem samgöngumálaráðherra sagði, að það kemur auðvitað ekki til greina að rífa þessa brú, það kemur þarna hringvegur mjög merkilegur, og ég held að stjórnarandstaðan vilji styðja það, að brúin fái að standa. Sala rafmagnsins ekki nógu hagstæð Karl Guðjónsson: — Mér lýst vel á þessar framkvæmdir og tel, að það hafi verið mjög nauð synlegt að fá nýjar raforkufram- kvæmdir. Ég er þeirrar skoðun- ar, að það sé sjálfsagt, eftir því sem hægt er, að nýta íslenzkar orkulindir til útflutningsfram- leiðslunnar og því er ég sammála því, að orka íslenzkra fallvatna sé gerð að framleiðsluvöru, sem getur þénað þjóðinni. Hitt er annað mál, að ég er hræddur um það, að salan á rafmagninu til álbræðslunnar sé ekki nógu hag- stæð. — Athyglisverðust þóttu mér göngin, sem eru mjög óvenjuleg framkvæmd hjá okkur. En það sem ég er ánægðastpr með í þess ari för, er yfiriýs.ing samgöngu- málaráðherra um það að nýja brúin á Þjórsá verði ekki rifin. Eins og í gamalli kirkju Ingvar Gíslason: — Ég verð að játa það, að ég gerði mér ekki grein fyrir því, hvernig fram- kvæmdum var hér háttað. Og ef ég á að segja, hvað hreif mig mest, er hvað jarðgöngin eru falleg. Það er eins og maður sé komin í gamla kirkju. Og frá praktísku sjónarmiði má segja, að þessi virkjun sýnir okkur yf- ir hverju land okkar býr. Ég vildi gjarnan, að við Norð- lendingar ættum eftir að sjá svip uð mannvirki og hér eru að rísa. og ég vona að það líði ekki á löngu þar til ráðist verður í svip aðar framkvæmdir við Dettifoss. Kom í þyrilvængju — Ég hef komið hingað einu sinni áður, sagði Hannibal Valdi marsson, þegar við inntum hann eftir því hvort hann hefði komið til Búrfellsvirkjunar. — Ég kom hér í þyrilvængju í fyrra og fór þá klukkan hálf tíu úr Reykjavík, lauk mínum erindum hér og var kominn aftur í bæ- inn um hádegið. — Jú, það hefur vissulega mik ið verið framkvæmt hér síðan. Þetta er stórkostleg framkvæmd og miðar henni vel áfram. — Mér þótti einna tilkomu- mest að koma inn í jarðgöngin. Þau eru mikið mannvirki, enda búið að ljúka við 700 metra af um 1100 metrum sem þau verða fullkláruð. Þetta er nýtt fyrlr mér Jón Ármann Héðinsson tók mikið af kvikmyndum í ferðinni, og aðspurður sagðist hann hafa myndagerð sem tómstundaiðju. Hann sagðist ekki hafa komið til Búrfellsvirkjunar áður, og væri því margt nýtt fyrir sig að sjá. — Það sem mér finnst tilkomu mest að sjá hér, sagði Jón, — er í raun og veru það, hvernig mað urinn getur beizlað þann óhemju mikla kraft sem í Þjórsá býr, og nýtt hann fyrir framtíðina. Það var gaman að koma í jarð- göngin og sjá hvernig fallhæðin verður nýtt til þess að fram- leiða orkuna, sem við höfum svo mikla þörf fyrir. Þingmenn ættu að fylgjast meira með verklegum framkvæmdum Jón Árnason, formaður fjár- veitinganefndar Alþingis, sagði, að þetta væri í fyrsta sinn sem hann kæmi á staðinn. — Það er mjög ánægjulegt að sjá þessar framkyæmdir og það sem hér er verið að vinna að, einmitt á þessu stigi. — Mér þótti skemmtilegast að koma í jarðgöngin. Það er auð- sjáanlega ekki lítil vinna sem Jiggur á bak við slíkar fram- Jón Skaftason — álbræðslan hefur mikið gildi kvæmdir. — Ég tel tvímæJalaust að þing menn ættu að gera meira af því að fara í slíkar ferðir og kynnast verklegum framkvæmdum af eigin raun, og reyndar öllu því spm til kasta Alþingis kemur með að marka stefnu og veita fjármunum í. Ég er því viss um, að þeir þingmenn sem tekið hafa þátt í þessari ferð, hafa haft af henni bæði gagn og ánægju, því vissulega er ánægjulegt að sjá það sem hér er að gerast. Stórfenglegar framkvæmdir Halldór E. Sigurðsson sagðist hafa komið að Búrfellsvirkjun sumarið 1966, skömmu eftir að framkvæmdir hófust. — Þá voru helztu framkvæmd ir skýrðar út fyrir mér, sagði Halldór, — en ég sé það náttúr- lega miklu betur núna þar sem kominn er heildarmynd á fram- kvæmdirnar og af henni hægt að Björn Pálsson — það þarf vel syndan mann til að synda yfir Þjórsá. sjá, hvernig þær verða endan- lega. Ég er ánægður með þessa för hingað, enda er ég alltaf hrif- inn að nýjum framkvæmdum og þeim mun hrifnari sem þær eru stórfenglegri. — Fjárveitinganefnd Alþingis hefur gert töluvert af því að fara í slíkar kynnisferðir, en ég er þeirrar skoðunar að yfirleitt geri alþingismenn of lítið af því að fara í slíkar ferðir, því þær eru vel til þess fallnar að auka skilning okkar á því sem unnið er að á hverjum tíma. — Ég hef aldrei séð jarðgöng á borð við þau sem við skoðuð- um hér í dag, og eins þykist ég sjá að þegar lónið verður fyllt af vatni verður þar komin geysi- lega mikil uppistaða, sem gam- an verður á að líta. Auðvitað er þó fyrst og fremst hægt að segja, að verkið í heild sé stórkostlegt og tilkomumikið. Strákagöng falla í skuggann Pálmi Jónsson sagðist ekki hafa komið til Búrfells áður og ekk: heldur að hann hefði getað gert sér fyililega í hugaxlund hvað þessair framkvæmdir væru miklar, íyrr en hann sá þær með eigin auigum. — Ég heí oft farið í gegnum Strákagöng, sagði Pálmi, — þau eru vitanlega mikið og mikil- vægt mannvirki, en þessi jíirð- göng eru þó miklu stænri ag ég mundi segja þau vera það mann- virki hér sem verður mér eftir- minnilegast. Stífiugerðin og stöðvarhúsið eru einnig eftir- minnileg. — Þetta eru mestu fram- kvæmdir sem unnið hefur ver- ið að hérlendis, og þvi má telja það sjálfsagt að Alþingismenn kynnist þeim af eigin raun. Ég geri auðvitað ráð fyrir því að þhgmenn reyni yfirleitt að kynna sér framkvæmidir um land ið, eftir því sem þeir geta, en slík ferð sem þessi ar ákafiega vel fallin til þess að þingmer.n komist í snertingu við fram- kvæmdirnar, allir í einum hóp. Skoðaði landslagið. Geir Gunnarsson sagðist hafa komið áður á staðinn, en þá eKki til að skoða virkjunina heldur landslagið. Sér íinnist þó að landslagið og virkjunín færu vel saman. Aðspurður um hvaða framkvæmd sér finnist tilkomu mest sagði Geir telja það vera jarðgöngin. Hefði hann ekki séð slík mannvirki áður. — Afstaða mín til álihræðsl- unnar er óbreytt, sagði Geir. Ég er þeirrar skoðunar að hægt hefði verið að koma þessari virkjun á fót, án þess að hafa þar álbræðsluna að bakihjarli. Við höifum getað séð fyrir okk- ar raforkumálum, án þess að leita til erlendra auðhringa, og það hefðum við líka getað gert nú. Lyftistöng íslenzks iðnaðar Sveinn Guðmundsson sagðist oft hafa komið á staðinn áður eftir að framkvæmdir hófust, enda hefði hann allt frá byrjun haft mikinn áhuga á virkjunar- framkvæmdunum. — Ég er viss um að þessi virkj un á eftir að lyfta íslenzkum iðn aði, sagði Sveinn. Héðan fáum við nægilega raforku til iðnað- ar og ekki er heldur ólíklegt að áliðnaður rísi upp í landinu við tilkomu álbræðslunnar í Straumsvík. Það liggur í aug- um uppi að við ættum að geta orðið ve: samkeppn sfærir í úrw vinnslu áls og stuðlar BúrfeUs-i virkjunin ekki sízt að því. — Mér fannst stöðvarhúsið éinna tilkomumest. Það verðu® 80 metra löng bygging og 18 metra breið, og lofthæðin þar er mikil. Nú er verið að setja þair niður þrjár túrbínuir, hverja 39 þús. kw og rúm mun verða fyr- ir þrjár í viðbót, sem ég tel að muni koma fljótlega. I Tvöfölduð raforka. Sigurður Ingimundarson sagð ist hafa komið að virkjuninni í sumar og þá far ð upp á Sám- staðarmúla. Hins vegar hefði hann ekki komið inn í göngin fyrr, og því fengið betri yfir- sýn en áður yfir framkvæmd- irnar. — Það segir s;g sjálft að þess- ar framkvæmidir eru stórkost- legar, því að með þeim tvöföld um við raforkuframleiðslu okk- ar í einu. — Ég hef fylgst nokkuð vel með málinu frá byrjim, enda var ég í nefnd sem að undirbjó það að nokkru leyti. — Það sem tilkomumest er hér, er að sjá gamla drauma ræli ast, — draum sem við þekkjum allt frá 1917. Með þessari fram- kværod færum v’ð einnig aukna verkmenningu inn í landið. Hér starfa verkfræðingar frá ýms- um þjóðum og íslendingar sena starfa með þeim munu læra, oig við stöndum því nær því síðair að geta unnið slík verkefni sjálf ir, og vonandi verður ekki langf að bíða unz við ráðumst í aðra slíka virkjun. * Meira jarðrask en ég hef áður séð. Lúðvík Jósefsson sagði: — Ég hef ekki komið hingað áður. Ég flaug hérna einu sinnl lágt yfir og þótti þá sem hér væri meira jarðrask heldur en ég hefi áður séð. Það var mjö!g athyglisvert að sjá þetta úr lofti, en nú hef ég komið hing- að á staðinn og séð framkvæm«l irnar einnig þannig og þótti méc mikið til koma. — Þetta eru ábyggilega stærsta verk sem unnið hefur verið að hér á landi. Það er fróðlegt að koma í þessi stóru jairðgöng og sjá hvernig þar hefur til tekizt. Eftir það verður manni ósjálf- rátt hugsað til þess að við hljóf um að e ga eftir að gera jarð- göng víðair hér á landi — ekki aðeins i sambandi við svona mannvirki, heldur og í sambandl við okkar almennu samgöngix mál. — Það er alveg tvímælalaust rétt stetna að alþingismenn fari í slíkar ferð r og að þeir kynn- ist því sem er að gerast á fram- kvæmdastaðnum. Með því að sjá framkvæmdirnar með eigin aug um gera þeir sér gleggri grein fyrir því sem um er að ræða I hverju tilfelli. i I Hugsa um Dettifossvirkjun. Stefán Valge:rsson sagðisl ekki hafa komið að Búrfelli áð- ur. Sér finndist stórkostlegt hvemig hægt væri að beizla Þjórsá og fara með hana út úr fairveginum og gegnum hin Framhald á bls. 31 Jón Ármann Héðinsson, Lúðvík Jósefsson og Bragi Sigurjóns- son.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.