Morgunblaðið - 06.04.1968, Side 1
32 SIÐUR
71. tbl. 55. árg. LAUGARDAGUR 6. APRÍL 1968. Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Þjóðarsorg í Bandaríkjunum
á Pálmasunnudag
vegna morðsins á dr. Martin Luther King. ,,Draumur hans
dó ekki með honum", segir Johnson, forseti og boðar nýjar
tillögur um aukin réttindi blökkumanna. Óeirðir víðsvegar
um Bandaríkin vegna morðsins.
| svörtu“ hvetja til blóðugra
! hefnda.
Washington, London. 5. apríl
NTB.
Alrikislögreglan í Bandaríkj-
unum leitar nú morðingja blökku
mannaleiðtogans Dr. Martins
Luthers Kings, sem skotinn var
til bana í Memphis í TennesSee
í gærkveldi. Lyndon B. John-
son forseti fól rannsókn máls-
ins þegar dómsmálaráðherra
Bandaríkjanna, Ramsey Clark,
og hefur hann fuilvissað þjóð-
ina um, að morðinginn muni finn
ast: segir, að lögreglan hafi þeg-
ar í höndum mikiisverðar upp-
lýsingar, sem leitt geti til hand-
töku hans fljótlega.
Johnson, forseti, lýsti aftur í
dag harmi sínum vegna fráfalls
dr. Kings en sagði, að draum-
ur hans hefði ekki dáið með hon-
um og bandaríska þjóðin yrði að
sameinast um að uppfylla hann.
Johnson boðaði þjóðarsorg í
Bandaríkjunum næstkomandi
sunnudag, Pálmasunnudag. Þá
verða fánar í hálfa stöng á öll-
um opinberum byggingum, öllum
sendiráðum og ræðismannaskrif
stofum erlendis og á öllum skip-
um flotans. Eru þessa fá dæmi
í sögu Bandaríkjanna, þar sem
ekki á í hlut háttsettur opin-
j ber embættismaður.
j Forsetinn, sem hefur aflýst
| ferð sinni til Honolulu, þar sem
! hann ætlaði að ræða við ýmsa
aðila um væntanlegar friðarvið-
ræður um Vietnam, hefur í dag
i haldið fundi með ýmsum banda-
rískum embættismönnum og leið-
i togum blökkumanna. Síðan skor
i aði hann á þjóðina „menn af
öllum kynþáttum“ að taka hönd-
um saman í baráttunni við of-
beldið. Hann hefur boðað harð-
ari baráttu fyrir auknum rétt-
indum blökkumanna og mun
sennilega á mánudaginn leggja
fyrir bandaríska þingið nýjar
tillögur þar að lútandi.
Víða í Bandaríkjunum brutust
út óeirðir, er fréttin um morð-
ið barst út. Náðu þær til um
þrjátíu borga og héidu áfram í
dag, m.a. í Washington og Chi-
cago — og hafa þúsundir þjóð-
j varðliða verið sendir þangað.
stuðningsmenn stefnu Kings
hvetja til stillingar og áframhald
andi baráttu fyrir réttindum
blökkumanna án blóðsúthellinga,
en forystumenn „valds hinna
í SÍÐUSTU NTB-fréttir í
kvöld herma, að bandaríski her
inn sé reiðubúinn að senda tíu
þúsund manna lið til Washing-
ton, þar sem útgöngubann hefur
verið sett vegna óeirðanna í dag.
Johnson forseti hefur gefið
Clark Clifford, landvarnarráð-
' herra, heimild til að nota það
lið, sem talin er þörf á, til að
! hægt sé að halda lögum og reglu
Morðingjans leitað.
Ramsey Clark kom til Memph-
is í dag, eftir að honum hafði
verið falin yfirumsjón með rann
sókninni á morði Kings. Hann
sagði við fréttamenn, að morð-
inginn mundi án efa finnast,
lögreglan væri komin á spor
hans. Að sögn AP mun talið, að
morðinginn hafi hafzt við í leigu
íbúð á annari hæð í húsi gegnt
gistihúsinu, þar sem King dvald
ist og skotið út um baðglugg-
ann í íbúðinni. Riffill, — sem
sennilega er morðvopnið, —út-
búinn kíki, lá við dyr næsta
húss. Var hann af gerðinni
Browning, að því er AP segir
Þessi mynd af Dr. Martin Luther King var tekin í Memphis
sl. miðvikudagskvöld, en þá kom hann fram opinberlega í
síðasta sinn sem talsmaður þess málstaðar, er hann hafði
barizt fyrir svo lengi. Sólarhring síðar var hann látinn,
myrtur, aðeins 39 ára að aldri.
Martin Luther King á líkbörunum.
en NTB segir gerðina hafa ver-
ið Remington. Fréttastofunum
ber saman um, að hlaupvídd hafi
verið 30.06 og riffli eins og þeim,
er fannst, hafi verið stolið úr
sportvöruverzlun í Memphis fyr
ir fáeinum dögum.
Lögreglan í Memphis hóf þeg-
ar leit að morðingjanum, sem
talið er, að hafi fleygt frá sér
rifflinum er hann hljóp af morð-
staðnum. Um hríð var talið, að
hinn grunaði hefði verið hand-
tekinn þar skammt frá en sú
frétt reyndist ekki á rökum reist.
Ennfremur er sagt, að lögreglan
leiti að Mustang bíl, sem í voru
þrír menn, skammt frá morðstað
um. NTB segir, að sjónarvottar
lýsi hinum grunaða svo, að hann
sé fremur hár maður, skolleitur
á hár, aldur á að gizka 26—32
ár.
Johnson boðar nýjar tillögur.
Lyndon Johnson hélt í dag
fund með ýmsum bandarískum
embættismönnum og leiðtogum
blökkumanna eins og fyrr sagði
— til þess að ræða, hvað unnt
væri að gera til þess að koma
í veg fyrir víðtækar óeirðir
vegna morðsins. Að því er NTB
segir var fundur þessi heldur
dapurlegur, því að stöðugt
streymdu þangað inn fréttir af
óeirðum víðsvegar um landið og
heiftúðlegum yfirlýsingum leið-
toga hinna herskáu, er boða
„vald hinna svörtu", en for-
ystumenn þeirra voru ekki boðn
ir á fundinn.
Að fundinum loknum var birt
yfirlýsing frá forsetanum, þar
sem hann hvatti þjóðina í heild
— „menn af öllum kynþáttum"
eins og hann komst að orði —
til þess að koma í veg fyrir, að
ofbeldið bæri sigurorð af skyn-
seminni. Hann lét enn á ný í
ljós harm sinn vegna fráfalls
Kings en sagði „Draumur Kings
dó ekki með honum“.
„Bandaríkjamenn verða nú að
standa saman sem aldrei fyrr,
sagði hann, — og sýna, að það
j eru ekki byssukúlur, sem stjórna
j samfélagi Bandaríkjamanna held
ur atkvæðaseðillinn og frjálsar
manneskjur Bandaríkjamenn
gráta þann atburð, er gerzt hef-
ur, atburð sem brýtur í bága
við tilgang þjóðfélags vors. Nú
reynir á hver lífsþróttur er í
bandarísku þjóðinni".
Fréttamenn í Washington
segja, að þetta hafi verið sterk-
asta árás Johnsons forseta til
þessa á kynþáttamisréttið í
Bandaríkjunum. Hann end-
aði ræðu sína með því að segja,
að vissulega hefðu verið stigin
mörg framfaraspor í áttina til
jafnréttis kynþáttanna, en ekki
nægilega mörg og stór, barátt-
an væri ekki á enda. „En við
i munum sigra, ef við stöndum
! saman, sagði hann og lauk máli
sínu á helzta vígorði blökku-
manna sjálfra „We Shall Over-
come“.
Síðar var frá því skýrt í Wash
ington, að Johnson muni halda
I ræðu í bandaríska þinginu inn-
an skamms, sennilega þegar á
mánudag og leggja þar fram
ýmsar hugmyndir og tillögur um
það, hvernig unnt sé að bæta
kjör blökkumanna. Hann hefur
aflýst ferðinni til Honolulu. Þar
ætlaði hann að dveljast um helg
ina og ræða um Vietnam, m.a.
við William Westmoreland, hers
Framhald á bls. 2