Morgunblaðið - 06.04.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.04.1968, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. APRÍL 196« Formenn stjórnmálaflakka launaðir — Þingtíminn verði lengdur — Athyglisverð rœða Eysteins Jónssonar VTð umræður í neðri deild á fimmtudag um kosningalögin flutti Eysteinn Jónsson mjög at- hyglisverða ræðu um Alþingi og hlutverk stjórnmálaflokkanna. Sagði Eysteinn að þingflokkarn- ir og þar með Alþingi væru of veikar stofnanir til að vega á móti þeim öflum í þjóðfélaginu, sem reyna að laða til sin vald Aiþingis. f Kom margt merkilegra skoð- ana fram í ræðu Eysteins, m.a. að launa hæri formenn stjóm- málaflokkanna, og að þingtími yrði lengdur, auk þess ræddi hann nauðsyn þess að þingflokk arnir fengju starfslið til rann- , sókna á málaflokkum. t Eysteinn sagði í ræðu sinni, að hann væri þeirrar skoðunar, að án stjórnmálaflokkanna yrði lýðræði áreiðanlega ekki fram- kvæmt. Þingflokkarnir væru hluti af Alþingi, og sér þætti alltaf einkennilegt, þegar menn vildu láta, sem þeir væru ekki til. „Vel getur verið, að ýmsar hættur steðji hér að lýðræði og þingræði, en þær eru ekki fólgn- ar í því, að íslenzkir stjórn- málaflokkar séu of sterkar stofn anir, heldur af því, að þeir eru ekki nógu öflugar stofnanir og þar af leiðandi Alþingi líka, til þess að vega á móti öðrum öfl- um í þjóðfélaginu, sem nálega vélrænt laða til sín það vald, sem á að vera með réttu hjá Alþingi. Sú hætta er sífellt meiri, að þetta vald dragist yfir í embættismannakerfið með öll- um sérfræðingunum, og þá um leið peningakerfið. Eitt þýðingarmesfta úrræðið til að færa þetta í réttara horf og tryggja hér á landi þingræði og lýðræði í framtíðinni ætti að vera að efla aðstöðu þingflokk- anna frá því sem nú er, og her- væða þá til mótvægis því afli, sem ég minntist á áðan. „Ey- steinn sagði síðan, að með þess- um orðum væri hann ekki að halda því fram, að embættis- mennirnir væru hættulegir, enda væri þar margt afbragðsmanna. En þeir væru ekki kjörnir af þjóðinni til sinna starfa, né þyrftu að standa henni reikn- ingsskap gjörða sinna, í kosn- ingum á vissu árabili og setti þessi aðstaða vissulega sitt svip mót á þeirra viðhorf og starf. Því mætti ekki draga of mikið vald í hendur þessum mönnum, heldur vera hjá löggjafarsam- kundunni, hjá þeim, sem kjörn > ir eru af þjóðinni og standa henni reikningsskap gjörða ' sinna. Þá ræddi Eysteinn um skyld- f ur þingflokkanna og starfsað- stöðu þeirra. „Með réttu væri þess krafizt af þingflokkunum, að þeir kynnu skil á þjóðmál- unum í heild, ekki síður en rík- isstjórnin. En aðstaða þeirra væri mjög bágborin. Þeir hefðu engu starfsliði á að skipa, þing- menn væru þannig launaðir, að þingstörfin væru þeim auka- störf, þrátt fyrir það, að til þess væri ætlazt, að þeir væru fulltrúar fyrir heil byggðarlög og sinntu málefnum þeirra, og ættu þeir að auki að vera vel að sér um flesta hluti þjóðmála. Eysteinn sagði, að þessi skort- ur á málefnalegri aðstoð svo og lítil laun þingmanna væru mjög bagaleg. Þar við bættist, að stjórnarandstöðunni væri mjög þröngur stakkur skorinn í þess- um efnum, og ætti hún þó að vera jafn vel að sér um þjóð- arbúskapinn og ríkisstjórnin og vera tilbúin með gagnrýni og að benda á aðrar leiðir, sem hægt væri að fara og ætti að fara. Vissulega væri aðstaða ráð- herra betri, hvað þetta snerti, en aðstaða þingflokka stjórnarflokk anna væri ósköp áþekk stjórn- arandstöðuflokknum. Mikil hætta væri því á, að þegar menn yrðu ráðherrar, að þeir yrðu fangar embættismannakerfisins því að sú stofnun, er ætti að hervæða þá, er þeir hæfu ráð- herrastörf væri máttlaus, —þing flokkarnir gætu ef til vill ekki undir þeim kringumstæðum, sem þeim voru búnar, framleitt ráð- herra, er gæti haft að fullu í tré við embættismannavaldið. Þá vék Eysteinn að fram- kvæmdarvaldi og löggjafarvaldi. Hann sagði, að menn héldu því oft fram, að þessir tveir þættir stjórnsýslunnar væru aðskildir, en þeir hetfðu grautazt mjög á seinni árum. Væri það eðlilegt að sumu leyti, þar sem ráðherr- ar væru einskonar umboðsmenn meirihlutans. Eysteinn sagðist halda, að þróunin gengi óðfluga í þá átt, að framkvæmdavaldið, siem ráðherra ynni með yrði of sterkt og vald Alþingis minnk- aði að sama skapi. Þetta mein væri orðið mjög illt í þjóðar- búskap íslendinga, og það yrði áreiðanlega ekki læknað með því að veikja stjórnmálaflokkana. Hættan stafaði ekki frá þeim. Hún stafaði þá fyrst frá þeim, ef þeir færu að taka upp ein- hverjar ólýðræðislegar vinnuað- ferðir og koma ólýðræðislega fyrir sínu flokksstarfi. Eysteinn Jónsson. Nei, hættan kæmi annars stað- ar frá, og taldi Eysteinn, að helzta læknislyfið væri einmitt að snúa sér að því að gera stjórnmálaflokkunum kleift að sinna sínum lýðræðis- og þing- ræðisskyldum málefnalega séð á Alþingi, og gera þeim mögulegt að byggja upp sjálfstæða þjóð- málamenn, sem hefðu þá þekk- ingu, sem þyrfti. Þetta yrði ekki gert, nema með því að gefa þingflokkunum tækifæri til þess að hafa í þjónustu sinni eitt- hvert starfslið, til þess að þeim verði kleift að byggja upp sjálf- stætt starf og eðlilegt mótvægi í þjóðfélaginu gegn embættis- valdinu. Einnig þyrfti að gera betur við alþingismenn, launa þá betur og gera þeim þar með mögulegt að hafa þingstörf að aðalstarfi og helga sig þeim eins og þyrfti. Eysteinn taldi, að ein af höfuðástæðunum fyrir því, að Alþingi hefði ekki starfað eins vasklega og það þyrfti að gera, væri, að þingmenn gætu ekki stundað þingmennsku sem aðal- starf. Þeir gætu ekki sinnt sem skyldi þeim verkum, sem þeim væri ætlað að starfa að. Eng- inn skyldi halda, að þingmenn gætu til langframa án þess að stórslys hlytust af, komið óundir búnir á Alþing, þann dag sem það hæfi störf, og sinntu öðr- um störfum þann tíma, sem þing sæti ekki. Seinna um daginn flutti Ey- steinn aftur ræðu og mælti þá ítarlegar um þessi máL Við það tækifæri ítrekaði hann þó skoð- un sína, að þingflokkarnir fengju starfslið, sem ynnu á þeirra vegum við upplýsinga- söfnun og rannsóknarstörf. Þá sagði Eysteinn, að formenn stjórnmálaflokkanna ættu að vera launaðir eins og ráðherrar, eins og annars staðar þar sem þingræði væri í metum. Ennfrem ur sagði Eysteinn, að þingtím- inn ætti að lengjast og ætti ekki að vera skemmri en átta mánuð ir á ári: mætti skipta honum í tímabil með mánaðarhléum. Við þetta hyrfi bráðabirgðalagafarg- anið, sem væri bein afleiðin af hinum stutta þingtíma. Það væri eðlilegt, að ríkisstjórnin þyrfti að gera ráðstafanir, sem út- heimtu lagaheimildir, þótt þing starfaði ekki. Bráðabirgðalaga- setning þessi gæti leitt til þess, að löggjafarvaldið yrði dregið úr höndum Alþingis. Þá ætti þing- ið að sita einungis fjóra daga vikunnar, nema eitthvað sérstakt væri á seyði. Frítímanum ættu þingmenn að geta notað til þess að ferðast um kjördæmi sín og til þess að undirbúa sig' við þingstörf sín. Þá sagði Eysteinn að hann vildi, að komið yrði á jafnræði milli ríkisstjórnar og stjórnar- andstöðu varðandi framkomu og afnot af sjónvarpi og útvarpi. Að lokum ræddi Eysteinn lít- illega um milliþinganefndir, sem hann lagði mikla áherzlu á að yrðu skipaðar meira en gert hefði verið á undanförnum ár- um. Starfsemi þeirra yrði áreið- anlega til þess að hamla mjög gegn þeirra þróun, sem nú ætti sér stað, að völdin væru að fær- ast úr höndum Alþingis. Kem úr hverri ferð með hugann fullan af formum og litum FRÚ Frances Stone, kona banda ríiska aðmírálsns á Kefllavíkur- flugvelli, er listmálari. Nýega voru seldar tvær nýj- ar miyndir hennar á uppíboði hjó Sigurði Benediktssyni. Og nú gefst kostur á að sjá 17 af myndum hennar í Bandaríska bókasafninu við Hagatorg 1 hér í Reykjavík. Verður þessi fyrsta málverkasýning frúarinnar hér á landi, opin til 21. apríl kl. 3—6 ejh. Frú Frances Stone er frá Fiorida í Bandaríkjunum. Hún hefur numið máilaralist í lista- slkólanum þar, í Washington, á Rhode Island og í Californu, og sérstaiklega lagt sig eftir námi í andlitsmálun hjá Elain Hartley og Jerry Farnsworth. Hún er meðlimur samtaka listamanna í Washington og á Long Beach í Caliiforniu. En í Bandaríkjunum er það algengt að listamenn s'tófni tid klúibba, sem efna sam- eiginlega til sýninga fyrir með- limi sína. Hefur frú Stone hald- ið fjórar listasýningar í Banda- ríkjunum. Mörg málverk á sýningunni í Ameríska bókasafninu í Reykja- vílk bera nöfn, sem gefa til kynna að þau séu máluð á ís- landi, enda eru mörg viðfangs- efnin alíslenzk. Verkin heita: Frú Francis Stone við eina af myndum sínum á sýningunni. Baldursbrá, íslenzk vin, Miðnæt- ursó'l, Eldur og ís, Stormmávar o.s.frv. Og frúin kveðst líka hafa málað flestar _ myndirnar síðan hún kom til íslands. — Ég (hiefi ekki haft tækifæri til að ferðast mikið um, segir hún. Hafi mest skoðað mig um kringum Grindavík og Keflavík. En ég á ákaflega aft erndi ti'l Reykjavílkur og þar er mikið að sjá á þessari leið. Maður kemur í hvert sinn hem með hugann fulllan af formum og litum. Lit- irnix eru alltaf að breytast. Lit- brigðin eru óþrjótandi þarna i hrauninu. Ég held að maður nioti mi'kið bláa liitinn Ihér á ís- landi'. Vatnið, himininn, fjöllin og augun í fólkinu, allt er þetta svo fallega bflátt. Við stöndum einmiitt fyrir frarnan mynd af hiúsurn í bláum litfbrigðum. Þetta á að túlka hina kynlegu birtu, sem hér er í nóvember eða rétt fyrir jólin, segir frúin. Skammdegisbirtan trufllar hana ekkert við að mála. Ég er s'wo lítið háð útilbirtunni, segir hún. Hún er svo breytileg að maður verður hvort sem er að ná áhrifunum af blæbrigðunum á svo skömmum tíma. Svo ég hefi mjög góða birtu í vinnu- stofu minni og vinn að mestu þar, segir hún. Málverkasýningin verður opn- uð í dag. Kvartett er ber nafn Einars G. Sveinbjörns. EINAR Grétar Sveinbjörns- son, fiðluleikari er staddur hérlendis um þessar mundir og mun leika sem konsert- meistari með Polífónkórnum, er hann flytur H-mollmessu Bachs, næstkomandi þriðju- dag, skírdag og föstudaginn langa. Einar sem er alla jafna konsertmeistari sinfóníuhljóm sveitarinnar í Málmey sagði í viðtali við Mbl. í gær: — Það er mikið að gera um þessar mundir, enda á að færa upp H-mollmessuna, sem er eitthvert mesta stór- verk, sem unnt er að ráðast í. í Málmey er einnig ávallt eittihvað um að vera í tónlist- arheiminum. Haidnir eru viku legir tónleikar hjá þeirri híjóm>sveit, sem ég starfa við, en að auki kenni ég við músikkonservatoríið og held konserta við og við, m.a. í útvarp. — Nýlega stofnaði ég með Framihald á bls. 31. Einar Grétar Svieinbjörnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.