Morgunblaðið - 06.04.1968, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 06.04.1968, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. APRÍL 1968 5 hald bréfsins, sem nemendurn við spurðum fyrst um inni- ir sendu menntamálaráðherra — Bréfið hljóðaði eitthvað á þá leið, að við, sem værum í kröfugöngu þessari, aðal- Siæií ' Rúml. 200 landsprófsnemendur efndu til kröfugöngu til að mótmœla frœðslu löggjöfinni og fengu áheyrn hjá mehntamálaráðherra Menningarbylting hófst í Stór-Reykjavík klukkan tvö stundvíslega í gær. Nemend ur úr ýmsum landsprófsdeild um, bæði í Reykjavík og Kópavogi, efndu til kröfu- göngu og mótmæltu fræðslu- löggjöfinni í heild. „Við vilj um með þessu sýna áhuga okkar á málefninu, og eiga okkar þátt í að kóma því af umræðustigi á framkvæmda- stig,“ sögðu helztu hvata- menn göngunnar í samtali við Morgunblaðið þegar við spurðum þá um markmið göngunnar. Gangan hófst við Gagn- fræðaskóla Kópavogs klukk- an tvö eins og fyrr segir, en á sama tíma söfnuðust nem- endur úr landsprófsdeildun- um í Reykjavik saman við Réttarholtsskólann. Mættust hóparnir á Öskjuhlíðinni og var síðan haldið sem leið liggur í miðborgina. Unga fólkið bar spjöld með áletr- Kröfugangan endaði við Alþingishúsið, þar sem nemendur báðu um að fá áheyrn mennta málaráðherra. unum, sem sýndu ljóslega hug þess til fræðslulöggjafarinn- ar, en aðrar hvöttu til ýmisra endurbóta, svo sem „Niður með úreltar skólabækur", ,,Skólabókasöfn“, „Betri kennsluaðferðir", „Fleiri kennslutæki“ o.fl. Þegar kröfugangan kom í miðborgina, voru í henni um 200-250 nemendur. Hópur- inn lagði fyrst leið sína í Stjórnarráðið, þar sem af- hent var bréf til menntamála ráðherra en í því var gerð grein fyrir helztu kröfum landsprófsnema. Að svo búnu fór hópurinn að Alþingishús inu, og bað unga fólkið Gylfa Þ. Gíslason, menntamálaráð- herra, að veita fulltrúum úr sínum hópi áheyrn. Ráðherra brást vel við þessum tilmæl- um, og ræddi við fulltrúana í þrjá stundarfjórðunga á skrifstofu sinni í Stjórnarráð inu. Sögðu nemendur, að ráð herran hefði sýnt kröfu nem- enda mikinn skilning. Þegar þetta allt var afstað ið ræddi Morgunblaðið við helztu fulltrúa nemendanna í göngu þessari, en þeir vilja þó ekki láta nafns síns getið. lega landsprófsnemendur fær um fram á, að eftirtalin at- Framhald á bls. 31 ■ ■á -V' ;vW KKjKÍ, Unga fólkið fór þessa göngu algjörlega á eigin vegum, en með fullu samþykki lögregl unnar. Það bar spjöld með áletrun, sem sýndu hvað nemendunum sjálfum þætti helzt ábótavant. Mikill hugur var í nemendunum, eins og sést af þessari mynd. u» ÍSRAEL Á VECAMÓTUM nefnist erindi, sem O. J. Olsen flytur í Aðvent- kirkjunni sunnudaginn 7. apríl kl. 5. Allir velkomnir. 21 árs göffiiil stúlka óskar eftir atvinnu á Akureyri frá fyrsta maí. Helzt með fæði og húsnæði. Er gagnfræðingur. Tala Norðurlandamálin og dá- lítið ensku. Uppl. á símstöðinni Hveradölum. Saumakonur Vantar saumakonur. Get útvegað húsnæði. Upplýsingar í símum 99-4187 eða 99-4196. Verksmiðjan Magni h.f. Hveragerði. Ólafsfjörður ísi þokinn ÓLAFSFIRÐI, 5. apríl. — í dag gerði hér austanstinningskalda og við það fylltist Ólafsfjörður af ís. Sést nú hvergi í auðan sjó hér út fjörðinn. Höfninni hefur verið lokað með vírum svo að bátum, sem í henni eru, mun ekki stafa hætta af ísnum. Við erum nú al- gerlega samgöngulausir, því aSS enn hefur ekki verið lokið við að rýðja snjó af Múlavegi, en vonir standa til að því verði lok ið annaðkvöld eða á sunnudag. — Jakob. ís lokar Fó- skrúðsfirði FÁSKRÚÐSFIRÐI, 5. apríl: — ísinn hefur nú lokað firðinum milli Vattarness og Hafnamess. Einn bátur, Báran, er stödd á Fáskrúðsfirði og bíður færis að komast út. Esjan bíður utan við ísspöngina eftir að komast inn á Fáskrú'ðsfjörð. í kvöld kl. 20 var útlit óbreytt með ísinn. Mikill ís var út af Fáskrúsfirði í kvöld og snúist vindur til austanáttar má búast við að fjörðurinn fyllist af ís. — Ó.B. VERNDIÐ SJONINfl MEÐ GÓÐRI LÝSINGU NYTSAMASTA FERMINGARGJÖFIN ER LUXO 1001 Varizt eftirlíkingar. Abyrgðarskírteini fylgir hverjum lampa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.