Morgunblaðið - 06.04.1968, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. APRÍL 1908
Dauði Jans Masaryks 9. marz 1948
Svipti sig lífi vegna áróðurs-
herferðar bandaríska utan-
ríkisráðuneytisins, — var
skýring Þjóðviljans þá
FRÁ því var skýrt hér í
blaðinu í gær í frétt frá
NTB-fréttastofunni, að
Ivan Svitak, kunnur pró-
fessor og heimspekingur,
hafi haldið því fram í
grein í stúdentablaðinu
Student í Prag, að tékk-
neska leynilögreglan hafi
myrt Jan Masaryk fyrrum
utanríkisráðherra Tékkó-
slóvakíu í marz 1948. Krafð
ist prófessorinn þess, að
dauði Masaryks yrði rann-
sakaður. í fyrrakvöld til-
kynnti settur ríkissaksókn-
ari landsins, að hafin væri
á ný rannsókn á dauða Jan
Masaryks vegna greina
Ivan Svitaks prófessors, en
þar staðhæfði hinn síðar-
nefndi, að starfsmenn
leyniþjónustunnar í Tékkó
slóvakíu hefðu myrt Mas-
aryk og haft samvinnu við
sovézku leynilögregluna.
Masaryk fannst látinn í
garði utanríkisráðuneytis-
ins tékkneska 9. marz 1948
og samkvæmt opinberum
tilkynningum hafði hann
verið myrtur, en slíkar
fullyrðingar hafa aldrei
verið birtar á prenti í
Tékkóslóvakíu fyrr en nú.
Þegar Masaryk fannst
látinn hinn 9. marz 1948,
vakti það feikna athygli
um allan heim og frétta-
stofnanir og blöð skýrðu
ítarlega frá öllu, sem vitn-
eskja fékkst um varðandi
hinn sviplega dauða utan-
ríkisráðherrans- Þá strax
voru skoðanir manna mjög
skiptar um, hvort Masaryk
hefðd raunverulega framið
sjálfsmorð, eins og stjórn
kommúnista í Tékkó-
slóvakíu staðhæfði, eða
verið myrtur. Hér á eftir
verður greint frá helzu
fréttum, sem birtust í
Morgunblaðinu um fráfall
Masaryks, en þessar frétt-
ir voru sendar blaðinu í
einkaskeytum frá brezku
fréttastofunni Reuter og
11. marz 1948.
Einn öflugasti fylg-ismaður
lýðræðisins.
Jan Masaryk, utanríkisráð
herra Tékkóslóvakiu fannst
látinn fyrir utan glugga skrif
stofu sinnar ú utanrísisráðu-
neytinu í Prag kl. rúmlega
6 í morgun. Var að sjá, sem
ráðherrann hefði kastað sér
út um glugga og framið sjálfs
morð.
í tilkynningu frá innanríkis-
ráðuneytinu í Prag er full-
yrt, að Masaryk hafi framið
sjálfsmorð, en þó var ekkert
tilkynnt um dauða hans opin
berlega fyrr, en Lundúnaút-
varpið hafði skýrt frá því.
Einn fremsti leiðtogi Tékka
Jan Masaryk var einn af
mikilhæfustu leiðtogum
Tékka. Hann var sonur Thom
asar Masaryks, frelsishefj-
unnar tékknesku, er ásamt
Benes forseta átti mestan þát
í því að stofna lýðveldið
Tékkóslóvakíu. Hann var 61
árs og hafði starfað lengst
af æfi sinnar við utanríkis-
ráðuneytið og var sendiherra
þjóðar sinnar í 13 ár, en
sagði atf sér eftir Miinchen-
samningana 1938. Eftir að
styrjöldin hófst var hann
einn af öflugustu forystu-
mönnum' þjóðar sinnar í bar-
áttunni við nazista og var
utanríkisráðherra í útlaga-
stjórn Benes í London styrj-
ahiarárin og hélt því em'bætti
eftir að Tékkóslóvakia losn-
aði undan oki Þjóðverja. Mas
aryk var ekki flokksbund-
inn, en hefur alla tíð verið
náinn samstarfsmaður Benes
forseta og einkavinur hans.
Er fráfall hans talið mikið
áfall fyrir Benes, sem nú
stendur einn uppi af leiðtog-
um Tékka, er lýðræði unna.
Eftir valdarán kommúnista
hélt hann áfram að gegna em
bætti utanríkisráðherra og
furðaði vini hans á því, þar
sem vitað var, að hann var
ákveðinn andstæðingur ein-
ræðis og sannur lýðræðisvin-
ur. En hafi Masaryk framið
sjálfsmorð þykir sýnt, að
hann gat ekki lengur starfað
með kommúnistum sem frjáls
maður.
Gefið í skyn að hann hafi
verið bilaður.
í tilkynningu innanríkis-
ráðherrans, Noseks, sem er
kommúnisti og hefur stjórnað
hreinsuninni í Tékkóslóvak-
íu eftir valdaránið, er gefið
í skyn, að Jan Masaryk hafi
verið bilaður að sálarkröft-
um. Sagði Nosek í opinberri
tilkynningu, að vitað sé, að
Masaryk hafi undanfarið
þjáðst af svenleysi og verið
mjög taugaóstyrkur. í her-
bergi hans hafi fundizt mikið
af sígarettustubbum og enn
fremur hafi verið á borði
hans mörg símskeyti frá vin-
um hans í Bretlandi og Am-
eríku, þar sem látin hafi ver-
ið í ljós undrun og andúð á
því að hann skyldi hafa tak-
ið við embætti í stjórn komm
únistans Gottwalds. Er gefið
í skyn, að þessi skeyti hafi
flýtt fyrir þeirri ákvörðun
Masaryks að ráða sig af dög-
um.
(Um bilað sálarástand Mas
aryks ber Nosek ekki saman
við aðrar fréttir, þar sem sngt
er, að Masaryk hafi verið í
góðu skapi kvöldið fyrir
dauða sinn og farið í rúmið
eins og venjulega og hafi
sagt þjóni sínum að vekja sig
kl. 8.30 eins og venjulega)
Þjóðarsorg.
í Tékkóslóvakíu var í dag
þjóðarsorg vegna láts utan-
ríkisráðherrans, sem var mjö
vinsæll maður og ekki sízt
fyrir baráttu sína gegn naz-
ismanum í styrjöldinni. Þá
hélt hann hvatningarræður í
útvarpið frá London og hélt
uppi von Þjóðar sinnar um.
að frelsið myndi sigra okið.
í mörgum verzlunum í Prag
voru gluggar klæddir svörtu
sorgarklæði um mynd Masar
yks og æfiatriða hans getið.
Blöð andstöðuflokka komm-
únista prentuðu aukaútgáfur
um lát hans. En kommúnista
blaðið í Prag eyddi rúmi
sínu að mestu til að segjafrá
stefnuskrá Gottwalds, en gat
aðeins óverulega um dauða
ráðherrans.
í þinginu var hans hins
Vegar minnzt á virðulegan
hátt og sæti hans skreytt
blómum. Var og tilkynnt, að
útför hans myndi fara fram
á ríkisins kostnað nk. laugar
dag og með hernaðarlegri við
höfn og virðingu. Hann verð
ur jarðsettur við hlið föður
síns.
SamúS og hryggð víða um
heim.
Víða um heim hafa stjórn-
mólamenn í lýðfrjálsum lönd
um vottað Benes forseta sam-
Jan Masaryk
hryggð vegna fráfalls Masa-
ryks. Trygve Lie, aðalfram-
þjóðannia, hefur sent Benes
skeyti og einnig Frakklands
forseti.
í brezka þinginu var Mas-
aryks minnzt og tóku til máls
Attlee forsætisráðherra, Be-
vin utanríkisráðherra og þeir
Eden og Churchill.
Þeir minntust allir frelsis-
ástar Masaryks og bentu á
að hann myndi ekki hafa þol
að ofbeldi gegn þjóð sinni og
þess vegna hefði hann held-
ur kosið að láta lífið en að
taka þátt í að undiroka þjóð
sína. aðrir stjórnmálaleiðtog-
ar víða um lönd fóru líkum
orðum um Masaryk, dugnað
hans og ótrauða baráttu fyr-
ir frelsi og lýðræði.
í Moskvuútvarpinu í gær-
kvöldi var fráfalls Jans Mas
aryks aðeins getið með nokkr
um orðum og aðeins það sagt,
sem innanríkisráðherra
Tékka hafði tilkynnt.
Ekkert óeðliiegt í fari Masa-
ryks kvöldið áður en hann dó
Síðasta embættisverk Jans
Masaryks sem utanríkisráð-
herra v ar að taka á miti
blaðafulltrúa Tékka í sendi-
sveitinni í London. Blaðafull
trúinn, dr. Navan, kom í í-
búð Mazaryks kl. 6 e. hád.
á þriðjudagskvöld og ræddi
við ráðherrann í klukku-
stund. — Var Masaryk þá
í sínu venjulega góða skapi.
Bað hann blaðafulltrúann að
koma til sín daginn eftir og
taka fyrir sig bréf til þess
að setja í póst, er hann kæmi
til London.
Gerði áætlun fyrir næsta dag
Um sjöleytið kom einkarit
ari Mazaryks með uppkast
að pólsk-tékkneskum samn-
ingi, sem ganga átti frá dag-
inn eftir. Ritarinn lagði fyr-
ir ráðherrann áætlun að næst
degi og samþykkti hann hana
Hann gekk einnig frá ræðu,
sem hann ætlaði að flytja í
Tékknesk-pólska félaginu
næsta kvöld. Ritarinn fór kl.
7.45.
Þjónn Masaryks kom því
næst með kvöldmat. Kl. 8.30
kom þjónninn og tók disk-
ana. Einkaþjónn Masaryks,
sem hefir verið í þjónustu
þeirra feðga í 32 ár, setti
tvær flöskur af ölkeldu-
vatni á borðið. Masaryk bað
þjónana að vekja sig kl. 8.30
næsta morgun, eins og venja
var á virkum dögum.
Það var það síðasta, sem
vit-að er, að hann hafi sézt á
lífi.
Vörður fann líkið
Kl. 6.25 um morguninn
fann vörður við utanríkis-
ráðuneytið lík ráðherrans og
hafði það fallið út um glugga
í 13 metra hæð á steinlagða
stéttina fyrir neðan.
Ekkert sár var á höfði
hans og augu hans lokuð,
eins og hann svæfi.
Vörðurinn gerði aðvart á
næstu slysavarðstofu og kom
þá læknastúdent, sem gat
ekkert aðhafzt nema að stað-
festa, að Masaryk væri lát-
inn.
„Framdi ekki sjálfsmorð“
Dr. Papanek, fulltrúi Tékk
óslóvakíu hjá Sameinuðu
þjóðunum, sagði á fundi, sem
hann hélt með blaðamönnum
í Lake Success í dag, að hann
gæti ekki trúað því, að Jan
Masaryk, utanríkisráðherra
Tékkóslóvakíu, hefði framið
sjálfsmorð.
Viðurkennir ekki stjórn
kommúnista.
Hann sagðist neita að við-
urkenna núveramdi ríkis-
stjórn Tékkóslóvakíu sem lög
lega stjórn landsins, En hann
kvaðst ekki hafa í hyggju að
láta af embætti sínu hjá Sam
einuðu þjóðunum, þar sem
hann teldi sig vera þjón lýð
veldisins Tékkóslóvakíu, eins
og það hefði verið fyrir 20.
febrúar (er kommúnistar
frömdu valdarán sitt).
Biður um rannsókn Öryggis
ráðsins.
f bréfi til Tryggve Lie, að-
alframkvæmdastjóra Samein
uðu þjóðanna fer Papanek
fram á, að Öryggisráð Sam-
einuðu þjóðanna láti rann-
saka ástandið í Tékkóslóvak-
íu. Hann lýsti því yfir, að
það væri undir meðlimum
Sameinuðu þjóðanna sjálfum
komið að ákveða, hvort þeir
vildu viðurkenna hina nýju
ríkisstjórn.
Papanek ákærði embættis-
menn Rússa í Tékkóslóvakíu
fyrir að hafa tekið beinan
þátt í ofbeldi og valdaráni
kommúnista og ásakaði Stal
ín marskálk umað hafa rof-
ið vináttusáttmála þann, sem
Tékkar og Rússar hefðu gert
með sér.
Aðvörun Masaryks.
Papanek skýrði blaðamön
um frá því, að fyrir þremur
mánuðum, er hann hafi síð-
ast átt tal við Masaryk, hefði
utanríkisráðherrann sagt við
sig:
„Við eigum erfiða daga fyr
ir höndum. En við megum
ekki láta undan eða gefast
upp.
Þú verður að vera hér á-
fram, á meðan ég er utan-
ríkisráðherra og hefði aðstöðu
til þess aðvernda hagsmuni
þjóðar okkar.
Hætti ég að vera utanrík-
isráðherra, verður þú að taka
til þinna ráða og það áður
en sólarhringur er liðinn frá
því, að ég er ekki í embætti“
Að lokum sagði Papanek:
„Frá valdaráni kommúnista
hefur forseta landsins ekki
verið leyft að koma fram op-
inberlega eða birta neitt frá
sér. Hann er ekki lengur
frjáls maður.
Kommúnistar fara með of-
beldi og ógnum úm landið og
ganga að lýðræðinu dauðu.“
Afstaða Þjóðviljans.
Þjóðviljinn hafði hins veg
ar allt aðra skýringu á tak-
teinum á hinu sviplega frá-
falli Masaryks. í Þjóðviljan-
um 12. marz 1948 segir m.a.
undir fyrirsögninni: LátJans
Masaryks.
„Þessi mikilhæfi stjórn
málamaður, sem var að upp-
lagi fíngerður listamaður virð
ist þannig hafa svipt sig
lífi vegna þeirrar trylltu ár-
óðursherferðar, sém banda-
ríska utanríkisráðuneytið
stendur fyrir og einnig nær
hingað til fslands."
Og ennfremur segir Þjóð-
viljinn: „Nafn hans var þekkt
um allan heim, og hinum sið-
lausu áróðurleppum reyndist
erfitt að ata hann auri, þó
það væri vissulega reynt.“
„Og þessi vesælu málgögn
bandaríska utanríkisráðuneyt
isins ganga enn lengra. Morg
unblaðið er svo ósvífið í gær
að halda því fram með dylgj
um og brigzlyrðum, að Mas-
aryk hafi verið myrtur af
Tékkum! Tékkar hefðu sem
sagt átt að myrða einn helzta
forystumann sinn í stórat-
burðum síðustu daga, svipta
sjálfan sig virtum leiðtoga og
leggja hinum erlendu æsinga
mönnum vopn upp í hendurn
ar. Er hægt að hugsa sér öllu
siðLausari og heimskulegri á-
róður. Jafnvel persónulegur
harmleikur er þessum laiun-
uðu ritleppum ekki heilag-
ur.“
„En skrif dollarablaðanna
um lát Jans Masaryks eru
vissulega í algjöru samræmi
við annan fréttaflutning frá
TékkósLóvakíu. ALLt skal
notað til æsinga, engra
stórlyga svifist, og öll
um fölsunum beitt. Tilgang-
urinn helgar meðallið, virðist
vera kjörorðið, og tilgangur-
inn er sannarlega ekki feg-
urri en baráttuaðferðirnar.
Ef þess er nokkur kostur, á
að ala hér upp fasistískan
hugsunarhátt, þar sem ofsi
og tryllingur á að stjórna
afstöðu manna, en ekki vit
og stilling. í Heimdalli fé-
lagi ungra „sjáifstæðis"
manna, er markvisst unnið að
því að ala upp háfasistíska
afstöðu hjá nýfermdun ungl-
ingum, sem ekki hafa þroska
til þess að standast belli-
brögðin. Og það er í sann-
leika ógeðslegt, að lát Jans
Masaryks, sem að skaphöfn
og skoðunum var persónu-
gerð andstæða fasismans,
skuli nú vera notað af doll
aralaunuðum myrkkramönn-
um til að píska upp heift og
fckatur, nýjan dollarafasisma
undir stolnum kjörorðum
„frelsis" og „lýðræðis".