Morgunblaðið - 06.04.1968, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, BAUGARDAGUR 6. APRTL 196«
Brunaæfing slökkviliðsmanna á Reykjavíkurflugvelli í gær.
Fiskaflinn 1967
miklu minni en 1966
Mestu munar á síldaratlanum
SAMKVÆMT aöaskýrslu Fiski-
félags Islands nam heildaraflinn
á árinu 1967 alls 895,3 þúsund
tonnum, en var árið áður 1 millj.
240,3 þúsund tonn. Einkum m-un-
ar á síldaraflanum, sem var ekki
nema 460,7 þúsund tonn árið
1967, en 770,6 þúsund tonn árið
1966. Einnig var loðnu-aflinn
miklu minni á s.I. ári, eða
97,2 þúsund • tonn á móti 124
þúsund tonn árið 1966. Hum-
araflinn var sl. ár 2730 tonn á
móti 3465 tonnum árið 1966 og
rækjuaflinn 1507 tonn á móti
1789 árið 1966. Annar fiskafli á
árinu 1967 nam samtals 333 þús-
und tonnum, en var 339,4 tonn
árið 1966.
Fiskaflinn árið 1967 var
þannig verkaður. Af þorskafla
var mest fyrst eða 167,2 þúsund
tonn, í söltun fóru 70,4 þúsund
tonn, í herzlu 59,4 þúsund tonn,
isfiskur var 25,3 þúsund tonn og
minna magn fór í innlenda
neyzlu, mjólkurvinnslu, niður-
suðu og reykingu.
Af síldinni fór mest í mjöl-
vinnslu eða 473,2 þúsund tonn,
söltuð voru 52,8 þúsund tonn, í
ís 16,1 þúsund tonn og í fryst-
ingu 15,7 þúsund tonn. Reykt
hafa vérið 13 tonn og neytt inn-
anlands aðeins tæp 9 tonn.
Slökkviliðsmenn
á námskeiði
SLÖKKVTLIÐIÐ í Reykjavík
gengst um þessar mundir fyrir
starffræðslu i formi námskeiða,
og eru bæði bókleg og verkleg.
Á þesum námskeiðum sitja allir
starfsmenn slökkviliðsins i
Reykjavík, auk starfsmanna
Hafnarfjarðarslökkviliðsins og
varaliðsins í Mosfellssveit.
Kennarar á námskeiði, þessu
em flestir íslenzkir, en í kring-
um 20. april stendur til að norsk
ur sérfræðingur komi hingað til
lands til fyrirlestraihalds um
reykköfun, og verður hann út
mánuðinn.
Helztu atriði, sem tekin eru
fyrir á fyrrgreindum námskeiði,
eru varðandi slökkvitækni,
sjúkra- og slysahjálp. umferðar-
mál með sérstöku tilliti til
hægri umferðar.
Olíufélögin veiti bvöld- og
næturþjónustu
Á FUNDl borgarstjómar i gær
var samþykkt tillaga Kristjóns
Beniediktssonar (F) um, að borg-
arstjórn skori á olíufélögin að
veita hið fyrsta kvöld og nætur-
þjónustu með sölu á benzíni og
olíu. Var tillagan samþykkt með
öllum atkvæðum borgarfulltrúa.
Fram kom á fundinum, að olru-
félögin hafa haft hug á að veita
þessa þjónustu, en ekki hafi
tekizt samningar milli þeirra og
Dagsrbrúnar um framkvæmd
málsins, og er þar um að ræða
ágreining <um, hve margir skuli
vinna við benzínafgreiðsluna.
Jónas Bjarnason frá Slysarann sóknardeild umferðarlögregl-
unnar sýnlr slökkviliðsmönnum meðferð slasaðra á slysstað.
Ný bók um Islend-
inga í Kanada
NÝL.EGA er komið út myndar-
legt verk eftir Walter J. Lin-
dal, fyrrv. dómara í Winnipeg,
um íslenzk þjóðarbrot í Kanada.
Er þetta um 500 síðna bók með
fjölmörgum myndum og töflum.
Er henni skipt i 8 bækur, for-
mála og eftirmála. en bækurnar
fjalla um samfband arfs og um-
bverfis, fyrsta íslenzka landnám-
ið í Vesturheimi, Nýja ísland,
fólksflutningana 1914, aðra kyn-
slóðina ,islenzka arfinn í nýjum
jarðvegi, íslenzku háskóladeíld-
ina í Manitoba og hvatningu til
Kanadamanna af íslenzkum ætt-
um.
Tilefni bókarinnar er að á 100
ára afmæli kanadkku þjóðar-
innar var efnt til myndatlegs
bókarflokks. er fjallar um hinar
ýmsu þjóðir, er byggt hafa
Kanada. Nefnist bókaflokku-inn
Canada Ethnira og er bókin um
íslendinga í Kanada nr. 2 í
bókarflokknum. Fyrsta bókin ''r
um Indjána og Eskimóa í
Kanada, sú þriðja um Þjóðverja
í Kanada. þá bók um Ukrainu-
menn, Litháa, ítali, Pólveria,
Japani og von á fleirum. Bæk-
urnar eru þó alveg sjálfstæðar,
og skrifaðar af sín hvorum höf-
undinum. Hin opinbera kana-
díska afmælisnefnd st,'fnaði til
sérstakrar nefndar, Canada Eth-
nir Press Federation, sem hratt
verkinu af stað. En hver höf-
undur er ábyrgur fyrir sínu
verki.. Var Walter J. Líndal
fenginn til að skrifa um íslend-
ingana í Kanada, en hann er
sem kunnugt er, þessu efni
mjög kunnugur og hefur áður
skrifað um það merkilegar grein
ar og bækur.
Bókin er á ensfcu, prenituð af
National Publishers Ltd. and
Viking Printers i Winnipeg. Er
hún mikil að vöxtum og hin
vandaðasta.
Vitavörðurinn á Hornbjargi fékk
olíu á fimmtudaginn
Vitavarðarhjónin þar með 2ja ára telpu
VITASKIPIÐ Arvaknr brauzt
gegnum ísinn inn að Hom-
bjargsvita á fimmtudag með
olíu handa vitaverðinum þar, og
var ðælt á land olín, sem nægja
mun út maí, að þvi er Jóhann
Pétursson vitavörður tjáði blað-
inu í símtali. fsinn hefur verið
mjög þéttur út af Hælavíkur-
bjargi, og hafði skipið reynt
nokkrum sinnum að komast
þarna inn.
— Það er ekkert að hjá okk-
ur sagði Jóhann. Þetta er ekki í
fyrsta skiptið sem hér legst ís
að síðan við komum í vitann.
Það hefur verið meira og minna
RITSTJORN • PRHNTSMIÐJA
AFGREIÐSLA • SKRtFSTOFA
SÍIVII 10*100
af honum undanfarin ár.
— Orðið var olíulítið. Það er
að segja, ég tók olíuna af hús-
inu 20. marz, til að vera viss um
að hafa nóg á vélaTnar út apríl
og geta annast þjónustuna í vit-
anum, Það gerði okfcur ekkert
til, því við höfum koksvél í
eldhúsinu. Olíunotkun hefur ver
ið lítið meiri en venjulega. Þó
hefur verið kynt heldur meira,
vegna þess hve kalt hefur verið
og húsið orðið gamalt. Árvakur
hefur reynt öðru hverju að kom-
ast hingað. En íshrönnin var svo
þykk út af Hælavíkurbjarginu.
Nú komst hann inn í morgun
og gat dælt á land olíu, sem
dugar til maíloka.
— Skipinu gekk ágætlega inn.
Það þurfti að brjótast í gegmim
þunna ísspöng. Annars var leið-
in tiltölulega greið. En nú hefur
ísinn þjappast meira að en und-
anfarna daga. Ég sé ekki fyrir
meira en 1/5 af Hornbjargi, en
Árvakur er að mjaka sér þar
út fyrir. Svo óheppilega vill til,
að spáin er nú norðaustan. En ég
er að vona að hann komist út
fyrir áður en dimmir.
í dag er hér elskulegt veður,
logn og sólskin og hitinn fór
upp í 5 stig, segir Jóhann. Og
spoirðux um hve margir séu í
vetur í vitanum, segir hann að
þar séu bara þau hjónin með
tveggja ára stúlku. — Hún er nú
ljósgeislinn hér, segir hann. Að
vísu er hálf ónotalegt að vera
með svo lítið barn, ef maður
er innilokaður. En hún er hraust
og ekkert hefur orðið að.
Jóhann sagði, að í Hornbjargs
víta væru nægar matarbirgðir.
Síðan þau hjónin komu þangað
bafa þau alltaf haft allt að
tveggja ára birgði af sekkja-
vöru og öðrum mat, sem gott
er að geyma. Þegar svo ferð
fellur, fá þau matvæli, sem þola
skemmri geymslu.
A annað hundrnð í pósknferðír
til Majorkn og Knnnrieyjn
í Öræfosveit og Hornnfjörð um
póskonn F. í. fer í Þórsmörk
BÁÐAR ferðir Sunnu til Spánar
um páskana eru fullskipaðar.
Fara 85 manns í tveggja vikna
ferð til Majorka og London og
30 í ferð til Majorka, Kanarí-
eyja og London. Fylla þessir
ferðahópar það hótelrými, sem
ferðaskrifstofan hefur yfir að
ráða um páskana.
Fyrrnefnda fer'ðin er fyrsta
fasta Majorkaferðin á þessu
sumri. Verður farið á miðviku-
dógum til Palma og dvalizt í
tvær vikur á Majorka og tvo
daga í London.
Hinn hópurinn fer á miðviku-
dagsmorgun og dvelzt viku á
Majorka og viku á Kanaríeyjum
og loks tvo daga í London. Báðir
hóparnir fara með flugvélum frá
Flugfélagi íslands.
Guðni Þórðarson, forstjóri
Sunnu, tjáði blaðinu í gær, að
veður hefði verfð gott að undan-
fömu, síðast þegar hann talaði til
Majorka fyrir nokkrum dögum,
var þar 28 stiga hiti.
Breytingor d
stjórninni?
London, 4. apríl. NTB.
FIJNDI, sem halda átti í brezkn
stjórninni i dag var aflýst og
kom það orðrómi á kreik, að
Harold Wilson forsætisráðherra
hyggist gera víðtækar breytingar
á stjóm sinni. Samkvæmt þess-
um orðrómi verða breytingarnar
gerðar um helgina og ef til vill
strax á morgun. Breytingar á
stjórainni munu lengi hafa ver-
ið á döfinni vegna vaxandi
óvinsælda hennar.
MARGIR eru farnir að undirbúa
ferðalög innan lands um páska-
helgina, eins og venja er, þó erf-
itt sé að sjá fyrir hvernig færð
verður.
Guðmundur Jónasson, fjalla-
bílstjóri, undirbýr að venju ferð
í Öræfasveit, en hann er vanur
að fara me'ð 5 stóra áætlunar-
bila. Hafa þegar verið pöntuð
60-70 sæti hjá honum. Er það
ætlun Guðmundar að nota nú
tækifærið, er brú er komin á
Jökulsá og skreppa með ferða-
fólkið til Hornafjarðar og upp í
Almannaskarð, ef aðstæður
leyfa. Fer hann þá austur í
Kirkjubæjarklaustur á fimmtu-
dag, í Öræfasveit á föstudag og
notar laugardaginn til að aka
austur til Hornafjarðar .
Ferðafélag íslands áformar
tvær ferðir í Þórsmörk, en
Þórsmörkin er mjög fögur í
vetrarskrúða. Verða farnar bæði
5 daga og 3 daga ferðir þangað.
Ætlunin hafði verið að fara að
Hagavatni, og verður það gert
ef færð batnar, en eins og er
verður ekki hægt að komast
þanga'ð. Þess má geta að Ferða-
félagið efnir á sunnudaginn til
ferðar út á Reykjanes.
Gemlingar
Valdastöðum 2. apríl.
í FYRRADAG fundust 2 lömb
fyrir framan Hækingsdal, sem
gengið hafa úti í vetur. Útlit
þeirra er furðugott eftir að-
stæðum. Þetta eru 2 gimbrar.
Vigtaði önnur þeirra 20 kíló en
nin 18. Önnur gimbrin er frá
Hækingsdal, en hin frá Hlíðarási.
Lömb þessi höfðu komið af
f'alli í haust en síðan tapast, og
margbúið var að leita þe§sar
stóðir, sem þær fundust á, en
ailtaf gengizt fram hjá þeim.
Gimbrarnar voru sprækar og
styggar þegar þær fundust.
— St. G.