Morgunblaðið - 06.04.1968, Side 10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. APRÍL 1988
í-
10
MARTIN Luther King
fæddist 15. jan. 1929 í borg-
inni Atlanta í Alabama
og var því 39 ára að aldri,
er hann var myrtur. Faðir
hans var mikilmenni og
tók þátt í frelsisbaráttu
blökkumanna í Atlanta,
löngu áður en sonur hans
varð nafnkunnur maður.
Faðirinn var smábónda-
sonur og kom til Atlanta
sem ólærður verkamaður.
Þar komst hann í háskóla,
gerðist prédikari og kvænt
ist dóttur stofnanda Eben-
eser-babtistakirkjunnar.
Martin Luther King ásamt konu sinni, Corettu, og börnum þeirra.
Martin Luther King
— Leiðtoginn, — baráttumaðurinn, — píslarvotturinn
Síðar gerðist hann prestur
í þessari kirkju, sem var
hvort tveggja í senn trúar-
leg og stjórnmálaleg.
Enda þótt Martin Lúther
King hafi ekki búið við þá
guðfræði og heimspeki við
ýmsa háskóla og þótti frábær
nemandi. Doktorsprófi í guð-
fræði lauk hann í júní 1955.
Á námsárum sínum kynnti
hann sér ritverk margra heim
spekinga og trúarleiðtoga, en
Þessi mynd var tekin af King fyrir nokkrum dögum í Wash
ington, en þá var hann að undirbúa mikla fjöldagöngu til
höfuðborgarinnar, sem farinn skyldi 22. apríl n.k.
fátækt í æsku, sem svo marg
ir blökkumenn í Bandaríkj-
unum hafa orðið að sætt.a sig
við, þá fékk hann að reyna
þá andlegu auðmýkingu, sem
aðskilnaður hvítra og þel-
dökkra hafði í för me@ sér.
Sex ára gömlum var honum
bannað að leika sér við tvo
hvíta drengi, sem voru orðn-
ir félagar hans. Hann gekk
síðan í barnaskóla, sem ein-
göngu börn blökkufólks
gengu í og kynntist betur því
misrétti sem blökkumenn
bjuggu við.
King hafði alls ekki í huga
að gerast prestur, þegar
hann lét innrita sig í More-
house College í Atlanta árið
1944, en í þennan skóla höfðu
bæði faðir hans og afi geng-
ið. Hann á að hafa sagt, að
sér mislíkaði sú tilfinninga-
semi, sem hann yrði var við
í kirkjum blökkufólks. Á
þessum tíma vaknaði samt
löngun hans til þess að verða
prestur og hann var vígður
aðstoðarprestur við kirkju
föður síns 1947, á meðan
hann var enn í Morehouse
College.
Síðan lagði hann stund á
þeir, sem mest áhrif höfðu á
hann voru vafalaust Kristur
og síðan Gandhi, frelsisleið-
togi Indverja, sem með of-
beldislausri baráttu sinni
kom því til leiðar, að Bretar
veittu Indverjum sjálfstæði.
„Hugsjónir mínar eiga rót
sína að rekja til hins kristi
lega uppeldis míns“, sagði
King einu sirmi, „og af
Gandhi hef ég lært starfsað-
ferðir mínar.“
Mannréttindabarátta hafin
Árið 1954 var honum boð-
ið að gerast prestur lítiils
safnaðar í borginni Mont-
gomery í Alabama og settist
hann þá þar að. Til þess að
vekja áhuga sóknarbarna
sinna á þjóðfélagsmálum, kom
hann á fót félags- og stjórn-
málanefnd, sem lagði áherzlu
á, að þeir, sem í söfnuðinum
væru, létu skrá sig sem kjós
endur, en þess var þörf til
þess, að þeir gætu neytt at-
kvæðisréttar í kosningum.
1. desember 1955 var eft-
irminnilegur dagur í sögu-
borgararéttindahreyfingar
blökkumanna í Bandaríkjun-
um og skipti sköpum í lífi
Martins Lúthers Kings. Þenn
an dag neitaði þreytt blökku
kona, Rese Parks, sem var
saumakona, að standa upp úr
sæti sínu í strætisvagni í
Montgomery fyrir hvítri konu.
Rose Parks var handtekin og
leiddi það til þess, að blökku
menn um gjörvalla borgina
hættu að nota strætisvagna.
Þessum mótmælaaðgerð-
um blökkumanna var
stjórnað af framfarahreyf-
ingu blökkumanna í borginni
sem nefndist The Montgom-
ery Improvement Assisociat-
ion og þegar King var gerður
að leiðtoga þessar hreyfing-
ar, þá varð hann, eins og
hann sagði frá sjálfur síðar,
að semja ræðu, sem væri
„nógu herská til þess að
vekja blökkumenn til að-
gerða en samt nógu hógvær
svo að unnt væri að halda
ákafa þeirra innan viðráðan
legra og kristilegra vébanda"
Strætisvagnabannið stóð í
meira en eitt ár og þennan
tíma reyndi mjög á sjálf-
stjórn Kings og getu hans til
þess að halda aftur af öðrum.
Hann var handtekinn í
fyrsta sinn 26. janúar 1956
Blökkumenn í Montgomery
fylltust mikilli reiði fjórum
dögum síðar, þegar sprengju
var kastað að heimili hans og
voru reiðubúnir til ofbeldis
aðgerða, en King tókst að
sefa þá með bænarorðum um
að fyrirgefa. Þetta og annað
varð til þess, að aðferðum
hreyfingar Kings var í sí-
vaxandi mæli líkt saman við
aðferðir þær, sem Gandhi
beitti í sinni baráttu á Ind-
landi.
í nóvember 1956 staðfesti
Hæstiréttur Bandaríkjanna
úrskurð héraðsdóms, sem
kveðinn hafði verið upp fyrr
það ár, þar sem lögin um að
skilnað fólks eftir kynþætti
í strætisvögnum í Ala-
bama voru lýst andstæð
stjórnarskrá Bandaríkjanna.
Hinn 21. desember þetta ár
ferðuðust hvítir menn og þel
dökkir í fyrsta sinn saman í
strætisvögnum í Montgomery.
Eftir þennan sigur í Mont
gomery var litið á King sem
hetju um öll Bandaríkin af
þeim, sem draga vildu úr
misrétti blökkufólks. Leið-
togar blökkumanna frá tíu
ríkjum í Suður Bandaríkjun-
um komu saman í janúar 1957
og mynduðu hreyfingu, sem
síðar var nefnd The South-
ern Christian Leadership Con
ference. í næsta mánuði á
eftir var King kjörinn for-
seti þessarar hreyfingar. Síð
an hefur King verið helzti
forvígismaður þeirra blökku
manna, sem hafa viljað vinna
eindregið en þó með friðsam-
legum hætti að fullkomnu
jafnrétti á við hvíta borgara
Bandaríkjanna. Hann hefur
um fjölda ára ferðast fram
og aftur um Bandaríkin og
haldið ræður og stjórnað að
gerðum til þess að vinna mál
stað sínum stuðning og leggja
áherzlu á kröfur blökku-
manna. King hefur veri kall-
aður faðir „mótmælasetunn-
ar“. Það stafar ekki af því
að hann hafi fundið þessa að-
ferð upp, heldur vegna þess
að hann hvatti til óhlýðnis-
aðgerða sem baráttuaðferðar.
Árið 1963 stóð King fyrir
fjöldagöngu í Birmingham í
Alabama sem var farin til
þess að leggja áherzlu á rétt-
indakröfur blökkumanna.
Hann var handtekinn í apríl
þetta ár fyrir að hafa brotið
lög, sem bönnuðu fjöldagöng
ur, og meðan hann var í hald
skrifaði hann „Bréf úr Birm-
ingha'mtfangelsi" (Letter from
Birmingham Jail), „Bréf úr
Birmingham-fangelsi hefur
skipað sér sess sem hin sí-
gilda yfirlýsing í baráttu
blökkumanna í Bandaríkjun-
um fyrir auknum mannrétt-
indum.
Veitt friðarverðlaun Nóbels
1964
Mannréttindabarátta Mart-
ins Luthers King og aðferð
ir þær, sem hann beitti vöktu
stöðugt meiri athygli, ekki
aðeins innan Bandaríkjanna,
heldur einnig utan þeirra.
Hann naut sívaxandi virð-
ingar og trausts þeirra, sem
vildu leysa blökkumanna
vandamálið í Bandaríkjunum
á friðsamlegan hátt og trúðu
því, að það væri unnt. Hann
eignaðist hins vegar einnig
hatramma andstæðinga, sem
vildu viðhalda aðskilnaði
hvítra manna og þeldökkra.
Martin Luther King voru
veitt friðarverðlaun Nobels
1964 fyrir mannréttindabar-
áttu sína og þær aðferðir frið
ar og sáttfýsi, sem hann beitti
til þess að vinna að mark-
miðum sínum. Þessi atburður
sýndi Ijóst, hve mikla at-
hygli starf hans hafði vakið
um allan heim og hve mikla
virðingu hann hafði áunnið
sér. Veitingu friðarverðlaun-
anna til hans var yfirleitt
fagnað um víða veröld, jafnt
í Bandaríkjunum sem annars
staðar, en andstæðingar Kings
í Bandaríkjunum fengu þó
ekki dulið óánægju sína.
Hvað eftir annað voru hon
um sýnd banatilræði.
Jeanne d‘Arc Ameríku.
Nú þegar King hefur verið
myrtur, er ekki auðvelt að
segja fyrir um, hvort starf
hans hefur verið unnið fyrir
gíg eða hvort aðrir koma í
hans stað og vinna málstað
blökkumanna jafn vel og með
Fratruhald á bls. 31.
Frá einum hinna mörgu og fjölmennu útifunda, sem Martin Luther King efndi til fyrir
blökkumenn um Bandaríkin. Þessi fundur var haldinn í Washington.