Morgunblaðið - 06.04.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.04.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. APRÍL 1968 3 Tíu tilbrlgði í Lindarbæ LEIKFLOKKUR Litla sviSsins í Lindarbæ frumsýnir á morgun leikritið Tiu tilbrigði eft- ir Odd Björnsson. Leikstjóri er Brynja Benediktsdóttir, og er þetta þriðja leikritið sem hún stjórnar — hinn fyrri voru: Ég er afi minn eftir Magnús Jóns- son og Ætlar blessuð manneskj- an að gefa upp andann eftir Thor Vilhjálmsson. Tónefekta hefur Leifur Þórarinsson, tónskáld, gert. í Tíu tilbrigðum koma fyrir ungt tónskáld, „séníið“, sem Sig- urður Skúlason leikur, litla, fal- lega konan hans, sem Margrét Jóhannsdóttir leikur og mamm- an, afturgengin, og hana leikur Auður Guðmundsdóttir. Leikrit þetta er nú leikið í fyrsta sinn, en áður hafa menntaskólanemar lesið það upp. Eftir Odd Björnsson hafa ver- ið sýnd þessi verk: Partý, Við lestur framhaldssögunnar, Köngulóin, Amalía, Jóðlíf, Ein- kennilegur maður, Hornakórall- inn og barnaleikritið Snjókarl- inn okkar. Brynja stjórnar ekki aðeins þessu leikriti, heldur hefur hún einnig átt hugmyndir að búning- um og leikmynd. f leikritinu er mjög fjölbreytt ljósabeiting, en ljósameistari er Kristinn Daníels son. Tíu tilbrigði er þriðja verk- efni Leikflokks Litia sviðsins. Hin voru: Fyrst einþáttungarnir Yfirborð og Dauði Bessie Smith og síðan Billý lygari, sem var sýndur 17 sinnum, að jafnaði fyr ir fullu húsi. Leikflokkur Litla sviðsins í Lindarbæ er í tengsl- um við Þjóðleikhúsið, m.a. á þann hátt, að Þjóðleikhúsið sér honum fyrir leikstjóra, sviðsmun um, æfingaplássi og öðrum nauð synjum meðan á æfingum stend- ur. Frá og með frumsýningu sér flokkurinn sjálfur um rekstur Litla sviðsins. Stjórn leikflokks- ins skipa nú: Guðrún Guðlaugs- dóttir, Sigrún Björnsdóttir, Jón Gunnarsson og Ketill Larsen. — Við hittum Odd Björnsson að segja okkur frá leikritinu. „Það er orðið nokkuð langt síð an að ég byrjaði á þessu lei'k- riti, enda þótt það sé það nýj- asta, sem ég læt frá mér fara. 'É>g hef farið mér hægt, unnið það í áföngum og oft með öðr- um verkum. Erfitt er að lýsa efni þessa leikrits, þó býst ég við að það flokkist undir „ab- súrd“-leikhús, þó að ég líti allt- af á leikrit mín sem eins konar realisma. Ef til vill má segja, að það fjalli öðru fremur um „egois- mann“ hjá öllum aðilunum og kemur hann fyrir í ýmsum til- brigðum. Leikritið er í 10 at- riðum, eins og nafn þess bend- ir reyndar til. Þegar ég skrifa styttri leiki, eins og þennan, vak ir alltaf fyrir mér að taka mögu leika sviðsins með í reikning- inn, lei'kritin eru eins konar rit gerðir af minni hálfu um „tíhe- ater“. Þess vegna eru ýmiss konar „effektar" notaðir ekki gegna þeir veigmiklu hlutverki í heildarbyggingu verksins. Hef ég þar notið ágætrar aðstoðar Leifs Þórarinssonar. En með þessu móti leitast ég við, að gera öllum skynfærunum jafn hátt undir höfuð. Þá hietf ég líka lagt meira í samtödin núna, Brynja Benediklsdóttir leikstjóri en ég er vanur, og leik mér reyndar svolítið í sambandi við þau.“ Þess má að lokum geta, að í tilefni þessarar sýningar verð ur gefin út bók með texta leik ritsins, bæði á íslenzku og í enskri þýðingu ásamt myndum úr leiksýningunni. Bókin verð- ur aðeins fáanleg á sýningun- um í Lindarbæ, en þær verða fáar. Er þetta algjör nýjung hér lendis. Eintök af bókinni verða tölusett. Mamma gamla, afturgengin, lAuður Guðmundsdóttir) er mætt til kvöidverðar hjá ungu hjónunum. f leikriti þessu fjallar Oddur Björnsson öðru fremur um sjálfselskuna, og kemur hún fyrir í Tíu tilbrigðum. Lúðvík, tónskáidið og seníið, ( Sigurður Skúlason) og Málfríð- ur, eiginkona hans, (Margrét Helga Jóhannsdóttir). Fóstbræöur syngja þrjú kvöld f BYRJUN næstu viku etfnir Karlakórinn Fóstlbræður til þriggja söngs'kemtana í Austur- bæjarbíói í Reykjavík fyrir styrktarfélaga kórsins. Verða samisöngvar þesir á miánudag þann 8., þriðjudag 9. og miðvku- dag 10. apríl og hefjast kl. 7:15 alla dagana. Raunar höfðu samsöngvarnir upþhatflega verið átformaðir hálfri annarri viku fyrr og að- gönguskírteini dagsett sam- Jovæmt því. 9kal þessvegna vak- in sérstök athygli á því, að að- göngumiðar með dagsetningunni 27. marz gilda nú 8. apríl, 28. marz breytist í 9. apríl og 30. marz verður 10. apríl. Að öðru leyti vísast í brétf, sem styrktar- félögum kórSins hefur áður ver- ið slkrifað um þetta etfni. Þjóðlög frá ýmsum löndum Bingó ó ísoiirði Sjáltfstæðisfélögin á f'satfirði gangast fyrir bingói í Sjálfstæð- iishúsinu þar sunnudaginn 7. apríl M. 17. Meðal vinninga er 5 þúsund króna vöruúttekt. setja mjög svip sinn á söng- skrá Fóstbræðra að þessu sinni, m.a. er þar syrpa af íslenzkum rímnalögum, er söngstjórinn, Ragnar Björnsson ,hetfur fært í búning fyrir karlakór, og nú verður tflutft í fyrsta sinn. Þá eru sýnishorn atf norrænum kór- lögum, sungin verða ungversk þjóðlög í kórbúningi etftir Béla Bartók, svo og fjögur brezk lög. Efnisskránni lýlkur með fjórum ástarljóðum úr flokknum „Lie- beslieder“ op. 52 etftir J. Brahm-s. Stjórnandi Karlakórsins Fóst- bræðra er Ragnar Björnsson. Einsöngvari m'eð kórnum að þessu sinni er frú Margrét Egg- ertsdóittir, en nokkrir kórfélaga koma einnig fram í einsöngshlut verkum. Píanóleiikarar með kórn um eru Guðrún Kristinsdóttir og Ólafur Vignir Albertsson. Þetta er 52. stfartfsiár Fóst- bræðra og er kórinn nú skip- aður 45 söngmönnum. Karlakórinn Fóstbræður og söngstjórinn, Ragnar Björnsson. Myndin er tekin á æfingu í fyrradag. 8TAKSTEII\IAR V ísitöluákvæði íbúðarlána Ríkisstjórnin hefur nú lagt fram á Alþingi frumvarp, sem felur í sér hagsbætur fyrir lán- takendur Húsnæðismálastjómar, þar sem vísitöluákvæðum lána Húsnæðismálastjórnar er breytt nokkuð þeim í hag. Sú breyting er í eðlilegu samræmi við þær breytingar, sem orðið hafa á verðtryggingu launa í landinu, eftir samninga þá, sem gerðir voru milli launþega og atvinnu- rekenda, um miðjan marz. Er ástæða til að fagna því að þetta frv. er fram komið, enda mun það létta verulega undir með húsbyggjetndum ef því grund- vallarsjónarmiði, sem verðtrygg ing lánanna hefur byggzt á, er haldið. Umbótastarfi haldið áfram Enginn vafi er á því, að mikil breyting til batnaðar hefur orð- ið í lánamálum húsbyggjenda á undanförnum árum. Kemur þar bæði til efling Húsnæðismála- stjómar svo og vaxandi lánastarf semi lífeyrissjóða í landinu, þannig að búast má við, að vcl flestir húsbyggjendur eigi nú kost á löngum lánum, sem nemi rúmlega helming af kostnaðar- verði íbúða. Þrátt fyrir að þeim áfanga hefur verið náð, má þó ekki láta staðar numið. Það er eitthvert mesta hagsmunamál unga fólksins í þessu landi, að svo öflugt og traust lánakerfi verði byggt upp vegna húsbygg inga, að það standi fyllilega jafnfætis lánakerfum húsbyggj- enda í nágrannalöndum okkar. Með framkvæmdum í Breiðholti hefur verið mörkuð sú megin- stefna, að láglaunamenn og efna litlir skuli eiga kost á hagkvæmum lánum, sem nemi 80% af kostnaðarverði íbúða og þótt segja megi að á erfiðleika- tímum, sem þessum sé tilgangs- lítið að ræða um slíkt takmark fyrir lánakerfið í heild, er þó engin ástæða til að missa sjónir af því. Auðvitað ber að vinna að því eftir megni að yfirgnæf- andi meirihluti þeirra, sem byggja þurfa yfir sig og sína eigi kost á slíkum launum. Það er því tvímælalaust það bezta, sem hinir eldri geta gert fyrir æsku þessa lands, að gera henni þannig tiltölulega auð- velt að eignast þak yfir höfuðið og kannski er ekki fjarlægt að ætla, að slíkt lánakerfi yrði til þess að sú starfsorka, sem nú fer í íbúðarbyggingar og ýmis vandamál í sambandi við þær, komi þjóðfélaginu að betra gagni með öðrum hætti en nú er. Þess vegna mun því treyst að núverandi ríkisstjórn haldi áfram því myndarlega umbóta- starfi sem hún hefur unnið í byg'gingarmálum og að ekki líði mörg ár þar til hver og einn á kost á svipuðum lánum, og í- búðareigendur í Breiðholti fá nú. Lækkun byggingakostnaðor Eitt meginmarkmið fram- kvæmdanna í Breiðholti á ein- mitt að vera það, að gera til- raun til þess að lækka bygging- arkostnað í landinu m.a. með beitingu nýjustu tækni við framkvæmdir. Verður vissulega fróðlegt að sjá hvernig til tekst að þessu leyti enda verður að vænta þess, að framkvæmda- nefndin einbeiti sér ekki hvað sízt að þessu meginmarkmiði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.