Morgunblaðið - 06.04.1968, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 06.04.1968, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. APRIL 1968 Rauðarárstlg 31 Sími 22-0-22 IVIAGIMUSAR SKIPHOLTI21 SÍMAR 21190 eftirlokun simi 40381 " siM' I-44-44 mmm Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagstætt Leigugjald Sími 14970 Eftir Iokun 14970 eða 81748 Sigurður Jónsson. BÍLALEIGAN - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. BÍLALEIGAN AKBRAIJT NÝIR VW 1300 SENDUM SÍMI 82347 LOFTUR HF. Ingólfsstræti 6. Pantið tíma í síma 14772. AdUk ISLAND 1968 w ★ „Austan kaldinn á oss blés“ S. J. G. skrifar: Varðandi það, hver sé höf- undur vísunnar „Austankald- á oss blés ..skal á það bent, að vísan er í handrita- safnf Gísla Konráðssonar sagn- fræðings, sem geymt er í Lands bókasafni, J. S. 301—4to. Þátt- ur sá, sem vísan er í, er prent- aður orðréttur í ísl. sagnaþátt- um, 2. hefti, sérprentun úr Þjóðólfi 1902—1907 og er á þessa leið: „Ingimundur í Sveinungsvík hafði numið trésmíði erlendis; var hann að mörgu leyti vel að sér. Það var eitt sinn, að hann var róinn á lagvað við 4. mann á mið það, er Rakkarnesmið heitir, að ofsaveður rak á aust- an í sama vetvangi. Sá Ingi- mundur það eitt ráð, undan að hleypa, að því er bezzt tæki, hröktust þeir sjóleið afar langa. Þá kvað Ingimundur vísu þessa, að því er fróðir menn segja, og hughreysti með því háseta sína: Austan kald- inn (misprentað: Kuldinn fr. kaldinn) á oss blés / upp skal faldinn draga / velti aldan vargi hlés / við skulum halda á Siglunes. Kom svo, að Ingi- mundur tók land á Siglunesi að sagt er, og furðaði menn hrakningur sá“. Ingimundur orti Rímur af Nitíðu frægu eða Nítíðarímur „hinar frægu, eins og segir í Æviskrám P.E.ó. Vísan er og prentuð í ísl. þjóðlögum (bls. 905) og sennilega víðar og mörg afbrigði hennar hér og þar að finna. Að vísan sé úr rímurn um hrakninga Erlends Guðmudssonar eftir sr. Pétur Björnsson, tel ég ólíklegt næsta og kemur vísan lítt heim við þá frásögn eins og hún er skráð í Minnisverðum tíðind- um, en það ætti að vera hæg- urinn hjá, fyrir Reykvíkinga, að líta í handrit Lbs. 1574—8vo. Mætti þá um leið renna augum yfir Lbs. 852-4to, en þar mun hana einnig að finna.** Þess skal að lokum getið, að handrit Gísla Konráðssonar er talið skráð á árunum 1860-1870 svo a'ð eftir þann tíma getur vís an ekki hafa verið ort. Þá má og geta þess, að vísan er prentuð í Sjómannasögu Vil- hjálms Þ. Gíslasonar gls. 190 og þar sagt, að vísan sé frá þeim tíma er Siglunes var fræg ver- stöð. S.J.G. ** Þar er og þessi vísa: Lýðir amla og leita fés lúa stóran kenna fast því damla fálka hlés framfyrir gamla Kjálkanes. ★ Sekta keðjulausa á staðnum Garðahreppi, 29. 3. ’68. Kæri Velvakandi. Nú get ég ekki orða bundizt lengur. Mig langar til að koma á framfæri spumingum, sem mér finnst varða æði marga. Ég á heima í Garðahreppi og hef búið var síðastliðin 10 ár og hef þar afleiðandi þurft að aka þann fræga Hafnarfjarðar veg kvölds, morgna og miðjan dag þennan tíma. Fjórum sinn um hef ég orðið stopp, um lengri eða sketmmri tíma af völdum manna, sem ekki nenna að setja keðjur á bíla sína þeg- ar þess þarf með. Þetta skeður strax og snjóföl kemur á veg- inn. Því spyr ég: 1. Er ekki bannað að valda umferðartruflun í hvers konar mynd sem er? 2. Af hverju eru þessir menn ekki látnir svara til saka og sektaðir fyrir að valda algerri lokun á einni aðal samgöngu- æð landsins? 3. Því þarf maður að horfa upp á prúðbúna lögregluþjóna ýta keðjulausum bílum lög- brjótanna og aðstoða þá við að mjakast áfram í villu sinni? 4. Því ekki að sekta þá á staðnum? Ég gæti trúað, að menn færu að athuga hvort betra væri að eiga keðjur í lagi, eða borga sektir, sem jafnvel jafngiltu keðjuverði. Athuga þessir menn, að þeir skaða þjóðfélagið um þó nokkuð í hvert sinn sem þeir valda svona töfum í um- ferðinni. Þeir ættu að hugleiða hvað mundi ske ef slökkvilið eða sjúkrabíll þyrftu að fara um veginn á þessum tíma, sem þeir loka veginum. Það furðulegasta við þetta allt er, að í öllum fréttum er alltaf talað um ófærð á vegin- um þegar þetta skeður. Ég er á litlum fimm manna bíl og hef þó ekki séð neina ófærð á þessum vegi fram að þessu (ég meina af snjó). Eina ófærð- in sem til er á þessum vegi er Kópavogshálsinn. Hann er oftast ófær af holum allt árið. Læt ég þessu svo lokið og vona að þú komir þessu á fram færi' sem fyrst. Kveðja, Einn á snjódekkjum með nöglum og á keðjum. ★ Sú var tíðin að ís- lendingar gátu lát- ið höfuðin fjúka Margrét Hansen, Öxna- læk, skrifar: Kæri Velvakandi! Mig langar mikið að biðja þig að koma á framfæri fyrir mig í dálkum þínum, þakklæti til ýmsra aðila, fyrir margs konar fróðleik og skemmtan fyrr og síðar. Fyrst skal þá frægan telja: Ríkisútvarpið og dagblöðin. Því miður hef ég ekki sjónvarp ennþá, en ég lifi í voninni .Sérstaklega vil ég þakka alla morðfræðsluna. Ég svíf í sæludraumi alla daga, strax og ég vakna á morgnana byrja fréttirnar frá Vietnam, svo koma dagblöðin með frétt- ir, myndir af morðum og fram- haldssögum um morð. í þessu dásamlega hryllingsástandi er ég svo allan daginn. Stundum er taugaspennuna rétt aðeins að byrja að lægja, en þá kem- ur útvarpið aftur við og við mér fréttir. Og ekki gerir það endasleppt við okkur, því á kvöldin tímanlega byrja svo morðleikritin. En mikið vill alltaf meira. Það eru 2 þættir í útvarpinu, sem mér finnst hálfpartinn útundan hjá þeim og vanræktir. Og því vildi ég gera að tillögu minni áð fram- haldsmorðleikritin verði endur- tekin í barnatímunum svo sem tvisvar í viku. Það er leiðinlegt til þess að vita að minnstu börn in skuli e.t.v. vera sofnuð og missa svo af þessu. Hjá mér er allt í lagi, það yngsta 6 ára. Já, það liggur við að maður hafi engar áhyggjur af barna- uppeldinu lengur. Þessi leikrit eru líka svo góð, að það má líkja þeim við „fag-litteratur“. Þar er aldrei einu sini 5aura brandari, alveg eins og það á að vera aðalatriðið er að það komi fram, sem mestu máli skiptir: sjálf morðin — og svo tilgangsleysið. Svo er það þátturinn: Við sem heima sitjum. Mér finnst hann alltaf tilheyra mér, því ég er húsmóðir, sem hangi heima. En aðeins einu sinni, mér vitanlega, hefur verið morðsaga í þættinum og þá var leikkonunni legið á hálsi fyrir að lesa þetta. En hví skyldi hún ekki velja það efni sem vinsæl- ast er? Nei, þetta var einmitt morð sem alveg átti heima í þessum þætti. Hvergi sást blett ur eða fingrafar eftir morðið og hverri húsmóður til stór-sóma. Ég vona bara að minn þáttur nái sér á strik aftur. — Svo er nú ekki alveg ónýtt að hafa klámritin. Það er bara verst að þetta er þýtt úr erlend- um málum og myndirnar held- ur ekki íslenzkar. Þetta væri nú verðugt verkefni fyrir okkar eigin listamenn að fást við. Von andi líður heldur ekki á löngu þar til við getum fengið að sjá og heyra okkar eigin íslenzk morð- og klámleikrit í menning arstofnunum okkar. Sú var tíð- in að íslendingar gátu látið höf uðin fjúka. En um langan ald- ur hefur þessi íþrótt legið niðri að mestu hjá okkur. En nú þurfum við víst ekki að bíða lengi úr þessu. Okkar helztu menningar og fjölmiðlunar- tæki hafa nú tekið forystuna í þessum efnum og er það vel. En að síðustu — í alvöru — hversvegna eru allir svo hissa, þegar morð eru framin hér meðal okkar? Spyr sá sem ekki veit. 17. marz 1968. Margrét Hansen, Öxnalæk. ★ Athyglisverð erindi Húsmóðir skrifar: Kæri Velvakandi! Mig langar að biðja þig bón- ar, hvort þú getur komið því til leiðar, að prentað verði í Morgunblaðinu eða Lesbókinni erindin, sem séra Benjamín Kristjánsson flutti nýskeð í út- varpið (Brúðkaupið að Stóru Borg) ég heyrði tvö af þeim en tapaði af hinum, ég veit ég mæli fyrir munn margra. Þetta voru athyglisverð erindi, ég held að unga fólkið, sem nú er að ganga útí hjúskapinn, hefði gott af að lesa bréfin sem elsk- endunum fóru á millil, þar var öll framtíðin lögð í Drottins hendur. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. \ Húsmóðir. Enn um fljótu klukkuna Kæri Velvakandi! Þriðjudaginn 19. f.m. las ég í dálkum þínum athyglisverða grein um klukkuna, með undir skrift: G. Ég er ein þeirra sem þykir það fjarstæða að hafa klukkuna of fljóta allt árið. Bæði ég og aðrir sem vegna vinnu, skóla- göngu og fl. förum á fætur kl. 7 að morgni, mega þegar sú fljóta er komin í gildi — drífa sig á fætur kl. 6. — Fer þá vetr- ardagurinn að verða tekinn nokkuð snemma. En það er nokkur huggun harmi gegn, að þeir sem lögin semja og setja, mega lúra pínu- lítið lengur. Mér finnst að klukkan hér á íslandi, mætti vera allt árið eftir — sólar- merkjum. — Það er ótrúlegt, O'g alls ekki réttmætt, að tiltölulega lítill hópur manna skuli hafa vaid til að taka stórar ákvarðanir — hvort heldur er með klukku- una — eða aðrar stærri ákvarð anir sem teknar hafa verið núna undanfarið, jafnvel þótt meirihluti þjóðarinnar sé því mótfallinn. „Ein óánægð“. Tekniskiir teiknari Vita- og hafnarmálaskrifstofan vill ráða til sín tekniskan teiknara frá 15. maí. Skrifleg umsókn þar sem greint er frá aldri, menntun og starfsreynslu sendist Vita- og hafnar- málaskrifstofunni Seljavegi 37, fyrir 15. apríl. GOTT STARF Stórt verzlunarfyrirtæki í Reykjavík vill ráða starfsmann á aldrinum 25—35 ára til skrifstofu- starfa. Umsækjandi þarf að hafa verzlunar- eða viðskipta- lega menntun og nokkra starfsreynslu. Umsókn með nauðsynlegum uppiýsingum sendist Morgunblaðinu merkt: „Framtíðarstarf 8926“ fyr- ir 10. þ.m

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.