Morgunblaðið - 06.04.1968, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.04.1968, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. APRÍL 1968 31 Leikfélag' Reykjavíkur hefur síðustu sýningu á „Snjókarlinum okkar“, sunnudaginn kl. 15.00. Samþykkir rannsókn - á atvinnuráÖningu íslenzkra mennta- manna erlendis EFTIRFARANDI tillaga var ný- lega samþykkt á fundi stjórnar Bandalags háskólamanna: „Pyrir Alþingi liggur tiliaga m þingsályktunar um rannsókn á atvinnuráðningu felenzkra menntaimanna eii-endis. Má segja að slík rannsókn hafi þegar far- ið fram á vegum Bandalags há- sfcólamanna og er þá átt við skoðanakönnun þess um orsafcir til búsetu í'slenzkra háskóla- manna eriendis. Niðurstöður eru þær, að betri starfsskiiyrði, launa kjör og tæ'kifæri til framhalds- menntunar séu aðal ástæðurnar fyrir búsetu íslenzkra háskóla- manna erlendis. Um 61.3% þeirra, sem svöruðu skoðana- könnuninni hugðust snúa heim, 12,1% voru ákveðnir í að ílend- asit erlendis og 26,6% voru óá- kveðnir í afstöðu sinni. Könnun sem þessi er mifclum erfiðleifc- um bundin en svör fengust frá rúmlega 57%, sem spurðir voru. Það er sboðun stjórnar Banda lags báskólamanna af fenginni reynslu, að nauðsynl'egt sé að framkvæma slíkar s<koðana- kannanir regluiega og að leggja beri jatfniframt áherzlu á að kynn ast sérstaklega viðlhorfum þeirra, er ljúka námi hverju sinni. Stjórn Bandalags háskóla- manna er því á þeirri Skoðun, að samþykfcja beri þingsálykt- unartillöguna. Jafnframt lýsir stjórn BHM furðu sinni ytfir því, að BHM skuli ekki vera meðaí þeirra aðila, sem Alþingi sendi tillöguna til umsagnar". ---- Danskir lýðháskólar Blaðinu hefur borizt eftirfar- andi frá Dansk-íslenzika félag- inu. í sambandi við hinar ódýru hópferðir til Danmerkur, sem dansk-ís'lenzka félagið í sam- vinnu við ferðaskrifstofuna „Sunnu“ gengst fyrir á sumri komanda þykir rétt að upplýsa eftirfarandi: Á hverju sumri halda dönsku lýðhásfcólarnir stutt námskeið, venjulega tveggja vikna. Á námskeiðum þessum er stefnt að því, að þá'tttafcend'ur njóti bæði mennt- unar og hvíldar. >ess vegna eru aðeins fjórar klst. á dag ætlaðar til fyrirlestra, leshringa og um- ræðna. Farið er í stuttar ferðir og á kvöldin er ýmislegt til skemmtunar, svo sem h'ljómlist, upplestur ,o.s.frv. Fyrirlestrarn- ir eru um margskonar efni, stjórnmál, leiklist, hljómfist, bók menntir, útvarp, sjónvarp, blaðamennsfcu o.fl. Sumir lýðhásfcólanna halda sérstök fjöldanámskeið, þar sem foreldrar geta komið með börn sín. (hó ekki yngri en 4 ára). Á meðan foreldrar fylgja fyrir- lestrum, eða taka þátt í um- ræðum, er séð fyrir verkefni handa börnunum. Þessi náms- Skeið fjalla gjarna um t.d. barnasáltfræði, fjölskyldan og þjóðtfélagið, vandamál unga fólks ins, o.s.frv. Þátttökugjad er um d. kr. 440 fyrir einstakling. fæði og hús- næði innifalið. Hálft gjald fyrir börn 4—14 éra. Ferðaskrifstotfan „Sunna“ gef- ur nánari upplýsingar, Stjóm dansk-tsl. félagsins, Fr. Einarsson, form. — King Framhald atf bls. 10 jafn friðsamlegum hætti. Hætt er við, að blökkumenn fyllist heilagri reiði þeg- ar hinn mikli lefðtogi þeirra er fallinn í val- inn fyrir hendi morðinga og telji nú, að friðsamleg barátta fyrir auknum mannréttindum á við hvíta menn sé til einsk- is. Hinn válegi atburður hafi sýrit fram á það og King ■hatfi dáið píslarvættisdauða Hinn þekkti blökkumaður, rithöfundurinn James Bald- vin, hefur áður sagt um Martin Luther King: „Þegar ég hitti hann í fyrsta sinn, tók ég sérstak- lega eftir því, að líkamsburð ir hans voru ekki í réttu hlut falli við persónuleika hans. Hann er lítill vexti en með sterklegan hnakka. í stórum hópi manna er hann nánast feiminn og vottar fyrir tauga- óstyrk hjá honum. En bráð- lega kemur í ljós, að undir þessari skel sýður í eldgíg og þessi persónuleiki manns- ins og styrkur og jafnframt innileg sannfæring, kemur jafnvel lítt áhrifagjörnum mönnum sem ekki eru á sama máli og hann til að sýna hon- um djúpa virðingu. Ég skal játa, að áður en ég hitti hann trúði ég ekki mikið á heilaga menn, en ég yfirgaf Martin Luther King sannfærður um, að geti nokkur maður talizt dýrlingur, þá var það þessi maður. Þessi maður með bjargfasta trú á hið góða í fari manna, þessi hálf-sorg- mæddu augu og lága rödd — hreinræktaður negri frá Alabama— hann verður án alls vafa Jeanne d‘Arc Am- eríku. En jafnframt gat ég ekki annað en hugsað til þess verðs, sem Jeanne d'Arc varð að gjalda fyrir sannfæringu sína. — Kvartett Framhald af bls. 21 þremur félögum mínum úr hljómsveitinni kvantett, sem hlotið hefur hið stutta og lag- góða nafn Sveinlbjörnssons- kvartettinn. Þetta er strengja kvartett og byrjuðum við fyrir alvöru síðastliðið haust. Við hötfum haldið tónleika víða í Suður-Sviþjóð, aðal- lega á vegum Rífcistónleifc- anna, sem er nýstofnað fyrir- tæki, sem vinnur að dreif- ingu góðrar tónlistar um lands byggðina. Á vegum þess eru haldnir árlega 20.000 tónleik- ar, þar af 15.000 fyrir sfcóla- fólk, f kvartettinum eru tvær fiðlur, víóla og selló. — Svíar eru atfskaplega öt- ul þjóð. Þeir hafa nú komið sér upp tveimur sintfóníu- hljómsveitum í Stokfchólmi af fullri stærð og hatfa hug á að stækfca hljómsveitirnar bæði í Gautaborg og Málmey. — Jú, mér finnst atfskap- lega gaman að vera kominn heim. Sérstaklega hef ég gaman að fá tæfcitfæri til þess að tafca þátt í flutningi H- mollmessunnar. Ég hef tekið þátt í henni áður erlendis. og það er gkoðun mín að þetta verk sé eitt hið stórkostleg- asta, sem unnt er að bjóða fólfci að hlusta á, sagði Einar Grétar að lokum. Leiðréttingar ÉG sé mér ekki annað fært en leiðrétta nokkrar villur í grein minni um Bjarna M. Gislasson frá í gær. í öðrum dálk frá vinstri í 28. - 29. línu að ofan: Og safnaði hann fjárhæð, á að vera: nokk- urri fjárhæð. f sama dálki í 35. - 38. línu að ofan: Ljóðin vitna um hagmælsku, jákvæð og ást á landi og þjóð, — á að vera Ljóðin vitna um hagmælsku jákvæð og karlmennleg við- horf og einlæga ást á landi og þjóð. í þriðja dálki í 7.-8. línu að ofan: olli sú vörn honum mikilla óvinsælda, . á að v-era: olli sú vörn honum miklum óvinsældum. í sama dálki í 35. - 36. línu að ofan: spáðu þeir vel fyrir höfundinn um Ejnar Thomsen, - á að vera spáðu þeir vel fyrir höfundinum Ejnar Thom sen. í sama dálki í 13., 12. og 11. línu að neðan: Hatfði Bjarna sviðið sú um, sem alltfr.amir menn og ein kynning, . á að vera: Hafði Bjama sviðið sú kynning á íslenzkum bókmennt- um, sem allir framir menn og einsýnir .. í fjórða dálki í 36. og 35. línu að neðan: stór- dóni, - á að vera Stór-Dani, hvort sem mönnum bann að líka það betur eða varr . . Og loks í 5. dálki í fyrstu línu eftir efstu greinarskil: En þetta eftir | af Dansk Udsyn, . á að vera: En þetta hefti af Dansk Udsyn . Reykjavík 4. apríl 1968 Guðmundur Gíslason Hagalín. Kaffisala æskufólks í Garðahreppi SUNNUDAGINN 7. apríl n.k. efnir ferðaflokkur Æskulýðsfé- lags Garðakirkju til kaffisölu í samkomuhúsinu á Garðaholti og hefst hún að lokinni guðsþjón- ustu í Garðakirkju kl. 3 e.h. Þetta unga fólk er að undirbúa utanferð sína til Þýzkalands og Danmerkur í sumar, en þangað er það boðið af æskulýðsfélögum kirkjunnar þar. — Kröfugangan riði yrðu tekin til greina, og reynt að koma þeim í fram- kvæmd eins fljótt og unnt væri. f fyrsta lagi, að okkur sem landið eigum að erfa, sé búin mannsæmandi mennt- unaraðstaða, sem gerir okkur hæf til að taka við því hlut- verki, sem okkur mun ætlað í framtíðinni. í öðru lagi vilj um við fá nýjar kennslubæk ur í stað þeirra, sem nú eru í notkun, enda eru þær sum- ar hverjar skrifaðar fyrir heimstyrjöldina síðari og löngu úreltar. Loks viljum við fá einsettan skóla, eins fljótt og mögulegt er og dreifa námsefni til lands- prófs meira á yngri bekki, svo sem tungumálum o.fl. — En nú fenguð þið tæki- færi að ræða við menntamála ráðherra sjálfan. Hvernig tók hann ykkur? — Mjög vinsamlega og sýndi kröfum okkar mikinn skilning. Við ræddum við hann í þrjá stundarfjórðunga og gerðum grein fyrir því, sem okkur þætti ábótavantí fræðslukerfinu. Ráðherra kom fram með mjög athyglis verða tillögu á þessum fundi, og lagði hann til að nemend- ur í hverjum skóla fyrir sig tilnefndu fulltrúa, sem síðar sætu svo viðræðufundi með fræðsluyfirvöldum landsins, án þess að skólastjórar eða kennarar kæmu þar nálægt. Við spurðum þessu næst hver afstaða nemendanna væri til landsprófsins sjálfs, hvort þeir vildu láta leggja það niður. Voru nemendurnir ekki á einu máli um það at- riði, fulltrúar Gagnfræðaskól ans í Kópavogi töldu það ekki rétt, en ungur piltur úr Vonarstrætisskóla var þvi mjög fylgjandi. — Við teljum alls ekki hag- kvæmt að leggja landsprófið sem slíkt niður, sag’ði unga fólkið úr Kópavogi, þar sem það jafnar mjög aðstöðu nem enda i þéttbýli og dreifbýli- Á hinn bóginn þarf að gera miklar umbætur á landspróf inu og við segjum: „Burt með ítroðslustefnuna. „Við viljum að landsprófið útskrifi nútíma fólk með framtíðar- menntun, en ekki tóma páfa- gauka.“ Pilturinn í landsprófsdeild inni í Vonarstræti sagði: —Ég vil að landsprófið verði lagt niður, og tel hag- kvæmara að námsefninu verði dreift niður á yngri bekki allt niður í tíu ára með nýrri kennslutækni, og þar af leið andi yrði landsprófið hreinn óþarfi. í staðinn mætti koma inntökupróf í æðri skóla upp úr 2. bekk. En hvaða úrbætur vill þetta unga fólk helzt? Og það stóð ekki á svarinu: Við viljum verklega kennslu í sem flestum náms- Þriðji fyrir- lestur Þórhalls ÞÓRHALLUR Vilmundarson pró fessor flytur þriðja og síðasta fyrirlestur sinn að þessu sinni um íslenzk örnefni og náttúru- nafnakenninguna í Háskólabíói sunnudaginn 7. apríi kl. 13.30. Fyrirlesturinn nefnist Durum og dyngjum. (Frétt frá Háskóla fslands). greinum, sérstaklega þó í eðl isfræði og náttúrufræði, svo og meiri beitingu kennslu- taekja. Við erum reiðubúin til þess að leggja sjálf eitt- hvað af mörkum til að gera skólum unnt að festa kaup á tækjunum, t.d. gætu bekkir- nir skipt því á milli sín, að sjá um ræstingu á skólanum Þann sparnað sem af þvi leiddi, væri þá hægt að nota til kaupa á tækjum. (Þess má geta að ræstingarkostnaður við skóla Reykjavíkurborgar var 18 milljónir á sl. ári) Okkur finnst skorta menntunarblæ á skólana, við teljum nauðsynlegt að í hverj um skóla sé bókasafn og þar af leiðandi lesstofur, þar sem við getum lært fyrir skólann næsta dag. Tungumálakennsl an þarf að vera betri, og okk ur finnst að kennararnir eigi að tala við okkur á því tungumáli, sem verið er að kenna í það og það skiptið. Kennararnir eiga líka ekki bara að vera „yfirheyrarar". Þeir eiga miklu fremur að vera leiðbeinendur okkar og aðstoðarmenn við námið, en á því er mikill misbrestur. Er þar fyrst og fremst við fræðslulöggjöfina sjálfa að sakast, sem sníður kennurun um of þröngan stakk. Við víkujum að kennslu- bókunum, og unga fólk- hristir höfuðið dapurlega. — Þær eru margar frá því fyr- ir síðari heimsstyrjöldina, og orðnar löngu úreltar. Við get um þar nefnt náttúrufræði- bókina og eðlisfræðibókina sem dæmi. Hugsið ykkur — það er eins og ekkert nýtt hafi komið fram á sviði eðlis fræði frá því fyrir stríð, á þessari öld framfaranna! Nei, það þarf að gera algjöra end urskoðun á námsbókum þeim sem kenndar eru til lands prófs. Við þessi orð má bæta gam ansamri tillögu eins af upp- hafsmönnum „Menningarbylt inngarinnar", eins og kannski má kalla umræðurnar um end urskoðun fræðslulöggjafarinn ar í gamni Hann segir, að fyrst að unga fólkið, sem nú situr í landsprófi, geti erft kennslubækur þær sem for- eldrar þeirra lásu e.t-v. á fyrstu árum landsprófsins, sé ekki út í hött að láta eink- unnir foreldranna ganga lika að erfðum til barnanna. Og við ljúkum þessu rabbi við unga fólkið á orðum einn ar stúlkunnar í hópnum: — Við efndum til þessarar kröfu göngu, því að við vildum vekja athygli almennings á skólamálum. Takist það er tjlganginum náð. Volasöm lóðstölun Seyðisfirði 5. apríl. UM síðustu helgi var skipað hér á land vörum úr Bakfca- fossi og öskju sem áttu að fara á hafnirnar norðaustanlands. Var þetta eitthvað á annað hundrað tonn af áburði og matvara. Mest af þessum vörum átti að fara til Húsavílkur. Það má telj- ast vafasöm ráðstöfun að skipa vörunum upp hér, því ef hafís- inn lokar firðinum má heita ó- gerlegt að koma þeim til áfcvörð- unarstaðar. — Sveinn. Læknishérað auglýst laust til umsóknar. Héraðslæknisembættið í Suðureyrarhéraði er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 1. maí 1968. Veitist frá 16. júní 1968. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins og 6. gr. læknaskipunarlaga nr. 43/1965. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 29. marz 1968.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.