Morgunblaðið - 06.04.1968, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. APRÍL 19®8
19
Armann Sveinsson stud. jur
Flokksræðistillagan
í nýrri útgáfu
Ný tillaga
Harmur er nú kveðinn
að ástvinum flokksræðisins.
Flutt hefur verið ný breyt-
ingartillaga við kosningalög-
in og verður að skilja til-
löguflutninginn svo, að
flokkræðistillaga sú, sem
lögð var fram um miðjan
janúar, sé tekin aftur.
Nýja breytingartillagan er
nokkru mildari en hin fyrri,
en meginstefnan er hin sama:
Færsla valdsins úr höndum
kjósenda til flokksstofnana.
Aðalbreytingin frá fyrri
breytingartillögunni er sú, að
tveir listar eða fleiri verða
bornir fram í nafni sama
flokks í kjördæmi og merkt-
ir A, AA, B, BB o.s.
frv., ef viðkomandi flokks-
stofnun hreyfir ekki andmæl-
um. Þá þartf ekki skriíleg
viðurkenning hlutaðeigandi
flokksstjórnar að fylgja fram
boði í nafni flokks, en flokks-
stofnun hefur neitunarvald
um, að listi sé borinn fram
í nafni flokksins. Breytingin
felst í því, að landslög skyldu
eftir fyrri tillögunni fortaks-
laust banna tvo eða fleiri
lista í nafni flokks í kjör-
dæmi og krefjast skriflegrar
viðurkenningar hlutaðeigandi
flokksstjórnar, en eftir síðari
tillögunni er valdið um á-
kvörðriti framangreindra at-
riða fært með lögum í hendur
flokksstotfnana.
Til glöggvunar skal hér
gefið yfirlit um tiliöguflutn-
inginn. í fyrsta lagi núgild-
andi 27. gr. kosningalaganna
(I ) í öðru lagi fyrri breyt-
ingartillagan við 27. gr. (II.)
og í þriðja lagi nýja breyt-
ingartillagan við 27. gr. (III.).
I. Núgildandi 27. gr. kosn-
ingalaga: „Framboðslista í
kjördæmi skal fylgja skrifleg
yfirlýsing allra þeirra, sem á
listanum eru, að þeir hafi
leyft að setja nöfn sín á list-
ann, svo og skrifleg yfirlýs-
ing um stuðning við listann
frá eigi færri en 100 og eigi
fleiri en 200 kjósendum í
Reykjavík og eigi færri en
50 og eigi fleiri en 100 í
öðrum kjördæmum.
Framboðslista skal fylgja
skrifleg yfirlýsing meðmæl-
enda listans um það, fyrir
hvern stjórnmálaflokk listinn
sé boðinn fram. Ef yfirlýs-
ingu þessa vantar, telst listi
utan flokka.“
II. Aðalefni breytingartil-
lögunnar, sem lögð var fram
í ofanverðum janúar s.l. (þing
skjal 224) var, að 2. máls-
grein 27. gr. kosningalag-
anna (sjá I. Framboðslista
skal o.s.frv.) skyldi breytt og
h'ljóða svo: „Framiboðslista
skal fylgja skrifleg yfirlýs-
ing meðmælenda listans um
það, fyrir hvern stjórnmála-
flokk listinn sé boðinn fram,
svo og skrifleg viðurkenn-
ing hlutaðeigandi flokks-
stjórnar fyrir því, að listinn
skuli vera í kjöri fyrir flokk—
inn. Ekki getur stjórnmála-
flokkur boðið fram fleiri en
einn lista í sama kjördæmi.
Vanti aðra hvora yfirlýsing-
una, telst listinn utan
flokka.“
III. Nýja breytingartillag-
an (þingskjal 437) er þess
efnis, að einni málsgrein
verði bætt við núgildandi 27.
gr. (sjá I.). Er tillagan svo-
hljóðandi: ,,Ef sá aðili, sem
samkvæmt reglum flokks er
ætlað að ákveða framboðs-
lista, eða staðfesta framboðs-
lista endanlega, ber fram mót
mæli gegn því, að listi sé í
framboði fyrir flokkinn, skal
yfirkjörstjórn úrskurða slík-
an lista utan flokka og lands-
kjörstjórn úthluta uppbótar-
þingsætum í samræmá við
það“.
Sama meginstefna
Eins og áður hefur verið
vikið að, er flokksræðisþráð-
urinn í hinni nýju tillögu í
aðalatriðum hinn sami og í
fyrri tillögunni. Valdið skal
fært frá kjósendum til
flokksstofnana og flokksræð
ið þar með enn aukið. Um
það getur naumast verið á-
greiningur, en hinsvegar eru
skiptar skoðanir um, hvort
sú flokksræðisaukning, sem í
tillögunum felst sé nauðsyn-
leg, eða óhjákvæmileg. Að
mínu mati er ekki á flokks-
ræðið hætandi og engar for-
sendur fyrir aukningu þess.
Um það vísast til greinar í
Morgiinblaðinu 3. febr. s.l.
Samkvæmt hinni nýju til-
lögu er flokkunum frjálst að
leyfa fleiri en einn lista í
nafni flokks í kjördæmi. Vel
kann að vera, að flokksvald-
ið sitji á heimild sinni, ef
flokksbrot bjóða fram lista
og æskja merkingar hans í
nafni flokks síns. Ef svo
yrði, hefði frávikið frá fyrri
tiilögunni nokkra þýðingu.
Réttindi og skyldur
I gildandi lögum eru stjórn
málaflokkar óskýrgreindir
og engar kröfur til þeirra
gerðar. Hins vegar eru til
lög um t.d. sarrwinnufélög,
hlutafélög og stéttafélög. Sam
kvæmt lögunum hafa stofn-
anir þessar og aðilar þeirra
ákveðin réttindi og nokkrar
skyldur. Undanfarið hefur
mikið verið rætt um auknar
skyldur stéttarfélaga vegna
verkfallsboðunar, þ.e., að í
lög verði leidd ákvæði, sem
kveði svo á, að stéttarfélag
skuli skylt að efna til alls-
herjaratkvæðagreiðslu um
verkfallsboðun og þurfi á-
kveðinn hundraðshluti félags
manna að taka þátt í henni
og e.t.v. aukinn meirihluta til
að svo afdrifarík ákvörðun,
sem verkfallsboðun er, telj-
ist samþykkt. Þessi kröfu-
gerð á hendur stéttarfélög-
um er um margt réttmæt. en
Ármann Sveinsson
gagnlegt er í sömu andrá að
huga nokkuð að réttindum og
skyldum stjórnmálaflokka.
Skyldur þeirra eru engar að
lögum, og meðan svo er, er
ekki skynsamlegt að lögfesta
réttindi þeim til handa og
sízt þau, sem svipta þarf
kjósendur, til þess að fram
nái að ganga. Þess vegna á
ekki, að fá stjórnmálaflokk-
um vald það, sem nú er gerð
tillaga um, og af leiðir, að
þeir hafa sjálfdæmi um,
hversu mörgum aðilum þeir
fela ákvörðun framboða og
merkingu. Stjórnmálaflokkar
gætu því fullkohilega löglega
falið einum manni eða fáum
umboð til ákvörðunar • fram-
boða- Verður svo takmarka-
laus réttindaveiting að telj-
ast nokkuð mikil léttúð af
hálfu löggjafarvaldsins sam-
anborið við ríkjandi stefnu í
lagasmíð.
Við heildarendurskoðun
kosningalaga þarf því að
taka til athugunar stöðu, rétt
indi og skyldur stjórnmála-
flokka. Eftir að lögmæltar
yrðu ákveðnar starfsreglur
þeirra um lýðræðislega
ákvarðanatöku um framboðs-
lista o.fl., kann að vera feng-
inn grundvöllur fyrir ákvæð-
inu í hinni nýju tillögu. En
ekki fyrr.
Landskjörstjórn
svipt fullu forrœði
í nýju breytingartillögunni
er farið inn á þá braut, að
svipta landskjörstjóm for-
ræði að nokkru við úthlutun
uppbótarþingsæta. Niðurlag
tillögunnar er eðlilegast að
skilja svo, að í ákveðnu til-
felli skuli landskjörstjórn út-
hluta uppbótarþingsætum í
samræmi við úrskurð yfirkjör
stjórnar. Verður þessi tilhög-
un að teljast vafasöm og var-
hugaverð. Reynslan sýnir,
að ekki veitir af æðri úr-
skurði um þessi efni og má
þar til nefna alþingiskosn-
ingar 1946 og 1967. Ekki skal
veitzt að yfirkjörstjórnum, en
á það bent, að hættara er
við, að staðbundin sjónarmið
kunni nokkru að ráða og
ekki er við því að bú-
ast, að yfirsýn yfirkjörstjórn
armanna yfir lagareglur sé
jafnglögg og landskjörstjórn
armanna. Þá horfir ekki til
réttaröryggis á þessu sviði,
að fella eitt úrskurðarstig
niður við ákveðnar aðstæð-
ur. Engu núverandi þriggja
úrskurðarstiga, þ.e. yfirkjör-
stjórn, landskjörstjórn og Al-
þingi, virðist ofaukið.
Ákvœðið, sem brýn-
ast er að lögfesta
Einkennilega kemur fyrir
sjónir, að ekki skuli flutt til-
laga til breytinga á kosninga-
lögum um gleggra valdsvið
yfirkjörstjórnar og landskjör
stjórnar. Einmitt sú óvissa
var eldsneyti kommiúnista við
að reyna að telja mönnum
trú um, að framboð Hanni-
bals s.l. vor væri utan-
flokkaframboð. Yfirkjör-
stjórn Reykjavíkurkjördæmis
úrskurðaði lista Hannibals ut
an flokka, en landskjörstjórn
úrskurðaði listann sem lista
Alþýðubandalagsins og lýsti
jafnframt yfir, að atkvæði
greidd Hannibalslistanum
teldust til atkvæða Alþýðu-
bandalagsins við úthlutun
uppbótarþingsæta. Hlaut sá
úrskurður staðfestingu Al-
þingis. Myndin, sem blasti
við kjósendum síðastliðið
vor var því vægast sagt frem
ur ótraustvekjandi: Tvær
kjörstjórnir skipaðar ágætum
lagamönnum á öndverðum
meiði um merkingu framboðs-
lista. Fyrir þessu gekk komma
vélin og reyndi að telja
mönnum trú um, að formaður
Alþýðubandalagsins byði sig
fram utan flokka og fram-
boðinu væri sérstaklega
stefnt gegn Alþýðubandalag-
inu.
í úrskurði landskjörstjórn-
ar frá 13. maí 1967 segir að
það leiði af 40. gr. laga um
kosningar til Alþingis, að
landskjörstjórn eigi úrskurð-
arvald um, hvernig listar
skuli merktir og yfirkjör-
stjórn beri að hlíta ákvörð-
un landskjörstjórnar í því
efni. En yfirkjörstjórn taldi
sér ekki skylt að hlíta þess-
um úrskurði og fór sínu fram.
Stjórnvöld þau, sem með góð-
um hug telja sér skylt að
bæta . kosningalögin, hafa
hins vegar ekki flutt enn til-
lögu um að orða fortakslaust
í lögunum, að aðilar, sem að
framboði standa, geti áfrýjað
úrskurði yfirkjörstjórnar um
merkingu framboðslista til
landskjörstjórnar og skuli úr
skurður landskjörstjórnar
bindandi fyrir yfirkjörstjórn
og listi merkjast samkvæmt
því. Með þessu móti yrði kom
ið í veg fyrir óvissu um
merkingu framboðslista og
þar með loku fyrir skotið, að
pólitískir aðilar geti ruglað
kjósendur á úrskurðum kjör-
stjórna og leikið „hráskinna-
leik“ með því móti.
Umrœðugrund-
völlurinn
Ef ræða á hina nýju
flo'kksræðistillögu út frá
framboðum Alþýðubanda-
lagsmanna í Reykjavík við A1
þingiskosningarnar 1967, er
um jafnskynsamlegan umræð
grundvöll að ræða og ef sagt
væri, að tillögurnar væru
fram komnar til þess að þjóna
kommúnistum í Reykjavík.
Nefnda tillögu um breytingu
á kosningalögunum verður
því að ræða frá allt öðru
sjónarhorni. Er þess að vænta
að svo verði gert. Umræðu-
grundvöllurinn hlýtur að
verða: staða stjórnmálaflokk-
anna í þjóðfélaginu, hlut-
verk, réttindi þeirra og skyld
ur. Það gæti orðið mikill feng
ur, ef umræður yrðu frjóar
og rismiklar um þessi atriði
og^væri raunar óeðlilegt, ef
svo yrði ekki, því allir al-
þingismenn, verða að hafa
einhverja skoðun á slíkum
grundvallaratriðum. Tillögu-
flutningurinn væri ekki með
öllu skaðlegur, ef af
honum leiddu gagnlegar
umræður um þennan þátt
stjórnmálastarfsins.
Frestun
I nefndaráliti meirihluta
allsherjarnefndar neðri deild
ar um frumvarpið til laga
um breytingu á kosninga-
Framhald á bls. 17