Morgunblaðið - 06.04.1968, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. APRÍL 1968
Útgefandi:
Fr amkvæmdast j óri:
Ritstjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Fréttastjóri:
Auglýsingastjóri:
Ritstjórn og afgreiðsla:
Auglýsingar:
í lausasölu:
Áskriftargjald kr. 120.00
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6. Sími 10-100.
Aðalstræti 6. Sími 22-4-80.
Kr. 7.00 eintakið.
á mánuði innanlands.
KA UPUM ÍSLENZKAR
IÐNADAR VÖR UR
Varðskipið Þór - nefnt sem dæmi um þesskonar þjónustuskip.sem brezki togaraflotinn þarfn
ast.
Veðurskipið sent til
að friða almenning
— segja brezkir togaraskipstjórar
C’yrir nokkru ritaði Otto
Shopka, framkvæmda-
stjóri Landssambands iðnað-
armanna, athyglisverða grein
í dagblaðið Vísi, þar sem hann
fjallar um nauðsyn þess, að
neytandinn geri sér skýra
grein fyrir afleiðingum þess,
hvort hann kaupir íslenzkar
eða erlendar iðnaðarvörur.
Greinarhöfundur benti m.a.
á, að ef sérhver íslendingur
keypti innlendar fatavörur
fyrir 1000 krónur í stað þess
að kaupa erlendan fatnað,
mundi það veita 500 manns at
vinnu við innlendan fataiðn-
að og hann benti ennfremur
á, að ef allar skipaviðgerðir,
sem framkvsemdar voru er-
lendis á sl .ári hefðu farið
fram hér innanlands, hefði
það þýtt 30 milljónir króna
í vinnulaunagreiðslur til járn
iðnaðarmanna.
t»að er vissulega rétt, sem
Otto Shopka segir í grein
sinni, að innflutningshöft eða
háir verndartollar eru ekki
svarið við vandamálum ís-
lenzks iðnaðar. Þar hlýtur
fyrst og fremst að koma til
skilningur neytandans á gildi
þess fyrir þjóðina í heild, ein-
staklingana og hann sjálfan,
að hann kaupi fremur iðnað-
arvörur ,sem framleiddar eru
í landinu sjálfu af íslenzkum
höndum en erlendan varning.
Auðvitað verða menn að
meta verð og gæði og ekki
má gleyma því, að fyrir
hvern einstakan er það tölu-
verð kjarabót að fá ódýra
vöru, en sú kjarabót kann
hins vegar að verða skamm-
vinn ,ef það t.d. leiðir til at-
vinnuleysis eða samdráttar í
tekjum ,að neytendur á ís-
landi kaupa fremur erlendar
vörur en innlendar-
í fyrradag var samþykkt
í borgarstjórn Reykjavíkur
tillaga borgarfulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins þess efnis, að
taka beri tillit til þjóðhags-
legs gildis þess, að verk séu
framkvæmd af innlendum að
ilurn, jafnvel þótt tilboð
hinna innlendu aðila séu
nokkuð hærri, að jafnaði þó
eigi meir en 5—10% hærri.
Eftir þessari reglu hefur í
mörgum tilvikum verið farið,
t.d. í sambandi við smíði
strandferðaskipanna tveggja
svo og við yfirbyggingar á
strætisvagna borgarinnar
vegna hægri umferðarinnar.
En jafnvel þótt opinberir
aðilar telji sér skylt að taka
fremur innlendum tilboð-
um, þótt þau séu nokkru
hærri og þótt skilningur ís-
lenzkra neytenda fari vax-
andi á því, að fremur beri að
kauna það, sem íslenzkt er.
má það ekki verða til þess, að
innlend iðnaðarfyrirtæki leit-
ist ekki við að tryggja fyllstu
hagkvæmni í rekstri sínum.
Án samkeppni getur iðnaður-
inn ekki byggzt upp og þró-
azt með heilbrigðum hætti.
I>ess vegna hljótum við að
viðhalda því verzlunarfrelsi,
sem áunnizt hefur á undan-
förnum árum um leið og ís-
lenzkir neytendur og opin-
berir aðilar taka höndum
saman um að efla innlendan
iðnað og þar með atvinnu-
lífið í landinu með þeim ráð-
um, sem þessum aðilum eru
tiltæk.
MARTIN
LUTHER KING
ltlorðið á bandaríska blökku-
mannaleiðtoganum dr.
Martin Luther King sýnir
glögglega djúpstæð átök
og ólgu í auðugasta ríki
heims. Þessi hryllilegl glæp-
ur undirstrikar enn einu
sinni hversu erfið sam-
búð fólks af ólíkum kyn-
þáttum er, og jafnframt, að
þau átök, sem leiða af slíkri
sambúð kalla fram allt það
versta í manninum.
Dr. Martin Luther King
var tvímælalaust áhrifamesti
leiðtogi blökkumanna í
Bandaríkjunum, forustumað-
ur baráttu fyrir réttindum
blökkumanna án ofbeldis.
Það er kaldranalegt, að ein-
mitt slíkur maður skyldi falla
fyrir kúlu launmorðingja.
Blökkumannavandamálið í
Bandaríkjunum snertir ekki
aðeins sambúð hvítra manna
og svartra. Það er einnig
vandamál, sem skapast af svo
óhugnanlegri fátækt, að
henni verður ekki með orð-
um lýst, og það er svo djúp-
stætt og rótgróið að það verð-
ur ekki leyst í tíð einnar kyn-
slóðar, til þess þarf þrotlaust
starf margra kynslóða.
Þær þjóðir, sem ekki eiga
við kynþáttavandamál að
etja, eru stundum nokkuð
fljótar til að fordæma Banda-
ríkin og aðrar þjóðir, sem
búa við kynþáttamisrétti.
Slík fordæming leysir ekki
vanda blökkumannanna í
Bandaríkjunum og peningar
leysa hann ekki heldur.
f nýútkomnu tölublaði „Fish-
ing News“ segir, að meðlimir sam
taka yfirmanna á togurum í
Hull áiíti, að veðurskip á mið-
unum norðvestur af fslandi
g’eri ekki mikið gagn og hafði
verið sent aðallega til að friða
almenning.
Ritari samtakanna, Laurie Oli-
ver, skýrði frá þessu á sama
tíma og hann gerði grein fyrir
afstöðu yfirmanna á togurum til
nýrra öryggisráðstafana og það
sem fylgir í kjölfar þeirra.
Oliver sagði, að togaraskipstjór
ar væru æfareiðir vegna bann-
sins við fiskveiðum norður af
íslandi og þeir teldu, að engin
þörf væri fyrir veðurskip, ein-
kanlega þar sem veðurþjónusta
á þessum slóðum væri fullnægj-
andi.
Oliver kvaðst hafa tjáð Mall-
aliez, sjávarútvegsmálaráðherra,
að a.m.k. tvisvar á dag væri út-
varpað veðurfregnum á ensku
frá Veðurstofunni í Reykjavík.
Grundvallarskilyrði er gjör-
breytt afstaða fólksins til sam
borgara af ólíkum litarhætti
og sameiginlegt átak allra,
hvítra, gulra og svartra.
Vonandi verður dauði
Martins Luthers Kings til
þess að opna augun þeirra
sem enn eru haldnir gömlum
fordómum, fyrir því að það er
engin önnur lausn til en sú,
að fólk af ólíkum kynþætti
lifi saman í friði. En sú hætta
er einnig fyrir hendi, að morð
ið á Martin Luther King
verði til þess að blökkumenn
missi trúna á ofbeldislausa
baráttu og að öfgamönnum
á borð við Stokely Carmich-
ael og Rap Brown aukist
Ef togarar voru að veiðum fyr-
ir Austurlandi og hlustunarskil-
yrði slæm vegna fjallanna var
hægur vandi að kalla upp rtöðv-
ar á Austurlandi, t.d. Norðfjörð,
og biðja um veðurfréttir.
Oliver sagði: „Meðlimir sam-
taka okkar álíta, að veðurskip
geti ekkert fyrir togara sina
gert, sem þeir geti ekki g'ert
sjálfir. Sú er skoðun beírra, að
skipið hafi verið sent t;l að
lægja öldurnar, sem risu vegna
sjóslysanna nýverið.“
Oliver sagði ennfremur, að með
sem raunverulega væri þörf á
væri birgðarskip af þeirri teg-
und, sem Barry Anderson, flota-
foringi stakk upp á að send
væru með togaraflotanum á fs-
landsmið, en Anderson reit tveim
ur ráðherrum sendibréf um þessi
málefni. Oliver kvaðst hafa séð
afrit af bréfinu og væri hann
samþykkur næstum öllu sem þar
hefði komið fram.
Anderson sem stjórnaði aðgerð
FRUMVARPIÐ um sol u á prests
setursjörðini Selbergi og fl. kom
til þriðju umræðu í efri deild í
gær, en áður hafði það verið
samþykkt með nokkrum breyt-
ingum í neðri deild.
Jóhann Hafstein, dómis- og
kir'kjumiálaráðlherra, flutti breyt
ingartillögu við fruimvarpið í
gær og er rí'kils'sbjórninni með
því heiimilað að fá Skátafélagi
fylgi. En nú er það Banda-
ríkjamanna, hvítra og
svartra, að sýna og sanna að
Martin Luther King hafi ekki
lifað og dáið til einskis.
um brezkra herskipa meðan á
„þorskastríðinu“ við ísland stóð
sagði í bréfi sínu, að ef ríkis-
stjórnin gæti ekki keypt fjóra
nútíma togara og útbúið þá sem
aðstoðarskip fyrir togaraflotann
ætti hún að láta byggja fjóra
600—700 lestir að stærð, stm
næðu a,m.k. 22 hnúta ferð.
Skip þessi ættu að vera út-
búin læknistækjum fyrir sjúkl-
inga, ennfremur vélum til
að taka aðra togara í tog, ef
á þyrfti að halda. Um borð í þess
um skipum þurfa að vera góður
læknir, veðurfræðingur, tækni-
menn og froskmenn, sagði And-
erson.
Þá sagði flotaforingin í bréfi
sínu: „Hin ágætu íslenzku skip,
Óðinn og Þór, einnig V.-Þýzku
eftirlitsskipin eru góð dæmi um
það, sem þarf að gera.
Ég veit af eigin reynslu, að
togarar þarfnast margskonar að-
stoðar á fiskimiðunum allt árið
um kring, læknishjálpar, verk-
fræðihjálpar, rafmagns-, ratsjár-
olíu-, og kafarahjálpar svo fátt
eitt sé nefnt.
Margur er sá sjómaður, sem
á lífið að þakka lækni, sem nær-
staddur var á eftirlitsskipi. Við
greiðum milljónir til heilbrigðis-
hjálpar, hernaðar- og varnar—
mála. Sem fiskiveiðisjóð gætum
við vissulega haft efni á því að
leggja fram nokkur þúsund til
þess að aðstoða sjómennina okk-
ar í lýjandi og hættulegu starfi
þeirra.
Akraness til umráða með nánar
til'te'knum skiimáluim sipildu úr
landi kirkjujarðarinnar Stóru-
Drangeyrar í Skorradal, allt að
700 m'etra meðfraim Skiorradalis-
vatni og upp í fjalldhlíð.
Þá verði ríkisstjórninni enn
fremur heimilt, að aflhenda
Bandalagi starfsmanna ríkils og
bæja til umráða allt að 50 hekt-
ara úr svonefnduim Mióadal í
la ndi prestsset ursj ar ð arinnar
Saurbæjar á Hvalfjarðarströnd,
svo og aðgang að hálfum hektara
á sfávarströnd jarðarinnar.
Breytingartillögur þesisar
voru samiþyikiktar og m'álinu /fe-
að aiftur ti'l neðri dteildar, vegna
áorðinnar breytingar.
BSRB fói land á Hvalfjarðarströnd