Morgunblaðið - 06.04.1968, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. APRÍL 1908
Leynilögreglumaður í Memphis skoðar riffilinn, sem fannst
skammt þar frá, sem King var myrtur.
— ÞJÖÐARSORG
Framhald af bls. 1
höfðingja og Chung Hee Park,
forseta S—Kóreu.
Lík Kings flutt til Allabama.
Nokkru áður en Johnson, for-
seti, tók sér í munn vígorð
blökkumanna, sungu vinir og
stuðningsmenn hins látna þau
yfir kistu hans í Memphis, þar
sem haldin var minningarathöfn
um hann, áður en lík hans var
flutt til heimaborgar hans At-
lanta í Georgia. Dr. Ralph Al-
bernathy, einn helzti vinur og
stuðningsmaður Kings, sem nú
mun væntanlega taka upp merki
hans þar sem frá var horfið, hélt
minningarræðu yfir kistunni, þar
sem hún lá á viðhafnarbörum.
Fjöldi manna gekk þar hjá í
dag til að votta hinum látna
virðingu.
Skömmu síðar sagði annar af
nánustu samstarfsmönnum Kings
Hosea Williams, er var sjónar-
vottur að morðinu, að blökku-
menn yrðu að haida áfram stefnu
hins látna“. Við verðum að halda
áfram að berjast án valdbeiting-
ar, við megum ekki brenna Band
ríkin til ösku“ sagði hann. Og
hann skýrði svo frá því, að
King hefði skömmu áður en hann
var myrtur, rætt við samstarfs-
menn sína um nauðsyn þess að
halda áfram á sömu braut og
þá varað við því unga fólki, sem
lýsti sig andvígt styrjöld á er-
lendum vettvangi en gerðist jafn
framt málsvarar ofbeldis heima
fyrir.
Sem fyrr sagði var lík Kings
flutt til Atlanta í dag, með
leigu flugvél, sem NTB segir, að
Robert Kennedy hafi greitt fyr-
ir. Ekkja hins látna kom og sótti
líkið, en hún var stödd á flug-
vellinum í Atlanta, er henni
barzt fregnin um morðið. Með
henni voru tvö elztu börn þeirra
hjóna og voru þau öll á leið
til Memphis: frú King hafði ekki
komizt fyrr, þar sem hún var að
ná sér eftir meiri háttar upp-
skurð. Þau héldu þegar heim, er
ljóst var, hvað gerzt hafði, og
sá borgarstjórinn í Atlanta, Iv-
an Allen, sem var á flugvellin-
um með frú King; um að lög-
reglumenn héldu strangan vörð
um hús Kingshjónanna í nótt.
King verður borinn til grafar
í næstu viku og verða viðstadd-
ir útförina ma. Johnson forseti
og blökkumaðurinn bandaríski
Ralph Bunche, sem á sínum tíma
hlaut friðarverðlaun Nobels og
er nú einn af varaframkvæmda-
stjórum Sameinuðu Þjóðanna.
Verður hann fulltrúi U Thants,
frkv.stj.
Óeirðir í 30 borgum.
í mörgum borgum Bandaríkjanna
og héldu þær áfram fram eftir
nóttu. Víðast var um að ræða
íkveikjur, rán og gripdeildir í
verzlunum og rúður voru brotn-
ar í mörgum byggingum. Einn-
ig var mörgum bifreiðum velt
um, rúður í þeim brotnar og
kveikt í þeim. Að því er AP
hermir í dag, kom til átaka milli
blökkumanna og lögreglu í um
þrjátíu borgum, en verst varð
ástandið í New York, Washing-
ton D.C. og Boston. Sjö þúsund
lögreglumenn héldu vörð á göt-
um New York borgar í alla
nótt, eftir að tekizt hafði að
koma þar á ró og reglu. Flestir
voru í Harlem, blökkumanna-
hverfinu, þar sem meðal fólks-
ins skiptist á þrúgandi sorg og
logandi heift. John Lindsay,
borgarstjóri í New York, fór til
Harlem í gærkveldi gekk þar um
götur og reyndi að stilla til frið-
ar. Við Lenox Avenue mætti
hann skara herskárra ungmenna,
sem helltu yfir hann svívirðing-
um og köstuðu að honum flug-
eldum og öðrum hlutum og fór
svo, að einn forystumaður
blökkumanna, sem var í fylgd
með honum, dró hann í burt og
fór með hann af staðnum. Eftir
það fylgdist Lindsay með at-
burðunum fyrir milligöngu lög-
reglunnar og aðstoðarmanna
sinna.
Að minnsta kosti þrír menn
munu hafa látið lífið í óeirðun-
um í gærkveldi, fjölmargir meidd
ust og um tvö hundruð voru
handteknir.
Víða hélt óeirðunum áfram í
dag, m.a. í Washington, þar sem
lögreglumenn urðu að beita kylf
um og táragasi til að stöðva
flokk ungra blökkumanna í um
3. kílómetra fjarlægð frá
Hvíta húsinu. Fóru blökku-
mennirnir um borgina með í-
kveikjum og brutu rúður og
rændu úr verzlunum, hvar sem
við varð komið. Margir voru
handteknir og lokaði lögreglan
fimmtán borgarhverfum, jafnvel
fyrir íbúum þeirra, meðan leit-
að var að þeim, sem fremst
stóðu fyrir flokkum óaldar-
manna. Talsmaður lögreglunnar
í Washington segir, að búast
megi við víðtækum og langvar-
andi kynþáttaóeirðum í Washing
ton sem annarsstaðar vegna
morðsins.
í Memphis, þar sem King var
myrtur, var allt með kyrrum
kjörum í dag, en þar urðu gíf-
urlegar óeirðir í nótt, hinar
mestu, sem þar hafa orðið. Borg
arstjórinn þar, Henry Loeb, setti
útgöngubann og kallaði út fjög-
ur þúsund manns úr þjóðvarð-
arliðinu. Embættismenn og for-
ystumenn blökkumanna hafa
skorað á menn að halda frið í
borginni en haldið er áfram und
irbúningi að göngunni, sem fram
á að fara næsta mánudag, til
kröfum sorphreinsun-
Rúmlega klukkustund eftir að
fréttin um morðið barst út, höfðu
brotizt út kynþáttaóeirðir stuðnings
Þegar fréttin um morð dr. Martins Luthers Kings barst til Harlem í New York, þústu íbú
arnir út á göturnar, ýmist grátandi af harmi eða logandi af heift. Aður en langt um leið log-
aði hverfið í óeirðum. Mynd þessi var tekin við 125. götu, þar sem blökkumenn höfðu
kveikt í húsgangaverzlun.
Sovézkar fréttastofnanir birtu
í morgun fréttina um morðið,
Moskvu útvarpið sagði, að enn
hefði svört blaðsíða bætzt í
sögu Bandaríkjanna og málgagn
stjórnarinnar, „Izvestija bar
morðið saman við morð Kenned-
ys, „þar sem einnig fannst riff-
ill búinn kíki, skamimt frá morð-
staðnum". Segir blaðið, að Kenn
edy hafi átt að vera undir stöð-
ugu eftirliti lögreglu, samt hafi
hann verið skotinn og aldrei
verið úr því skorið óyggjandi
hver morðingi hans var. Dr.
King . hafi einnig átt að vera
undir lögreglueftirliti, — en
hann hafi farið sömu leið.
armanna, sem nú eru í verk-
falli. King var einmitt til
Memphis kominn til að stjórna
þeirri göngu.
Loeb borgarstjóri hefur lýst
yfir þriggja daga sorg í Mem-
phis vegna morðsins og hvar-
vetna í borginni blökktu fánar
í hálfa stöng í dag.
í mörgum helztu borgum
Bandaríkjanna, þar sem búast
mátti við óeirðum, var stórverzl-
unum lokað og tekið fyrir á-
fengissölu. Mikið var um hóp-
göngur og fjöldafundi og gefn-
ar út ótal stóryrtar yfirlýsingar.
Carmichael kallar á hefnd.
Einn af helztu leiðtogum
blökkumanna í Jackson Missi
sippi Charles Evers, kallaði
blökkumenn saman til fundar,
þegar er hann heyrði fréttina
um morðið á King og bað þá
að forðast að flekka þá hug-
sjón, sem hann hefði látið lífið
fyrir. Nokkrir prestar stóðu fyrir
fundinum með Evers og að hon
um loknum fóru þeir um götur
borgarinnar og reyndu að stilla
til friðar.
Síðar upplýsti Evers, að rétt
eftir að fregnin um morðið barst
honum, hefði einhver hringt til
hans og sagt: „Við vorum að
enda við a’ð drepa svarta þorpar
ann, Martin Luther King. Nú er
röðin komin að þér“ Síðan hló
sá, er talaði og lagði símtólið
á. Þetta endurtók sig nokkrum
sinnum. Bróðir Evers, Medgar,
sem var áður leiðtogi blökku-
manna í Mississsippi, var myrt-
ur í Jacson fyrir fimm árum.
Annar forystumaður blökku-
manna — hinna herskáu er boða
„vald hinna svörtu", Stokeley
Carmichael, átti fund með frétta
mönnum í Washington í dag og
las fyrir þeim áskorun. til
blökkumanna um gervöll Banda
ríkin um að verða sér úti um
skotvopn og halda út á strætin
til þess að hefna fyrir morðið
á dr. Martin Luther King. Hann
sagði jafnframt, að morðið væri
hreinustu smámunir í saman-
burði við það, sem héðan í frá
mundi gerast í Bandaríkjunum.
Hvítir Bandaríkjamenn ættu
blökkumönnum skuld að
gjalda og hún yrði ekki greidd
í réttarsölum heldur á strætum
úti. Hann réðst á Johnson for-
seta og fleiri embættismenn, m.a
Robert Kennedy, sem hann
sagði hafa sýnt linkind þeim er
drepið hefðu baráttumenn
blökkumanna, þegar hann var
dómsmálaráðherra.
Viðbrögð.
Víðsvegar um heiminn hafa
menn látið í ljós hryggð vegna
morðsins á Dr. King, þeirra á
meðal U Thant, framkv.stjóri
Sameinuðu Þjóðanna, Páll pafi
VI, Indira Gandhi, forsæstiráð
herra Indlands, leiðtogar stjóm-
málaflokknnna í Bretlandi, Erki
biskupinn af Kantaraborg, heim
spekingurinn Bertrand Russell,
forseti Ítalíu, Saragat og fleiri
leiðtogar, veraldlegir sem and-
legir. Samúðarskeyti hafa
streymt til ekkju Kings í dag,
m.a. frá Jaqueline Kennedy, sem
stóð í sporum hennar fyrir nokkr
um árum og sovézkum kvenna-
samtökum, er lýsa yfir samúð
og sorg „milljóna sovézkra
kvenna vegna hins grimmilega
morðs á menni, er barðist svo
mjög fyrir friíð og mannréttind
um“, eins og þar segir.
New York Times sagði í morg
un um morðið á dr. King, að
það sýndi hvílík regindjúp hug-
leysis og siðspillingar mætti
finna meðal þeirra, sem berðust
gegn því, að blökkumenn fengju
þau réttindi í þjóðfélaginu sem
þeim bæri.........Fall dr. Kings
fyrir skoti morðinga er hörmu-
legur sorgaratburður, er varðar
alla bandarísku þjóðina", sagði
blaðið.
„The Times,“ í London minnir
á þau ummæli dr. Kings er hann
heimsótti Bretland á síðasta ári,
að öll þau vandræði vegna kyn
þáttamála, sem Bandaríkjamenn
ættu nú við að stríða kynnu að
dynja yfir Breta, áður en þeir
gerðu sér þess nokkra grein.
Hann hefði séð í Bretlandi sama
grundvöll kynþáttahaturs og í
Bandaríkjunum, samskonar borg
arhverfi, mismun á sviðum at-
vinnugreina og mismun í
menntun og þroskamöguleikum.
Eiginkona dr. Kings var að leggja af stað flugleiðis frá Atl-
anta til Memphis, þegar hún heyrði fréttina um morðið.
Myndin var tekin er hún hélt úr flugstöðinni í fylgd með
Ivan Allen borgarstjóra í Atlanta.
Blaðið segir og að stjórnar-
völd Bandaríkjanna hvetji til
valdbeitingar gagnvart negrum,
mörg afbrot sem framin hafi ver
ið vegna kynþáttahaturs séu ó-
upplýst og eflaust liggi margir
baráttumenn blökkumanna
grafnir í skógum Alabama og
Mississippi.