Morgunblaðið - 06.04.1968, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 06.04.1968, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. APRIL 1908 ER „HEDDA GABLER“ raunsæ lýsing á norsku þjóðlífi í lok síð- ustu aldar? Margir munu hyllast til að svara þeirri spumingu ját- andi, og víst er um það, að ytra umhverfi leiksins og þjóðfélags- öflin bakvið rás hans eru í fullu samræmi við samtíð höfundarins. Hitt er jafnljóst, að verkið í heild er fjarri því að vera raun- sæ lýsing veruleikans og þess mannlífs sem lifað var um alda- mót og síðar. Atburðarásin er alltof fimlega meðhöndluð, net „tilviljana" og tengsla of haglega riðið til að það hvarfli í alvöru að athugulum áhorfanda, að í þessum leik séu honum leidd fyrir sjónir tilvik hins daglega lífs. Það er til marks um yfir- burðatækni Ibsens og vald hans á efni sínu, að hann gerir sér ekkert far um að „blekkja“ Leikfélag Reykjavíkur. HEDDA GABLER Höfundur: Henrik Ibsen Þýðandi: Árni Cuðnasson Leikstjóri: Sveinn Einarsson Leikmynd: Snorre Tindberg Guörún Asmundsdóttir (Thea Elvsted), Helga Bachmann (Hedda), Guðmundur Pálsson (Jörgen Tesman), Jón Sigurbjörnssan (Brack) og Helgi Skúlason (Ejlert Lövborg). áhorfendur og vekja með þeim þá tilfinningu að þeir séu að skoða blákaldan veruleikann. Það jaðrar á stundum við óskammfeilni hve blygðunar- laust hann beitir tækni sinni, ekki sízt í fjórða þætti, hve opin- skátt hann minnir leikhúsgesti á, að þeir eru að horfa á tilbúinn veruleik sem á sér enga hlið- stæðu í daglegu lífi. Galdur hans er fólginn í því að fá áhorfend- ur til að samþykkja a'ðferðina, fallast á leikreglurnar og taka þátt í „leikaraskapnum“. Að sjálfsögðu hefði meistara á borð við Ibsen verið í lófa lagið að gera leikinn „sennilegri" með því að nota blekkinguna í ríkara mæli, en það hefði flatt hann út, gert hann hversdagslegri, veikt form hans og dregið úr áhrifun- xun. Ibsen er semsé ekki að færa okkur „sneið af lífinu“, heldur kryfja einn kjama þess, brjóta til mergjar tiltekin mannleg vandamál. Það verður ekki gert að neinu gagni nema með því að einangra þau, losa þau við öll aukaatriði og einbeita síðan öll- um kröftum að því að lýsa þau frá sem flestum .hliðum. í því efni á Ibsen fáa sína líka. Að sumu leyti minnir „Hedda Gabler" á grískan harmleik, byggðan á fastmótuðum helgi- siðum, og má segja að þessi lík- ing sé í rauninni dregin fram með umgerð leiksins, sem minnir einna helzt á kirkju, þar sem mynd hershöfðingjans gegnir hlutverki altaristöflu. Lokaatrið- ið er einnig mjög í anda grískra sjónleika: voðaverkin voru þar jafnan framin að tjaldabaki. Þó verður ekki sagt að „Hedda Gabler“ sé harmleikur í grískum skilningi — kannski miklu frem- ur hið gagnstæða. Að minnsta- kosti heldur Allardyce Nicoll því KYIMIXilNG Hugguleg, ábyggileg, en ein- mana kona um fimmtugt, ósk ar að kynnast góðum, ábyggi- legum og vel stæðum manni. Tilboð sem greinir aðstæður, sendist blaðinu innan viku- tíma merkt: „1979—8001“. fram í hinni miklu leiklistarsögu sinni, „World Drama“, að verk- ið sé í eðli sínu fyrsta flokks gamanleikur í svipuðum skiln- ingi og „Volpone“ Jonsons, og bendir meðal annars á orð Bracks í leikslok (sem séu óhugsandi í harmleik) og allt hjalfð um vínviðarlauf í hárinu, sem engin leið sé að taka öðru- vísi en sem ómengað grín. Vera má að þessi skilningur þyki nokkuð langsóttur, en hitt má véra Ijóst að „harmleikur" Heddu er ekki fólginn í dauða hennar, heldur hefði hann falizt í áframhaldandi innantómu lífi, einsog Berrnard Shaw benti réttilega á. Hedda er skóladæmi um þær taugaveikluðu efnakonur sem tröllríða velferðarþjóðfélögum nútímans, rótlausar, eirðarlaus- ar og óánægðar með hlutskipti sitt, vini og umhverfi, vegna eig- ingirni og öfundar og vegna þess að lífsgildi þeirra eru brengluð, fölsk, ófullnægjandi. Hedda er af höfðingjaættum, en samt ger- sneydd þeim andans aðli sem Ijái lífi hennar innri fylling eða ytri tilgang. 01l hugsun hennar snýst um þægindi og öryggi, en hún forðast einsog heitan eldinn allar áhættur — einnig þær sem hún þráir innst inni. Hana dreymir um lífsreynslu, en beyg- urinn heftir hana og hrekur æ lengra inní einmanaleik og upp- gjöf. Lífsmagn hennar er þorrið, tilfinningarnar skrælnaðar, hún er steingeld og vígð dauðanum. Þegar hún verður þess vísari að hún er með barni, örvæntir hún; og það sem ræður úrslitum um sjálfsmorðið er vitundin um hneykslið sem vofir yfir nema hún gefi sig assessörnum á vald, en til þess getur hún ekki held- ur hugsáð. Sjálfsmorðið er því auvirðilegur fljótti einsog allt hennar líf hefur verið, og kemur þar fram með áþreifanlegustum hætti kaldhæðnin og tvísæið sem gegnsýrir verkið allt. Andstæ'ða Heddu er ekki fyrst og fremst Ejlert Lövborg, heldur kynsystir hennar, Thea Elvsted, sem hún hefur jafnan fyrirlitið. Thea á djörfung til að hlaupast burt frá eiginmanni sínum og Segja öilum viðteknum hefðum og siðareglum samfélagsins stríð á hendur í því skyni að hjálpa manninum sem hún elskar. Hún hefur tij að bera þá kvenlegu sköpunargáfu sem fær bæði reist Ejlert úr rúst og innblásið verk hans. Hinzta ánægja Heddu verður nú að eyðileggja þeasa sköpun kynsystur sinnar, drepa „barnið“ sem þau hafa eignazt saman, Thea og Ejlert. Hedda Gabler er tvímælalaust ein af minnisstæðustu kvenper- sónum Ibsens, ekki sízt fyrir þá sök að hann finnur til með henni, skilur hana um leið og hann sál- greinir hana og afhjúpar. Hún er ekki bara flagð, heldur einnig fórnarlamb erfða og aðstæðna sem hún fær ekki yfirunnið. Að því leyti minnir hún á sumar eftirminnilegustu kvenpersónux íslendingasagna, til dæmis Hall- gerði og Guðrúnu Ósvífursdótt- ur. Einsog svo víða í leikritum Ib- sens gegnir fortíðin hér veiga- miklu hlutverki — „afturgöng- urnar“ sem sífellt hrella persón- ur hans: erfðir, dauðar hug- myndir, ófrjó tengsl, úrelt sann- indi, stirðnaðar hefðir. í þessu verki er það fyrst og fremst Gabler hershöfðingi, en einnig þau atvik sem átt hafa sér stað og þau margvíslegu tengsl sem myndazt hafa milli persónanna áður en leikurinn hefst. Húsið og húsgögnin gegna líka sínu mikilsverða hlutverki — eru í rauninni einnig „persónur" í leiknum. Heimur hans er lokað- ur, þar er varla glufa sem hleypi inn Ijósglætu að utan. Meginstef hans eru fæ’ðing og dauði, og eru þau leikin í öllum hugsanlegum tilbrigðum. Frumsýning Leikfélags Reykja- víkur á „Heddu Gabler" í Iðnó á miðvikudagskvöldið var gleði- legur viðburður, bæði vegna þess að liðinn er hartnær aldar- fjórðungur síðan Ibsen gisti Iðnó síðast og ekki síður vegna hins áð sýningin var frábærlega vönduð og vel unnin. Sveinn Einarsson hefur með henni tek- ið af öll tvímæli um að hann er orðinn einn okkar hagvirkasti og vandlátasti leikstjóri. Sýning- in ber mælskt vitni þeirri natni og gerhygli varðandi smáatríði sem einatt ræður úrslitum um farnað sýninga. Þó sitthvað megi að túlkun einstakra leikenda finna, var heildarsvipur sýning- arinnar listrænn og þokkafullur. Hþn var hæglát og lágstemmd en þar var hvergi ládeyðu að finna. Yddaður texti höfundar og vægðarlaus rökvísi héldu athygli áhorfenda óskiptri frá byrjun til enda. Helga Bachmann var glæsileg í hlutverki Heddu, bar sig einsog drottning, fasið höfðinglegt, til- svörin kuldaleg en rík að blæ- brigðum og kvenlegri lævísi þegar því var að skipta, lífsleið- inn í hverjum drætti og hverri hreyfingu. Helga dró einkum fram spillt eðli dekurbarnsins, sjálfsþóttann, kattarnáttúruna, en á stöku stað fannst mér skorta á innri þunga í túlkun- inni, þetta sem liggur utanvið raddblæ og látbragð og verður ekki skilgreint, en liggur samt í loftinu. Eigi að síður held ég að hér hafi Helga unnið sinn stærsta sigur til þessa. Guðmundur Pálsson lék eigin- mann Heddu, Jörgen Tesman, og dró upp einkar viðfelldna mynd af þessum sauðmeinlausa og í rauninni óhæfilega einfalda fræðimanni (eitt dæmi um list- ræna dirfsku Ibsens). Samt fannst mér vanta einhverja fræðimannlega reisn í túlkun Guðmundar, eitthvað sem gæfi til kynna að bakvið meinleysið væri ákveðinn mannlegur merg- ur sem skírskotað hefði til Heddu þráttfyrir allt. Ójafnræði þein-a hjóna var of mikið til að heildaráhrif yrðu fyllilega sann- færandi. Þarfyrir gerði Guð- mundur marga hluti prýðisvel í túlkun hins vanþakkláta hlut- verks. Guðrún Ásmundsdóttir lék Theu Elvsted af ríkri innlifun og túlkaði sérlega vel vanmátt og úrræðaleysi þessarar góðu og hugprúðu konu, en einnig hér vantaði að mér fannst eina vídd: þann „tærleik" sálarinnar, sem laðaði Ejlert að henni og tengdi þau svo sterkum böndum. Hjálparleysi hennar var of al- gert; sálarstyrkur hennar naut sín ekki. Helgi Skúlason fór með róm- antískt hlutverk Ejlerts Löv- borgs, hins lífsþyrsta, drykkju- sjúka og ljóngáfaða vonbiðils Heddu, og skilaði því þannig að mótsagnirnar í gerð persónunn- ar ur’ðu næstum trúlegar, en vissulega reynir Ibsen hvergi í leiknum meir á trúgirni áhorf- andans en með Lövborg. Leikur Helga var hóstílltur, en þó ívið úthverfur, og hefði innri sann- færing mátt koma betur fram. Jón Sigurbjörnsson lék nautna- segginn og hundingjann Assessor Brack af sannri glæsimennsku, gerði honum þau skil með hnit- miðaðri raddbeitingu og öruggu látbragði, að hann varð ljóslif- andi og alltaðþví geðfelldur. Þóra Borg lék gömlu Júlíönu Tesman af naerfæmi og hlýlegri kímni sem vann hjörtu leikhús- gesta, og var henni vel fagnað. Aurora Halldórsdóttir fór smekklega með hlutverk Bertu vinnukonu. Leikmyndin er eftir Norð- manninn Snorre Tindberg, sem reyndar er íslenzkur í móðurætt, og fannst mér hún mynda glæsta og vfðeigandi umgerð um leik- inn, húsgögn og tjöld efnismikil, ríkmannleg, traustvekjandi. Kannski hefði myndin af Gabler hershöfðingja þó mátt vera dálít- ið ógnvænlegri þannig að návist hans yrði enn greinilegri. Þýðing Árna Guðnasonar er prýðisvel unnin, tungutakið vandað og virðulegt svosem hæf- ir þessu nálega áttræða verki. Leikhúsgestir tóku sýningunni forkunnarvel, og ætlaði lófataki aldrei að linna í leikslok. Sigurffur A. Magnússon. Jón Sigurbjörnssou (Assessor Brack) og Helga Bachmann (Hedda Gabler).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.