Morgunblaðið - 06.04.1968, Síða 28

Morgunblaðið - 06.04.1968, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. APRÍL 196« sig að honum og þrýsti andlit- inu í grófa jakkann hans, sem þefjaði af tóbaki og naftalíni. Allt í einu var eins og einhver hamingjualda færi um hana. Hún komst í svo mikla upplyftingu, að hana svimaði. Hana langaði hvorki til að hreyfa sig né segja neitt — bara þess eins að finna nálægð hns. Aldrei fyrr hafði hún lifað annað eins, og vissi, að hún átti það heldur ekki eft- ir. Alla tíð síðan hún vissi, að hún var ástfangin af honum, hafði hún brotið heilann um, hversvegna? Hann var snotur og vingjarnlegur, en það höfðu sum ir fyrri ástmenn hennar líka ver ið. Hann gat verið bæði kátur og fyndinn, en þó gætti alltaf einhverrar beizkju og óþolin- mæði undir kætinni. Sem lækn- ir sýndi hann sjúklingum sínum meiri umhyggju en flestir hinna læknanna, og samt gat hann ver ið einkennilega kaldur og frá- hrindandi. Hann var uppfullur af fordómum og grillum, sem virtust í algjörri andstöðu við meginreglur hans um frelsi og frjálslyndi. Hún leyfði aldrei sjálfri sér nein heilabrot um það, hvort hann ætti nokkurn þátt í dauða önnu eða ekki, hún vissi svo litið um innsta innræti hans, að henni fannst hvort- fveggja vel geta komið til mála. í kvöld, sagði hann. — Gerðirðu það? sagði hún. — Ég rakst á einn vin þinn Nú vissi hún, hversvegna hann hafði ekki kysst hana, hvers- vegna hann var svona hlédræg- ur, rétt eins og hann væri þarna bara í kurteisisheimsókn. — Náunga, sem heitir Filler — Albert Filler, hélt Halmy áfram. Hún lá enn með höfuðið á öxl hans, en meðan hann talaði, fannst henni rétt eins og allir vöðvar hans kipruðust saman, eins og af reiði. — Hann kom með nokkra særða menn frá Tata. Hann hafði heyrt, að þú ynnir í sjúkrahúsinu. Það leit helzt út fyrir, að hann langaði til að hitta þig. Hann spurði meira að segja, hvar þú ættir heima, en mér fannst ég ætti heldur að vita, hvort þú kærðir þig nokkuð um að hitta hann. — Nei, ég kemst prýðilega af án hans, sagði hún og rétti sig upp. — Já, sama er líka mér, sagði Halmy. Hann yppti öxlum. — Hávaða samur lítill náungi. Líkt ist mest einhverri svartri bjöllu. Einmitt, hugsaði hún. Albert Filler eins og svört bjalla, í krukluðum náttjakka. Svo á miðju svefnherbergisgólfinu, mundi hún, hvernig hann stóð ringlaður, hræddur og skömm- ustulegur. Þetta var í lok sumarsins 1949 þegar Ungverjaland var lýst lýðveldi. Alexa hafði tekið stúdentspróf í júnímánuði. Hún hafði verið hæst í sínum bekk, en henni var samt vísað frá með fyrirlitningu, þegar hún sótti um inntöku í háskólann í Budapest. stjórnin hafði ákveðið, að að- eins bændabörn og verkamanna skyldu hljóta æðri menntun. Alexa bjó hjá frænku sinni í rústunum af húsi hennar uppi á hæðinni skammt frá konungs- höllinni, sem ekki hafði verið skotið á. Frænkan var guð- hrædd systir móður hennar sál- ugu, og hafði orðið ekkja á styrj aldarárunum. Ur húsinu var dá- samlegt útsýni yfir Dóná og borgarhlutann Pest handan ár- innar. Alexa hafði verið hjá þessari frænku í þrjú ár — og hatað það, hvert augnablik. Hefði hún fengið aðg^ng að há- skólanum, hefði hún komizt inn á einhvern stúdentagarð, þar sem fæði og húsnæði var næst- um ókeypis. Nú var hún í stað- inn dæmd til að vinna í niður- suðuverksmiðju og á svo litlu kaupi, að það var alveg von- laust að yfirgefa heimili frænk- unnar, þar sem allt bar vott um hrörnun og eyðileggingu. Hún var alveg búin að missa móðinn, þegar hún var einu sinni að synda í Dóná og rakst þá á Albert Filler. Hann var einskonar sveitungi hennar, þar eð hann var fæddur í Hangony, ekki''þó í aðalbyggingunni held- 31 ur í lítilli kompu að baki korn- skemmu föður hennar. Hún mundi hann sem lágvaxinn ból- óttan, viðbjóðslegan strák með hvella rödd og fullan gremju gagnvart þeim, sem eitthvað áttu Hann var enn lágvaxinn og ljót ur og af bólunum var ekki eftir nema ör. Beizkjan var líka horf- in, enda þótt hún væri nú bara falin undir vingjarnlegri flokks grímu. Síðan Alexa hafði séð hann í kornbúðinni, bíðandi eft ir viðskiptavinum, hafði hann heldur betur hækkað í tign. Hann var í háttsettu embætti í kennslumálraðáuneytinu og var í innsta hringnum kring um ráðherrann. Hann hitti Alexu einmitt þeg- ar hún var að ráða það vig sig, hvort hún ætti heldur að Rétt hendi drengur. veitinsfahúsið fiSKUR drekkja sér í Dóná eða fara í Bíó, og sjá nýjustu Larkonyi- myndina. Það var að vísu erfitt að drekkja sér, þar sem hún var synd sem selur, en það var líka erfitt að komast í bíóið, af því að aðgöngumiðarnir voru svo dýrir. Þegar hún hitti Al- bert, var Dóná í þann veginn að veita betur, því að þá datt henni í hug Hangony. Og samt sem áður fór hún í bíó með hon- um, þetta sama kvöld. Eftir þetta hittust þau alloft. Hann fór með hana í óperuna, á hljómleika, í leikhús og í dýr veitingahús — allt voru þetta staðir, er hún hafði aldrei kom- izt á öðruvísi. Hann lofaði lika að koma henni inn í háskólann, útvega henni námsstyrki og koma henni inn í stúdentagarð. í septembermánuði stakk hann upp á því, að þau skyldu fara saman í svo sem hálfan mánuð upp í Matrafjöllin. Hann var ástfanginn af henni og var tekinn að gerast nærgöngull. Þau skyldu búa í gistihúsi, sem Flokkurinn hafði lagt undir sig, til að nota sem hvíldarheimili fyrir hina nýju ráðamenn. Eftir margar svefnlausar nætur og miklar umþenkingar og vafa, 'samþykkti hún loksins að fara með honum. Vinnan í niðursuðu /verksmiðjunni var tekin að reyna á taugarnar í henni. Hún þráði að vera með einhverjum jafnöldrum, sem hefðu eitthvað svipuð áhugamál og hún sjálf, í stað þess að eyða ævinni innan um kjaftforar verksmiðjustelpur Þar við bættist að frænka henn ar vor orðin æ erfiðari í um- gengni Hún var nízk og skamm aðist og var auk þess með ýmsa hvimleiða ávana, sem Alexa gat ekki þolað. Á morgnana hóstaði hún svo að það lét í eyrum eins og dauðahrygla og hún hrækti stöðugt frá sér í eldhúsvask- inn, meðan Alexa var að borða morgunverð. í hvert sinn, sem hún heyrði þessa hryglu, lang- aði hana mest til að taka skör- unginn og færa í höfuð frænku sinnar. Þegar hún sagði henni, að hún ætlaði burt í hálfan mánuð, skömmuðust þær svo grimmilega að Alexa tók saman föggur sín- ar og fór alfarin. Það var ekki fyrr en hún sat í lestinni, að hún gerði sér al- mennilega Ijóst, hversu víðtæk- ar afleiðingar þetta mundi hafa fyrir hana. Hún leit á Albert Filler, sem sat við hlið hennar í yfirfullum klefanum og hvísl- aði að henni ástarorðum, sem druþu af sprungnum vörum hans líkast kvikasilfri úr brotnum hitamæli. Og snögglega fann hún til þessarar sömu hræðslu og viðbjóðs, sem hún hafði fund- ið þegar tatara-ræningjarnir brutust inn í herbergið hennar BÝÐUE YÐUR i handhcegum umbúðum til að taka HEIM GRILLAÐA KJÚKLINGA ROAST BEEF GLÓÐARSTEIKT LAMB GLÓÐARSTEIKT NAUTAFILLÉ GLÓÐARST. GRÍSAKÓTE LETTUB HAM BORGARA 1 Gleðjið frúna — fjölskylduna — vinina — — njótið hinna Ijúffengu rétta heima í stofujðar. Ef þér óskið getið þér hringt og pantað við sendum leigubíl nieð réttina heirn tilyðar. K S KU R matreidir fyriryður alla daga vikunnar Suðurlandsbraut 14 sími S8550 Hrúturinn 21. marz — 19. apríl. Láttu ekki stoltið eyðileggja möguleika þína til nýs frama. Leitaðu aðstoðar vina við ákveðið verkefni, sem þér er I mun að ljúka. Nautið 20. apríl — 20. maí. Reyndu að láta ekki á því bera, þó að þér sé þungt í skapi og finnist þú hafa verið rangindum beittur. Allt mun falla í ljúfa löð innan tíðar. Tvíburamir 21. maí — 20. júni. Dagurinn er góður til rólegra fhugana og hugleiðinga og ætt- irðu rneð góðu móti að geta lið ýmsum þeim störfum, sem vafist hafa fyrir þér undanfarið. Krabbinn 21. júní — 22. júlí. Þú skatl einbeita þér að félagsstarfi í dag og muntu reyna að þú hefur mikla ánægju af. Kvöldið skaltu nota til skemmtunar. Ljónið 23. júlí — 22. ágúst. Þú skalt taka lífinu með ró og láta eftir þér að dreyma um atburði og hluti, sem þig langar til að verði. Hittu ættingja og vini i kvöld. Jómfrúin 23. ágúúst — 22. september. Þú ert hressari og betur upplagður en um langan tima. Meira að egja áður hvimleið vanastörf geta orðið þér ánægjuleg í dag. Vogin 23. sept — 22. okt. Allt virðist fara I handaskolum hjá þér I dag og þá ríður á að halda skapsmununum í skefjum og stilla sig. Drekinn 23. oktober. — 21. nóvember. Viðburðalítill dagur, en kannski koima einhver vonbrigði upp á síðari hluta dagsins. Bogmaðurinn 22. nóvember — 21. desember. Freistingin er rík til að eyða peningum 1 dag, en þú skyldir reyna að gæta hófs í því sem öðru. Láttu ekki á þig fá þótt vinur þinn virðist erfiður í umgengni. Steingeitin 22. desember — 19. janúar. Forðastu að deila við vini þína í dag, af þvl spretta aðeins leiðindi. Ekki ósennilegt að þú hagnist eitthvað í kvöld. Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar. Allt virðist ósköp rólegt 1 dag. Þú Skalt gæta þess að lenda ekki í orðaskaki við kunningja. Þú hefur verið fheldur dapur að undanförnu, en nú fer að birta til Fiskarnir 19. febrúar — 20. marz. Reyndu að vinna vel og samvizkusamJega og keppa að þvi að ná sem beztum árangri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.