Morgunblaðið - 06.04.1968, Page 23
MOKGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. APRÍL 1968
23
Hvað segjn þnu um skolnkerfið?
___ 7 - - - ---------- ------—---
SKÓLAKERFIÐ hefur m.jög bor-
ið á góma að undanförnu og sitt
sýnist hverju. Mbl. lagði spurn-
inguna: Hvað segir þú um skóla-
kerfið? fyrir 12 menntaskóla-
nemenur og birtust svör sex
þeirra í blaðinu fyrir nokkru.
Hér koma svo síðari svörin sex:
Ósamræmi í námsbókavali og
rangt skipulag prófa.
Ég er sömu skoðunar og marg
ir aðrir, að skólakerfið er ekki
fullnægjandi. Á því eru ýms-
ir vankantar, bæði stórir og smá
ir, en stærstu gallana tel ég
vera ósamræmi í námsbókavali
og skipulag prófa.
Vigfús Ásgeirsson
Menntaskólanum í Reykjavík.
Nemendur geta ekki séð, að
þeir eigi að stefna að ákveðnu
marki, heldur miðast allt við
einhver stór próf á hverju vori.
í»á eru nemendur prófaðir úr
ákveðnum blaðsíðufjölda, án
þess að höfð sé hliðsjón af því,
hvaða réttindi viðkomandi próf
veitir eða hvaða kunnáttu nem-
endur eiga að hafa. Aðalatrið-
ið virðist vera að hafa blað-
síðurnar hvorki of margar né
of fáar. Eðlileg afleiðing þessa
er, að fjölmargir missa algjör-
lega áhuga á náminu, láta reka
á reiðanum, unz tekur að vora.
Þá er lesið jafnt nótt sem dag,
kunnáttunni rutt út úr sér á
prófinu og síðan ekki söguna
meir. Ekkert situr eftir.
Einhver vilji virðist hafa kom
ið fram á síðustu árum til að
bæta úr þessu, en það hefur ver
ið líkast fálmi blinds manns.
Ekki er nóg að segja, að kenna
eigi tungumál í barnaskólum,
eða að landspróf sé úrelt fyrir
brigði. Það er ekki nóg að skipa
nefnd til að athuga málið og
láta svo þar við sitja.
Ef dugandi og ákveðinn mað
ur færi með stjórn menntamála,
gæti hann á stuttum tíma bætt
úr mestu vanköntum skólakerf
isins, einfaldlega með því að
hætta að lofa og lofa og fara
að gera eitthvað af viti.
Bylting í skólamálum er nauð-
synleg.
Vlð höfum búið við þann glund
roða, sem kallast skólakerfi i
rúmlega hálfa öld. — Þetta
skólakerfi, sem sniðið er að
miðaldarhugsunarhætti, var í
upphafi fengið frá Dönum. Frá
þeim tíma hafa engar raunveru-
legar breytingar átt sér stað
Barnaskólar, gagnfræðaskólar,
menntaskólar. Alls staðar
gildir sama reglan: Þurr ítroðn
ingur, blandaður til helminga
með þurrum yfirheyrslum. Ekk
ert það fer fram í þessum skól-
um, sem stuðlar að andlegum
þroska nemenda.
Menntaskólar: Hvílíkt nafn á
jafn niðurníddum stofnunum.
Hér gengur próffarganið, sem
alla ætlar að drepa, hvað
lengst. En af hverju stafar allt
|etta próffargan? Jú, þegar
hingað er komið, er hugsunar-
hátturinn orðinn sá, að lærdóm
urinn sé ekki í þágu nemenda,
heldur eingöngu kennara. Enda
er ekki hægt að eiga von á
öðru, á meðan kennsluhættir
Birna Þórðardóttir
Menntaskólanum Akureyri.
eru í því formi sem þeir eru
í dag.
Menn neyðast til að læra ýmis
fög, sem enginn áhugi er fyrir.
Að vísu er hægt að velja á
milli máladeildar og stærðfræði
deildar, í vetur einnig náttúru-
fræðideildar við M.A.
Lítum á máladeildina. Hér er
aðaláherzla lögð á latínu.
Latínu, því að það hefur verið
hefð allt frá Skálholtsskóla, að
latína væri aðalfag í lærðum
skólum. Latína ætti að vera
valfag, og væri þá nóg að hafa
eina latínudeild fyrir mennta-
skólana fjóra, þar eð aðsókn
yrði ekki meiri. f íslenzku er
aðaláherzla lögð á að kunna
skil á, hverju þetta eða hitt
orðið er skylt, en nútíma-
íslenzka fyrirfinnst ekki. Ætti
íslenzka í þessari mynd að vera
valfag, þar sem hún er ekki
nema fyrir þá, sem ætla að
leggja stund á málvísindi, en
hins vegar ber að leggja stund
á nútímaíslenzku í mun meira
mæli.
Tungumálanám á að byrja
fyrr en nú er, og á það að fara
fram á raunverulegan hátt, en
ekki með þurrtruntulegum bók-
stafsþýðingum, sem er hámark
alls brjálæðis.
Máladeildin á í raun og
veru að byggjast upp ^ á bók-
menntum og listasögu. í dag er
ekki kennt orð í þessum fögum.
Máladeildungar útskrifast með
ítroðið participium coniunctum,
en vita hvorki haus né sporð á
Cézanne eða Mauriac.
Þjóðfélagsfræði fyrirfinnst
ekki. Hvernig er hægt að ætl-
ast til, að fólk gangi beint út
í þjóðfélagið til að verða leið-
andi öfl, án þess að vita, hvern-
ig einföldustu dómsmál eru
í framkvæmd?
Þær andlegu eyðimerkur, sem
útskrifast úr menntaskólum og
aldrei hafa þurft að velja eða
hafna, eiga sem sagt að vita,
hvað þeim hentar bezt til ævi-
starfs, eftir að búið er að drepa
niður alla sjálfstæða hugsun og
dómgreind.
Okkur dugar ekkert minna en
bylting á skólakerfinu. Bylting
er alltaf neyðarúrræði, en hér
er komið í það mikið óefni, að
ekkert annað dugir.
Auka þarf sjálfstæð vinnubrögð
nemenda.
EINN stærsti gallinn við ís-
lenzka skólakerfið virðist mér
vera sá, hversu mjög er leitast
við að steypa alla í sama mót
— sérstaklega á skyldunáms-
stiginu — þ.e.a.s. lítið tillit er
tekið til gáfnafars og þroska
hver seinstaklings. Þetta veldur
því, að hinir skárri nemendur
hafa alltof lítið fyrir náminu,
en þegar kemur að erfiðari á-
föngum, eins og t.d. landspróf-
inu verða viðbrigðin allmikil.
Skólinn hefur alið upp í mörg-
um leti og kæruleysi, sem illa
gengur að uppræta.
Nómsefnið fyrir landspróf er
mikið og enginn tími vinnst til
að gæða kennsluna, lífi. Ég hygg
að aðalástæðan fyrir hinni háu
fallprósentu í þessu margumtal-
aða prófi liggi einmitt í því,
hversu leiðinlegt námsefnið og
kennslan eru.
Alltof lítil rækt er
við sjálfstæð vinnubrögð nem-
enda. Takmarkið er, að hver og
einn geti þulið utanbókar svo
og svo mikið og helzt á sem
skemmstum tímá. Nemendur eru
sjaldan látnir kafa til botns í
viðfangsefninu — rannsaka það
sjálfir.
f menntaskólum hefur náms-
efnið um langt skeið verið bund
Stefán Unnsteinsson
Menntaskólanum við Hamrahlíð
ið við ævagamlar venjur og
helzt ekkert nýtt mátt koma þar
inn. Sem betur fer er þetta nú
smám saman að breytast með til
komu nýrra menntaskóla. Hins
vegar held ég, að bæta mætti
við mörgum námsgreinum í æðri
skólum og um leið ætti að auka
valfrelsi nemenda.
Skólaárið er stutt á íslandi,
en það mætti nýta mun betur,
en nú er gert, með því að
lengja hvern kennsludag, og
gefa nemendum kost á að vinna
í skólunum undir leiðsögn kenn
ara og með hjálp kennslutækja.
Þetta hefði í för með sér ein-
setningu í skóla og þar með kom
ið að fjárhagshliðinni. En hvaða
fjárfesting er betri en mennt-
unin?
Námsskrá barnaskólanna þarf
að breyta.
MIKIð hefur verið skrifað um
launamál kennara, og sjálfsagt
er, að kjör þeirra séu sem bezt.
En það er eins og kennárar
hafi ekki áhuga á öðru en eigin
launum. Það er ekki vanzalaust
að samtök þeirra skuli ekki
hafa knúið fram svo sjálfsagt
Nanna Þórunn Hauksdóttir.
Menntaskólanum í Reykjavík.
nauðsynjamál sem breytingu
námsskrár í barnaskólum. Það
er furðulegt að enn í dag er
öllum nemendum ætlað sama
námsefni, sem veldur því, að
námsgeta góðra nemenda er
langt frá því að vera nýtt, en
kennarar verða að beita bola-
brögðum til að koma lélegustu
nemendunum upp fyrir strikið.
Þær iitlu kröfur, sem gerðar
eru í barnaskólum koma illa
niður á nemendum í framhalds-
námi, er þeir þurfa allt í einu
að taka á við lesturinn. Ég er
ekki í vafa um, að nám þessa
fólks í barna og gagnfræða-
skólum mætti stytta um tvö ár
án þess , að námsefnið væri
minnkað.
Drjúgur hluti af vinnuafli á
sumrin hefur verið skólafólk.
Nú virðist þetta vera að breyt-
ast, mikill hluti nemenda er at
vinnulaus yfir sumarið og ef
svo heldur áfram ættu stjórn-
arvöld að stytta sumarfrí nem-
enda, en koma á einhverskonar
námslaunafyrirkomulagi fyrir
þá nemendur, sem standast próf
sín.
Þetta er atriði, sem hefði átt
að taka upp fyrir löngu. Tala
þeirra sem dagar uppi í hóskóla
námi ætti að sýna svart á hvítu
hver þörfin er.
Námslaun.
ÞAÐ, sem mér finnst einkum á
vanta í islenzka skólakerfinu
eru námslaun. Langt nóm krefst
Örn Lýðsson
Menntaskólanum að Laugar-
vatni.
mikillar vinnu og kostnaðar.
Það þýðir, að sumarkaup nem-
endanna fer oft á tíðum allt í
bókvitið og verður að litlu eða
engu leyti varið til annars.
í öðru lagi finnst mér of
seint byrjað á raunhæfri og lif-
andi kennslu, en þetta atriði
virðist standa til bóta.
Þá þykja mér of mikil brögð
vera að því, að nám í mennta-
skóla og jafnvel gagnfræða-
skóla sé of mikil endurtekning
vetur eftir vetur, eins og t.d.
saga og dönsk málfræði. Væri
öllu nær, að byrja svo rækilega
á byrjuninni, að sífelld endur-
tekning þyrfti ekki að koma til.
Lesgreinar ýmsar ætti að
kenna meir með myndum og út-
skýringum, eftir því sem við
verður komið, og málfræðiregl-
ur fremur með beinum æfingum,
en að láta nemendur læra regl-
urnar orðréttar, eins og páfa-
gauka, ásamt undantekningum
við regluna og undantekningum
við undantekningarnar.
Þá ætti að gefa nemendum
fyrr kost á frjálsu vali milli
greina með tilliti til framhalds-
náms og taka þá síður mikilvæg-
ar greinar ekki eins ítarlega.
Sem dæmi um valgrein vil ég
nefna rússnesku, en á því máli
eru gefin út ógrynni vísindarita,
sem engin leið er að notfæra
sér með kunnáttu í skyldum mál
um, eins og mögulegt er, hvað
snertir Norðurlandamálin.
íslenzka fræðslukerfið hefur
dregizt aftur úr.
Undanfarin ár hafa á flest-
um sviðum átt sér stað örustu
og stórstígustu framfarir, sem
um getur. Samfara þessum fram-
förum, kemur krafan um aukna
þekkingu og meiri sérhæfingu
þjóðfélagsþegnanna.
Eitt er það hjá okkur fslend-
ingum, sem ekki hefur fylgzt
með í þessari þróun. Það er ís-
lenzka fræðslukerfið.
Það er stórfurðulegt, að vald-
hafarnir láti slíkt stórmál drag-
ast svo á langinn, sem raun ber
vitni.
Ég ætla að ræða hér lítillega
um menntaskólastigið.
Það sem nemendur menntaskól
anna verða áþreifanlegast varir
við, og þó sérstaklega nemendur
stærðfræðideilda, er hinn mikli
tímaskortur. Það sem sérstaklega
veldur honum, er sífelld aukning
námsefnis, samfara hinum stór
stígu framförum í heimi vísind-
anna. En hin aldarfjórðungs
gamla fræðslulöggjöf okkar sam
rýmist ekki kröfum tímans.
Hér þarf því að gera róttækar
breytingar.
Skólarnir hafa að undaförnu,
hver í sínu lagi, gert ýmsar til-
raunir til úrbóta, og hafa þær
yfirleitt gefizt vel. Þær miða
flestar að því, að gefa nemend-
um kost á að velja um náms-
greinar og öðlast þannig meiri
sérhæfingu.
Þessar breytingar hafa að
mestu leyti miðast við stærð-
fræðideildir, en í máladeildum
er ekki síður þörf á breytingum.
Tveim námsgreinum tel ég að
Björn Jósef Arnviðarson
Menntaskólanum Akureyri.
bæta þyrfti inn í fræðslukerf-
ið. Er það í fyrsta lagi bjóð-
félagsfræði, og í öðru lagi vél-
ritun, en ég tel að báðar þess-
ar greinar séu mjög mikilvægar.
Sé það rétt, að valdhafarnir
ali eins mikla önn fyrir ungu
kynslóðinni, og þeir vilja vera
láta, má búast við, að þeir
bregði skjótt við. Kannski hafa
þeir þegar brugðið við, og lagt
málið fyrir nefnd og er þá ekki
sökum að spyrja, því yfirleitt
eru slíkar nefndir ákaflega svifa
seinar, þó annars séu þær skip-
aðar ágæta hæfum mönnum.
Börn óskast til að bera út Morgunblaðið í Arnar-
nesi, Garðahreppi nú þegar.
Uppl. í síma 51247.