Morgunblaðið - 06.04.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.04.1968, Blaðsíða 17
MORG'UNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. APRÍL 19®8 17 KOMMÚNISTAR tóku hundr uð óbreyttra borgara af lífi, meðan nýjárssókn þeirra stóð sem hæst, en mest urðu mann drápin við Hue. Brezki blaða maðurinn Stewart Harris, sem er andsnúinn stefnu Bandaríkjamanna í Vietnam, var fyrir skemmstu í Hué og nágrannahéruðum til að rann saka ummerkin og skoða fjöldagrafir, sem fundizt hafa s.l. viku skrifaði hann grein um það, sem fyrir augu bar, í brezka blaðið The Times. Hermenn N—Vietnam og Viet Cong menn tóku marga Vietnama af lífi, nokkra Bandaríkjamenn og fáeina aðra útlendinga, með- an bardagarnir um Hue voru í algleymingi. Ég er sann- færður um þetta, eftir nokk- urra daga dvöl í Hue, en ,þar rannsakaði ég ummerki pynd inga og manndrápa. Ég skoð aði mig um og tók myndir, en að sjálfsögðu treysti ég að talsverðu leyti á frásögn ó- óbreyttra borgara og her- manna bæði Vietnama, Banda ríkjamanna, Ástralíubúa og fleiri. Allir virtust mér trú- verðug vitni og sögðu sann- leikann, eins og hann kom þeim fyrir sjónir. Á indælum, sólríkum degi var ég ásamt Ostara ást- rölskum undirforingja, í iðja- Hópurinn horfir á björgunarmenn grafa í einni af fyrstu fjöldagröfinni, sem fannst við Hue og leita þar að lík um óbreytta borgara, sem Viet Cong menn og Norður Vietnamar myrtu, um það hil er umsátinni um borgina lauk. Grófu f jölda óbreyttra borgara lifandi Brezkur blaðamaður lýsir hryðjuverkum kommúnista í Hue og nágrenni grænum Nam Hoa d alnum, sem er um 10 mílur suðvestur af Hue, og þarna stóðum við í brattri fjallshlíðinni og horfðum niður í nýtekna gröf. Á botninum hafði strá- um, grasi og lélegri plast- ábreiðu verið hent og er Ost- ara dró hana af sá ég tvo ílíkami, látna Vietnama, með hendur bundnar fyrir aftan bak rétt ofan við herðablöð. Þeir höfðu verið skotnir í hnakkann og kúlan hafði komið út um munninn. And- litin var erfitt að þekkja, en daginn áður höfðu 27 viet- namskar konur komið frá þorpinu með skóflur og verk færi til að grafa eftir týnd- um eiginmönnum og sonum, er þær heyrðu um þennan stað nálægt þjóðveginum. Ost ara sagði mér, að þegar Viet Cong menn fóru um þorpið á leiðinni til Hue, tóku þeir herfangi 27 menn. Sumir voru meðal forsvarsmanna í litla þorpinu, aðrir voru yngri, kannski rétt nógu sterkir og þroskaðir til að vera dyraverðir og í mesta lagi nýliðar í hernum. „Mennirnir hafa verið dæmdir í einhverjum sýndar- réttarhöldum og teknir af lífi sem fjandmenn þjóðarinn ar,“ sagði mér Bob Kelly, ráðgjafi í Thua Thien hérað- inu. „Sumir voru helztu menn þorpsins, en enginn mikilsmegandi. Aðrir voru teknir af lífi, þegar þeir komu ekki að notum lengur og enn aðrir vegna þess að þeir vildu ekki vinna með komumönnum. Sumum hafði verið misþyrmt grimmilega, en ég hallast að því, að það hafi verið gert, eftir að þeir voru drepnir, Hendur þeirra voru bundnar og þeir voru skotnir í hnakkann. Ég að- stoðaði við uppgröft á einu líki, og ýmsir Vietnamar, sem ég treysti vel, segja áreiðan- legt að sumir hafi verið grafn ir lifandi". Gregory Sharp, herforingi og ráðgjafi 21. herdeildar- innar, sagði mér, að menn hans hefðu fundið 25 nýjar grafir í grafreit um fimm míl ur fyrir austan Hue, þann 14. marz. Úr sumum grafanna stóðu höfuðið upp úr sand- inum og samkvæmt því, sem Sharp sagði „þá var ekki mikið eftir af þeim — músa- fálkar og hundar hafa komið þar við sögu, býst ég við.“ Sumir höfðu verið skotnir í höfuðið, aðrir ekki. Ég held þeir hafi sumir verið grafnir lifandi. Sums staðar var mik- ið klór og umrót í sandinum eins og einhverjum hefði tek- izt að krafsa sig upp.“ Við Kuan Ta Ngan sáu þrír ástr- alskir undirforingjar sjö lík í einni a f þremur gröfum, sem þeir fundu. Sjömenning arnir höfðu verið skotnir í hnakkann og með hendur ríg bundnar fyrir aftan bak, að því er mér var sagt. Skömmu eftir að ég kom til Hue, fór ég í jeppabifreið með þremur vietnömskum undir foringjum til að rannsaka staði, þar sem lík höfðu fund izt. Við héldum fyrst til Gia Hoi skólans, sem er fyrir austan kastalavirkið. Þarna höfðu fundizt 22 nýjar graf ir og í hverri þeirra voru frá þremur til sjö lík. Enn er staðurinn hryllilegur. Her- foringjarnir sögðu mér, að hinir látnu hefðu verið bund ir og flestir skotnir í höf- uðið en „sumir höfðu verið grafnir lifandi.“ I Hue eru um 40 þúsund rómversk—kaþólskra Viet- nama. Hver urðu örlög þeirra? Um það bil þrír fjórðu hlutar þeirra búa í Phu Cam, í syðri úthverfum borgarinnar. Þeir vörðust hetjulega þegar óvinirnir sóttu að og margir voru líf- látnir. Fjórir vietnamskir prestar voru teknir á burt og þrír erlendir prestar vou prestum var veitt leyfi til að snúa aftur til Phu Cam og hjálpa nunnunum, og síðan voru þeir skotnir á leiðinni til baka. Annar franskur prestur var tekin af lífi, sennilega vegna þess að hann var prestur meðal banda- rískra manna. Þegar við lítum á allar þess ar staðreyndir og virðum fyr ir okkur vegsummerki sem Viet Cong menn og Norður— Vietnamar, skildu eftir sig í Hue, þá er einn hlutur deg- inum ljósari og ætti ekki að koma neinum á óvart. Þeir notuðu þekktar aðferðir kommúnista — af alræmdri nákvæmni og framkvæmda semi — og voru trúir hinni hefðbundnu stefnu kommún- ista að refsa þeim með líf- láti, sem voru á bandi and- stæðinganna. I Hue var eins og annars staðar, ókleift að ná til háttsettari og valda- míkilla embættismanna, vegn þess að þeir leituðu öryggis í skjóli lögreglu og hermanna í Hue sem annars stað ar urðu hinir varnarlausu smælingjar fórnardýr þeirra, þorpskennarinn lögreglu-. mennirnir og talsmaðurinn. f flestar þær stöður hefur nú verið skipað aftur og mig skortir orð til að lýsa hug- prýði þeirra manna, sem tóku við af þeim, sem myrt- — SUMARDAGUR Framihald af bls. 21. daga vikunnar yfir sumartím- ann, en líklega fá börn á heim- ilum Sumargjafar forgang að leiksvæðinu vissa daga í viku. Ekki hefur enn unnizt tími til að gera byrjunaruppdrætti að leikborginni, en sú vinna mun hefjast von brá'ðar. Til þessara framkvæmda þarf mikið fé og treystir Sumargjöf á velvilja' alls almennings og dugnað unga fólksins í borginni. Skemmtanir og hátíðahöldin Sumardaginn fyrsta verða á a.m.k. sjö stöðum, og með öðrum hætti en verið hefur. Klemens Jónsson leikari, mun hafa yfir- umsjón með þremur skemmtan- anna, í Laugarásbíói, Réttar- holtsskóla og Hagaskóla, og verður í ár, eins og oft áður, Sumargjöf ómetanleg aðstoð við undirbúning hátíðahaldanna. hætti en verið hefur. Skemmtan- ir verða í flestum hverfum borg arinnar og hafa forráðamenn barnaskólanna lofað félaginu full um stuðningi við framkvæmd hátíðahaldanna, en nemendur úr skólunum munu skemmta þar, og mun láta nærri að 200 nemend- ur, 7-12 ára, komi fram á skemmtunum þessum. Munu 2-3 skólar standa á bak við hverja skemmtun. Þá hafa nemenda- félög gagnfræðaskólanna tekið vel í að aðstoða við hátíðahöld- in og er ætlunin að byggja upp eina skemmtun í Háskólabíói með beztu skemmtiatriðum frá árshátíðum skólanna í vetur og hefur Bessi Bjarnason, leikari, tekið að sér að stjórna skemmt- uninni. Auk þess hafa nemendur tekið að sér að annast um dreif- ingu og sölu merkja síðasta vetr- ardag og sumardaginn fyrsta í skólum borgarinnar. Ráðgert er að fella niður vissa liði útihátíða haldanna, en skrúðgöngur verða á 3-4 stöðum í borginni, ef veður verður gott, ekki í Lækjar götu. Lúðrasveit mun að venju að- stoða í skrúðgöngu. Kvað Ásgeir það alveg sér- stakt, áð tilgangur nemenda- félaga Gagnfræðaskólanna með aðstoð sinni væri tvennskonar, nefnilega að styðja Sumargjöf, og einnig sá, að hressa upp á samstarf skólanna, en það hefði aldrei verið allt of náið, og því full þörf á slíku. — Flokksræði Framihald af bls. 19. lögunum er því beint til rík- isstjórnarinnar, að hún láti endurskoða kosningalögin á næstu mánuðum og niðurstöð- ur þeirrar endurskoðun- ar verði lagðar fyrir Alþingi næsta haust. (Nefndin var öll sammála um þetta atriði). f sama nefndaráliti (þ.e. meiri- hlutans) er hins vegar lagt til, að nýja flokkræðistillag- an verði samþykkt. Ef hugur fylgir endurskoðunarósk nefndarinnar, og ástæða er til að ætla að svo sé, hefði verið eðlilegast, að meirihlut- inn stuðlaði ekki nú að öðr- um breytingum á kosninga- lögunum, en nauðsynlegar eru vegna nýsamþykkt- rar stjórnarskrárbreytingar. Minnihluti allsherjarnefndar í máli þessu, þeir Gísli Guð- mundsson (F) og Steingrím- ur Pálsson (Ab), lögðu hins vegar til, að nýja flokksræð- istillagan yrði ekki tekin til afgreiðslu nú, heldur biði hún heildarendurskoðunar kosningalaganna. Þar sem nýja flokksræðis- tillagan þarfnast ekki brýnn ar úrlausnar nú, er eðlilegast að hún verði tekin aftur, en komi að sjálfsögðu til athug- unar við endurskoðun lag- anna. Ódrengilegt og ástæðu- laust með öllu er að knýja fram afgreiðslu hennar á síð- ustu dögum þingsins. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.