Morgunblaðið - 03.05.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.05.1968, Blaðsíða 3
MORGÚNBLAÐIÐ, FÖSÍUDAGULi 3. MAÍ 1068 3 Eftirmæli um merkilegt skip Fanney olli byltingu í islenzkum síld- ve/ðum - eina fiskiskipið sem smiðað er vestan hafs - fyrsta islenzka skipið er sigldi i gegnum Panamaskurðinn SÍLDVEIÐISKIPIÐ Fanney, sem sökk út af Horni í fyrri- nótt, var á margan hátt merki legt skip, og því er ekki úr vegi að rif ja lítillega upp sögu þess hér. 1 fyrsta lagi olli skip ið byltingu í síldveiðum Is- lendinga á sínum tíma, er eina fiskiskipið, sem smíðað hefur verið í Bandaríkjunum fyrir fslendinga og loks var það fyrsta íslenzka skipið, er sigldi gegnum Panamaskurð. Síldarútvegsnefnd og Síldar verksmiðjur ríkisins höfðu for göngu um smíði Fanneyjar, en skipið var byggt í Tacorna í Washingtonfylki á vestur- strönd Bandaríkjanna í skipa smíðasNið Mons Brobak. Var smíðað eftir fyrirmynd fiski- skipa Bandaríkjamanna, er stunduðu síldveiðar á Kyrra- hafi. . Þegar skipið var fullgert haustið 1945 og ákveðið var að sigla því heimleiðis, vakn áði mikill áhugi meðal ís- lenzkra námsmanna vestan hafs, að fá að fara með því þessa fyrstu ferð. Fór svo aff átta íslenzkir námsm'enn voru skráðir á skipið sem hásetar, er það lagði upp frá Tacoma áleiðis til New York. Fóru nokkrir þeirrra af skipinu, þegar þangað kom, en aðrir komu í staðinn og sigldu með því heim tii íslands. Skip- stjóri í þessari ferð var Ingvar Einarsson, Markús Sigurjóns- son var stýrimaður, en Gísli Hermannsson vélstjóri. Frá Tacoma til New York um Panamaskuröinn er 6 þús. sjómílur, og var Fanney 30 daga á þessari leið, hafði að- eins viðkomu á tveimur stöð- um. „Þetta var sérstaklega ánægjuleg ferð, og gekk mjög vel, enda var Fanney gott sjó skip“, sagði Rögnvaldur John- sen ok'kur í gær, en hann var einn af námsmönnunum, sem fóru með skipinu frá Vestur- ströndinni til New York. „Mjög hafði verið vandað til smíði þess, og það var útbúið sérstaklega fyrir kraftblökk- ina, en á þvi sviði voru Banda ríkjamenn langt á undan. Þurfti aðeins 11 manna áhöfn á skipiö, en flest íslenzku skip in, sem fyrir voru í síldveiði- flotanum, voru með 23 ja manna áhöfn.“ Til íslands kom Fanney mánudagsmorguninn 22. októ- ber 1945 eftir skjóta ferð frá New York. Var skipið 7 daga á leiðinni, og gekk 10 mílur að jafnaði, þrátt fyrir fremur óhagstætt veður. Reyndist skipið mjög vel í þessari fyrstu ferð. Á síldveiðar kornst Fanney þó ekki fyrr en sumarið 1946, og olli þó gjörbyltingu í síld- veiðum íslendinga. Skipið var útbúið með hringnót, sem kast áð var af skipinu sjálfu, svo að ekki þurfti á nótabátum að halda, eins og á öðrum skip- um. Var smíði Fanneyjar því Fanney í reynslusiglingu í Tacoma í Bandaríkjunum haustið 1945. undanfari þess, að hætt var að nota báta við veiðarnar. Síldveiðar stundaði Fanney aillt fram til ársins 1956, og var farsæl með ágætum. Skipið var síðan útbúið til síldarleitar og leitaði hér við landiö á næstu árum, en var að auki hjá Landhelgisgæzl- unni í ígripum. Var svo allt til ársins 1964, en lengur gat Fanney hvorki keppt við af- kvæmi hinnar öru framþróun ar í islenzka síldveiðiflotan- um né leitað á miðunum, sem stöðugt hafa fjarlægzt landið. Hefur skipið því verið verk- efnalaust að mestu sl. 3 ár. Vél skipsins var líka orðin mjög slitin, en í fyrra var ráð izt í það, að setja nýja vél í skipið, og nýtt spil var sett í það í vetur. Var þáð útbúið til togveiða, og tóku Siglfirðing- arnir skipið á leigu í því skyni að afla hraðfrystihúsinu þar hráefnis. Brýn nauðsyn að sjá skóla- fólki fyrir sumarvinnu - sagði Gunnar Helgasson á borgar- stjórnarfundi i gær Á FUNDI borgarstjórnar í gær var samþykkt tillaga frá borgarstjórn lýsti yfir því, aö bandalagsins þess efnis, að borgarsjórn lýsit yfir því, að hún muni gera það, sem henni er fært, til þess að greiða úr atvinnuvandamál- um skólafólks. Jafnframt beinir borgarstjórn þeim til- mælum til atvinnureknda og fyrirtækja í borginni, að Táknrænn vitnisburður gamallar þjóðmenningar Fjöldi gesta heimsótti Bjarna Benediktsson Á SEXTUGSAFMÆLI dr. Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, sóttu hapn heim fjölmargir gest- ir, meðal þeirra forseti íslands, biskupinn, ríkisstjórnin og alþing ismenn, auk forystumanna Sjálf- stæðisflokksins og stjórnarand- stöðunnar. Honum bárust fjöldi gjafa, blóma og heillaóskaskeyta. Tómas Guðmundsson, skáld, RITSTJÓRN • PRENTSMIÐ JA AFGREIÐSIA’SKRIFSTOFA SÍMI 10*100 var meðal þeirra, sem fluttu Bjarna Benediktssyni og frú Sigríði ávarp. Hann færði þeim afmælisávarp frá Almenna Bóka félaginu. Fylgdu því Árbækur Espolíns í frumútgáfu og lét Tómas svo um mælt, að þótt oft réði handahóf vali afmælisgjafa, yrði varla sagt. að sú hefði raun- in orðið í þetta sinn. Árbækur Espholins væru merkilegar á marga lund, ekki hvað sízt um mannlýsingar og tungutak, en þó umfram allt táknrænn vitnisburð ur hinnar aldagömlu íslenzku þjóðmenningar, þeirrar sömu, sem ætti sér djúpar rætur í ætt- erni og eðlisfari Bjarna Bene- diktssonar. Gunnar Helgason. þau leysi úr þessum vanda eftir því sem kostur er. Einn- ig er skorað á ríkisvaldið að vera viðbúið því að gera sér- stakar ráðstafanir í þessum efnum. I ræðu, er Gunnar Helgason, borgarfulltrúi (S) flutti um þetta mál sagði hann m.a.: Allir eru sammála um nauð- syn þess að finna lausn á at- vinnuvandamálum skólaæskunn- ar. Sumarvinna er þeim nauðsyn leg til tekjuöflunar og til þess að kynnast af eigin raun atvinmj- háttum þjóðarinnar. Tekjuöflun in væri ef til vill brýnni nú en oft áður vegna minnkandi tekna margra foreldra. Sumarvinnan gæti létt undir með heimilun- um. Borgarfulltrúinn ræddi um nauðsyn þess, að æskan hefði eitthvað fyrir stafni í stað þess að ráfa eirðarlaus um stræti og torg. Gæti af slíku skapazt reiði út í þjóðfélagið, sem hefði engin not fyrir krafta hennar. Þjóðfé- lagið hefur ekki heldur efni á þvi að láta svo góðan vinnu kraft ónýttan á bezta tíma árs ins. Gunnar Helgason taldi, að at- vinnuástand það, er ríkt hefði í vetur ylli ugg hjá skólafólki. Hann taldi hins vegar, að at vinnuhorfur nú væri ekki sér lega slæmar. Vertíðin gengi all- vel og miklar sumarframkvæmd ir yrðu við Búrfell og í Straums vík og vegagerðar og bygginga framkvæmda í Reykjavík. Taldi hann nauðsynlegt, að borg ríki og atvinnurekendur tækju höndum saman við lausn þessa vandamáls. Hvatti hann til þess, að Reykjavíkurbor^ réði eins margt skólafólk til vinnu og fjárhagur leyfði. Skýrði Gunnar í lok ræðu sinnar frá því, að atvinnumálanefnd sú, er skipuð var í marz sl. ynni að rannsókn þessa máls ásamt Efna hagsstofnuninni. Myndi skýrsla þessara aðila væntanlega birtast bráðlega. Áður hafði Guðmundur Vig- fússon (K) fylgt ályktuninni úr hlaði með ræðu. Kom þar m.a fram, að á aldrinum 16-20 ára væru 7000-7500 manns í Reykja- vík og þorri þeirra stundaði skólanám, en auk þess kæmu há- skólanemendur á vinnumarkað inn í sumar. Fleiri tóku ekki til máls og var ályktunin samþykkt samhljóða. STAKSTEIHAR Sellan í MA Það athæfi kommúnista á Ak- ureyri, að blekkja útburðarbörn Morgunblaðsins þar á staðnum til þess að dreifa með blaðinu áróðurspésa frá kommúnistum um Víetnam hefur að vonum verið fordæmt meðal fólks á Ak- ureyri og vakið furðu manna annars staðar á landinu. Ástæða er til að vekja athygli á yfirlýs- ingu Alþýðubandalagsins á Ak- ureyri, þar sem þau félagssam- tök þvo algjörlega hendur sín- ar af þessu framferði og leggja ábyrgðina með afdráttarlausum hætti á tvo menntaskólakenn- ara og nokkra nemendur. Eins og kunnugt er hefur Akureyrl verið aðalvígi Björns Jónssonar, eins helzta andstæðings komm- únista innan Alþýðubandalagsins. Á undanförnum mánuðum hef- ur Einar Olgeirsson í vaxandi mæli lagt áherzlu á að skipu- leggja andspyrnu á Akureyri gegn Birni Jónssyni og fylgis- mönnum hans og hefur honum orðið nokkuð ágengt að því leyti a.m.k. að Þjóðviljanum hefur tek izt að fá til birtingar greinar frá Akureyri, þar sem Bjöm Jónsson hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ýmsar athafn- ir hans í stjórnmálum á undan- förnum mánuðum. Ljóst er af yfirlýsingu Alþýðubandalagsins Akureyri, að það vill beina athygli manna að því, að í Menntaskólanum á Akureyri sé starfandi kommúnistasella und- ir forystu tveggja menntaskóla- kennara og að nokkrir nemend- ur skólans séu á þeirra snærum þessari sellu. Foreldrar sem eiga nemendur í MenntaSkólan- um á Akureyri munu tvímæla- laust veita þessu eftirtekt og ó- neitanlega mun mörgum þykja það nokkuð langt gengið, að tveir kennarar í skólanum gangast fyr ir slíkri pólitískri starfsemi meðal nemenda. Þá er rétt að benda á, að í frásögn Mbl. af þessum at- burði kom fram nafn annars kennarans en hins vegar hefur Alþýðubandalagið á Akureyri upplýst, að þeir hafi verið tveir, en hinn hefur ekki verið nafn- greindur. Er þess því að vænta, að allt í þessu máli verið taf- arlaust upplýst, þannig að það komi skýrt fram hverjir hér eiga hlut að máli og hverjir eru sak- lausir af því. Tíminn og Japan Þeirri furðulegu staðhæfingu er haldið fram í forustugrein Fram sóknarblaðsins sl. þriðjudag, að Morgunblaðið hafi amast við þeirri skoðun, sem Framsóknar- blaðið kveðst hafa sett fram, að íslendingar eigi að leitast við að beina viðskiptum sínum víð- ar um lönd en til Vestur-Evrópu og Bandaríkjanna einna. Þessi staðhæfing er þeim mun furðu- legri, sem Framsóknarblaðið vitnar í þessari forustugrein í viðtal, sem Morgunblaðið átti fyrir nokkru við ræðismann Jap ans hér á landi, þar sem hann benti á, að við keyptum vörur af Japönum fyrir 300 millj. kr. á sl. ári en seldum þeim vörur fyrir aðeins 1 millj. kr. á sama tíma. Morgunblaðið hefur ítrek- að hvatt til þess, að við öflum okkur nýrra markaði þar sem þess er kostur, en hins- vegar hefur því sjónarmiði Fram sýknarblaðsins verið harðlega mótmælt að íslendingar Iáti hefð bundna markaði í Vestur-Evrópu lönd og leið, vegna viðskipta- bandalaganna Auðvitað hljóta viðskipti okkar í framtíðinni að verða fyrst og fremst við ná- grannaþjóðir okkar vestan hafs og austan en það breytir engu um að sjálfsagt er að leita nýrra markaða annars staðar í heimin- um og nú virðist einmitt tæki- færi fyrir hendi í Japan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.