Morgunblaðið - 03.05.1968, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.05.1968, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1968 Vignir Georgsson Vestmannaeyjum SKÍRNISMALIÐ Athugasemdir til brá5abirgða Harmstef frá frænku Sólgeislavængir sumarins unga báru þig burt frá mér. Vetrarskuggar vefja mig örmum. Ein sit ég enn — og græt Varst þú mér öll von mín og gleði hjarta míns sumarsól. Þar var allt yndi augna minna, sem ég sá þig brosa. Man ég það enn og aldrei gleymi en sá ég þig fyrsta sinn, svo varst þú lítill sólskinsdrengur allir, sem elskuðu og dáðu. Foreldra yndL Frænda gleði. Skóla þins skæra ljós. Fegurstu drauma um frama þinn geymdum við glöð í huga. t Dóttir mín og systir okkar, Ólafía Þorvaldsdóttir, vefnaðarkennari, andaðist að Laugum aðfarar- nótt 30. apríl. Elísabet Friðriksdóttir og dætur. t Fósturmóðir okkar, Marín Pétursdóttir andáðist að Hrafnistu 2. maí. Helga Guðmundsdóttir, Pétur Ágústsson og aðrir vandamenn. t Ari Þorsteinsson, er lézt á heimili sínu Vallar- götu 28, Keflavík, 25. f. m. verður jarðsunginn frá Kefla- víkurkirkju laugardaginn 4. þ.m. kl. 2 e. h. Blóm og krans- ar vinsamlega afbeðnir en þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir. Anna Þorleifsdóttir og aðrir aðstandendur. t Ástkær eiginmaður minn Sturlaugur Jón Einarsson sem andaðist að Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 27. apríl, verður jarðsung- inn frá Fossvogskapellu föstu daginn 3. maí kl. 15.00. F. h. vandamanna. Steinunn Bjarnadóttir. Mun ei sú hönd, er þig hingað sendi gleðjá mig enn gersemi þeirrL veita þér enn vöxt og frama á feginslandi ljóss? Sú von ein, gefin Guðs höndu sefar sorg í barmi. En ekkert get ég nú gefið þér, frændi, annað en ógrátin tár. Svo ber ég þér blómstur bjartra vorstunda. Legg þau að leiði þinu. Gráta ský. Glitra tárdöggvar. Ó, þú hvarfst svo ungur. á. — Polar-Cup Framh. af bls. 30 ir þá sem ekki þekkja orðið frákast, skal tekið fram að með því er átt við að ná knettinum aftur af bakfjöl eða körfuhring eftir misheppnað körfuskot, og gildir einu hvort leikmaðurinn hefur sjálfur reynt skotið eða einhver annar, samherji eða mót- herjL — í þessu hófi að Sögu létu spaugileg atvik ekki á sér standa. Þegar verðlaunaafhend- ingu var lokið, lét veizlustjór- t Útför dóttur okkar, Hrafnhildar Jóhannesdóttur, verður gerð frá Svalbarðs- kirkju laugardaginn 4. þ.m. kl. 2 e.h. Þeim er vildu minn- ast hennar er bent á líknar- stofnanir. Nanna Valdimarsdóttir, Jóhannes Araason Þórisstöðum.í t Eiríkur Guðnason frá Karlsskála, er lézt 26. aprU, verður jarð- settur laugardaginn 4. maí kl. 10.30 árd. frá Fossvogs- kirkju. Vandamenn. t Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og jarðarfarar Ólafíu Halldóru Árnadóttur. Vandamenn. inn þess getið að flest stig í keppninni hefði Jorma Pilkevaa- ra frá Finnlandi skorað, alls 69. Lét hann þess jafnframt getið að ekki væri nein sérstök verðlaun veitt fyrir það afrek. Finninn hafði hins vegar ekki skilið orð veizlustjórans önnur en nafn sitt, Jorma Pilkevaara, og spratt á fætur og hélt að nú væri röðin komin að honum að fá verðlaun, enda ekki óvanur því, en hann er talinn einn af fimm beztu körfuknattleiks- mönnum Evrópu. Nú voru góð ráð dýr, Finninn skálmaði á fullri ferð £ átt að ræðustólnum til þess að fá sín verðlaun, og engin verðlaun til staðar. Bogi Þorsteinsson formaður KKÍ sýndi þá mikið snarræði á ör- lagastundu, þreif fánastöng með merki Polar Cup mótsins, og færði Finnanum, sem með bros á vör undir dynjandi fagnaðar- látum áhorfenda, hélt til sætis síns glaður og sæll. Var þarna snilldarlega bjargað leiðindum, sem tungumálaörðugleikar höfðu næstum valdið. Snemma morguns á þriðjudag héldu þessir velkomnu gestir okkar leiðar sinnar, aftur til starfa og skyldna hver í sínu heimalandi. Danir héldu reynd- ar ekki lengra en til Akureyrar þar sem þeir eyddu einum degi í boði Knattspyrnufélagsins Þórs og fengu þá loks gullfallegt veð- ur, eins og það bezt gerist á fslandi. Um kvöldið líku þeir við gestgjafa sína og sigruðu, sem víst þótti, með tuttugu og fimm stiga mun. Héldu þeir til Reykjavíkur um kvöldið og jrfir- gáfu fsland síðan á miðvikudags morgun, eftir fimm daga dvöl á Sögueyjunni. Höfum við þá laus- lega fylgst með dvöl hinna að- komnu Norðurlandabúa hér á Polar Cup, erfiðleikum þeirra og skemmtilegum atvikum. AUGLYSINGAR SÍMI 22»4*80 Ég vil þakka ykkur öllum innilega fyrir sjónvarpið, sem þið gáfuð mér á sl. ári, það hefur veitt mér margar góð- ar stundir. Guð blessi ykkur ölL Hanna Þoriáksdóttir, Reykjalundi Mosfellssveit. Svarfdælingum, Dalvíking- um og fjölskyldunum Háu- kinn 4, Hafnartfirði og Há- vallagötu 51, Reykjavík, læknum og hjúkrunarfólki Landakotsspítala, færum við hjartans þakklæti fyrir lækningu, hjúfcrun og drengi- legan stuðning í veikindum sonar okkar síðastl. vetur. Guð blessi ykkur ölL Svanfríður Jónasdóttir, Marinó Sigurðsson, Búrfelli. Innilegar þakkir færi ég öll- um þeim, er heiðru'ðu mig og sýndu mér hlýhug á 70 ára afmæli mínu 18. apríl sl. með heimsóknum, gjöfum og skeytum. Litfið heiL Pétur Jónsson Reynihlíð. / MÉR hefir orðið kunnugt um nokkurn misskilning að því er varðar atkvæðagreiðslu um frá- vikningu mína sem ritstjóra Skímis og ráðningu hins nýja ritstjóra. Þessi misskilningur er ef til vill ekki óeðlilegur, af því að fólk hefir haldið, að kosið hafi verið milli tveggja ritstjóra, en svo var ekki. Ég var ráðinn ritstjóri, og því þurfti fyrst að víkja mér frá. Til þess þurfti sérstaka atkvæðagreiðslu. Að henni lokinni þurfti að ráða nýj an ritstjóra. Þessi misskilningur virðist — að vísu að mínum dómi að ástæðulausu — eiga ræt ur að rekja til smáklausu, hafðri eftir hr. Sigurði Líndal í Tím- anum 27. apríl. Af þessu og nokkrum öðrum tilefnum vil ég taka eftirfarandi fram: 1. Ritari Hins íslenzka bók- menntafélags, Óskar Halldórs- son lektof, hefur skýrt mér svo frá og leyft mér að hafa eftir sér, að frávikning mín (öðru nafni ,,lausn“) hafi verið sam- þykkt á þann hátt, sem ég, áð- spurður, skýrði Morgunblaðinu frá. þ.e. að með frávikningunni hafi verið tveir (Sigurður Lín- dal og Ragnar Jónsson hrl.) hjá hafi setið fjórir (Kristján Eld- járn, Einar Bjarnason, Broddi Jóhannesson og Óskar Halldórs son). Að þessari atkvæðagreiðslu lokinni þurfti vitanlega að ráða nýjan ritstjóra. Ekki gat ritið verið stjómlaust. Atkvæði féllu þannig, að frásögn ritara fé- lagsins, að Ólafur Jónsson var ráðinn með fjórum atkvæðum, en tveir sátu hjá. Þessum tveimur atkvæða- greiðslum má vitanlega ekki rugla saman. 2. Þá vil ég taka skýrt fram, að ádeilur Tímans á Ólaf Jóns son koma mér að litlu leyti við. Að sinni mun ég ekki taka af- stöðu til þeirra. 3. Morgunblaðið segir svo í Staksteinum 30. apríl: „Væntan- lega verður þetta mál skýrt nán ar af báðum aðilum — því enn skortir rökin“. Af þessu tilefni þykir mér rétt að benda á, að ég tel það ekki í verkahring mín- um að rökstyðja frávikningu mína. Hins vegar er ég reiðubúinn að svara fyrir mig, ef forseti og fulltrúaráð Hins íslenzka bók menntafélags, jafnt þeir, sem greiddu atkvæði með frávikning unni, og hinir, sem létu það hjá líða, gera „heiðarlega og rök- studda" greinargerð fyrir máli sínu. Reykjavík 2. maí 1968 Halldór Halldórsson N.B. Þessi athugasemd er einn ig send Tímanum. H.H. — Víkingar Framh. af bls. 30 Þeir eiga ýmsa ágæta einstakl- inga, svo sem Gunnar Gunnars- son, sem er'einn helzti burðar- ás liðsins, Örn Guðmundsson og Jón Ólafsson. Þá er Hatfliði Pét- ursson einnig mjög frískur leik maður, en annars skortir flesta framlínumenn nokkuð tækni og yfirferð. Ætti það þó að nást með betri æfingu. KR-liðið er hvergi nærri eins sterkt og flestir ætluðu. Það náði illa saman, samleikur var all- ur í molum, og miklu minni en hjá andstæðingum þeirra. Send ingar voru ónákvæmar, mikið um spörk út í bláinn og tilgangs laus hlaup. Beztur leikmanna var Eyleifur, sem vann mikið og vel að vanda, en fékk hald- litla aðstoð. Þórður var sem fyrr sterkastur varnarleikmanna, en hægri armur varnarinnar virðist hættulega opinn. Krafta og gáfur kærleiksverkum hafði þitt hjarta vígt. Ósk þín var æðst: Lækna og líkna gleðja og gefa frið. Hver var sú ör, sem þitt hjarta hæfði og slökkti mér stjörnur og pól? Svars ég bíð, ung ég anda þinn lít aftur á eilífðarmorgni. Sit ég hér ein í sorgarskuggum. Græt nú gull þín, vinur. Brotinn gimsteinn brostinna vona hyl ég við hjartastað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.