Morgunblaðið - 03.05.1968, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.05.1968, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGU& S. MAÍ 19&8 19 j mm HEILDSÖLUBIRGÐIR lilTd ni Ss mMmJj um framangreindra staða. Fræðslu- og upplýsingaskrif- stofan hefur með höndum það verkefni að fræða og upplýsa alla íbúa fyrirgreinds svæðis, og eru þar engir undanskildir. Sér- stök ástæða er til að vekja at- hygli á því, að félagsskapur ungs fólks, sem kallar sig Tengla, hefur tekið að sér að koma fræðslu til vangefinna, fanga blinds fólks, vistmanna á hæl- um, geðsjúkra, heyrnarskertra, sjúklinga á spítölum, drykkju- sjúkra og aldraða fólksins. Mest allt starf sitt vinna þessi ung- menni á sjálfboðavinnu, og er þetta framtak þeirra mjög lofs- vert. Á næstunni munu Tengl- arnir heimsækja vistheimili og hæli, aldraða heim og þar fram eftir götunum, og ræða við við- komandi um umferðarmál og breytinguna yfir í hægri umferð. — Hvert var fyrsta verkefni stofnunarinnar? Það var stofnun umferðar- skólans „Ungir Vegfarendur“. Skólinn er rekinn sem bréfa- skóli fyrir börn á aldrinum 3— 6 ára og markmið hans er að vera hjálpartæki heimilanna við umferðarkennslu barnanna. Kennslan sjálf er falin foreldr- unum og árangurinn því fyrst og fremst undir þeim kominn. — Og þáttakan? Hún er miklu mun meiri en við þorðum nokkurn tíma að vona. Nú eru um 7000 börn í skólanum og er lokið við að senda þeim skólaskírteini. Lok- ið er við að mestu útsendingu fyrstu sendingar skólans, en þar í eru verkefnaspjöld, þar sem börnunum er sýnt, hvar hver á að halda sig í umferðinni. Þá sendir skóilnn hverju barni happdrættismiða og á afmælis- 8nttbjörn3ónssotia(b.h| THE ENGLISH B00KSH0P Uppsldltarbækur um heima- og tómstundaverkefni í 16 bindum — 10.000 myndir Verð aðeins krónur 7695,oo Megináherzla Iðgð á að ná sem víðtækustu samstarfi allra aðila - rætt við Pétur Sveinbjarnarson, forstöðumann Fræðslu- og upplýsingaskrifstofu umferðarnefndar og lögreglunnar i Reykjavik næst beint samband við kon- urnar, sem eru jú helmingur þjóðarinnar og vaxandi fjöldi þeirra ökumenn, en einmitt þetta beina samband við fólkið, hefur skrifstofan lagt áherzlu á, eins og ég sagði áðan. Fundir hafa verið haldnir með æðstu embættismönnum og helztu áhrifamönnum á höfuð- borgarsvæðinu, og einnig haldn- ir mjög fjölmennir fundir með starfsmönnum bifreiðastöðva, þar sem umferðarmál hafa ver- ið rædd, og fulltrúar lögreglu og borgaryfÍFvalda flutt erindi og svarað fyrirspurnum. Gott samstarf er og við ökukennara. Fræðslu— og upplýsingaskrif- Framhald á bls. 22 „Umferðarnefnd Reykjavíkur og lögreglan í Reykjavík hafa undanfarin þrjú ár séð um mik- inn hluta allrar umferðarfræðsiu í útvarpi. Um s.l. áramót tók Reykjavíkurborg að sér hluta af undirbúningsstarfinu fyrir breytinguna, — upplýsingar og fræðslu — og einnig hluta starf- ans eftir að hægri umferð er komin á. Til þessa var sett á fót Fræðslu— og upplýs- ingaskrifstofa Umferðarnefndar Reykjavíkur og lögreglunnar í Reykjavík og tók hún til starfa í byrjun janúar s.l.“ Þannig fórust Pétri Svein- bjarnarsyni orð, þegar við lit- um inn í Fræðslu- og upplýs- ingaskrifstofuna í Laugardal, en Pétur veitir henni forstöðu. — Hvert er meginverkefni skrisftofunnar, Pétur? Meginverkefni skrifstofunnar er að vinna að bættri umferðar- menningu almennt og gefa jafn- framt upplýsingar um allt það, sem viðkemur umferðinni og breytingunni yfir í hægri akst- ur. f lok janúar var starfssvæði skrifstofunnar stækkað, og nær það nú yfir Reykjavík, Kópa- vog, Garðahrepp, Hafnarfjörð, Seltjarnarnes, Mosfellssveit, Kjalarnes og Kjós. Á þessu svæði búa um 110 þús. íbúar sem skrifstofan þarf að veita upplýsingar og fræðslu. — Hvað er starfsfólkið margt? Hér vinna auk mín, tveir karl- menn og ein vélritunarstúlka 3g einn karlmaður vinnur hér hálf- an daginn. Þá skiptast þrjár fóstrur á um að sjá um um- ferðarskólann „Ungir Vegfarend ur“. í sambandi við útvíkkun starfssvæðisins, var stofnuð 3ér- stök samstarfsnefnd með fulltrú daginn fá börnin smágjöf frá skólanum. Auk framangreindra aðila stendur Barnavinafélagið Sum argjöf að rekstri skólans og sjá þrjár fóstrur um hann sem fyrr segir. Af hálfu lögreglunnar hef ur Ásmundur Matthíasson lög- regluvarðstjóri, umsjón með starfi skólans. — Meira um starfsemina? Skrifstofan hefur sent dreifi- miða um umferð garígandi fólks inn á hvert heimili á starfs- svæði sínu. Auk þess sér hún um fastan útvarpsþátt einu sinn í viku, á laugardögum, og sama dag hefur hún fastan umferðar- fræðsluþátt í öllum dagblöðun- um. í þessum þáttum er lögð höf uð áherzla á eitt atriði í hverj- um þætti, til að sem mestur ár- angur náist. í næstu viku hefur göngu sína í útvarpinu nýr þátt- ur, sem skrifstofan annast. Hef- ur hann hlotið nafnið „Rödd ökumannsins“ og mun verða 2- svar — 3svar í viku, 3—5 mín. Fræðslu— og upplýsingaskrif- stofan annast hins vegar ekki umferðarþætti þá, sem sýndir hafa verið í sjónvarpinu undan- farið. varð megináherzluna á að ná sem víðtækustu samstarfi við alla að- ila, en treysta ekki eingöngu á fjölmiðlunartækin. í þeim til- gangi sendi skrifstofan um 200 félögum og félagasamtökum á starfssvæðinu bréf, þar sem að- stoð til að koma á umferðar- fræðslu í þessum félögum var boðin. Undirtektir félaga hafa verið mjög góðar, fjöldinn allur heimsóttur og má segja, að 2 fundir hafi verið haldnir að með- altali á dag, frá því að þessi fræðsla var boðin. Nú stendur yfir á vegum skrif stofunnar teikinmyndasam- keppni meðal nemenda í öllum barnaskólum á starfssvæði skrif- stofunnar. Verða bókaverðlaun veitt höfundi beztu myndar í hverjum skóla, en verkefni barn anna er að teikna myndir úr umferðinni. Þá stendur og yfir Ijósmyndasamkeppni meðal á- hugaljósmyndara á öllu landinu um „beztu svipmyndina úr um- ferðinni". Verða veitt verðlaun í þeirri keppni. vegleg Skrifstofan hefur boðið sauma klúbbum að fulltrúar frá skrif- stofunni kæmu í stutta heimsókn til klúbbanna og ræddu við kon- | urnar um umferðarmál og breyt I inguna í H—umferð. Við teljum, ! að með þessu verði árangur Við sáum fljótlega, að leggja fræðslunnar meiri en ella, þarna Pétur Sveinbjarnarson, forstöðu- maður Fræðslu— og upplýsinga- skrifstofunnar, sýnir fréttamönum hluta af útgáfustarfsemi skrif stofunnar. (Ljósm. Mbl: Sv. Þ.) Frd morgni til kvölds © biðja börnin um Frá Tónlistarskólanum í Reykjavík Inntökupróf fyrir skólaárið 1968—69 verða laugar- daginn 4. maí kl. 5 síðdegis í Tónlistarskólanum, að Skipholti 33. SKÓLASTJÓRI.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.