Morgunblaðið - 03.05.1968, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.05.1968, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUl 4. MAÍ 1968 13 Ýmsar endurbætur skulu gerðar í menntamálum. Kennsla í framtíðinni á að verða óhlutdræg og sannleik anum samkvæm og framhalds menntun opin öllum, sem hæfileika hafa án tillits til pólitískrar skoðunar, en áður var það þannig, að þeir, sem áttu foreldra, er ekki aðhyllt ust hinar opinberu stjórn- málaskoðanir, áttu ekki kost á framhaldsskólanámi. Menning og listsköpun mega ekki verða háð eftirliti. Þá er því lýst yfir, að menning sé undirstaða góðra þjóðfélagshátta. Það er rakið að árið 1945 hafi flestir menntamenn og listamenn ver ið vinstri sinnaðir og jafn- vel í forystu flokksins en seinna, sérstaklega í kringum árið 1950, hafi ýmsir leiðtog- ar þeirra verið ofsóttir og orðið að sæta pólitískum ofsóknum þannig hafi stefna flokksins í menn- ingarmálum verið afskræmd. Með skriffinnsku og úreltum aðferðum hafi verið komið í veg fyrir, að þessir aðilar hafi getað komið skoðunum sínum á framfæri. Tekið er fram skýrt, að menning og list- sköpun megi ekki verða háð eftirliti. Áherzla er lögð á þjóðlega menningu og tekið fram, að í þeim efnum skuli Slóvakar njóta sömu aðstöðu sem Tékk ar. Á erlendum vettvangi skuli Slóvakar og Tékkar vera jafnréttháir og tungu- málaréttur Slóvaka á land- svæði Tékka og öfugt, skal virtur. Tekið er fram, að sökum þess lélaga ástands, sem hafi ríkt í menningarmálum, skuli nú leyfð og ýtt undir stofn- un alls kyns menningarfélaga. Þá skuli bætt úr því órétt- læti, sem ríkt hafi varðandi laun og kjör listamanna, og að einstaklingar og félög fái frjálsar hendur um að koma verkum á sviði lista og menn ingar á framværi. Á sviði utanríkismála er lýst yfir samstöðu við sósial istísku ríkin á grundvelli jafn réttis og þess, ' að hver þjóð fái að ráða sínum málum sjálf. Þá er á það bent, að nú séu tvö þýzk ríki við lýði, en tek- ið fram, að Tékkóslóvakía vilji hafa góða samvinnu við Vestur-Þýzkaland og stuðla að því, að nýnazismi og hefndarstefna nái ekki að rísa þar upp. Tékkóslóvska þjóðin vilji lifa í friði við allar þjóðir. Harmað er, að frumkvæði á sviði utnaríks- mála Tékkóslóvakíu hafi ekki verið nýtt og ekki verið tekin sjálfstæð afstaða til ým issa milliríkjamála. Er lögð áherzla á að taka upp eins fljótt og unnt er sjálfstæða stefnu í utanríkismálum, sem verði ekki eingöngu alþjóð- leg heldur miðist við þjóð- lega hagsmuni Tékkóslóvakiu sjálfrar. Stjórnmálaþróunin í Tékkóslóvakíu Alexander Dubcek Sá maður, sem mestan þátt á í þeim breytingum, sem orð- ið hafa í Tékkóslóvakíu að undanförnu, er hinn nýi aðal ritari kommúnistaflokks lands ins, Alexander Dubcek, sem er Slovaki og 46 ára að aldri 'Faðir hans, Stephan Dubcek, gerðist á sínum tíma útflytj- andi til Bandaríkjanna, en undi ekki hlutskipti sínu sem trésmiður þar og sneri aftur til ættjarðar sinnar. Sonur hans, Alexander, varð þann- Ig ekki bandarískur ríkis- borgari, sem hann hefði ell- egar orðið, því að hann fædd ist fáeinum mánuðum siðar í slóvenska þorpinu Uhrovec. Ástæðan fyrir því, að Step- Stúdentar við leiði Jans Masaryks. Masaryk, sem eins og kunnugt er, var utanríkis- ráðherra Tékkóslóvakíu 1948, er kommúnistar hrifsuðu til sín völdin í landinu, og beið han Dubcek hélt heim að nýju var einkum sú, að hann hafði hrifizt að þeim vonum, sem bundnar voru við framtið Tékkóslóvakíu þá, en landið hafði verið gert að sjálfstæðu ríki eftir fyrri heimstyrjöld- ina. Lífsskilyrðin í Slóvakíu voru hins vegar alls ekki, eihs og hann hafði vonað, sem olli því, að hann gerðist einn af fyrstu félögunum í nýstofnuðum kommúnista- flokki landsins. Árið 1925 tók hann sig að nýju upp eft ir hvatningu um að hjálpa til við að bygga upp sósíalista- riki og hélt til Sovétríkjanna, þar sem hann stofnaði sam- yrkjubú í Austur-Síberíu á- samt 300 öðrum löndum sín- um og meðlimum í kommún- istaflokknum. Alexander Dubceck lifði uppvaxtarár sín bókstaflega talað við kínverksu landamær in og nam í skóla í Frunze. Þegar hann var 17 ára var faðir hans útlægur ger í Sov- étríkjunum í einni af hreins- unum Stalíns og fjölskyldan hélt á ný til Slóvakíu. Þar gekk Alexander i hinn bann- aða kommúnistaflokk og fékk starf við Skodaverksmiðjur- nar. Þar var Dubceck enn þeg- ar landið varð fyrir alvar- legu áfalli þar sem Múnchen samningurinn 1938 gerði Hitler kleift að halda hindr- unarlaust inn í Tékkóslóvak- íu meðan Vesturveldin litu i aðra átt. Tékkum þóttu þeir sviknir af vesturveldunum, en þeir sýndu litla andstöðu þegar Þjóðverjar. hernámu landið. Undantekning var uppreisnin í Slóvakíu 1944 og tóku bæði Alexander og Jul- ius bróðir hans þátt í bar- áttunni gegn Þjóðverjum uppi í fjöllunum: Julius féll og Alexander særðist í hand legg. Enn fylltuzt Tékkar beizkju þegar þriðji her Bandaríkjamanna undir stjórn Pattons hershöfðingja réðist inn í úthverfi Prag en samkvæmt samningi við yfirmenn Bandamanna horfðu þeir aðgerðarlausir á. meðan Rússum var leyft að frelsa borgina. Samkvæmt samningi við Moskvu sneri nú tékkneska rikisstjórnin heim árið 1945 eftir útlegð í London á styrj- ladarárunum Eduard Benes varð forseti og Jan Masaryk, sonur Thomas Masaryk, varð var tilnefndur vara- forseti. f frjálsum kosningum sem voru haldnar árið 1946, siðan bana með válegum hætti, á mikil ítök í hjörtum Tékkóslóvaka og nú eru uppi háværar kröfur um, að rann- sókn fari á ný fram á dauða hans og honum skipaður sá sess sem honum ber í sögu fékk kommúnistaflokkurinn 38% atkvæða og flokkur Ben es, aðeins 26%, og afgangur- inn dreifðist milli nokkurra sundrunarflokka. Samsteypu stjórn var mynduð og 1947 ákvað hún að þiggja Mars- hall aðstoð frá Bandaríkjun- um. Stalin neyddi stjórnina með ofsa til að afþakka hjálp ina, en grunsemdir hans voru vaktar: hann ákvað að dagar stjórnarinnar skyldu taldir. Kommúnistar taka völdin. Þegar tólf andkommúnist- iskir ráðherrar sögðu af sér 1948 til að mótmæla áhrifum kommúnista innan lögregl- unnar sáu kommúnistar sér leik á borði. Þeir náðu tang- arhaldi á stjórninni, tóku öll völd yfir samgöngutækjum í sínar hendur og héldu sýnd arkosningar með aðeins ein- um lista. Masaryk utanríkis- ráðherra féll úr glugga í í- búð sinni og beið bana: kommúnistar sögðu það vera sjálfsmorð, en flestir voru þeirrar skoðunar, að hann hefði verið myrtur. Gottwald innleiddi skjótlega eindregna StaJínstefnu. Hann lét fram- kvæma f jöldahandtökur á „borgaralegum“ stjórnmália- mönnum, og menntamönnum, kúgaði kaþólsku kirkjuna, (handtók flesta þjóna hennar lokaði skólum kirkjunnar og bannaði helgiathafnir) þjóð- nýtti iðnaðinn kom upp sam- vinnubúskap í landbúnaðin- um og lögreglan herti tökin á almúganum og kom á sann- kölluðu lögregluríki. Samkvæmt kröfu frá Kreml gerði Gottwald miklar hreins anir í flokknum árin 1951 og 1952 og rak frá ellefu hátt- setta kommúnista og ásakaði þá um stuðning við Titó- stefnu, og hundruð manna voru handteknir og margir teknir af lífi. Lögreglustjór- inn í Prag lýsti þá sérstakri aðdáun sinni á frammistöðu yfirmanns kommúnistaflokks borgarinnar manns að nafni Antonin Novotny fyrir „af burða frammistöðu hans í að koma upp um svikara og sam særismenn." Þegar Gottwald lézt árið 1953 tókst Novotny með kænsku að ná yfirráð- um yfir aðalritarstöðu flokks ins á meðan flokkurinn var að ræða um eftirmann Gott- walds. Engum tókst að koma honum úr þessari stöðu og seinna hrifsaði hann einnig til sin forsetaembættið. Stalin lézt árið 1953 og það er ein af kaldhæðnustu glett um örlaganna gagnvart Tekk þjóðarinnar. Það eru ekki hvað sízt stúdentar, sem fyrir þessu standa og þetta er tal- andi tákn um þá breytingu, sem nú á sér stað í Tékkó- slóvakíu. óskóvakiu, að Stalinisti skyldi komast til valda sama árið og Stalin andaðist. Árið 1955 lét Novotny afhjúpa gríðar- mikla myndastyttu af Stalin talin stærsta myndastytta heims — við Vltavafljótið í Prag, Novotny fylgdi stefnu Stal ins út í yztu æsar. í engu landi handan járntjaldsins — kannski ef Albanía er undanskilin — hafði afhjúp unarræða Krústjoffs um grimmdarverk Stalíns jafn lít il áhrif sem í Tékkóslóvakíu. Novotny bannaði bækur, leik- rit og kvikmyndir, herti að rithöfundum og listamönnum og má segja hann hafi nær því gengið að þeim dauðum með kreddubundnum skipun- um og ritskoðun, sem fram- fylgt var til hins ítrasta. Þeg ar miklir efnahagsörðugleik- ar steðjuðu að landinu — hin ir verstu frá stríðslokum — og 'Krústjóff barðist stöðugt gegn áhrifum Stalíns, þá varð meira að segja Novotny að slaka á. Hann varð að láta fjarlægja hina frægu Stalin- styttu og meira að segja var hann tilneyddur að víkja frá nokkrxrm þekktum Stalinstum úr æðstu stöðum landsins. Óánægja vex Ein slík laus staða fór til Alexanders Dubceks. Skömmu eftir að kommúnist- ar höfðu náð völdum undir forustu Gottwalds, hafði Du- bcek orðið starfsmaður hjá flokknum. Hann var of ungur til að verða fyrir barðinu á hreinsunum Gottwalds. Hon- um tókst að komast hjá of nánu sambandi við ýmsa flokksleiðtoga, þar sem hann var langdvölum í burtu fyrstu ár Novotnys. Hann dvaldi í stjórnmálaskóla í Moskvu árin 1955-58. Þegar hann hvarf aftur til heima- lands síns varð hann ritari flokksins í Bratislava og 1960 var hann fluttur til Prag og varð aðalritari miðstjórnar kommúnistaflokksins. Tveim- ur árUm síðar, er hann var fertugur að aldri varð hann einn af tíu í forsætisnefnd flokksins. Þegar Novotny varð að reka úr starfi fyrr- verandi ritara flokksins í Slóvakíu sem var ákveðin Stalínisti þá hlaut Dubcek stöðuna. Þegar Dubcek hafði nú treyst sig nokkuð í sessi fór hann nær samstundis að fjar lægjast opinberlega stefnu Novotnys. Ein fyrsta aðgerð hans sem forystumanns var að draga úr hörkunni við Slóvanska rithöfunda og menntamenn, sem upp frá því fengu axikið tjáningarfrelsi. Hann varð einnig hlynntur nýjum ráðstöfunum og aðgerð um í efnahagsmálum, er gert höfðu vart við sig og prófess- or Ota Sik var talsmaður fyr ir og starfsbræður hans. Eft ir því sem tímar liðu fram varð hinn hlédrægi Slóvald öruggari og smám saman þró- aðist hann í að verða eindreg inn gagnrýnandi stefnu No- votnys. Þegar svo hart var lagt að Novotny um aukið frelsi og umbætur tók hann upp nýja aðferð. Hann lézt gefa eftir í nokkrum atriðum, en þegar honum þótti nóg komið sýndi hann hörku á nýjan leik Þannig leyfði hann skyndi- lega blómstrandi listalíf í landinu, einkum í bókmennt- um og leyfði til dæmis að verk Franz Kafka skyldu gef in út, kvikmyndir sem bann- aðar höfðu verið fengu nú náð fyrir augum hans, og alls konar borgaraleg einkenni gerðu vart við sig, sömuleiðis leyfði hann nokkra gagnrýni í blöðum. En hann hélt áfram uppteknum hætti að ofsækja rithöfunda með alls konar dul búnum aðgerðum og svipti suma algerlega ritfrelsi sínu. Hann leyfði Ota Sik einnig að framkvæma nokkrar af umbótahugmyndum sínum — þar á meðal meiri áherzlu á hagnað og launauppbæur — en síðan dró hann það til baka, áður en nokkur sýnileg ur árangur hafði orðið. Óánægjan með Novotny náði hámarki sínu sumarið 1967 og um haustið. Á fundi sambands tékkneskra rithöf- unda, risu frjálslyndir rithöf undar úr sæti hver á fætur öðrum og gagnrýndu stjórn- arvöld harðlega fyrir að merg sjúga tékkneskar bókmenntir með ritskoðun. Novotny svar- aði með því að banna hið frjálslynda tímarit, Literarni Novinu, og hann kom í veg fyrir að hinir frjálslyndari rithöfundar næðu kosningu í stjórn Rithöfundasambands- ins. Það sem verra var, hann sendi lögreglulið á vett- vang til að tvistra mótmæla- göngu 1500 stúdenta sem far- in var til að mótmæla slæm- um aðbúnaði í Tækniháskól- anum í Prag. Þessi ruddalega framkoma leiddi af sér mót- mæli annarra stúdenta og margs konar mótmælaaðgerð- ir voru nú uppi hafðar um skeið. Fall Novotnys Það er á þessum tíma ólgu og ókyrrðar að Alexander Dubcek kom fram í sviðsljós ið. Þar sem hann var flokks formaður- í Slóvakíu varð hann einn af meðlimum mið- stjórnarinnar og á fundi hennar í október stóð hann upp og bar fram harða gagn- rýni á stefnu Novotnys, og fyrir að standa öllum fram- förum í landinu fyrir þrifum. I beizkri svarræðu kallaði No- votny Dubcek „borgaralegan þjóðernissinna“ einhver mestu skammaryrði sem til eru í orðaforða kommúnista. Dubcek tók að vinna að tjaldabaki við að koma No- votny frá forystu sem flokks- leiðtoga og vann á sitt band fjölda háttsettra kommúnista, menntamenn, námsmenn og verkamenn. Þegar Novotny fór til Moskvu til að vera viðstaddur hátíðahöldin vegna 50 ára afmælis bylting arinnar þá kom hann í veg fyrir að Dubeck yrði i fylgd arliði sínu. Þetta var grund- vallarskyssa þar sem Dubcek sat heima ásamt öllum fylgis- mönnum sínum átti hann næsta auðvelt með að tryggja sér fylgi og stuðning, þegar Framh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.