Morgunblaðið - 03.05.1968, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.05.1968, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUTl 3. MAÍ 196« 31 Sendiherrar heimsækja Eyjar Bandaríski og danski sendiherrann heimsóttu Vestmannaeyjar í vikunni í boði hraðfrystihúsanna í Eyjum og Sölumiðstöðvar Hraðfrystihúsanna. Sendiherra Bandaríkjanna, Karl Rolvaag og danski sendiherrann, Birger Kronmann fóru um Vestmannaeyjar í fylgd forráðamanna hraðfrystihúsanna og SH, ásamt fylgdarliðum. Sendiherrarnir voru daglangt í Eyjum og skoðuðu m.a. frystihús þar. Frá vinstri á myndinni eru: Starfsstúlka ísfélagsins, bandaríski sendiherrann Karl Rolvaag, Björn Halldórsson frkvst. sölumála SH og danski sendiherrann Birger Kronmann. Ljósm.: Sigurgeir Jónasson. Tveir billjónerar ríkustu menn Bandaríkjanna New York, 28. apríl — AP — TVEIR ríkustu menn Bandaríkj- anna, og sennilega þeir einu, sem kallast geta billjónerar, eftir því, sem tímaritið „Fortune" kemst næst eru J. Paul Getty 75 ára og Howard Hughes, 62ja ára. Sex menn eru taldir upp á eftir þeim, sem verið gætu hálf billjónerar og hundrað fimmtíu og þrír, sem eiga meira en hundrað milljón- ir dollara hver um sig. í greininni er áætlað hóflega, að Getty eigi 957,404,289 milljón- ir dollara, en gró.flega, að hann eigi 1,338,417,316 milljónir doll- ara, þ.e. um eða 57 milljarða ! xsl. króna! Segir og að áætluð auðæfi Hug he’s séu vægt áætluð 985.500.000 i en ríflega 1,373.000.000 dollarar. j í maí hefti blaðsins segir og, að \ svipuð rannsókn gerð árið 1957 hafi leitt í ljós að áætluð auð- æfi Gettys væru milli 700 millj- ónir og eins milljarðs dollara, og eignir Hughes milli tvö og fjögur hundruð milljóna dollara. Þá voru fjörutíu og fimm manns í Bandaríkjunum sem sagðir voru eiga yfir 100 milljónir doll- ara. Síðan hefur sá hópur meir en þrefaldast. Sextíu og sex manns eru sagðir eiga yfir 150 milljón- ir dollara, en innifalið í þeim eignum eru eigur maka, barna undir lögræðisaldri, sjóða og stofnana, er eigendur eða mak- ar hafa stofnað. Fylkisstjórinn í New York, Nelson Rockefeller og bræður hans, David, Johan Laurance og Winthrop voru í hópnum, sem Smjörframleiðslan jókst um 16,8% ÁRSFUNDUR Osta og smjörsöl- unnar s/f. var haldinn þriðju- daginn 30. apríl í fundarsal Mjólkursamsölunnar í Reykja- vík. Formaður stjórnar, Stefán Björnsson forstjóri, stjórnaði fundi og kvaddi Finn Kristjáns- son kaupfélagsstjóra til að rita fundargerð. Formaður minntist í upphafi fundar, þeirra Sigurðar Bene- diktsson framkvæmdastjóra, er lézt hinn 22. október sl., en Sig- urður var framkv.stj. fyrirtækis- ins frá stofnun þess og Björns E Árnasonar, löggilts endurskoð- anda, er lézt 23. nóvember sl., en Björn var endurskoðandi Osta og smjörsölunnar. Fundarmenn vott uðu hinum látna virðingu sína með því að rísa úr sætum. Óskar H. Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri, lagði fram og skýrði endurskoðaða reksturs- og efnahagsreikninga fyrir árið 1967 og gaf skýrslu yfir starf- semina. Heildarframleiðsla mjólkur- samlaganna á árinu 1967 var: Smjör 13'65 tonn Ostur 1145 — Nýmjólkurduft 687 — Undanrennuduft 6S2 — Kasein 298 — Smjörframleiðsla hafði aukizt á árinu um 16.8%, framleiðsla á osti og nýmjólkurdufti dróst hinsvegar nokkuð saraan á ár- inu. Heildarsala á smjöri á ár- inu varð 1101 tonn en af osti seldust 535 tonn. Útflutningur mjólkurvara varð sem hér segir: Ostur 404 tonn Nýmjólkurduft 671 — Kasein 250 — Smjör 2 — Heildarvelta fyrirtækisins á árinu 1967 varð 354 milljónir króna. Heimasala mjólkursam- laganna í unnum vörum nam um 94,7 milljónum. Samanlagt söluverðmæti vinnsluvara mjólk uriðnaðarins á árinu varð því röskar 448 milljónir. Dreifingar og sölukostnaður fyrirtækisins varð á árinu 10.6 milljónir, eða um 3%. Endur- greidd umboðslaun til mjólkur- samlaganna námu kr. 4.499.127.64. (Frá Osta- og smjörsölunni). sagður var eiga 2—300 milljónir dollara. Bent var á að kringum helm- ingi þeirra, er ættu 150 milljón- ir eða meira, hefðu auðgazt á arfi. Svo vildi því til, að sög- urnar um auðæfi DuPont, Ford Mellon og Rockefeller fjölskyldn anna væru sannar. Samt væri þvi þannig farið, að margir á nýjasta listanum, hefðu komizt þangað af eigin rammleik, eins og Edwin H. Land, stofnaði og formaður Pol- aroid fyrirtækisins. Segir og, að dr. Land sem fann upp Polaroid véiina (15 sekúndna) hafi átt meirihluta hlutabréfa í fyrirtæk inu (1.5 milljónir dollara) 1948. Sagði ,,Fortune“ einnig, að það sem síðan hefði gerzt, væri eitt kraftaverka viðskiptalífsins, sala fyrirtækisins hafi meir en tvö- hundruðfaldast, og auður upp- finningamannsins aukizt ennþá meir, og ættu nú dr. Land og kona hans meira en hálfs millj- arðs dollara virði í hlutabréfum Polaroid fyrirtækisins." - ÚTSVÖR Fraimhald af bls. 32 væri stefnt að því að gera gjald- endum jafnt undir höfðii þar sem allir þeir er þiggja laun frá öðr- um skuli hafa lokið fyrirfram- greiðslu fyrir 1. júnx ár hvert. hafa lokið fyrirframgreiðslu fyrir Með samþykktinni eiga allir að 31. júli til þess að geta notíð frá- dráttar. Taldi bongarstjóri, að enda þótt um venjubreytingu væri að ræða, þá væri hér á ferðinni sanngjörn krafa um, að gjaldendur opinberra gjalda sætu við sama borð. Yrði fresturinn miðaður við 31. október myndi innheimtuaðgerðir gjaldheimt- unnar mjög torveldaðar. Gjald- heimtan ætti mjög erfitt með áð hefja lögtök eftir 31. október. Það myndi og leiða tid þess, að framkvæmdir borgarinnar drægj ust á langinn vegna fj árskorts. Urðu nokkrar umræður um þetta mál og töldu þeir Kristján Benediktsson (F), Þórir Kr. Þórðarson (S), Sigurjón Björns- son (K) og að lokum Einar Ágústsson (F) og borgarstjóri. Breytingartillaga framsóknar- manna var felld og samþykkt borgarráðs um mál þetta stað- fest með samhljóða atkvæðum. Rockefeller sigraði í Massachusettes Boston, 2. maí — AP—NTB — í FORKOSNINGUM innan Repú blikanaflekksins, sem fram fóru í Massachusetts á miðvikudag, reyndist Nelson Rockefeller, rík isstjóri í New York sigursælast- ur, en hann Jýsti því yfir fyrir nokkrum dögum, að hann mundi taka þátt í samkeppninni um út- nefningu flokksins til forseta- framboðs á hausti komanda. Á kjörseðlunum í þessum for- kosningum var einungis nafn Johns A. Volpes, ríkisstjóra í Massachusetts. Nöfri þeirra Rockefellers og Richards Nixons þurfti að skrifa á seðlana, en þrátt fyrir það, hlaut Rockefell- er flest atkvæ'ði. Volpe varð næstur og Nixon í þriðja sæti, að því er bezt er vitað, en úr- slit eru ekki að fullu ljós. Samkvæmt skoðanakönnun, sem dagblaðið „Washington Post, hefur látið gera, virðist yfirgnæfandi meirihluti banda- rískra kaupsýslumanna kjósa að Richard Nixon verði kjörinn for seti. Af 160 forystumönnum í kaupsýslu kusu 91 Nixon, 38 vildu fá Rockefeller í embætt- ið og 24 kusu Hubert Humphrey Aðeins þrir vildu Robert Kenn- edy, tveir völdu Ronald Reagan, - ÍSINN Framhald af bls. 32 Víkur eru flestar fullar af ís, en siglingarleið virðist ekki ó- greiðfær í björtu, eins langt og sést frá athugunarstað. Herðu- breið fór hér austur með um hádegisbilið. Þéttur ís mun hafa verið landfastur við Kögur og varð Herðubreið að fara 10 sjó- mílur út. Ferðin gekk sæmilega og virtist leiðin ekki yfirmáta ógreiðfær. Nú er norðaustan strekkingsgola og ísinn þokast aftur að landi.“ — Bandaríkin Framhaild af bls. 1 kröfum Bandaríkjanna um full- komna aðstöðu fyrir fréttastofur og fréttamenn á skipi úti á Tonk inflóa, og engin aðstaða væri fyr ir bandamenn Bandaríkjanna að fylgjast með viðræðunum þar. Allt eru þetta skilyrði, sem Bandaríkjastjórn hefur lagt mikla aherzlu á til þessa, sagði talsmaðurinn. George Christian, blaðafulltrúi Johnsons forseta, ræddi við frétta menn í Hvíta húsinu í dag. Sagði hann að enn væri beðið eftir opinberu svari Hanoi-stjórnarinn ar við tilboði Indónesa. Banda- ríkjastjórn hefði fallizt á tilboð- ið um viðræður um borð í her- skipi úti á Tonkinflóa, jafnvel þótt aðstæður þar væru ekki eins og bezt yrði kosið. Bentu fréttamenn Christian á að John- son forseti hefði áður gert það að skilyrði fyrir fundarstað að hann væri í hlutlausu ríki, að bandamenn Bandaríkjanna hefðu þar sendiráð, að aðstaða til frétta miðlunar væri þar góð, og að vest rænir fréttamenn hefðu þar að- stöðu tiL að fylgjast með gangi mála án hindrana. Spurðu þeir Christian hvort Johnson forseti hefði nú fallið frá þessum skil- yrðum, úr því hann hefði sam- þykkt að hefja viðræðurnar úti á Tonkinflóa- Svaraði Christian þvi til að aðstæður til viðræðna um borð i herskipi væru að sjálf sögðu ekki sem beztar. Hins veg ar væri það svo að finna mætti flestum stöðum eitthvað til for- áttu, þótt marga erfiðleikana mætti yfirstíga. Sagði hann að áðurnefnd skilyrði Johnsons for seta væru frekar óskir en bein- ar kröfur, og hefði forsetinn að öllu ' athuguðu talið unnt að senda fulltrúa sína til viðræðna um borð í herskipinu. Herskip það sem hér um ræð ir er beitiskipið „Ri-Irian“. Það er smíðað í Sovétríkjunum á heimsstyrjaldarárunum síðari, og gáfu Rússar stjórn Indónesíu það I október 1962, meðan Suk- larno forseti var enn við Völd þar í landi. Á skipinu er 1.500 manna áhöfn. ríkisstjóra í Kaliforníu og 1 kaus George Wallace eiginmann ríkisstjórans, og „raunverulega starfandi“ ríkisstjóra i Alabama. Skoðanakönnunin leiddi í ljós að margir kaupsýslumannanna voru beinlínis bituryrtir í garð Kennedys. Nærri þrír fjórðu hlutar kaupsýslumannanna töld- ust repúblikanar. Spurningar í þessari könnun voru sendar 298 kaupsýslumönnum. Þar af svör- uðu 180. — ísrael Framhald af bls. 1 f Beirut, höfuðborg Líbanons, fóru Arabar í kröfugöngu til að mótmæla hersýningunni í Jerú- em. Tóku þúsundir þátt í kröfu- göngunni og báru margir áletraða kröfuborða. Bar þar helzt á kröfum um nýja styrjöld gegn Gyðingum og aukinn stuðning við skæruliða, sem mjög hafa látið til sín taka við landamæri ísraels að undanförnu. Um 4.500 hermenn tóku þátt í hersýningunni í Jerúsalem, og í hergöngunni var mikið um her- gögn, sem ísraelsmenn tóku her- fangi i sex-daga styrjöldinni við Araba í júní í fyrra, þar á meðal sovézkir skriðdrekar, fallbyssur og eldflaugar. Auk þess flugu íveitir úr flugher ísraels yfir borgina, og mynduðu sumar flug sveitirnar Davíðsstjörnuna, en aðrar spúðu afturfyrir sig reyk- skýjum í fánalitum ísraels. Með- al flugvélanna, sem þátt tóku í sýningunni, var þota af gerðinni Mig-21, sem hertekin var í júní sl. Fremst í hergöngunni fóry fjórir brynvarðir, egypzkir her- flutningavagnar af E1 Walid gerð, og næst komu samskonar vagnar, sem teknir höfðu verið hernámi frá Jórdaníu og Sýr- landi. Þá komu sovézkir skrið- drekar af ýmsum stærðum, m.a. tveir af gerðinni „Stalin-3“, sem hvor vegur 45 tonn. Einnig voru þarna sovézkar loftvanrarbyssur og eldflaugar, og síðast i göng- unni tvær eldflaugar af gerðinni „S.A.-2", en þær eru 10 metra langar og má skjóta þeim 20 kílómetra vegalengd. Eru þær aðallega ætlaðar til varnar gegn háfleygum flugvélum. Af ótta við hefndarverk Araba hafði verið gripið til víðtækra varúðarráðstafana, og öll umferð Araba frá vesturbökkum Jórd- anárinnar bönnuð. Leitað var í öllum bifreiðum, sem komu til borgarinnar, og engin umferð var leyfð í miðborginni. Þá voru vopnaðir lögreglumenn á verði á húsþökum víða um borgina. Báru þessar varúðarráðstafanir tilætlaðan árangur, því hvergi kom til neinna árekstra. Viðstaddir hátíðahöldin í Jerúsalem voru m.a. þeir Zal- man Shazar forseti, Levi Eshkol forsætisráðherra og Moshe Dayan varnarmálará&herra. Er þetta í fyrsta skipti í nærri tvo mánuði, sem Dayan kemur fram opinberlega, en hann meiddist illa snemma í marz þegar hann var að vinna að fornleifarann- sóknum. Var leiðtogunum þrem- ur ákaft fagnað, ekki sízt Dayan. í Beirut liófust mótmæla- aðgerðir Araba strax í morgun, og beindust mótmælin ekki ein- göngu gegn ísrael, heldur einn- ig Bandaríkjunum. Lögregluvörð ur var um Gyðingahverfið í Beirut, en þangað lagði kröfu- gangan ekki leið sína, svo ekki kom til óspekta. í kröfugöng- unni voru bornir kröfuborðar með margskonar áletrunum eins og „Sigur bíður okkar, hersýn- ingin verður útför ykkar“, og mikið bar á myndum af Nasser Egyptalandsforseta. Margir hróp uðu vígorð eins og: „Þjóðin stendur með þér, ó Nasser . . . . Gyðingar eru hundar okkar . . . Palestína er land okkar“, og telpnahópur sönglaði: „Nas^gr, við elskum þig, blóð vort, ást og trú vor, ó Nasser".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.