Morgunblaðið - 03.05.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.05.1968, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1968 10 ERLENT YFIRLIT Keppni Humphreys og Kennedys hnfin Deilnn um fundnrstnð í sjólfheldu Stefno Tékku vekur ugg í A-Evrópu Andúð gegn þeldökku fólki í Bretlnndi Humphrey tilkynnir framboð sitt og gefur sigurmerki. Hvetur til r þjóðareiningar [ HUBERT Humphrey varafor- seti hefur gefið kost á sér sem forsetaefni demókrata eirts og ■almennt hefur verið búizt við, og telja verður ekki óhugsandi að hann hljóti tilnefningu flokks- ins á landsfundinum í ágúst. í ræðu þeirri, sem hann hélt þegar hann gaf kost á sér, lagði hann á það áherzlu, að hann mundi beita sér fyrir einingu, bæði inn an flokksins og meðal þjóðar- innar allrar, og er ekki að efa að það falli í góðan jarðveg hjá kjósendum vegna kynþáttamáls- ins og ágreiningsins um Vietnam stríðið. í>á mun vega þungt á metunum, að almennt er talið að Johnson forseti leggi blessun sína yfir framboð Humphreys, og eins og málin standa nú, nýt- ur Humphrey stuðnings fleiri landsfundarfulltrúa en keppi- nautar hans tveir, öldungadeild- armennirnir Robert Kennedy og Eugene McCarthy. :! Helzti veikleiki Humphreys er sá, að hann hefur stutt Johnson forseta af alefli í Vietnam-mál- inu og þannig glatað trausti frjálslyndra manna í Demókrata flokknum, ekki sízt þeirra, sem eru félagar í ADA (Americans for Democratic Action), en I Humphrey var einn af stofnend- um þeirra samtaka. Ef Vietnam- ználið hverfur að einhverju leyti I í skuggann í kosningabaráttuni, ' er hins vegar ekki víst að það komi svo mjög að sök. Hump- ; hrey heldur því fram, að John- son hafi verið rangtúlkaður og | látið líta svo út, að stefna hans hafi verið herskárri en hún sé í raun og veru. Einnig bendir hann á, að forsetiryi hafi fengið Vietnammálið í arf frá fyrir- £ rennara sínum, John F. Kennedy. 't í kosningabaráttu sinni mun | Humphrey leggja mikla áherzlu í á árangursrík störf Johnson- ií stjórnarinnar og Kennedy- ? stjórnarinnar á undanförnum 1 átta árum, einkum lög þau, sem | samþykkt hafa verið um um- | bætur í innanríkismálum, svo I sem á sviðum mannréttinda og I tryggingamála. Með þessu vonar > Humphrey, að hann geti aftur . unnið hylli frjálslyndra manna Powell. án þess að faela burtu kaup- sýslumenn, sem taka hann fram yfir Kennedy, en hann bakaði sér töluverða óvild kaupsýslu- stéttarinnar og verkalýðsleið- toga, þegar hann gegndi em- bætti dómsmálaráðherra í stjórn bróður síns. Löngum hefur verið grunnt á því góða með Kennedy og Humphrey. Árið 1960 keppti Humphrey að því að hljóta til- nefningu Demókrataflokksins sem forsetaefni og átti þá í höggi við John F. Kennedy, en naut stuðnings Adlai Stevensons og Lyndon Johnsons. Robert Kennedy stjórnaði kosningabar- áttu bróður síns. Humphrey beið ósigur fyrir Kennedy í forkosn- ingum í Vestur-Virginíuríki, og þar með varð draumur hans um að hljóta tilnefningu að engu. Þótt sagt sé, að Humphrey beri engan kala til Bobby Kennedys, eiga þó margir bágt með að trúa því, að gróið sé um heilt eftir þessa kosnjngabaráttu, sem var mjög hörð. Sýnt er, að í baráttu sinni nú mun Humphrey halda því mjög á lofti, að þegar Robert Kenne- dy var ráðherra í stjórn bróður síns, hafi hann átt þátt í mörg- um umdeildum ákvörðunum, sem hann gagnrýnir nú harð- lega, meðal annars varðandi íhlutun Bandaríkjanna í Viet- nam. Humphrey varaforseti hefur skýrt mótaða og frjálslynda af- stöðu í flestum málum. Á árum sínum í öldungadeildinni (1948- 63) beitti hann sér fyrir mörg- um framfarámálum, svo sem réttindarmálum blökkumanna, hagsmunamálum verkamanna og félagsmálafrumvörpum, og var hann þá handgenginn Johnson. Hann fór í fræga heimsókn til Moskvu, sem ef til vill stuðlaði að einhverju leyti að samkomu- laginu um bann við útbreiðslu kjarnavopna. Persónulega er hann mjög vel látinn, en þykir helzt til málgefinn. Hann er 57 ára gamall og heilsuhraustur og hvorki of gamall né of ungur til að vera forseti. Því hefur oft verið spáð, að Kennedy og McCarthy muni að lokum gera út um ágreinings- mál sín og sameinast gegn Humphrey, og er það ekki ólík- legt vegna sameiginlegrar af- stöðu þeirra í Vietnammálinu. En athyglisvert er, að Hump- hrey og McCarthy bera meiri kala til Robert Kennedy en hvor til annars. McCarthy var til dæm is stuðningsmaður Stevensons á sínum tíma og stakk upp á hon- um sem forsetaefni 1960. Þá leiða skoðanakannanir í ljós, að meiri- hluti stuðningsmanna McCarthy tekur Humphrey fram yfir Kennedy, og kemur þetta mjög á óvart. Stuðningsmenn Kenne- dys óttast nú, þótt undarlegt megi virðast, að McCarthy og Humphrey sameinist, en margt undarlegt getur gerzt í banda- riskum stjórnmálum. Martröð Enoch Powells Ótti við tilslakanir FULLTRÚAR Bandaríkjanna og Norður-Vietnam hafa hitzt að minnsta kosti átta sinnum á undanförnum fjórum vikum í Vientiane, höfuðborg Laos og skipzt á orðsendingum. Johnson forseti hefur komizt svo að orði, að fulltrúar hans standi í daglegu sambandi við Hanoi- stjórnina. En stjórnin í Hanoi neitar því harðlega, að nokkrar viðræður eigi sér stað, þar sem aðeins sé um að ræða skipti á orðsendingum. Norður-Vietnamstjórn neitar því, að hér sé um viðræður að ræða, þar sem hún hefur haldið því fram mánuðum saman, að ekki komi til mála að ræða við Bandaríkjamenn fyrr en þeir hætti öllum loftárásum sínum á Norður-Vietnam. Og ef samkomu lag næst um fundarstað, segir Hanoi-stjórnin að aðeins eitt mál verði á dagskrá: krafan um að Bandaríkjamenn hætti loftárás- um og öllum öðrum styrjaldar- aðgerðum gegn Norður-Vietnam. Þá fyrst segir Hanoi-stjórnin að friðarviðræður geti hafizt, og hugsarilegt er að í framhaldi af því verði efnt tii alþjóðlegrar ráðstefnu, er staðfesti síðan samkomulag um frið í Vietnam. í Washington er hald margra, að Hanoi-stjórnin reyni að þreyta Bandaríkjamenn og geri sér von ir um, að almenningsálitið neyði Johnson til að hætta þjarkinu um fundarstað og geri þær til- slakanir, sem nauðsynlegar séu til þess að viðræður geti hafizt. Bandaríska stjórnin vill hins vegar ekki sýna veikleikamerki og óttast að tilslakanir á þessu stigi leiði til enn meiri tilslak- ana síðar meir. Þannig er deilan um fundar- staðinn komin í algera sjálf- heldu, og því er talið að hún leysist því aðeins að einhver þriðji aðili skerist í leikinn. U Thant lét svo um mælt í París í síðustu viku, að hann vonaði að viðræður gætu hafizt þar fljótlega, en hvorki Hanoi-stjórn in né Bandaríkjastjórn hafa stungið upp á Paris sem fundar- stað. Þessi von U Thants hefur ekki rætzt og hann bar heldur ekki fram neina formlega tii- lögu um, að viðræður færu fram í París. Rússar hafa hins vegar gefið í skyn, að ef til vill megi komast að samkomulagi um, að viðræð- urnar fari fram í tveimur áföng- um, sá fyrri í Varsjá og sá síð- ari í París. Bandaríkjastjórn hef- ur sent Hanoi-stjórninni orð- sendingu þess efnis, að í stað þess að skiptast á orðsendingum um fundarstað skuli fulltrúar þeirra halda fundi um málið. Aform Rús«a vekja andúð FULLTRÚAR kommúnistaflokka hafa haldið nýja ráðstefnu í Búdapest til að undirbúa ráð- stefnu æðstu leiðtoga kommún- istaflokka heims, sem áformað er að halda í Moskvu síðar á þessu ári. Rússar eiga í miklu meiri erfiðleikum á þessari und- irbúningsráðstefnu en á hinni fyrri, sem fram fór í febjúar. Þá tókst Rússum að knýja í gegn ýmsar samþykktir, sem síðan hafa vakið sífellt meiri ugg og efasemdir, ekki sízt sú ákvörð- un, að ráðstefna kommúnista- leiðtoganna í Moskvu skuli sam- þykkja áætlun um sam- eiginlega stefnu og sameigin- legar baráttuaðferðir. Þessi ákvörðun gengur í ber- högg við þá afstöðu, sem meiri- hluti kommúnistaflokkanna að- hyllist: að engin afskipti megi hafa af innri málefnum annarra flokka, að ekki skuli taka upp sameiginlega og bindandi stefnu skrá og ekki skuli taka afstöðu lil Kínverja. Miklar breytingar hafa einnig átt sér stað í Austur-Evrópu síð- an í febráar og torvelda þær fyrirætlanir um ráðstefnu æðstu leiðtoga kommúnista. Umrótið í Tékkóslóvakíu og hinar miklu umbætur, sem nýju valdhafarn- ir hafa boðað, hafa vakið mikinn ugg í Austur-Evrópu, ekki sízt í Sovétríkjunum. Þar hafa verið haldnir margir fundir í flestum flokksdeildum, og brýnt hefur verið fyrir flokksmönnum, að ástandið sé alvarlegt. Leiðtogi flokksdeildarinnar í Moskvu, Viktor Grishin, varaði meðal annars við umbótunum í Austur- Evrópu, borgaralegum áhrifum, frelsisslagorðum og þjóðernis- hyggju, boðaði harðnandi stétta- baráttu heima og erlendis, en sérstaklega varaði hann við rit- höfundum, listamönnum og vis- indamönnum, sem létu blekkjast af nýjum straumum, sem hann kallaði hættulega. Síðustu atburðir sýna, að vax- andi uggs gætir í Sovétríkjun- um, Póllandi og Austur-Þýzka- landi vegna þróunarinnar í Tékkóslóvakíu. Rúmenar gengu af febrúarfundinum í Búdapest og sendu ekki fulltrúa á fundinn, sem nú er nýlokið. Tékkóslóvak- ar sendu fulltrúa á fundinn gegn því skilyrði, að ekki yrði rætt um innri máiefni tékkóslóvak- ískra kommúhista og stefnu þeirra og að minnihlutinn yrði ekki neyddur til að samþykkja ákvarðanir meirihlutans. í Prag er sagt, að viðurkenna verði stefnu Rúmena og Júgó- slava jafnréttháa stefnu annarra flokka. Ennfremur hefur Prag- stjórnin lofað að leggja fram lagafrumvarp, þar sem mann- réttindi verði tryggð, kveðið á um eftirlit með vaidníðsiu, kveðið á um að refsað verði fyr- ir gerræði og vaidníðslu fyrri ára, og tryggt verði prentírelsi, trúfreJsi, fundafrelsi og ferða- frelsi. Þjóðarminnihlutar eigi að fá jafnrétti, frjálsari stefna verði tekin upp í efnahagsmál- Framh. á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.