Morgunblaðið - 03.05.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.05.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FöSTUDAUuR 3. MAÍ 1968 17 1 Stjórnin í Lagos vill senoja aÓskilnaðarsinna ® &: * V'-'. ' Lík óbreyttra borgara sem biðu bana í loftárás sem flugvélar sambandsstjórnarinnar í Lagos gerðu á bæinn Aba i Biafra seint í siðasta máðuði. Rúmlega 450 borgarar biðu bana í 10 daga loftárásum. FLUGVÉLAR sambands- stjórnarinnar í Nígeríu hafa hert til muna á loftárásum sínum á bæi og þorp í Biafra á undanförnum vikum. Tíu síðustu dagana í apríl er tal- ið að rúmlega 450 óbreyttir borgarar hafi beðið bana í loftárásum. Greinilegt er, að það sem fyrir Nígeríustjórn- inni vakir er að brjóta niður baráttuvilja Biaframanna og valda algeru öngþveiti áð- ur en hún setzt að samninga borði með aðskilnaðarsinnum, en samkomulag hefur nú náðst um undirbúningsviðrásð ur þótt það tákni alls ekki að Biaframenn séu að gefast upp. Þótt hér sé um innanlands- styrjöld að ræða, koma út- lendingar talsvert við sögu. Flugvélarnar, sem sambands- stjórnin notar, eru til dæmis rússneskar, af Uyushin-gerð, og flugmennirnir, sem fljúga þeim, eru að miklu leyti Egyp ar. Það er til dæmis lítill vafi á því, að egypzkur fíug- maður stjórnaði Uyushin— þotu, sem varpaði sprengjum á bifreiðaverkstæði í bænum Aba fyrir hálfum mánuði. Fjörutíu manns biðu bana, þar á meðal margar konur og börn, sem voru á leið til markaðsins í þorpinu. Með- fylgjandi myndir, sem sýna afleiðingar loftárásanna, hafa komið miklu óorði á Lagos- stjórnina á Vesturlöndum. Bretar, Frakkar og fleiri þjóðir eru einnig viðriðnar borgarastyrjöldina í Nígeríu. Tvö brezk flugfélög flytja vopn og hergögn til Nígeríu handa sambandshernum. Þetta er hræðileg styrjöld. Eyðileggingarnar eru ofboðs- legar og manntjónið gífurlegt. Gizkað er á, að 70.000 her- menn hafi fallið í bardögun- Um. Þúsundir óbreyttra borg og flúið inn í frumskóginn. ara hafa -yfirgefið heimili sín Þúsundir hafa verið myrtar láta engan bilbug á sér finna af hermönnum sambands- stjórnarinnar. En Biaframenn og munu ekki gefast upp fyrr en í fulla hnefana. Orustan um Onitsha. Biaframenn líta svo á, að um líf og dauða sé að tefla og hafa sýnt fádæma hreysti í bardögunum við sambands- herinn, sem hefur orðið til- tölulega lítið ágengt síðan styrjöldin hófst fyrir tæpu ári. Biaframenn, sem eru flest ir af kynstofni íbóa, óttast, að ef þeir gefist upp muni sagan endurtaka sig og að fjöldamorð verði framin á I- bóum á sama hátt og áður en lýst var yfir aðskilnaði hér- aðsins. Það var ótti við slík- ar endurteknar ofsóknir, sem átti hvað ríkastan þótt í því, að Biafra sagði sig úr lögum við sambandsstjórnina i Lagos. í september 1966 voru 30.000 menn af kynstofni íbóa myrtir, og nú óttast Biafra- menn að ef þeir gefist upp, vetði þeir fyrir barðinu á fjöldamorðum í ennþá stærri stíl. Styrjöldin er aðallega háð á þremur vígstöðvum: nyrzt í Biafra, við N ígerfljót sem myndar vesturlandamæri Bi- afra, og í suðausturhorninu, í nágrenni Port’Marcourt, mik- ilvægustu hafnarborgarinnar í Biafra. í vetur sóttu her- menn sambandsstjórnarinnar yfir Nígerfljót og náðu á sitt vald bænum Onitsha, en Bi- afrahermenn gerðu kröftuga gagnárás, og nú eru bardag- arnir um bæinn að ná há- marki. Biaframenn hafa umkringt Onitsha, en þar eru nú um 1500 sambandshermenn til varnar. Bærinn er illa farinn eftir sprengjuárásir, sem ekk ert lát virðist á. Mikið mann- fall hefur orðið í liðum beggja, og matvæli, skotfæri og eldsneytisbirgðir hinna innikróuðu hermanna sam- bandsstjórnarinnar eru senni lega á þrotum. Á vesturbakka fljótsins, gegnt Onitsha, er bærinn As- aba, sem er jafn illa útleik- inn eftir sprengjuárásir Bi- aframanna og sambandshers- ins. Eftir töku Onitsha sóttu Biaframenn yfir Nígerfljótið og réðust á Asaba til að einangra sambandshersveitirn ar, sem sótt höfðu yfir fljót- ið. Mestallur bærinn er nú á valdi Biaframanna, en þeir eru illa vopnaðir og verða að hrinda árásum sambandsher- sveita, sem beita stórskotaliði og skriðdrekum. Það sem vekur mesta at- hygli erlendra blaðamanna, sem fylgjast með bardögun- um, er bjartsýni Biaframanna. Þessi bjartsýni nær frá hinu hæstu til hinna lægstu og er jafnáberandi meðal hermanna og óbreyttra borgara. Fyrir Þannig var umhorfs í bænum Biafra eftir loftárás Uyushin—þotu Lagos. sambandsstjórnarinnar í nokkrum vikum sótti geysi- öflugt lið sambandshermanna til Port Harcourt og átti að- eins 12 km. ófarna til borg- arinnar, þegar það var ofur- liði borið, en íbúarnir láta eins og ekkert hafi í skor- izt. í norðuhréruðum Biafra hafa ofboðsleg hryðjuverk sambandshermanna þjappað Biaframönnum saman. Eitt helzta áhyggjuefni að- skilnaðarsinna er, að ætt- flokkar þeir, sem eru í minni- hluta í Biafra, snúizt gegn fbóum og gangi í lið með sam- bandsstjórninni. En hryðju- verk sambandshermanna hafa ekki aðeins bitnað á íbóum heldur öðrum ættflokkum, sem búa í Biafra. Þeir hafa fyllzt hatri í garð sambands- hermenn frá Norður-Níger- íu, sem eiga sökina á mestu grimmdarverkunum, sem ram in hafa verið í Biafra. Stjórn in í Biafra hefur því megin- þorra íbúanna á bak við sig, og athyglisvert er, að þegar Odumegwu Ojukwu ofursti, leiðtogi Biaframanna, tók sér frí frá störfum um Páskana, fól hann stjórnina í hendur Philip Effiong hershöfðingja, sem er ekki af kynstofni fbóa. Verður samið? Þrátt fyrir loftárásir og hryðjuverk sambandshersins er baráttuþrek Biaframanna óbilað, en engu að síður hafa þeir tjáð sig fúsa til samningaviðræðna við stjórn- ina í Lagos. En leiðtogar Bi- aframanna leggja á það á- herzlu, að ekki komi til mála að Biafra fórni fullveldi sínu. Hins vegar virðist túlkun þeirra á þessu hugtaki sveigj- anleg, og Biaframenn geta sætt sig við að þeir og stjórn- in í Lagos fari með mörg mál í sameiningu. Lágmarkskrafa Biaframanna er sú, að Níger- ía verði sambandsríki, þar sem hvert ríki hafi aðskilinn fjárhag, og þeir munu aldrei falla frá þeirri kröfu sinni að hafa sinn eigin her. Að öðr- um kosti verður ofcfcur tor- tímt, segja þeir. Harka sambandsstjórnarinn ar i styrjöldinni á ef til vill ekki hvað sízt rætur að rekja til þess, að gífurlegar olíu- auðlegðir eru fólgnar í jörðu í Biafra. Þessar olíuauðlindir eru miklu meiri en flesta hef- ur grunað. Sumir ganga svo langt að halda því fram, að Biafra verði í framtíðinni auðugasti hluti Afríku að Súður-Afríku undanskilinni. Þetta beðal annars skýrir á- huga Lagos-stjórnarinnar á því að varðveita einingu rík- isins. Ahuginn væri ekki eins mikill ef Biafra væri eyði- mörk. Þar með hefur verið stigið fyrsta skrefið til að binda enda á styrjöldina. Þetta er m.a. árangur þess að utan- ríkisráðherra Nígeríh, d. Ok oi Aikpo (sem er íbói), hef- ur átt gagnlegar viðræður við framkvæmdastjórn brezka samveldisins í London. Dr. Arikpo gaf í skyn í þessum viðræðum, að stjórn hans hefði fallið frá öllum fyrir- fram skilyrðum fyrir því að viðræður yrðu hafnar, en hingað til hefur það verið krafa Lagosstjórnarinnar að Biaframenn hætti aðskilnaði sínum áður en setzit verður að samningaborði. Þar sem friðar viðræður geta farið fram. Hins vegar gengur erfið- lega að ná samkomulagi um fundarstað þar sem friðar- viðræður geta farið fram. Lagosstjórnin hefur stungið upp á Lundúnum, sem Biafra menn geta ekki fallizt á vegna vopnasendinga Breta til Ní- geríu, og Biaframenn hafa stungi’ð upp á Dakar, höfuð- borg Senegal, en Lagos— stjórnin á erfitt með að fall- ast á þann stað vegna þess að stjórnin í Senegal hefur látið í ljós samúð með mál- stað Biaframanna. Lagos— stjórnin virðist vilja helzt, að væntanlegar viðræður fari fram í Eþíópíu, Kongó (Kins hasa), Níger, Kamerún, Ghana eða Líberíu, en rík- isstjórnir þessara landa eiga fulltrúa í nefnd þeirri sem Einingarsamtök Afríku komu á fót til að miðla málum í borgarastyrjöldinni. Ekki er ósennilegt, að Biaframenn fall ist á að viðræðurnar fari fram í einhverju þessara landa. Hingað til hefur almennt verið talið, að viðræður geti ekki hafizt fyrr en vopnahléi hafi verið komð á. En dr. Aripko hefur lýst þfí yfir, að vopnahlé geti verið eitt þeirra mála, sem tekið verði fyrir í viðræðunum. Því er ósennilegt að hér sé um ó- yfirstíganlegan þröskuld að ræða. En þótt friðarviðræður verði hafnar er þar með ekki sagt að endi verði bundinn á borgarastyrjöldina. Viðræð- ur geta dregizt á langinn því að mikil tortryggni ríkir á báða bóga, en í fyrsta sinn síðan borgarastyrjöldin hófst er að minnsta kosti nokkur ástæða til bjartsýni. Hugsanlegt er, að deila Bi- aframanna og Lagos-stjórn- arinnar verði leyst með þjóð- aratkvæðagreiðslu þegar frið ur hefur verið saminn. Allt er í óvissu enn sem komið er. En eitt er víst og það er að styrjöldin hefur fyllt Ibóa miklu sjálfstrausti, sem er fá- gætur eiginleiki annars stað- ar í svörtu Afríku, þar sem uppgjafarandi og sinnuleysi ræður ríkjum. Ef Biaframenn bera sigur úr býtum í styrj- Framh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.