Morgunblaðið - 03.05.1968, Page 20

Morgunblaðið - 03.05.1968, Page 20
' 20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1963 Jómíðnaðannenn óskast = HÉÐINN = Verktakar athugið Höfum til sölu eftirtalin tæki: HY-MAC. 580 — Beltagröfu árgerð ’66 nýyfirfarna. Mack-Nal, 10 hjóla dráttarbíll með vökvakrana — og dráttarstól. Mack-Nal, 10 hjóla með palli, sturtum og framspili. J.C.B. traktorsgröfur, 3. og 4. model ’64 og ’65. Einnig jarðýtur. BÍLA OG BÚVÉLASALAN v/Miklatorg — Sími 23136. ÚDÝRUSTU dekkin Eigum takmarkaðar birgðir af eftirtöldum SUMARDEKKJUM. ¥ 640x13 Kr. 930.00 670x13 — 970.00 520x14 — 735.00 í. 560x14 — 810.00 h 640x15 — 1153.00 500/525x16 — 815.00 M 600x16 — 1201.00 V 650/670x16 — 1285.00 ; 550x17 — 850.00 650x20 ■— 2158.00 \. 750x20 — 3679.00 CERIÐ SAMANBURÐ Á VERDUM. S HB. HRISTJÁNSSON H.F. UMBOtiifl SUDURLANDSBRAUT 2 ■ SIMI 3 53 00 OB VEUUM (SLENZKT <H) (SLENZKAN IÐNA.Ð URVALS LIFSTYKKJAVARA FRA Koníer's ÍSLENZK FRAMLEIÐSLA. Sjötugur Jón Eiríks- son Djúpudul NÚ eru allir strákarnir, gömlu leikfélagarnir mínir heima i Skagafirði að verða sjötugir eða orðnir það. Einn af þeim er frændi minn og vinur, Jón Eiríksson, óðalsbóndi í Djúpa- dal. Hann fæddist í Djúpadal 1. maí árið 1898. Hann var einn af sjö mannvænlegum systkin- um, sem upp komust og hefur átt heima í Djúpadal alla ævi. Foreldrar Jóns voru þau hjón- in Eiríkur Jónsson, bóndi og trésmíðameistari í Djúpadal, og kona hans Sigríður Hannesdótt- ir. Óvenjulega glæsileg hjón, bæði af Djúpadalsætt. Þau bjuggu allan sinn búskap á óð- ali ættarinnar, Djúpadal. Ann- ars bjuggu þeir þar félagsbúi brræðurnir Eiríkur og Valdimar bró’ðir hans. Jón Eiríksson er fæddur rækt- unarmaður og bóndi. Hann fór ungur í bændaskólann á Hvann- eyri, að mig minnir haustið 1918, og útskrifaðist þaðan eftir tveggja vetra nám. Ekki tók hann þó strax við búsforráðum í Djúpadal en vann fyrst við bú föður síns og tók þá fljótt að stunda ræktunarstörf. Hann kvæntist frændkonu sinni, Nönnu Þorbergsdóttur frá Húsa- vík, en missti hana eftir stutta sEunbúð. Þau eignuðust eina dóttur, Sigríði, sem er gift Rögn- valdi Gíslasyni, sýsluskrifara á Sauðárkróki. Vegna þess, að nú eru liðin fimmtíu ár sfðan ég fluttist burt úr Skagafirði, er mér ekki vel kunnugt um öll þau trúnaðar- störf, sem Jón hefur unnið fyr- ir sveit sína, en þau eru mörg. Þess vegna verður ekki vikið að þeim hér, enda skipta þau ekki mestu máli. Fyrir mér er það þessa stundina maðurinn sjálf- ur, þessi síglaði og síbrosandi góði drengur, með stórt og heitt hjarta. Hann er í mínum augum hlluti af ættaróðali sínu. — Hluti af grasinu, sem þar grær. — Hluti af fjallinu Glóðafeyki, sem gnæfir fyrir ofan bæinn. — Ánni, sem niður sí og æ fram undan bænum. Allt þetta á sam an og verður ekki aðskili’ð. Þótt Jón sé skapheitur og ákaflyndur, hefur hann þó með vissum hætti mótast af rósemi öræfanna, sem taka við utan við vallargarðinn. Ég veit ekki hvort hann á dýpri rætur í hinni frjóu mold feðra sinna, eða hinni rósömu og grýttu tign öræfanna, sem hafa verið bakgrunnur allra Djúpdælinga, Kópavogsbúar Karlmaður óskast til starfa í verksmiðjunni. MÁLNING H.F. Aoierískoi gollabuxur og flauelsbuxur fynr domur og herra, Hinar landsþekktu Nýkomnar 1 mörgum litum lífs þeirra og sögu. Jón í Djúpadal er með afburð- um vinsæll í sinni sveit og að heimili hans liggja leiðir margra, þótt ekki liggi það í al- faraleið. Þangað hafa margir átt erindi undanfarna hálfa öld og lengur, því að gestrisnin og höfðingsskapurinn hafa lengi búið þar tvíbýli. Þessar dyggð- ir tók Jón í arf eftir foreldra sína, sem voru annáluð gest- risnis og höfðingshjón. Djúpi- dalur stendur hátt og er það- an víðsýni mikið. Hann bar einnig hátt í góðvild, höfðings- skap og gestrisni og verður þess lengi minnst. Eftir að Jón hafði misst bæði eiginkonu sína og móður stóð Sigrfður dóttir hans fyrir búi með föðm- sínum. Jón í Djúpadal hefur jafnan búið stórru búi, einkum fjárbúi, því að þar eru sauðlönd góð. En stærstur verður Jón alltaf bæði nú og síðar sem ræktun- armaður. Þar hefur hann unnið afreksverk á jörð sinni, sem lengi mun halda minningu hans á lofti. Hann hefur breytt víð- áttumiklum móum og fúamýr- um í iðgræn rennslétt tún. Ekki veit ég stærð Djúpadalstúnsins í hektaratali, en hún mun vera ein hin mesta í Skagafirði. I þetta hefur hann lagt geysilega mikið fé og því meiri orku, enda hefur ævi hans verið einn óslit- inn, samfelldur vinnudagur. Þetta er hið mikla ævistarf Jóns í Djúpadal og mun halda minn- ingu hans leggur og betur á lofti en nokkur minnisvarði. Djúpidalur hefur verið í ábúð sömu ættarinnar í meir en tvær aldir. Þar hafa kynslóðir komið og farið. Dalsáin hefur sungið sitt eilífa lag við vöggu þeirra og gröf. Jón í Djúpadal er mót- aður af þessari festu. Hann er hið mesta tryggðatröll og vill hvers manns vanda leysa. Hann hefur ekki farið varhluta af erfi'ðleikum bóndans. En hann hefur svarað þeim öllum með því að græða tvö strá þar sem áður óx eitt, haldið áfram að grafa skurði og ræsa fram mýr- ar, plægja óg sá á hverju, sem hefur gengið. Þetta er aðals- merki hins góða bónda. Auk þessa hefur hann gert jörð sinni margt annað til góða. Jón í Djúpadal er hvers manns hugljúfi. Það leikur jafnan góð- mannlegt bros um varir hans og í glö’ðum hópi hlær hann allra manna hæst. Hann er hlýr mað- ur í viðkynningu. Ég þakka þér að lokum fyrir öll gömlu árin, elskulegi frændi minn. Þótt yfir þau hafi nú fallið nokkur lausamjöll áranna, eru þau öll í fersku minni.. Slík ár geta ekki gleymst. Jón í Djúpadal fæddist inn í sumarið, þegar Skagafjörður tjaldar sínu fegursta. Hann hef- ur líka alltaf verið maður sum- arsins og gróandáns. Nú er hið víðáttumikla tún í Djúpadal að byrja að grænka, þrátt fyrir svalviðrin. Það verða þín ævi- laun á meðan þú átt þess kost áð standa á bæjarhólnum í Dal og sjá túnið þitt grænka á hverju vori. Þú veizt þá, að þú hefur unnið með lífinu langa ævi. Er það ekki gott hlut- skipti? Guð blessi þig sjötugan. 1. maí 1968 Hannes J. Magnússon.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.