Morgunblaðið - 03.05.1968, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.05.1968, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1968 Víkingar sýndu dvænta snerpu Atfu siiilið annað stigið en KR sigraði 2 — 1 FYRSTI leikur Reykjavíkur- mótsins milli KR og Víkinga, sem háður var á Melavellinum sl. miðvikudag, var betri en títt er um vorleikina. Að vísu var hann æði þófkenndur, en bar- áttuvilji og geta Víkinganna kom mönnum á óvart, og verður ekki annað séð, en þeir séu hér að byggja upp sterkt knattspyrnu- lið. KR-ingar ollu hins vegar von brigðum, og má mikil breyting standa við heitstrengingar sinar um íslandsmeistaratitilinn nú í sumar. Voru þeir ákaflega lán- samir að fá bæði stigin i þessum leik. Fátt marktvert gerðist í fyrri háifleik, KR-ingar áttu öllu fleiri sóknarlotur, fáar þó til- takanlega hættulegar, en vörn Víkings brást hvergi. Fór fyrri háifleikur svo að ekkert mark var skorað. Síðari hálfleik hófu KR-ing- ar af miklum eldmóð, sóttu fast að marki Víkinga, og á 4. mín- útu fékkst uppskera erfiðisins. Gunnar Felixson fékk knöttinn rétt fyrir utan vítateiginn, og renndi honum fyrir fætur Ey- ieifs, sem stóð nálægt vítapunkti og skoraði hann viðstöðulaust. Aðeins 4 mínútum síðar brást varnarmönnum Víkings hrapa- lega bogalistin, og Eyleifur komst einn inn fyrir vörnina, og skor- aði óverjandi með föstu skoti. Hrakfarir þessar urðu þó aðeins til að herða Víkingana, sem sóttu ákaft það sem eftir var leiks- ins. Loks á 33. mínútu skoruðu þeir sitt eina mark úr vítaspyrnu. Hafliði Pétursson hafði brotizt inn í vítateig KR með endamörk unum og var brugðið þar. Val- ur Benediktsson dæmdi víta- spyrnu réttilega og skoraði Haf- iiði úr henni af öryggi. Vikingar sóttu eftir þetta án afláts, en tókst ekki að jafna þrátt fyrir góðar tilraunir. Liðin. Víkingsliðið kom skemmtilega á óvart í þessum leik, ' og af reynslu fyrri ára má ætla að þeir nái langt í 2. deildinni í sumar. Sótt að marki Víkings í fyrsta leik sumarsins. Hóf keppni 5 ára - hlaut sérstakan heiðursbikar VÍÐAVANGSHLAUP Hafnar- fjarðar 1968, sem er hið 10. í röðinni siðan það var endurreist, var háð við Barnaskóla Hafnar- mm. 2. Elías Jónasson á 5-39.1 mín. I 3. Sveinn Kristinsson á 7.13.0 mín. Drengir 14—16 ára: 1. Viðar Halldórsson á 5.13.9 mín. 2. Þórir Jónsson á 5.30.7 mín. 3. Sigurvin Sigurvinsson á 6.27.0 mín. Drengir 13 ára og yngri: 1. Daníel Hálfdánsson á 4 02.7 Viðar Halldórsson með verð- launagripina tvo. Innonfélags- mót KR d skíðum INNANFÉLAGSMÓT KR í svigi verður haldið sunnudag- inn 5. maí kl. 3 síðdegis við skíða skála félagsins í Skálafelii. Keppt verður í unglinga og kariaflokki. Gott skíðafæri er nú í Skálafelli og eru allir velkomn- ir í skálann. 2. Grétar Pálsson ó 4.12.7 min. 3. Guðmundur Þorvarðsson á 4.13.6 mín. Stúlkur 12 ára og eldri: 1. Rósa Lára Guðlaugsdóttir á 4.42.1 mín. 2. Ingibjörg Elíasdóttir á 4.46.2 mín. 3. Lilja Matthíasdó'tir á 4.46.5 mín. Stúlkur 11 ára og yngri: 1. Gyða Úlfarsdóttir á 4.46.2 mín. 2. Kristjana Gígja á 4.50.5 mín. 3. Sólveig Skúladóttir á 4.51.5 mín. Keppendur í hlaupinu voru alls 103 eða sama tala og á síð- ! asta ári. Hlaupnar voru og sömu vegalengdir og þá. I hverjum flokki er keppt um verðlaunagrip, sem vinnst til eignar eftir ákveðnum reglum. Enginn gripurinn vannst til eign ar að þessu sinni. Þar sem þetta var 10. hiaupið í röðinni var einum kéþpendan- um, en það var sigurvegaranum í II- flokki drengja, Viðari Hall- dórssyni, afhent sem gjöf frá FH forláta stytta, sem viðurkenningu fyrir þátttöku í öllum þessum 10 hlaupum og fyrir sigursæla keppni. Viðar var 5 ára, þá er hann keppti í fyrsta hlaupinu og hann var sigurvegari 4 sinnum í fldkki 12 ára og yngri og í þetta sinn sigraði hann í flokki 14—16 ára, þar sem hann keppti þar í fyrsta skipti. Til nýlundu má telja að 1 hlaupi þessu var einn keppand- inn 35 ára og stóð sig með mik- illi prýði. Veður var hið fegursta meðan mótið fór fram, en þó fremur kalt. Áhorfendur voru margir og skemmtu sér hið bezta. 5 manna framkvæmdanefnd á vegum FH sá um undirbúning og framkvæmd mótsins. Hamborg og IHilan unnu HAMBORG SV sigraði Cardiff City 3—2 í leik 1. mpí og vann sér með því rétt til þátttöku í úrslitaleik í keppninni um Ev- rópubikar bikarmeistara. Milan vann Bayern Miinchen 2—0 í Milano. Var það fyrri leik ur liðanna í undanúrslitum um Evrópubikar meistaraliða. 1 hálf leik stóð 0—0. 80 þús. manns sáu leikinn í Milano. Einar Matthíasson skrifar um Polar Cup keppnina II: _ Finninn stormaði eftir verðlaunum Valur-Þrótt ur 4:0 ANNAR léikur Reykjavíkur- aneistaramótsins í knattspyrnu fór fram á Melavellinum í gær- kvöldi. Valur sigraði Þrótt með fjórum mörkum gegn engu. í hálfleik var staðan 2:0. Nokkrir leikir fóru fram sl. mánudag og urðu úrslit þessi: 1. deild Chelsea — Wolverhampton 1-0 Liverpool — Tottenham 1-1 W.B.A. — Manchester U. 6-3 Manchester City — Everton 2-0 Staðan er þá þessi: 1. deild 1. Manchester City 54 stig (40 leikir) 2. Manchester U. 54 — (40 leikir) 3. Leeds 53 — (39 leikir) 4. Liverpool 51 — fjarðar við Skólabraut, suraar- daginn fyrsta, þann 25. apríl síð astliðinn. Lúðrasveit Hafnarfjarð ar, undir stjórn Hans Franssonar lék áður en hlaupið var. Hlaupið hófst kl. 2 siðdegis. Keppt var í 5 flokkum — þremur drengja- og tveimur flokkum stúlkna: Úrslit urðu þessi: Drengir 17 ára og eldri: 1. Ólafur Valgeirsson á 5.27.9 (39 leikir) 5. Everton 47 — (39 leikir) 6. Tottenham 47 — (40 leikir) Neðstu liðin: Wolverhampton 32 stig Coventry 31 — Sheffield U. 30 — Stoke 30 — Fulham 26 — (40 leikir) (40 leikir) (40 leikir) (38 leikir) (39 leikir) Hvert lið í I. deild leikur 42 leiki í deildarkeppninni. Stundvíslega klukkan tvö gengu lið hinn fimm NOrður- landaþjóða fylktu liði inn á gólf Laugardalshallarinnar. Mennta málaráðherra Gylfi Þ. Gíslason setti mótið með stuttu ávarpi og Lúðrasveitin Svanur lék þjóð- söngva þátttökulandanna. Hófst þar með fjórða Polar Cup mótið, og fyrsta Norðurlandamót innan húss á Islandi. Á Páskadag var haldin ráð- stefna Körfuknattleikssambanda Norðurlandanna, en hún er ætíð haldin samtímis Polar Cup mót- inu. Voru mörg athyglisverð mál á dagskrá. Efst á baugi var Norðurlandameistaramót ungl- inga í körfuknattleik, og má telja vist að slíkt mót verði haldið í fyrsta sinni í Svíþjóð 1969. Ætlunin er að framhald verði síðan á þeim mótum þann- ig að þau verði haldin á tveggja ára fresti. Það er þau ár, sem Polar Cup er ekki á dagskrá. Ennfremur kom fram á þessari ráðstefnu að Danir hyggjast bjóða til þjálfaranómskeiðs á næsta ári. Er það mjög ánægju- legt og væri æskilegt að ís- lendingar sjái sér fært að senda menn til náms þar. Ymis fleiri mál bar á góma á fundi þess- um, en verður ekki rakið hér enda mörg þess eðlis að frétt- næmt getur ekki talist. Að mótslokum, annan Páska- dag, hélt Körfuknattleikssam- bandið öllum þátttakendum móts ins, starfsmönnum og öðrum gest um, hóf að Hótel Sögu. Voru þar hfhent verðlaun mótsins. Hin hefðbundnu gull, silfur og brons verðlaun féllu eins og kunnugt er Finnum, Svíum og íslending- í skaut. Jafnframt því fitjuðu fslendingar upp á nýjum leiðum til þess að verðlauna leikmenn sem fram úr skara. í fyrsta sinn á Polar Cup, voru nú veitt verð- laun fyrir beztu hittni í víta- skotum, beztu hittni í skotum í leik, og flest fráköst tekin. Verð launin fyrir skotfimina höfnuðu bæði í höndum Finna. Lars Kar- ell hlaut vítaverðlaunin en Kari Lahti reyndist hafa hitt bezt allra úr leik. Er þar átt við öll skot í leiknum önnur en víta- skot. Flest fráköst hafði ris- inn Hans Albertsson, frá Sví- þjóð, náð í alls 35, en einn af smávöxnustu leikmönnum móts- ins, Þorsteinn Hallgrímsson, kom næstur risanum og hafði náð 34 fráköstum og er það glæsilegur árangur, því til þess að ná1 frá- köstum er mikill kostur að vera hár í loftinu. Semsagt þrátt fyr- ir smæð sina ver Þorsteinn að- eins tveimur fráköstum frá því að hljóta verðlaun fyrir þessa „list risanna". Til skýringar fyr- Enska knattspyrnan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.