Morgunblaðið - 03.05.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.05.1968, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 196« Útgefandi: Framk væmdas t j óri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Fréttastjóri: Auglýsingast j óri: Ritstjórn og afgreiðsla: Auglýsingar: ílausasölu: Áskriftargjald kr. 120.00 Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. Kr. 7.00 eintakið. á mánuði innanlands. ISLENZK IÐNÞROUN T gær hófst á vegum full- trúaráðs Sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík, iðnþróun- arráðstefna Sjálfstæðismanna sem standa mun í þrjá daga. Viðfangsefni ráðstefnunnar er fræðsla og umræður um stöðu og framtíð íslenzks iðnaðar með hliðsjón af hugs- anlegri aðild landsins að Frí- verzlunarbandalaginu, svo og að afgreiða álitsgerð í iðnað- armálum og leiða í Ijós vaxt- arskilyrði núverandi iðn- greina, samfara athugun nýrra möguleika. Á ráð- stefnu þessari munu flytja erindi og ávörp ýmsir helztu forustumenn á sviði iðnaðar- mála, nokkrir fremstu iðn- rekendur landsins, starfs- menn stofnana iðnaðarins og aðrir áhugamenn um iðnað- armál.. Ennfremur munu koma fram á ráðstefnunni allir ráðherrar Sjálfstæðis- flokksins, svo og borgarstjór- inn í Reykjavík. Ráðstefna þessi um ís- lenzka iðnþróun kemur í kjölfar mikilla umræðna um framtíð innlends iðnaðar að undanförnu, ekki sízt vegna ræðu þeirrar, sem Jónas Har- alz, forstjóri Efnahagsstofn- unarinnar, flutti á ársþingi iðnrekenda fyrir nokkru en þar færði hann sterk rök að því, að íslendingar yrðu að byggja upp alhliða iðnað til útflutnings, ef takast ætti að sjá hinum vaxandi fjölda karla og kvenna, sem koma munú á vinnumarkaðinn á næstu 20 árum fyrir nægi- legri atvinnu og auka vel- megun þjóðarinnar með ámóta hætti og búast má við, að verði hjá öðrum þjóð um. Ráðstefna þessi er einnig haldin um svipað leyti og Fé- lag ísl. iðnrekenda og Lands- samband iðnaðarmanna hefja Iðnkynninguna 1968, en til- gangur hennar er að fræða fólk um íslenzkar iðnaðar- vörur og kjörorð Iðnkynn- ingarinnar er: Veljum ís- lenzkt. Þá er það einnig ánægjulegt að um svipað leyti kemur fram áskorun frá Ungmennafélagi Hruna- mannahrepps þess efnis, að íslenzkir neytendur leitist við eftir fremsta megni að kaupa íslenzkar iðnaðarvör- ur, þegar þær eru sæmilega samkeppnisfærar að verði og gæðum. Ráðstefnan sem fulltrúa- ráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík gengst fyrir þessa dagana er líklega víðtækasta ráðstefna um iðnaðarmál, sem haldin hefur verið hér á landi og til hennar hefur ver- ið vandað alveg sérstaklega eins og glögglega má sjá á dagskrá ráðstefnunnar, en segja má að þar verði flutt erindi um svo til alla þætti íslenzks iðnaðar. Þessi ráðstefna er enn- fremur glöggt merki þess, að Sjálfstæðisflokkurinn gerir sér grein fyrir þýðingu iðn aðarins fyrir framtíð ís lenzku þjóðarinnar og að iðnaðurinn hlýtur á kom andi árum að verða ein höf uðatvinnugrein landsmanna og sú atvinnugrein, sem skap- ar mest jafnvægi í þjóðarbú- inu vegna þess að búast má við, að sjávarútvegurinn verði áfram sveiflukenndur eins og hann hefur jafnan verið hingað til. Það er því rík ástæða til að fagna því frumkvæði fulltrúaráðs Sjálf stæðisfélaganna í Reykjavík að efna til þessarar ráð- stefnu og vonandi verður hún til þess að efla mjög ís- lenzkan iðnað og þess er að vænta, að á ráðstefnunni og í álitsgerð hennar komi fram margvíslegar nýjar hug- myndir sem stuðlað geti að örum og þróttmiklum vexti innlends iðnaðar. NÝNAZISM! 1 Tppgangur nýnazista í Vest ur-Þýzkalandi vekur ugg í hugum manna. Kiesinger, kanzlari landsins, sagði eftir sambandsríkiskosningarnar í Baden Wúrtenberg, að fylgis- aukning þjóðernissinnaflokks ins þar væri álitshnekkir fyr- ir þjóð sína og spillti sam- skiptum hennar við aðra. í Þýzkalandi sannast nú, að ofbeldi elur af sér öfgar. Óeirðir vinstri-sinnaðra stúd- enta í landinu undanfarið eru taldar hafa stuðlað að framgangi þjóðernissinna- flokksins. Vitað er, að komm- únistar standa að einhverju leyti að baki stúdentaóeirð- unum og málgögn austur- þýzka kommúnistaflokksins hafa gert sitt til þess að hella olíu á eldinn og efla baráttu- vilja ofbeldisseggjanna. Kiesinger, kanzlari, lýsti því yfir, að kosningunum loknum, að fólk styddi þjóð- ernissinnaflokkinn til þess að lýsa andstöðu sinni við óeirðir stúdentanna. Verður að vona að aukið fylgi flokks- ins tákni ekki, að þýzka þjóð- in hafi gleymt hörmungum >eim, er nazisminn leiddi yf- ir hana og mannkynið allt. ÍLnM VSSJ UTAN ÖR HEIMI Hvernig lézt Che Gueavara ? ÞEGAR sú fregn barst um heimsbyggöina, um miðjan október sl., að byltingarfor- inginn Che Guevara, væri látinn, var sagt af hálfu bolivískra yfirvalda, að hann hefði látið lifið í viður- eign við stjórnarhermenn Boliviu. Hefðu þessi átök orðið í nágrenni lítils þorps, Higueras, hinn 8. október og hefðu þar einnig fallið all- margir af liðsmönnum Gue- vara. í hinum opinberu yfirlýs- ingum um fráfall Guevara þótti þegar gæta missagna, sem gáfu vísbendingu um, að þar væri ekki rétt frá hermt í ölllum atriðum. Yfir- maður 8. deildar bolivíska hersins, Joaquin Zentano Anaya, ofursti, tilkynnti t.d. fyrst, að Guevara hefði látizt af sárum sínum, þegar hann náðist. Síðar leiðrétti hann frásögn sína og sagði, að Guevara hefði látizt af sárum sínum daginn eftir, skömimu fyrir sólarupprás, 9. öktóber, um fimmtán klukkustundum eftir að hann særðist og ná'ðist. • Tveir læknar, sem skoðuðu lík hans, fundu á því sjö skot- sár og komust að þeirri nið- urstöðu, að hann hefði hlotið banasórið — skot í hjartastað — um hádegi 9. október, þ.e. 21 klst. eftir að hann var tek- inn til fanga. Annað gátu læknarnir ekki sagt opinber- lega og skýrslur þeirra voru aldrei birtar. Forseti Bolivíu, Barrientos, lýsti því yfir, að slíkur væri sannleikurinn og síðan var ekki meira um það að segja. En bláðamenn ýmsir vildu lítt una þeim málalokum. Sér staklega lögðu sig fram fjór- ir blaðamenn, franska blaða- konan Michael Ray, ítalinn Franco Pierini, Richard Gott hinn enski og fréttaritari New York Times, Juan de Onis, um að komast að hinu sanna — og eftir mikið starf komust þeir, hver í sínu lagi, að mjög svipaðri niðurstöðu, sem sé, að Che Guevara hefði verið skotinn til bana eftir að hann náðist. Ári áður en Che Guevara lézt, hafði hann komið til Bolivíu á sviknu vegabréfi, undir nafninu Ramon Fern- andes nauðrakaður og lík- lega skegglaus og um fimm- tíu nánir að^toðarmenn fylgdu honum eftir mn í landið. Til- gangurinn var að hvetja bændurna til borgarastyrjald- ar, en það reyndist ekki eins auðunnið verk og hann hafði ætlað. Bændurnir hlustuðu ekki á hann, „þeir eru eins og steinar, að tala við þá“, skrif- aði hann í dagbók sína. Og það var einmitt einn þessara bænda, sem kom Guevara í hendur bolivíska hernum. Hinn 8. október kl. 4 áð morgni fór bóndinn, Victor að nafni, til þorpsins Higueras og sagði hermönnunum þar, hvar þeir gætu fundið Gue- vara. Þá hafði Guevara með sér aðeins sautján af fimmtíu mönnum sínum og leyndust þeir í gili sjö kílómetra fyrir norðan þorpið. Herforingi, að nafni Gary Prado, brá skjótt við og sendi 184 velþjálfaða menn upp í gilið. Þar kom til bardaga og klukkan um þrjú síðdegis særðist Guevara á f æti, og vélbyssa hans eyðilagðist. Fé- lagi hans einn tók hann á bak sér og reyndi að flýja með hann yfir bratta hæð, en þegar þar upp kom, varð fyr- ir þeim hópur stjórnarher- manna. Félagi Guevara var skotinn á staðnum, en hann sjálfur tekinn tii fanga. í fyrstu var Guevara bor- inn í ullarteppi inn í þorpið. Það sá þyrluflugmaður einn úr stjórnarhernum, Nino de Guzman, sem bauðst til þess að fljúga þegar í stað með hann til Vallegrande, næsta bæjar. En honum var sagt, að það ætti að geyma fangann í Higueras, því að þar væru engir blaðamenn. Guevara var nú lagður á góifið í skólahúsi þorpsins. Hermaður skoðaði fót hans og Guevara, sem sjálfur var læknir, leiðbeindi honum um meðferð sársins. Næsta morgun kom Anaya ofureti, yfirmaður herdeildar- innar, og ræddi við Guevara. Síðan útlagi frá Kúbu, er nefndi síg Edouard Gonzales og gaf í skyn, áð hann ynni fyrir bandarísku leyniþjón- ustuna. Sá ræddi við Guevara í tvær klukkustundir. Þá fór Che Guevara. hann burt, en inn kom vopn- aður liðþjálfi, Mar.iio Teran. Nú var komið hádegi. Gue- vara reyndi að standa í fót- inn og þegar liðþjálfinn skip- aði honum að setjast, neitaði hann. Teran miðaði þá byssu sinni og skaut Guevara fjór- um skotum. Að því er segir í frásögn Michele Ray kom Mapio Tercan. því næst inn Perz Perez, höf- uðsmaður og skaut Guevara, — sem þá virtist líflaus og hefur sennilega verið látinn — í hálsinn og síðan komu inn tveir eða þrír hermenn aðr- ir, sem einnig var boðið að skjóta byltingarforingjann, en þó ekki fyrir ofan háls. Blaðamennir.nir fjórir eru á einu máli um, að skipunin um að taka fangann af lífi, hafi komið fró La Paz, höfuð- borg Bolivíu. Stjórnin þar hafi umfram allt viljað kom- ast hjá réttarhöldum á borð við réttarhöldin yfir franska vinstrimanninum Debray, — vitandi, að kæmi til réttar- halda yrði Guevara tæpast dæmdur í meira en þrjátíu ára fangelsi. Einnig hafí stjórnin viljað láta taka Gue- vara af lífi til þess að róa bolvísku hermennina, sem höfðu þegar fórnað fimmtíu mönnum í viðureigninni við skæruliða í landinu. Að sögin blaðamannanna fylgdist Gonzales hinn kúb- anski með því er lík Guevara var flutt til sjúkrahúss í Vallegrande. 1 sólarhring eft- ir það var almenningi gefinn kostur á að skoða lík skærru- liðaforingjans, en síðan hvarf það skyndilega. Ekki er vítað, hvað af því varð. Sumar fregnir hermdu, að Guevara hefði fengið kristilega útför; aðrar að lík hans hefði ver- ið neglt á kross; enn aðrir töldu, að það hefði verií brennt eftir að hendurnar vóru skornar af, til þess að unnt væri að gera fingrafara- prófun í La Paz. Svo var að minnsta kosti bróður hins látna sagt, er hann kom til Boliviu til að sjá líkið. Hvað raunverulega varð um jarð- neskar leifar þessa fræga skæruliðaforingja er enn leyndarmál bolivísku stjórn- arinnar og e.t.v. einhverra annarra. Með því að láta lík- ið hverfa er af mörgum tal- ið, að stjórn Bolivíu hafi vilj- að reyna að koma í veg fyr- ir að Guevara yrði dýrkaður sem píslarvottur. En aðdáend ur hans segja slík ráð hald- Lítil — þeir muni lít-a á hann sem píslarvott. Og það síð- asta sem heyrzt hefur um Guevaramálið er, að senn verði gerð kvikmynd um líf hans og stárf og þegar hafi fundizt maður í hllutverkið, — nánast alger tvífari hins látna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.