Morgunblaðið - 03.05.1968, Page 5

Morgunblaðið - 03.05.1968, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUL 3. MAÍ 1968 5 Landskeppnin við Skota í kvöld „Það er gaman að eignast milljðn — en helmingi meirn gnmnn nð eignnst tvær milljónir“ VIÐ sitjum inni i hlýlegri stofu hjá hinum nýbökuðu milljónamæringum Árnýu Ól- afsdóttur og Eiríki Þorsteins- syni að Borgarveg 9 í Ytri- Njarðvík. Þau hjónin eða rétt ara sagt Árný voru svo hepp in að hljóta hæsta vinning- inn í happdrætti DAS — tvær milljónir króna. í stuttu rabbi segir Árný að þau hafi aldrei átt eina milljón hvað þá held- ur tvær. Árný segist ekki hafa tapað neinu af sínum sönsum við þessa óvæntu heppni — ætli við þurfum ekki heldur að halda í þetta happ okkar en að sóa því í einhverja vitleysu, þó maður hafi heyrt að sumir hafi ekki þolað að verða ríkir svona fyrirhafnarlaust. Við eigum 4 börn öll uppkomin og 8 barna börn og gaman væri að geta stungið einhverju að þeim. Við ætlum ekkert að gera við þessa óvæntu heppni annað enáð hugsa okkur um — það þarf ekki að missa ráð og rænu, þó forlögin séu hliðholl og heppnin með í þetta sinni. Við höfum haft þennan miða í 3—4 ár, hann er númer 2904. Einusinni áður höfum við unnið smávegis, en okk- ur var það fyrst og fremst í huga að styrkja DAS og starfsemi þess, með lítilli von um vinninga, en það er eng- in von um vinninga nema að eiga miða, eða vera með í uppbyggingarstarfi DAS. Svo kemur stóri vinningur- inn allt i einu og hann breyt- ir okkar daglega lífi ekki svo mikið, þó það sé notaleg tilfinning að vera allt í einu orðin ríkur. Við hugsum mál ið æðrulaust og sjáum hvað setur — við höldum áfram með happamiðan okkar og bætum fleiri við. Við kveðjum þessi látlausu og heppnu hjón og óskum Árný og Eiríkur taka á móti stóra vinningnum. þeim til hamingju með stóra vinninginn í DAS, sannfærðir um það að alltaf vinnur ein- hver. Skozku spilararnir munu taka þátt í hraðkeppni 22. sveita, sem fi'am fer á morigun í Do'mus Medica. Á sunnudag keppir skozka sveitin við A-sveit Islands, sem keppa mun á Nor’ðurlandamót- inu í bridge. sem fram fer í Gautaborg í þessum mánuði. Keppni þessi fer fram í Sigtúni og hefst kl. 13.30. Leikur þessi verður sýndur á sýningartöflu. LEIÐRÉTTING TVÆR meinlegar prentvillur slæddust inn í viðtal við Auð- unn Auðunsson, skipstjóra í blað inu í fyrradag. Niðurlag viðtals- ins átti að vera svohljóðandi: „Það er staðreynd, að Reykja- vík hefur að langmestu leyti orð ið það sem hún er vegna togara- útgerðarinnar á liðnum áratug- um......í Mbl. stóð „bæjarút- gerðarinnar" en því fór fjarri að það væri meining Auðuns Auð- unssonar- Þá gat skipstjórinn þess, að stórir erlendir togarar veiði nú með góðum árangri á 300—500 faðma dýpi en ekki 800 faðma dýpi eins og stóð í Mbl. Þetta leiðréttist hér með. Hinn heimsfrægi knattspyrnumaður Eusebio skoraði flest mörk einstakra leikmanna í heimsmeistarakeppninni 1968 Hann lék ó PUMA knattspyrnuskóm. — PUMA knattspyrnuskór eru langvinsælastir hér ó landi, og flestir knattspyrnumenn okkar, er leika í 1. deild, nota PUMA knattspyrnuskó. Ný sending er komin, verzlið meðan úrvalið er mest — barna-, unglinga- og fullorð- insstærðir. SPORTVÖRUVERZLUN Kristins Benediktssonor, Óðinsgötu 1, sími 38344 ■■■■■.......I SMIÐIJM .i-i.ii— Höfum til sölu nokkrar 2ja, 3ja, 4ra og 5 herbergja íbúðir á bezta stað í Breiðhoitshverfi. Seljast til— búnar undir tréverk og málningu með fullfrágeng- inni sameign. Hver íbúð hefur tvennar svalir. Bíl- skúrar geta fylgt. Afhendast í september 1968 og 1969. ★ Ennþá er möguleiki á að beðið verði eftir fyrri hluta húsnæðismálastjórnarláns. ★ Beztu kaupin í dag. \ Fasteignaþjónustan Austurstraeti 17 3. hæð Símar 16870 og 24645 Kvöldsími 30587. Skozku bridgespilararnir talið frá vinstri: Dr. Shenkin, John MacLaren, I. M. Morrisson, dr. J. J. R. Allan, C. D. Bowman, fyrirliði, Louis G. Sheater og A. Winetrobe. — Ljósm Kr. Ben. pumn OG BOLTINN LIGGUfí í NETINU 1 KVÖLD fer fram í Sigtúni við Austurvöll landskeppni í bridge milli Islands og Skot- lands. , íslenzka liðið verður sikipað þeim spilurum, sem vald- ir hafa verið til keppni á Olympíumótinu sem fram fer í Frakklandi í næsta mánuði. Spil- ararnir eru þessir: Ásmundur Pálsson, Hjalti Elíasson, Eggert Benónýsson, Stefán J. Guðjohn- sen, Símon Simonarson og Þor- geir Sigurðsson. Fyrirliiði er Þórður H. Jónsson. Skozka sveitin er skipuð kunn um spilurum sem hafa keppt á fjölmörgum bridgemótum og oft keppt í landskeppnum fyrir Skotland. Liði'ð er þannig skip- að: Charlles Bowman, J. R. AU- an, J. G. Shearer, L. Shenkin, A. Winetrobe, J. MacLaren og I. M. Morrisson. Keppnin fer fram eins og áð- ur segir í Sigtúni í kvöld og hefst kil. 20. Leikurinn verður sýndur á sýningartöflu og verð- ur aðstaða öll mjög góð til að fylgjast með keppninni. Eru bridgeunnendur hvattir til af> mæta og fylgjast með þessari fyrstu landskeppni við Skota, sem fram fer hér á laridi. Keppt er um biikar, sem Flugfélag ís- lands h.f. hefur gefið til keppn- innar. Einbvlishíis steinhus, um 120 ferm. ein hæð. Góð 4ra herb. íbúð við Löngubrekku í Kópavogskaupstað til sölu. Æskileg skipti á góðri 3ja—4ra herb. íbúð á 1. hæð í steinhúsi í borginni. Nánari upplýsingar gefur NÝJA FASTEIGNASALAN Laugavegi 12, sími 24300. I J

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.