Morgunblaðið - 03.05.1968, Page 12

Morgunblaðið - 03.05.1968, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1968 Leiöir stjdrnmálaþrúunin þar til nýrra stjórnarhátta í landinu ? Vart hafa nokkrir atburðir í Austur-Evrópu vakið jafn mikla athygli og þeir, sem verið hafa að gerast undanfarna mánuði í Tékkóslóvakíu. Svo virðist, sem gagnger breyting eigi sér nú stað á stjórnarháttum landsins. Um gagnbyltingu er ekki að ræða. Kommún- istaflokkurinn á eftir sem áður að fara með forystu í stjórnmálum landsins. Breytingarnar eru fyrst og fremst fólgnar í því, að nú á að gera raunhæfa tilraun til þess, að því er virðist, að koma á almennum mannréttindum í landinu svo sem persónufrelsi, prentfrelsi og skoðana- frelsi, fundafrelsi og ferðafrelsi o. s. frv. Við fyrstu sýn mætti halda, að hér væri ekki um annað að ræða en margítrekuð loforð valdhafanna líkt og í öðrum löndum Austur-Evrópu um framkvæmd al- mennrá mannréttinda, sem síðan hafi reynzt orðin tóm, enda þótt farið sé fögrum orðum um þau í stjórnar- skrám þeirra. Það, sem hinsvégar mesta athygli vekur nú, er, að í stefnuskrá tékkóslóvska kommúnistaflokks- ins um nýskipan mála í landinu, sem birt var 10. apríl sl., er viðurkennt afdráttarlaust, að allt frá valdatöku kommúnista þar fyrir 20 árum hafi helgustu mannrétt- indi verið fótum troðin og að úr þessu verði að bæta af- dráttarlaust. Ekki hefur verið látið sitja við orðin tóm og ýmsar endurbætur eru þegar komnar til fram- kvæmda. Frá því um mánaðamótin febrúar—marz hefur ritskoðun verið afnumin að langmestu leyti og frjáls gagnrýni hefur fengið að koma fram í blöðum þar án afskipta stjórnvaldanna. Slíkt er einsdæmi í kommúnis- tísku Iandi og skipar Tékkóslóvakíu á allt annan bekk en öðrum kommúnistaríkjum. Þá er ljóst, að eftirleiðis ætla Tékkóslóvakar að fylgja miklu óháðari og sjálf- stæðari stefnu í utanríkismálum en áður. 1 grein þeirri, sem hér fer á eftir, verður engu spáð um framþróun þessara mála í Tékkóslóvakíu. Svo kann að fara, að þróunin að undanförnu í frelsisátt verði bæld niður á nýjan leik, sökum þess að hið kommúnistiska þjóðfélag þoli hana ekki. Slíkt hefur gerzt áður í komm- únistisku landi, t.d. eftir valdatöku Gomulka í Póllandi 1956. í þess stað verður reynt að varpa ljósi á þróun at- burða í Tékkóslóvakíu að undanfömu. Fyrst fer úrdrátt- ur úr stefnuskrá tékkóslóvska kommúnistaflokksins frá 5. apríl sl. og er hann þýddur úr tékknesku. Síðan verður fjallað um sjálfa stjórnmálaþróunina þar að undanförnu og þá menn, sem þar hefur helzt borið á góma. í næstu grein, verður rætt um þær breytingar, sem þegar hafa orðið í opinberu lífi í Tékkóslóvakíu og afstöðu valdhaf- anna í öðrum löndum Austur-Evrópu til atburðanna þar og birtist sú grein eftir nokkra daga. Við samningu þessara greina hefur verið stuðzt m.a. við stefnuskrá kommúnistaflokks Tékkóslóvakíu frá 5. apríl, svissneska blaðið „Neue Ziircher Zeitung“, bandaríska fréttatíma- ritið „Time“ og vesturþýzka fréttatímaritið „Der Spiegel“. legar, en kommúnistaflokkur inn eigi eftir sem áður að hafa forystu í landinu. Eftirleiðis skuli öllum heim ilt að gagnrýna frjálslega stjórnarvöld landsns án þess að eiga á hættu ofsóknir fyr- ir. Málfrelsi, ferðafrelsi til útlanda, og persónufrelsi skal framvegis tryggt með lögum og skaðabætur greiddar til þeirra aðila, sem urðu að sæta eignaupptöku' og fjár- Antoni Novotny fyrrverandi forseti Tékkóslóvakíu og leið togi kommúnistaflokksins. Það var kaldhæðni örlaganna, að hann, sannfærður stalinistinn skyldi ná öllum völdum í Tékkóslóvakií árið 1953, sama ár og Stalin lézt. það hefur orðið að sæta frels- issviptingu eða öðru órétt- læti. Flokkurinn muni nú beita sér fyrir því, að órétt- lætinu gagnvart einstakling unum, sem um leið hafi náð til heilla fjölskyldna svo og frændfólks þeirra verði nú aflétt, þannig að þessir aðilar geti nú fengið starf eftir hæfi leikum sínum og þeim gert unnt að taka að nýju þótt í stjórnmálum. Frjáls gagnrýni leyfð. Hvað snertir blöð, sjón- varp og hljóðvarp, þá hafi þessi útbreiðslutæki ekki veitt sanna mynd af stjórn málalegu og efnahagslegu á- standi í landinu. Á þessu eigi nú að verða breyting og á að fyrirbyggja fölsun og ófull nægjandi upplýsingar, sem tíðkazt hafi. Ennfremur verð- ur heimilaður innflutningur er lendra blaða og tímarita. Þá verði frjáls gagnrýni leyfð framvegis í blöðufti, hljóð- varpi og sjónvarpi og yfir- menn þessara stofnanna taki við meiri ábyrgð en áður og fái frjálsari hendur. Hvað varðar stöðu Slóvaka þá eiga þeir að fá yfirstjórn efnahagsmála og dómsmála sín á meðal í eigin hendur, en áður var þessum málum stjórnað frá Prag. Þá eiga Slovakar enn fremur að fá fulltrúa í yfirstjórn utanrík- ismála, utanríkisviðskipta og hermála. Er viðurkennt, að þeir hafi ekki verið Alexander Dubcek, hinn nýi leiðtogi tékkóslóvskra komm- únista og sá, sem á mestan þátt í þeim breytingum, sem nú eiga sér stað í Tékkósló- vakíu. misbeitingu á framkvæmd laga í landinu af hálfu lög- reglunnar, sem áður hafi tíðk azt. Komið skuli í veg fyrir, að hagnaðurinn af fyrirtækj um, sem vel eru rekin, verði notaður til þess að greiða tap þeirra fyrirtækja, sem verr eru rekin. Hagnaður af fyrir tækjum á að renna til starfs manna þeirra sjálfra. Það er viðurkennt, að arðurinn af vel reknum fyrirtækjum hafi verið notaður að verulegu leyti til þess að mæta tapi illa rekinna fyrirtækja, sem gefið höfðu rangar upplýs- Tckkóslóvíikía á ve« i|aiiiotiini fyrri Nýja stefnuskráin Stefnuskráin „Akcni pro- gram Komunistické strany Ceskoslovenska“, hefst með afsökun stjórnar kommúnista flokksins á þeim mistökum, sem orðið hafa frá valdatöku kommúnista 1948. Þar er við- urkennt, að lögum í landinu hafi verið misbeitt og að flokkurinn hafi brotið lýð- ræðislegar grundvallarreglur sem heitið hafi verið í upp- hafi, og hafi þetta bitpað jafnt á kómmúnistum sem öðr um þegnum í landinu. og leitt til persónudýrkunar og bein- línis til einræðis. Þá er einnig minnzt á efna- hagsþróunina í landinu og sagt, að þar hafi orðið- mikil mistök, sem hafi valdið því, að laun manna og lífskjör hafi ekki batnað og er þar farið hörðum orðum um efna- hagsþróunina í landinu síð- ustu tuttugu ár. Fyrsta atriðið, sem tekið er fyrir í stefnuskránni sérstak lega um breytingar á skipun þjóðfélagsins í lýðræðisátt, er um almennar kosningar, skipulag stjórnmálaflokka og vald ríkisins. Þar er viður- kennt, að kosningar í land- inu hafi ekki verið leynilegar til þessa og ólýðræðislegar. Á verði nú kosningar breyting leyni- hagslegu óréttlæti stjórnvalda. Enn hafi ekki farið fram endurskoðun á dómum fyrir pólitísk afbrot sem önnur af- brot og nú sé verið að rann- saka, hvers vegna samþykkt flokksins í þessa átt, sem áð- ur hafi verið gerð, hafi ekki verið framkvæmd. Vikja þurfi þeim mönnum úr starfi sem staðið hafi í vegi fyrir framkvæmd þessarar sam- þykktar. Flokkurinn gerir sér það ljóst, að fólki, sem hefur verið ofsótt eða ólöglega dæmt, er ekki unnt að bæta hin glötuðu æfiár þeirra, sem Fyrsta grein jafn réttháir Tékkum, en framvegis skuli jafnrétti þeirra verða viðurkennt al- mennt. Þá skuli fólki af þýzku, ungversku, pólsku og ukranisku þjóðerni í landinu veittur réttur til þess að halda við tungu sinni og menningu. Þá tekur flokkurinn skýrt fram, að framvegis skuli lög- reglunni í landinu ekki heim ilað að hafa afskipti af stjórn málum og gagnrými almenn- ings á stjórnvöldum landsins. Komið skuli í veg fyrir alla Á svölum Hradschinhallar- innar í Prag. Svoboda, hinn nýi forseti Tékkóslóvakíu, ávarpar mannfjöldann að for- setakjöri loknu. Við hlið hans stendur Dubcek, leiðtogi tékkneska kommúnistaflokks ins. ingar um hag sinn eða nauð- syn þess, að þeim yrði látið fé í té. Af þessum sökum hafi neytendur orðið að greiða hærra vöruVerð, og meiri skatta en nauðsyn hefði ver- ið á annars. Til þess að ná þessu markmiði verði fyrir- tækjunum veitt mun meiri sjálfstjórn en áður og fram- leiðsla þeirra skuli miðuð við eftirspurn á markaðinum Sam keppni verið komið á milli fyrirtækjanna, þannig að þau keppi sín á milli innanlands en einnig við erlend fyrir- tæki á heimsmarkaðinum. f þessu skyni verði af aínema þá yfirstjórn flokksins yfir fyrirtækjunum, sem áður hafi tíðkazt. Segir, að sósíalismi geti ekki þróazt án frjáls framtaks, þar sem framleiðsl an miðist við kröfur neyt- enda. Þá skuli ijllum frjálst að velja sér starf eftir hæfi- leikum, en frjálst starfsval tíðkaðist ekki áður. Stefnt skuli að því, að í árslok 1968 verði komið á fimm daga vinnuviku. Verkamannaráðin í fyrir- tækjum eiga nú að fá þá hlut deild í stjórn fyrirtækjanna, sem þau höfðu áunnið sér á árunum 1945-1948, en misstu síðar. Sú breyting skal nú verða á stjórn verkalýðsfél- aganna, að þar verði hags- munir viðkomandi verka- manna sjálfra látnir sitja í fyrirrúmi, en ekki eingöngu farið eftir fyrirskipunum að ofan. Þá er lýst yfir stuðningi við þá sjálfseignarbændur, sem enn eru til í landinu sem og samvinnubændur og sagt, að þeim skuli veittur stuðn- ingur við framleiðslu þeirra. Áður var það þannig, að rík- isbúin höfðu öll forréttindi í sambandi við fyrirgreiðslu og vélvæðingu. L

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.