Morgunblaðið - 03.05.1968, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.05.1968, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGLLi i. MAÍ 1968 23 Listamennirnir Haukur Dór Sturluson og Jens Kristleifsson i Mokka. (Ljósm. Mbl. Kristinn Benediktsson). Samsýning á Mokka — 1. maí Framibald af bls. 1 til að láta almennt í ljós hversu þeir mætu þær ráðstafanir til aukins frelsis, sem þar hafa ver- ið gerðar að undanförnu. Leið- toge kommúnistaflokksins, Al- exander Dubcek, var ákaflega fagnað, er hann hélt ræðu sína: sérstaklega, þegar hann sagði, að nú væru Tékkóslóvakar að gera ýtarlegt og gagnrýnið end- urmat á fortíð sinni og þjóðin mundi nú leita nýrra markmiða og nýrra verðmæta. „Yið föður- landsvinir í Tékkóskóvakíu mun um sjálfir marka framtíð lands- ins“, sagði hann. En hann vildi greinilega einnig hafa vaðið fyr ir neðan sig og talaði um- hríð einkar vinsamlega um Sovétrík- in. „Við sendum bandamönnum okkar kveðju, sérstaklega Sovét ríkjunum, sem við eigum frelsi okkar að þakka og við megum vænta að sýni okk- ur bróðurlega hjálpsemi“ Við hátíðahöldin mátti sjá margskonar búninga, sem bann- aðir hafa verið undanfarin ár, m.a. skáta og félaga úr Sokol- íþróttahreyfingunni sem starfaði fyrir heimstyrjöldina síðari. Þá vakti athygli, að hvergi sáust hinir venjulegu borðar og víg- orðaspjöld með skammaryrðum um Vesturlönd og ummælum um baráttuna gegn heimsvalda- sinnum. Ljóst var, að Dubcek var hræður yfir gleði fólks- ins og er haft eftir honum, að hann hafi hvergi séð spjöld, er ekki hafi með sanni sýnt, hvað fólkinu bjó í brjósti. „Þetta er sterk tilfinning.......ég hef ekki lengi upplifað annað eins. Þegar ég sé þetta fólk fæ ég þá trú að það geti leyst Öll verkefni“ sagði hann. Ludvik Svoboda, forseti lands ins, sem einnig flutti ávarp sagði að hann myndi ekki ánægjulegri 1. maí hátíðahöld. Engar merkar vopnasýningar í Moskvu. f Moskvu fóru hátíðahöldin fram næstum alveg eins og síð- ustu ár — með geysilegri vopna og hergagnasýningu. Ekki voru sjáanlegar nýjar gerðir vopna, a.m.k. ekki mikilvægar, og helzta nýjungin í hersýningunni var 400 manna deild fallhlífaher- manna, sem báru rauðar húfur og eru taldir mótleikur við „grænu alpahúfurnar“ banda- rísku, sem m.a. hafa tekið þátt í bardögunum í Vietnam. Raun- ar kom þessi deild fram á bylt- ingarafmælinu sl. haust. Ekki hefur verið upplýst í hverju „rauðu húfurnar“ séu frábrugðn ar öðrum herdeildum, en talið, að hermennirnir séu sérstaklega velþjálfað úrvalslið og muni Rússar hugsa sér að geta sent þá í skyndi hvert á land sem er, ef þeir hlutizt til um átök einhvers staðar. Aðalefni ræðuhaldanna var „hin hugmyndafræðilega undir róðursstarfsemi heimsvalda sinna“, er miðaði að sögn að því að grafa undan stoðum hins sós- íalistíska þjóðskipulags. Báru ræður greinilega með sér, að Rússar eru lítt hrifnir af þróun mála í Austur Evrópu, sérstak- lega þó Tékkóslóvakíu. Aðal- ræðuna hélt landvarnarráðherr- ann, Andrei Gretsjko. Vill efla aga og virðingu fyr- ir yfirvöldunum. í Varsjá hélt Wladislaw Gom- ulka aðalræðuna og lagði á það áherzlu, að þjóðin yrði sjálf að sjá um að halda í skeíjum þeirri - LOFTÁRÁSIR Frambald af bls. 13 öldinni verður brotið blað í sögu Afríku, því að þeir hafa staðið einir og óstuddir. Ung- ur Biaframaður sem starfað hefur í sendiráði Nígeríu í Tókyo, sagði nýlega við frétta ritara Observers: „Við verð- um eins og Japanir, við ger- um kraftaverk. Við förum að dæmi þeirra og hagnýtum okkur gáfur og þekkingu til þess að koma á tæknibylt- ingu.“ —(Obspver — öll rétt- indi áskilin). SAMSÝNINGU á Mokka opnuðu í gær tveir ungir Reykvíkingar, þeir Haukur Dór Sturluson og Jens Kristleifsson, og er allt til sölu á sýningunni. Haukur Dór á myndir frá 1—13, sem mest- megnis eru pennamyndir, en Jens á hinar, sem eru blýants teikningar og kolateikningar. Sögðust þeir hafa valið mynd- irnar sérstaklega með svipuðu tema, til að þær ættu sem bezt saman og verður sýningin opin í 2—3 vikur. Haukur Dór stundaði nám hér í Myndlistarskólanum I þrjá vet- gagnrýni, sem fram kæmi gegn stjórn landsins og þjóðskipulag- inu. Sagði hann brýna nauðsyn bera til þess að greina á milli heilbrigðrar gagnrýni og óá- byrgra yfirlýsinga, þegar fram færu svo fjörugar umræður um málefni lands og þjóðar sem að undanförnu. Og nauðsynlegt kvað hann að virkja hinn aukna stjórnmálaáhuga en þó þannig að auka jafnframt ábyrgðartil- finningu fólksins gagnvart ríkis stofnunum, og vinnustöðunum, og efla þyrfti þjóðfélagsagann og virðingu fyrir yfirvöldunum. Einungis við slíkar aðstæður gæti gagnrýni orðið til góðs og þannig yrði kveðin niður nei- kvæð einkenni í þjóðfélaginu. Hann lýsti því yfir, að engin andsósialistisk öfl, hvort sem þau væru pólsk eða af erlend- um uppruna og engir endurskoð- unarsinnar eða aðrir, sem hefðu orðið fy.rir vonbrigðum með sós- alistíska þjóðskipan ættu sér minnstu framtíðarvonir í pólsk um stjórnmálum. Á kröfuspjöldum hópgöngu- manna mátti líta stuðningsyfir- lýsingar við Gomulka og stefnu hans, spjöld þar sem letraðar voru fordæmingar gegn Zionism anum og þeim pólsku Guðingum sem ekki sýndu föðurlandsást. Stúdentar sem höfðu heldur hægt um sig nú, höfðu uppi spjöld, þar sem stóð, að í háskólum landisns væri ekki rúm fyrir pólitíska æsingarmenn og einn- ig spjöld, þar sem sagði að vísa bæri Gyðingum úr opinberum stöðum og úr flokknum. Mótmælaaðgerðir gegn spænskum stjórnarvöldum. Hvergi var eins ófriðlegt 1. maí og á Spáni, einkum í Mad- rid, þar sem stúdentar og ungir verkamenn fóru í hópum um göt ur og torg og réðust inn í búðir og banka, brjótandi rúður. Segja fréttamenn, að þessar að- gerðir hafi fylgt í kjölfar nokk urra daga mótmælaaðgerða, sem hófust gegn stjórnarvöldunum sl. laugardag. Lögreglan beitti kylf um og þyrlur flugu yfir átaka- svæðunum og fylgdust eftirlits menn þaðan með því, sem fram fór. AFP fréttastofan franska, segir, að þúsundir manna hafi safnazt saman á einni aðalgöt- unni í Madrid „Gran Via“ og hrópað „frelsi, frelsi“, Mátti ur, en fór síðan til Edinborgar og lærði þar. I fyrra var hann svo í Kaupmannahöfn við nám qg hefur hann sýnt hér þrisvar áður. Hann á 4 myndir á Bienn- ialinu í Finnlandi í ár, veitir for stöðu keramikgerð í Bergstaða- stræti 4, og vinnur að járnsmíð- um í Sindra. Jens Kristleifsson nam í Hand íðal og myndlistarskólanum hér og fór síðan til Kaupmannahafn ar til náms. Hann er núna teiknikennari við Laugalækjar- skólann. líta þar bæði stúdenta, verka- menn, prófessora og presta. Ekki er vitað hve margir voru handteknir en haft fyrir satt, að þeir hafi a.mk. verið 60 Mót- mælaaðgerðum þessum stjórnar neðanjarðarhreyfing sem kall- ast „Verkamannanefndin“ Hefur hún sett fram kröfur um hærri laun fyrir verkamenn, leyfi til að mynda frjáls verkalýðsfélög og um verkfallsrétt. Stjórnin hefur varað samtökin sem hún telur kommúnista stjórna við á- framhaldandi starfsemi, — og hefur eflt lögreglu og herlið í Madrid og öðrum stórborgum Spánar. Talið er, að vinstri sinn aðir kaþolikkar eigi einnig sterk ítök í þessari hreyfingu* Orlofsblær í Peking. f Peking var Mao Tze tung, formaður, í fararbroddi helztu forystumanna stjórnarinnar og kommúnistaflokksin, sem gengu fyrir 1. maí skrúðgöngunni. Þátttakendur skiptu hundruðum þúsunda, en að því er frétta- maður japönsku fréttastofunnar „Kyodo“ segir, var yfirbragð hátíðahaldanna nú nokkuð frá- brugðið því, sem var meðan menningarbyltingin stóð sem hæst. Þá einkenndu hátíðina æð isgengin hrifning og eldmóður að dáenda Maos, en nú var sem létt ara væri yfir mönnum og meiri orlofsblær á öllum. Helztu blöð- in birtu ristjórnargreinar með árásum á Sovétstjórnina og lof- gjörðum um menningarbylting- una. Verkamenn vinni meira. í Norður-Vietnam var þunga miðja í öllum ræðuhöldum áskor un til verkamanna um að leggja enn meira á sig en til þessa fyr- ir baráttuna gegn bandarísk- um heimsvaldasinnum. Hin opin bera fréttastofa „VNA“ birti ávarp, þar sem Bandaríkjamenn voru m.a. sakaðir um að fresta eftir mætti friðarumleitunum um Vietnam og sagt, að þeir hefðu gengið á bak þeirra orða sinna að þeir væru reiðubúnir að koma hvert á land sem væri hvenær sem væri, til þess að ræða um frið í Vietnam. Mercouri og Palme. í höfuðborgum Norðurlanda fóru hátíða'höld fram svipað venju. í Stokkhólmi var gríska leikkonan Melina Mercouri með al þátttakenda í kröfugöngu og gekk þar við hlið- menntamála- ráðherrans, Olof Palmes, en hann hélt síðan ræðu og ræddi fyrst og fremst utanríkismál. Að albaráttumál Svíanna virtust vera gríska frelsishreyfingin og stuðningur við þjóðfrelsishreyf- inguna í Vietnam. Tage Erland- er, forsætisráðherra hélt ræðu við hátíðahöldin í Luleá og hélt sig að mestu við innanríkismál einkum mál verkalýðsins og efnahagsmálim Torsten Nilsson, sem talaði í Örebro, gerði hins vegar fyrst og fremst utanríkis- málin að umræðuefni. I Fællesparken í Kaupmanna- höfn, hélt Jens Otto Krag, leið- togi sósialdemokrata, ræðu og gagnrýndi borgarastjórnina í landinu. I Helsinki hélt Mauno Koiv- ista forsætisráðherra aðalræð- una og lagði áherzlu á bætt sam skipti Finnlands og Sovétríkj- anna. f Oslo og víðar í Noregl var aðalefni hátíðahaldanna tollamál Norðmanna, ástandið í Vietnam, afstaða Noregs til At- landishafsbandalagsins í framtíð inni og möguleg átök í at- vinnulífinu. V-Berlín. Þátttakendur í 1. maí hátíða- höldunum í Vestur-Berlín voru um hundrað þúsund talsins. Þar hélt Willy Brandt, utanríkisráð- herra ræðu og sakaði stjórn Austur-Þýzkalands um að leika sér að eldinum" með því að leggja allskyns hindranir 1 veg eðlilegra samgangna til og frá V-Berlínar. Einnig gagnrýndi hann þau öfl í AusturÞýzka- landi, sem berðust fyrir því að breyta stöðu Berlínar. Enda þótt nokkur spenna væri í Vestur-Berlín eins og ver ið hefur þar og í öðrum borgum Þýzkalands fra því á páskum, er þar logaði allt í óeirðum, fóru hátíðahöldin friðsamlega fram. Sósialistísk stúdentasamtök stóðu að fundahöldum og einn- ig V-Berlínardeild kommúnista- flokksins. - FANNEY Framhald ,af bls. 32 mönnunum um borð og kl. 00,45 var lagt af stað til Siglufjarðar og þangað var komið kl. 08,15. Kristjáni Rögnvaldssyni skip- stjóra á Fanney sagðist svo frá: „Við vorum á leið frá Reykja- vík til Siglufjarðar og vorum staddir um 25 sjómílur suðaust- ur af Horni, þegar leki kom að skipinu. Við vorum þá búnir að fara í gegn um töluvert íshrafl allt frá Hælavíkurbjargi og tafði það okkur nokkuð. Sæmilega greiðfært var þó og auðvelt að krækja fyrir isspangirnar. Víð riðluðumst sama og ekkert á jök unum. Um kl. 10.30 kom allt í einu mikill leki að skipinu, en ég get ekkert sagt um hvað þarna hefur komið fyrir. Það var eins og allar flóðgáttir hefðu opnazt og skipið sökk laust eftir mið- nætti. Við yfirgáfum skipið skömmu áður en það sökk og fórum í 3 gúmbáta, sem voru tengdir saman með böndum. Við héldum síðan bátunum við stór an ísjaka og vorum búnir að vera þar í u.þ.b. 20—30 mínút- ur, þegar Björgvin kom og bjarg aði okkur. Enginn af áhöfninni, 7 manns, blotnaði, það var bjart veður og kvikulaust, en farið að skyggja. Ég þakka öllum sem að stoðuðu okkur, því að margir bátar voru á leið til okkar, en sérstaklega þakka ég skipstjóra og skipshöfn á Björgvin. - ' IÐNÞRÖUN Fram'hald af bls. 32 aðild íslands að Fríverzlunar- handalaginu hafi fyrir íslenzkan iðnað. Baldvin Tryggvason, formað- ur fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík, setti ráð- stefnuna, þá flutti Davíð Sch. Thorsteinsson framkvæmda- stjóri, formaður framkvæmda- nefndar ráðstefnunnar ávarp. Jóhann Hafstein, dómsmála- ráðherra, flutti erindi um hlut- verk og aðstöðu stjórnvalda til áhrifa á iðnþróunina. Árni Þ. Árnason, viðskiptafræðingur, ræddi um stjórnunarmál og opin berar stofnanir iðnaðarins. Þá flutti Einar Benediktsson, deild- arstjóri, erindi um áhrif Fríverzl unarbandalagsins á viðskipti og iðnað í aðildarríkjunum. Að því loknu skiptust menn í umræðuhópa, en fundur hófst aftur kl. 17 og voru þá flutt 13 stutt erindi um ástand og horfur í helztu iðngreinum. Hallgrímur Björnsson, efna- verkfræðingur, ræddi um mat- vælaiðnað. M'ár Elísson, fiski- málastjóri, talaði um fiskiðnað, Bjarni Björnsson, framkvæmda- stjóri, talaði um vefnað, fata- iðnað og prjónles. Ásbjörn Sig- urjónsson ræddi um ullar- og skinnaiðnað, Hjalti G. Kristjáns- son, húsgagnaarkitekt, talaði um innréttingar og húsgagnasmíði og Sveinn K. Sveinsson, verk- fræðingur, um byggingavöru- framleiðslu. Gissur Sigurðsson, byggingameistari, talaði um byggingariðnað og mannvirkja- gerð, Jósep Þorgeirsson um skipasmíðar, þá flutti Sveinn Björnsson, verkfræðingur erindi um veiðarfæragerð eftir Hannes Pálsson forstjóra, en hann gat vegna anna, ekki sótt ráð- - stefnuna. Sveinn Guðmundsson, alþingismaður, fjallaði um málmiðnað, Haukur Eggertsson, framkvæmdastjóri,' talaði um umbúðaiðnað og prentun, Kol- beinn Pétursson, framkvæmda- stjóri, ræddi um efnaiðnað og að lokum talaði Stefán Snæbjörns- son, húsgangaarkitekt, um hönn- un og vöruþróun. - TÉKKÓSLÓVAKÍA Framhald af bls. 17 Novotny kom heim, töldu þeir sig nógu trausta í sessi til að krefjast afsagnar hans. Novotny reyndi að bola D. úr embætti sínu, en Slóvakar tóku það óstinnt upp. Skömmu síðar kom Bresnev flugleiðis frá Moskvu og gerði tilraun til að bjarga honum en of seint. Novotny sagði af sér í janúar og Du- bcek var kosinn eftirmaður hans. En Novotny vildi ekki enn gefast upp. Bandamenn hans í varnar- og innanríkis- ráðuneytinu lögðu á örvænt- ingarfull ráð um valdarán og að minhsta kosti ein vélaher deild var reiðubúin að aka inn í Prag til stuðnings No- votnys. En áætlunin fór út um þúfur vegna sundur- þykkju og ósamlyndis þeirra, sem áttu að framfylgja henni. Um það leyti að flokksleið- togar söfnuðust saman í Prag til að minnast 20 ára afmælis kommúnista í Tékkóslóvakíu hafði almenningsálitið snúist svo gersamlega gegn Novot- ny, að örlög hans sem for- seta voru ráðin. — Nígería Fnamhaild af bls. 1 ræður í London, því Bretar séu ekki hlutlausir í borgarastyrjöld- inni. Hefur ofurstinn áður ásak- að Breta hasðlega fyrir vopna- sölu til stjórnar Nígeríu. Vegna þessarar vopnasölu vill Oju- kwu ekki viðræður í London, og heldur ekki að svo líti út sem friðarviðræðurnar verði haldnar á vegum Breta. Kýs Ojúkwu því heldur að samtök Afríku- ríkja, O.A.S. standi að viðræð- unum, og að þær fari fram í Afríku. í fregnum frá Nígeríu og Biafra er staðfest í dag að báðir aðilar sendi fulltrúa sína til Lon- don fyrir helgi. Talsmaður sam- bandsstjórnarinnar í Lagos skýrði frá því í dag að ónefndir en „háttsettir“ fulltrúar stjórn- arinnar kæmu til London á laug ardag til að taka þátt í viðræð- unum. Sagði talsmaðurinn að þessar viðræður væru til þess ætlaðar fyrst og fremst að kanna möguleika á því hvar unnt yrði að boða til friðarsamninga. Talið er í Lagos að formaður viðræðu- nefndarinnar frá Biafra verði sir Louis Mbanefo yfirdómari, sem um skeið var dómari við Al- þjóðadómstólinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.