Morgunblaðið - 03.05.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.05.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1988 Að hemla áður en vagninn fer út af Eftir Sigurlaugu Bjarnadóttur frá Vigur FYRIR skömmu birtist í Tímanum opið bréf til mín frá Guðlaugi Bergmann, kaupsýslumanni í Karnabæ — einskonar eftir- hreytur af samræðum okkar í sjónvarpsþætti Haraldar Hamars fyrir nokkrum vikum, aðallega um unglingatízkuna. Við áttum víst öll ýmislegt eftir ósagt, þeg- ar þættinum lauk, og það er nú þessvegna, að ég sting hér niður penna fremur en til að svara þessu bréfkorni, sem mér þótti bæði óljóst og mótsagnakennt, þótt ekki skorti stóru orðin nú fremur en áður, né myndugleik bréfritarans. Þarna fengum við loksins rétta manninn, sem mátti með það fara að segja okkur for- eldrum ærlega til syndanna! og um leið, hvað gera skuli til lausnar hinu svokallaða „ungl- ingavandamáli", sem maður er búinn að heyra þvílíkt orðaskak um í ræðu og riti að undanförnu, að það liggur við, að hella sé komin fyrir eyrun. í einu orð- inu er okkur sagt, að við eigum fallega, heilbrigða og tápmikla æsku, í öðru að unglingarnir í dag séu heimtufrekir og uppi- vöðslusamir óróaseggir, sem eng- inn dugur sé í. Þjóðfélagið er sagt í stríði við ungmenni sín, sem stafi aftur af því að þau hafi gert uppreisn gegn því. Skólakerfið á að misþyrma nem- endum sínum, sem þar á móti hálfdrepa af sér kennara sína og yfirboðara. Sumir vilja líta á táningana sem sérstakan hetju- þjóðflokk, albúinn til byltingar gegn úreltu og ranglátu þjóð- skipulagi, aðrir sem hrjáða písl- arvotta vanrækslu og skilnings- leysis, sem ósýnt sé um, hvort eigi sér viðreisnar von! Það er vissulega erfitt að henda reiður á allt þetta og sízt að furða, þótt aumingja krakkarnir eigj fullt í fangi með að átta sig á, hvaðan á þá stendur veðrið. Raunar er enn ótalið viðhorf þriðja hópsins, sem ég vil ímynda ,mér, að sé fjölmennastur og tel- ur, að unglingarnir okkar í dag séu, þegar allt kemur til alls, ósköp 3vipaðir því sem ungling- ar hafa alltaf verið í deiglu þroskaáranna, áhrifagjarnir tii góðs eða ills, örir, sveiflu- gjarnir og dálítið ósamkvæmir sjálfum sér — svona eins og gengur. Kannske má segja, að æskan í dag sé frábrugðin æsku hinna eldri kynslóða að því leyti, að hún er hraustlegri og glæsilegri en jafnframt heimtufrekari og vanþakklátari. En erum við ekki öll dálítið heimtufrek og van- þakklát? — Höfum við ekki á undangengnum tímum allsnægta og auðtekins gróða of oft gleymt að gæta að hinni gullvægu reglu, að gera fyrst kröfur til sjálfra okkar — síðan til annarra og gleymt um leið að innræta hana hinum ungu sem skyldi? ★ Við, sem komin erum til full- orðinsára og munum furðulega 6- líkar aðstæður frá því sem nú er, þótt ekki sé farið nema tvo-r þrjá áratugi aftur í tímann, töl- um oft um, hve unglingarnir eigi gott í dag, hvað lífið hafi fleira að bjóða þeim, en okkur á þeirra aldri. Já, víst eiga þeir gott, en ég held, að nokkurnveginn sé öruggt, að lífið sé þeim samt á margan hátt erfiðara en okkur var. Hin ótalmörgu tækifæri tij að mennta sig og fullkomna — til að njóta lífsins gera sínar kröfur og því strangari sem þjóð félagið verður háþróaðra og margslungnara. Möguleikunum til að sýna, hvað í sér býr, til að standa sig vel — eða illa — fer stöðugt fjölgandi. Og að sama skapi, gætum vel að því, fjölgar freistingunum, oft á tíð- um kyrfilega dulbúnum í lit- skærum ginnandi umbúðum, markvisst ætluðum til að glepja sýn fákænum unglingum, sem beitan er lögð fyrir. Hin svokallaða „Pop“—tízka, „Pop“—æðið, sem hefur (kannski ásamt Víetnam—styrjöldinni og þrælkunardómum rithöfunda í Rússlandi) sett hvað greinileg- astan stimpil á samtíð okkar, er vissulega furðulegt fyrirbæri. Og þa'ð er spurt: — Hvað er þetta „Pop“ og hvernig er það eiginlega til komið? Auðvitað hef ur enginn getað gefið neitt full- nsegjandi svar við þeirri spurn- ingu. En okkur er ýmislegt gef- ið í skyn. Uppreisnarhugur tán- inganna gegn eldri kynslóðinni og þjóðfélaginu, gegn flestum viðteknum viðhorfum á að vera þar helzta undirrótin. Sjálfsagt er mikið til í þessu. En getur okkur dulizt, að þarna er fleira að verki? Getum við til dæmis ímyndað okkur, að hin fræga mið stöð Pop—tízkunnar, Carnaby Street í London hafi verið drif- in upp af lífsleiðum, reiðum og ráðvilltum unglingum? Slíkt fyndist mér barnaleg trúgirni. Þarna eru önnur sterkari og á- kveðnari öfl að baki. Það eru hinir „kláru“ kaupsýslumenn, sem höfðu reiknað dæmið rétt, að táningarnir myndu ekki láta á sér standa til viðskipta, ef rétt væri á spilunum haldið. Ef aug- lýst væri nógu sniðuglega, æpt nógu hátt í áróðri og skrumi, sem gæfi af sér drýgri skilding í pyngju kaupmannsin's, heldur en hægt var að gera sér vonir um á yfirfullum tízkumörkuðum hinna fullorðnu, sem höfðu líka til að bera óþarflega mikla gagn rýni á verðlag og gæði vörunnar og ofurlítið meiri varfærni og í- hygli gagnvart eyðslu sinna fjár muna. Eg hef ekki orðið það fræg að koma í Carnaby Street, en mér skilst, að Bretar sjálfir séu ekkert yfir sig hrifnir af þessu fyrirbæri í höfuðborg þeirra, telji það nánast sjúklegt ofþenslufyrirbæri, sem gegni mið ur þörfu eða þjóðnýtu hlutverki. ★ Ætli að eitthvað svipað verði ekki uppi á teningnum, ef við skyggnumst eftir orsökum bítla —æðisins og þá sérstaklega bítla —tónlistarinnar, sem hefur ært og tryllt milljónir unglinga um allan heim undanfarin ár. Það hefur oft verið sagt, að eitthvað hljóti að „vera við“ þessa músik, þvílíkum heljartökum, sem hún tekur hina ungu áheyrendur. Það er nú svo. Sjálf þykist ég viss um, að meðal hinna síðhærðu piltunga, sem hinum magnaða há vaða valda leynist efni í marga ágæta tónlistarmenn, sem munu halda velli, eftir að æðið er liðið hjá og hismið hefur greinzt frá kjarnanum. Hitt hef ég óþægi- legan grun um, að öskrin og ó- lætin, sem víðast hafa einkennt þesskonár tónleika hafi ekki •alltaf verið alveg „ekta“, að þarna hafi enn verið að verki „agentarnir", gróðahyggjumenn- irnir, sem að fyrirtækinu stóðu og sáust lítt fyrir í samkeppninni um frægð og fé, víluðu jafnvel ekki fyrir sér að leigjá stærri eða smærri hóp ungmenna til að stofna til skrílsláta, einskonai múgæðis og kynda undir til að halda uppi stemningunni — fyrir hæfilega þóknun. Svo má tala um hömlulausa, öskrandi æsku og skella skuldinni á foreldra, skóla og þjóðfélagið í heild- Reykvík- ingar kynntust slíku fyrirbæri, sællar minningar, þegar erlend bítlahljómsveit sótti þá heim fyr- ir nokkrum árum og heilt bæjar- hverfi hafði ekki svefnfrið lengi nætur. Því segi ég það, — Ég held, að í öllu þessu kaupsýsluæði, á- róðurs- og auglýsingaglamri sé töluvert meiri vandi fyrir ungl- ingana í dag að „halda strikinu", heldur en áður var, og að hún hafi aldrei, fremur en eimitt nú, haft þörf fyrir vernd og leið- beiningar frá hinum eldri, fyrir hæfilegt aðhald og aga, að þeir séu af skilningi og velvild studd- ir til að öðlast fótfestu og þeim innrætt heilbrigð og jákvæð lífs- viðhorf. — Þá ekki hvað sízt heilbrigt mat á verðmætum og sjálfstæð vakandi dómgreind. Séu þeir hömlulausir, verðum við að kenna þeim að hemla, áð- ur en vagninn fer út af. ★ Getur það verið nokkuð álita- mál, að hér eru það foreldrar og heimili, sem stærstu hlutverki og skyldum hafa að gegna? — Að samanlagt starf skóla, félaga alls konar, æskulýðsráða og barna- verndarnefnda hrekkur skammt, eða að minnsta kosti miklu skemur en efni standa til, ef hinir fyrstgreindu aðilar bregtí- ast? Og við spyrjum: — hafa foreldrar og heimili ekki reynzt vandanum vaxin? Við skulum heyra, hvað kaupsýslumaðurinn í Karnabæ hefur um þetta að segja. — Ég vil taka það fram, að ég hef hvorki ástæðu né löng- un til að veitast að honum per- sónulega, en ég tek hann sem 'einskonar tákn ýmissa viðhorfa, sem ég tel hæpin, jafnvel hættu- leg. Kaupsýslumaðurinn segir í blaðaviðtali um rekstur Karna- bæjar og „unglingavandamálið" út frá því: „Veizfu af hverju foreldrarnir láta krakkana fá peninga? Það er af því, að þeir eru svo ó- sjálfstæðir og finna til sektar gagnvart þeim. Þeir eru svo ger- samlega sýktir af þessum vel- ferðarsýkli, sem er að drepa nið- ur allt heimilislíf og mega ekki vera að því að sinna blessuðum bórnunum, vegna þess að þeir hafa gleymt sér í gullæðinu. En til að friða samvizkuna sletta þeir peningum og enn meiri pen- ingum i krakkana". ■— „En er þá rétt að reyna að græða á því?“ (spyr blaðam.) „Það er nú það. Þetta er bara hið gamla lögmál um framboð og eftirspurn ... Ef ég gerði það ekki, myndi bara einhver annar gera það . .. “ Þetta er vissulega þungur dóm- ur yfir foreldrum. En ætli kaup- sýslumaðurinn geri sér grein fyrir því, að hann er þarna um leið að kveða upp dóm, og það jafnvel ómildari yfir sjálfum sér? Eða líkir hann ekki fyrir- tæki sínu beinum orðum við sníkjudýr á sýktum líkama — hinum vesölu foreldrum? Og það sem hlálegast er við þetta er það, að auðvitað eru það fyrst og fremst hans eigin viðskiptavinir, sem dembuna fá. ★ Nú, og hvað svo um réttmæti þessa dóms? — Ég held því mið- ur, að hann feli í sér of mikinn sannleik. Ég held, að alltof marg- ir foreldrar hafi í öllu peninga- flóði undanfarinna góðærisára gert sig seka um hættulega und- anlátssemi og fávíslegan aura- austur til barna sinna og ung- linga. En mér finnst að Guðlaug- ur mætti fara varlegar í að kasta fram almennum staðhæfingum og hreykja sér ögn lægra í dómara- sætinu, það fer honum heldur illa. Það er, sem betur fer, tii fjöidi af foreldrum, sem reynir eftir beztu getu að veita börn- um sínum hæfilegt aðhald í pen- jfcigamálum og temja þeim um leið skynsamlega meðferð fjármuna. Það kostar þá sjálfsagt ár- vekni og töluvert erfiði, sem þeir þó engan veginn telja eftir, ef tiltæluðum árangri er náð. — Og maður verður líka skemmti- lega var við það meðal ungling- anna sjálfra, að þeir eru síður en svo allir ýkja hrifnir af öllu tízku æðinu. Þeir brosa í laumi að spjátrungunum á meðal þeirra sem koma í nýjum fötum í skól- anri vikulega, hreykja sér yfir félaga sína, streitast við að láta á sér bera — vera í „stæln- um“. Það eru sjaldnast slíkir skrautfuglar í unglingahópnum, sem hafa af mestu að státa á öðrum sviðum. ★ Fötin skapa manninn, segir gamalt máltæki, það er hið ytra borð hans, en ekki hans innri mann. Þó væri ekki rétt að van- meta þann þátt, sem falleg föt og falleg híbýli eiga í heilbrigðri lífshamingju manna. Eða höfum við ekki öll, yngri sem eldri, fundið' til þess, hvað hressandi það er og upplyftandi að kasta af og til frá sér hversdagsrýj- unum, búa sig upp á, vera fínn í nýrri, fallegri flík, sem maður er verulega ánægður með? Og væri ekki heimurinn sýnu til- breytingarsnauðari og leiðin- legri, ef við hefðum ekki hina síbreytilegu tízku til að snar- snúa okkur í allar áttir? En það er hér sem víðar, að hinn gullni meðalvegur er vandrataður og þegar gleðin og ánægjan af fall- egum fötum og fallegu umhverfi gengur út í ofmat og ofdýrkun á þessum lífsins gæðum og fram úr öllum möguleikum til að veita sér þau, — þá er illt í efni. Ég held, að þetta verði varla of- brýnt fyrir hinum ungu. Eða hvernig væri að bregða sér nið- ur í gömlu Iðnó og sjá þar á sviðinu hina fögru, skraut- búnu konu, ógæfumanneskjuna Heddu Gabler, sem í hugleysi sínu fórnar ást og hamingju fyr- ir skrautklæði og lifsþægindi. Hedda Gabler, eins og flestar stórbrotnustu persónur Ibsens, er ekki bara samtímafyrirbæri hins skarpskyggna — og oft misk- unnai lausa ádeiluskálds. Hún hefur alltaf verið — og mun verða á meðal okkar til vakandi íhugunar og viðvörunar, — sem tákn hinnar ömurlegu lífslygi. ★ En víkjum aftur að bréfkorn- inu hans Guðlaugs Bergmanns. flann segir þar ýmislegt um á- byrgð og ábyrgðarleysi, sem ég vil taka undir, enda nákvæm- lega það, sem ég sagði í fyrr- nefndum sjónvarpsþætti og hef- ur hann því greinilega fallizt á það. En þarna, sem oftar, bregð- ur fyrir hastarlegri mótsögn hjá kaupsýslumanninum. Hann seg- ir, að unglingarnir í dag, sém eru orðnir margfalt þroskaðri og fullorðnari en við áttum okkur á, vilji fá að taka á sig meiri ábyrgð og hana eigi að veita þeim. En rétt á eftir, þegar hann þarf að bera af sér ásökun mína um hans ábyrgðarleysi, sem fæl- ist í því, að hann gerði sér sektarkennd foreldra (af hon- um yfirlýsta) — og þroskaleysi unglinga að gróðavegi, — þá er allt í einu gleymt, að ungling- arnir eigi að fá að bera ábyrgð, — ábyrgð á því að sóa peningum, sem foreldrar þeirra hafa aflað súrum sveita, í rándýran tízku- klæðnað, skrípisleg merkispjöld og anijað glingur. Nú er skuld- inni aftur skellt á aumingjaskap og ábyrgðarleysi foreldranna, sem eru líreinlega að sligast af peningaeyðslu barnanna. Hvaða vit er í þessu? Og er ekki eitt- hvað meira en lítið bogið við á- standið í þessum efnum, þegar foreldrar geta átt það á hættu, að hróp verði gerð að börnum þeirra fyrir að koma í skólann í bættri eða stoppaðri flík? Já, því ekki einmitt að láta þessa fallegu og hraustlegu unglinga bera meiri ábyrgð? Fara þó með varúð í sakirnar, Kví nA pnffan vpdinn að andlegur þroski þeirra sé í samræmi við hinn líkamlega. Ég er hrædd um, að full langt hafi verið gengið í því að skella stöðugt skuldinni — og skuld- inni allri á foreldra og hina fullorðnu, þegar unglingar ger- ast á einhvern hátt brotlegir. Er ekki full hætta á því, að þessi afstaða ali beinlínis upp í þeim það háskalega viðhorf, að þeir hafi ekkert að óttast, þau geti hagað sér eins og bandíttar upp á það, — það sé allt í lagi, skuldinni verði skellt á for- eldra þeirra, sem hafi svikizt um að veita þeim almennilegt upp- eldi? Sú ábyrgðarkennd, sem við innrætum börnum og ungl- ingum — og því fyrr því betra, — má ekki vera nein hentisemi— ábyrgð, sem þau geti skotið sér undan, þegar þeim sýnist og gripið til aftur, þegar þeim hent- ar. Hún þarf að vera byggð á traustri og heilbrigðri siðgæðis- vitund og félagsþroska, sem er ómissandi hverju menningarsam- félagi. ★ Og svo hrópar kaupsýslumað- urinri ... við erum bjargarlaus! . . . mitt í kveinstöfum sínum yfir spillingu foreldra og ábyrgðar- leysinu, sem er „að sliga þjóð- ina“. Og það kveður furðu víða við svipaðan tón, jafnvel hjá greindu ágætisfólki þegar talið berst að hinu eða þessu, sem allir eru sammála um, að aflaga fari í okkar þjóðfélagi, ekki hvað sízt í sambandi við upp- eldi barna og unglinga. Það er yppt öxlum og sagt: — svona er þetta! — Það þýðir ekkert að vera að streitast við að standa á móti — við verðum að fylgj- ast með straumnum. Er þetta uppgjafar—volæðisviðhorf sam- boðið okkur, frjálsum mönnum í frjálsu landi, sem, þrátt fyrir hverfondi fjarlægðir og stórauk- in samskipti við umheimin, hlýt- ur samt, vegna legu sinnar að bjóða okkur upp á sérstök skil- yrði umfram flestar aðrar þjóð- ir, til að njóta andlegs sjálf- stæðis og iðka það í öllu okkar þjóðlífi. M.a. til að vísa á bug heimsk’-.nni og andhælishættin- um i hvaða mynd sem er og fara, hver um sig, þá leiðina, sem samvizka og skynsemi býð- ur hverju sinni, þó svo, að það sé ekki leið fjöldans? ^æri ekki unglingunum okkar vel gert með því, að sérstök rækt væri við það lögð af öllum þeim að- ilum, sem viðriðnir eru upp- eldi þeirra að glæða með þeim þetta andlega sjálfstæði, sjálf- stæði, sem er andstætt sjálf- byrgingshætti og frekju, — hjálþa þeim til að finna það bezta, — manneskjuna í sjálfum sér? Það hefur stundum réttilega verið bent á, að sterkt og heil- brigt almenningsálit sé oft heilla vænlegra til áhrifa í þjóðfélaginu heldur en strangar reglur, höml- ur og bönn. En hér vaknar ein spurningin enn: Hver er það, sem skapar þetta almennings- álit og heldur því vakandi og virku? Vafalaust eiga hin marg- umtöluðu fjölmiðlunartæki: dag- blöð, útvarp, sjónvarp og kvik- myndir sinn stóra þátt þar í, og því verður aldrei of mikið gert úr mikilvægi þess, að vel sé þar vandað til verka. En er ekki hlutur okkar einstaklinganna — mín og þín — þarna fullt eins stór og ábyrgð okkar því fullt eins mikil? Og væri það ekki heldur hörmulegt, ef öll þessi voldugu og yfirþyrmandi menn- ingartæki yrðu til að svæfa með okkur sjálfstæða vakandi hugs- un? — gera okkur að karakt- erlausum aumingjum? — En ætli það sé annars nokkur hætta á því? Þetta erj nú orðið miklu lengra hjá mér en ætlunin var í upp- hafi, og þegar litið er á öll spurningarmerkin, má sjálfsagt með sanni segja, þó ekki væri nema vegna þeirra, að þetta greinarkorn sé ekki merkilegt framlag til lausnar á einum eða neinum vanda, enda alls ekki ætlað sem slíkt. En ekki fáum við svar við neinni spurningu, nema við spyrj um fyrst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.