Morgunblaðið - 03.05.1968, Síða 4

Morgunblaðið - 03.05.1968, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 196« iBUJUI/GAM 'Oj && Rauðarárstíg 31 Slmi 22-0-22 IVIAGNÚSAR SKIPHOLtl 2,1 SIMAR 21190 eftir lokun simi 40381 “m 1-44-44 Só&a&eúg.Gi' Hverfisgötn 103. Simi eftir lokuii 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ing ólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald Sími 14970 Eftir lokun 14970 eða 81748 SigurSur Jónsson. BÍLALEIGAN - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Simi 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. BÍLALEIGAN AKBRAUT NÝIB VW 1300 SENDUM SlMl 82347 Skolphreinsnn Losa tim stífluð niðurfalls rör. Niðursetningu á brunn- um. — Smáviðgerðir. Vanir menn. Sótthreinsum að verki loknu. — Sími 23146. Saab, árg. ’68, ekirm 5 þús. Fiat station, árg. ’67. Rambler American árg. ’66, ernkabill. / Saab, árg. ’65. Benz 220SE, árg. ’61. skipti á ódýrari bíl. Taunur 17M, árg. ’67, 4fra dyra, ekinin 7 þús. Bronco, árg. ’66. Volkswagen fastback, árg. ’66 Saab, árg. góð«ur bíll. Cortina, árg. ’66, 4ra dyra. Skipti á ódýrari bíl koma til greina. GUOMUNDAR Berrþórufðto 3. Simar 1M33, 3MTS Grænmctisverzlun ríkisins og sala hennar á kartöflum Betty Hermannsson skrifar undir ofangreindri fyrirsögn eftirfarandi bréf, en nokkrum stóryrðum er sleppt. „Eg er nú bara alveg venju- leg húsmóðir hér í Reykjavík, en ég hefi töluverð kynni af öðrum löndum og borgum. En það, sem alltaf vekur furðu mína, er að hér eru aldrei á boðstólum kartöflur, sem hægt væri að kalla mannamat. Kart- öflur þær, sem seldar eru hér í búðum, myndu í öllum öðrum löndum vera notaðar sem svíha fóður. Um daginn fer ég í búð og kaupi kartöflur, „Gullauga 1. flokkur" stendur skýrum stöf um á pokanum. Mikill hluti af kartöflunum í poka þessum var skemmdur, hvernig hinar hefðu bragðast, veit ég -ekki gjörla, því að mér datt ekki í hug að leggja mér þær til munns. Hins vegar gerði ég mér ferð niður í hina nýju höll við Grensásveg, sem „Grænmetis- verzlun Landbúnaðarins“ hef- ir nýlega byggt fyrir fé það, sem hún á undanförnum árum beinlínis hefi þ. . . atf reyk- vískum neytendum, og nýlega vígt, með geysimikilli d... En, sem sagt, ég labba mig nú niður í höll þessa, og kvarta um vandræði mín yfir óætum kartöflum. Eg hefi aldrei fyrr á æfinni mætt slíkri algjörri vöntun á mannasiðum sem því, sem mætti mér þama. Ég er útlenzk og hefi því ef til viU ekki fyllilega vald á íslenzkri tungu. En í kring um mig stóður þrír rumir og kjöft uðu hver upp í annan. Að því er mér bezt skildist var allt í bezta lagi, þessar kart- öflur vænu nógu góðar í kjaft-, inn á h . . Reykvíkingum. 5% mætti vera alveg óætt, þetta væri samt fyrsta flokks vara, og verðið samkvæmt því. Þetta átti að vera samkvæmt úrskurði landbúnaðarmálaráð- herra, og mér skildist helzt á þeim, að hann ætti í eigin per- sónu að líta á hvern einstakan kartöflupoka. Að nú samvizkan ekki var sem bezt, sannaðist á því, að þeir þó hundskuðust til þess að láta mig hafa annan kartöflu- poka. En, svo við sleppum öllu gríni: Hvers vegna er aldrei hægt að fá ætar kartöflur hér 1 Reykjavík? Hversvegna er kartöfluframleiðendum leyft, að nota alltof mikinn tilbúinn á- burð, þannig að framleiðsla þeirra verði alltof vatnsborin, og sem sagt óæt? Hversvegan helzt „Grænmet isverzlun landbúnaðarins" það uppi að flytja inn kartöflur, sem aðrar þjóðir ætla til svína fóðurs, selja þær hér á upp- sprengdu verði, og byggja svo hallir fyrir r..? Að síðustu: Hvar eru „Neyt endasamtökin Hvar eru Kven- félögin? Betty Hermannsson“. Velvakandi veit ekki betur en Neytendasamtökin séu alltaf að skammast út af kartöflunum þótt við ramman reip virðist vera að draga. En hvers vegna er ekki hægt að flytja annað grænmeti inn á vetrum en hvít kál, rauðkál og trénaðar trölla gulrætur? ★ „Haförninn“ verði styrktur til siglinga i is Steingrímur Kristinsson á Siglutfirði skrifar þetta bréf um borð í „Haferninum": „Velvakandi góður, eftir að hafa lesið til grunna nokkur gömul Morgunblöð, rakst ég á frétt, þar sem sagt var frá fimm manna nefnd, er kjörin hefði verið á Alþingi, til að athuga hverjar ráðstafanir væru nauðsynlegar til að koma í veg fyrir olíuskort og skort á fleiri nauðsynjum af vöidum hafíss fyrir vestan, norðan og austan land. Mér datt í hug, að það mundi ekki skaða ef Veivakandi vildi vera svo góður að koma á framtfæri hugmyndum, sem komið hatfa fram hér um borð á „Haferninum“, en sem kunn- ugt er, vorum við „tfastir" í hafís fyrir norðan í fimm sól- arhringa. Hér um borð eru menn, sem álíta, að sé vilji og fjármagn fyrir hendi, mundi ekki vera mikil fyrirhöfn að styrkja m/s Haförninn til siglinga í ís, og teljum við, að ekkert íslenzkt skip sé eins vel failið tii slíkra breytinga, bæði vegna sérstaks byggingarlags, út.vortis og inn- vortis, svo og vegna þess að sk'pið er tankskip með atfl- mikla véfl. Hefði skipið í upp- hafi verið styrkt þykfcum stál- plötum að framan, hefði það aldrei stöðvazt í hatfísnum um BLAÐBURÐARFOLK ÓSKAST í eftirtalin hverfi: daginn. Það var aðeinis vegna sjálfsagðrar varfærni skip- stjórans, Sigurðar Þorsteins- sonar, að ekki var haMið áfram í einni lotu. En þrá’tt fyrir alla varfærni, varð ekki komizt hjá því, að nokkrar plötur beygl- uðust á stafni skipsins, sem óhjákvæmilega verður gert við á þassu ári, og geri ég ráð fyrir. þann kostnað, en gæti ekki að trygging skipsins greiði áður um töluð nefnd komið því til leiðar að fá viðkomandi aðilja til að láta útbúa „Haf- örninn" jtil siglinga í is? Um leið fengju íslendingar fyrsta „ísbrjót" sinn, og mikiU hluti íslendinga þyrfti ekki að óttast hafísinn, eins og áðu*r. Það er trú mín og fleiri hér um borð, að fenginni reynsliu, að hefði stefni og kinnungur skipsins verið sterkari, hefði hafísinn, eins og hann var fyrir norðan og austan land, ekki stöðvað okkur. Þökk fyrir birtinguna Steingrímur Kristinsson". tJt og vestur Sigurður Sigurmundsson í Hvítánholti í Hrunamanna- hseppi, skrifar: „Jón HnefiU Aðalsteinsson ræðir í tveimur rabbgreinum „Lesbókar" um málvenjuna „út til íslands" og ,/Utan atf ís- íandi“ og telur hana ranga. Á það skal ekki lagður dómur hér, en haepið er, að hann verði í greinum sínum þess umkom- inn að breyta eða leggja niður málvenju, sem gilt hefur allt frá landnámstíð. En hitt er vel til fundið að hefja um'ræður um miálið, og sá er eflaust eini tilgangur hötfundar. Á einum stað í síðari grein hans stendur: „Ef við 'hyggjum að merkingu orðs'ns út í nútímamáli, kemur í Ijós, að í öllum landshlutum er taiað um að fara út til hafs- ins“. Og síðar segir í greininni: „Það er þvi tómt mál að taila um það á ísiandi í dag, að út merki vestur". Öruggt er, að þessi staðhæf- ing er ekki rétt. Og hlýtur höf. að álykta svo vegna þess, að hann þekkir efcki eða hefur efcki hirt um að kynna sér mál- venj’Ur sunnanlands a okkar dögum, hvað áður nefnt atriði snertir. Hvað táknunin út merkir yfirleitt á Suðurlandi vestur, t. d. Eystri og Ytri-Hreppur, Eystri og Ytri-tunga (Biskups- tungur) Eystri og Ytri-Rangá. Þegar farið er yfir ár er nær því undantekningarlaust sagt út yfir og austur yfir, en ekki vestur. En atftur á móti um bæi, þar sem tvíbýli er, er sagt Austurbær og Vesturbær. Svo rótgróin hefur þessi málvenja verið á Suðurlandi allt frá land námstíð, að sjálfur Njáluhötf- undur gengur gegn henni og kemu'r að því leyti upp um sig, að hann hafi ekki verið Sunn- lendingur. Þótt sagt sé út í Vestmannaeyjar, þá er það ekki áttatáknun heldur er sagt all's staðar á landinu út fjörð, út í eyjar, án þess að um átta- táknun sé að ræða. Hitt er rétt hjá höf., að á Norðurlandi merkir út sama og norður, eða til hafs, en sama gi'Mir ekki um Suðurland. Sigurður Sigurmundsson". ■ft Faðirvorið Steinar Guðmundsson skrifar: „Finnirðu laglegan stein á fjöru, áttu það til að stinga hon- um í vasann og bera hann heim. Smám saman fellur þessi steinn svo inn í hið daglega umhverfi þitt og verður ómiss- andi á sínum stað fyrr en varir. Rispi eimhver steininn þinn eða meðhöndíli hann hirðuleysis- lega kennir þig tíl, eða finnst sem einhver strengur í sálu þinni sé klipinn. Eitbhvað á þann veg varð mér innanbrjósts, þegar ég nú u-m sumarmálin hlustaði á Faðirvorið lesið af presti og sötfnuði í útvarpi. Ég hatfði ósjálfrátt tekið undir, því að þau voru að lesa Faðirvorið mitt. En svo fann ég allt í einu fyrir þessum selbita á eállina, og mig kenndi til. Presturinn og ég vorum ekki að lesa sömu bænina — eða orðuðum hana a.m.k. hvor á sinn máta. Mér fannst 'líka eins og draga niður í samlestri safnaða'r. Það virt- ist koma hik á mannskapinn. Mig sveið, en furðaði þó ekkert sérlega, því að ég hetfi áður rekið mig á, að prestar vilja fara sínar götur efcki síður en aðrir menn, sem til forystu hafa valizt, þótt hins vegar séu þeir titf, sem láta siðvenjur og höfðatöluregluna ráða þegar um fleiri en eina leið er að veilja að sama marki. Þegar ég var barn, var mér hjálpað til að læra Faðirvorið, — og gaman var að lesa það í ótömdum kór í K.F.U.M. Svo týndi ég því. En þegar ég fann það atftur, reyndist það svo ferskt og fínt, að jafnvel sjálf- ur biskupinn notaði það þannig ópuntað. Öll meinum við það sama með Faðirvorinu, etf við þá meinum nokkuð. Við megum því ekki spilla töfrum þess, með því að blanda miáltfegrun inn i gömlu bænina ofcfcar. Það gæti orðið til þess að skyMu- rækni við móðurmiállið rændi okkur þægilegum hversdags- leika Faðirvorsins. Maður á nógu ertfitt samf við að halda huganum kyrrum þessa ör- stuttu bænastund. Hlifum Faðir vorinu. Barnsleg bæn verður hvort eð er að byggja á alls öðru en raunsærri skynsemi. Gleðilegt sumar. Steinar Guðmundsson". atrix verndar Skerjafjörð sunnan flugvallar Talib við afgreiðsluna i sima 10100 fegrar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.