Morgunblaðið - 03.05.1968, Side 28

Morgunblaðið - 03.05.1968, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1968 ---------------------------------- hann ætlaði að tala við þá, fyrr en henni væri sagt það. Þess- vegna ákvað hann að gleyma loforði sínu við Lillu og lagði af stað til Stefánsspítalans. Kaldy hafði útvegað lögreglu bíl og ók honum. Spítalinn var í norðurjaðri borgarinnar, og hann varð að fara margar krókaleiðir, vegna þess, að göt- urnar höfðu verið brotnar upp og rústir og múrbrot þöktu þær margar, og auk þess brenndir strætisvagnar og bílar. Allsstað- ar var kyrrð. Þeir sáu enga lif- andi Rússa og ekki nema fáa dauða. Stefánsspítalinn var húsa- þyrping innan um gömul tré og umlukt af fornlegum múrvegg. Eftir að hafa spurzt fyrir í hin- um ýmsu deildum, fréttu þeir loks hjá konu í skurðlækna- deildinni, að annar tvíburinn hefði dáið fyrir tveim klukku- stundum. Hinn ungi maðurinn var lítið særður og hægt að út- skrifa hann tafarlaust. Konan sendi burðarkarl til þess að ná í þann, sem eftir lifði, meðan Nemetz gekk niður í kjallarann,' þar sem sá dauði var geymdur í illa búnum lík- geymsluklefa. Meira en tylft líka lá þarna. Þau lágu þarna þétt saman á sinkborðum, sem höfðu líklega verið tekin úr matstofunni, og milli þeirra voru lagðar langar klakastengur. Við fætur hvers líks voru miðar með nafni heimilisfangi og bana- meini og dánarstund, eða þá bara „óþekktur maður“ eða „ó- þekkt kona“. Þarna var stein- hljóð að frátöldum lekanum úr ísstöngunum niður á múrgólfið. Loftið var rakt og kalt. Tvær berar ljósaperur vörpuðu gul- leitum, þokukenndum þjarma yf ir líkin. Nemetz fann tvíburann, án þess að þurfa að líta á miðann. Hann hafði klassiskan vanga- svip móður sinnar og granna út- limi. Hann lá þarna nakinn og hafði skyrtuna sína yfir sér, í líkklæðis stað. Þetta var upplit- uð ódýr skyrta með fangamarkið MMM saumað af umhyggjusamri hendi. Einhver hafði lagt vönd af ljósrauðum asters á brjóstið á honum, og tilsýndar leit blóm- ið út eins og opið sár. Þegar Nemetz gekk, nokkrum mínútum síðar, upp á stofuhæð- ina, sá hann, að hann stóð aug- liti til auglitis við unga mann- inn, sem hann var nýskilin við á líkborðinu. Vitanlega var þetta ekk sá sami — ekki Miklos held ur Mihali, í blóðblettóttum frakka. Vinstri handleggurinn á honum var bundinn upp. Hann var ótrúlega líkur tvíburabróð ur sinum. En þó var þarna mun- ur á. Miklos — hinn dáni — hafði verið svo friðsæll á svip- inn, sem bar vott um ánægju, næstum gleði. Mihaly var kval- 47 Verið viss um að það séu VALE Hurðardælur fyrir úti- og innihurðir Nýtízku hurðardælur með marga möguleika J. Þorláksson & Norðmann Bankastræti 11 - Sími 11280 Berklavörn Reykjavík heldur félagsvist laugardaginn 4. maí kl. 8.30 í Danssal Heiðars Ást- valdssonar, Brautarholti 4. Síðasta spilakvöld vetrarins. — Góð verðlaun. 3ja herbergja íbúð um 90 ferm. á jarðhæð við Sporðagrunn til leigu frá 14. maí. — Fyrirframgreiðsla æskileg. —1 Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 6. maí merkt: „5181“. KAUPUM hreinar léreftstuskur (stórar og góöar). prentsmiðjan. HEiMDALLUR F.U.S. KLÚBBFUNDUR verður haldinn í Tjarnarbúð, niðri, laugardaginn 4. maí n.k. kl. 12.30. Cestur fundarins verður Ingólfur Jónsson, samgöngumálaráðherra og rœðir um: SAMCÖNCUMÁL. STJÓRNIN. inn og vesældarlegur útlits og ungu augun þokukennd af harmi. Þegar Nemetz sagði til sín hrökk hann í kút. — Hversvegna létuð þér ekki móður yðar vita, að þér væruð særður? spurði hann, þegar hann hafði kynnt sig. — Hún hefur enga hugmynd haft um, hvar þið voruð og hefur verið svo hrædd. — Bróðir minn er dáinn, sagði Mihaly rólega. Sorg hans var rétt eins og múr, sem ekkert ut- anaðkomandi hljóð gat komizt í gégn um. Nemetz greip í hægra hand- legg hans. — Komið þér með mér Ég skal aka yður heim til móð- ur yðar. Hjúkrunarkonan hefur sagt, að þér væruð nógu hraust ur til að fara. — Bróðir minn er dáinn. end urtók pilturinn. — Ég veit það, sagðiNemetz. — og við verðum að segja móð- ur yðar það. Það verður enginn hægðarleikur. En hún á þó yður eftir og það getur orðið henni huggun. Pilturinn hikaði andartak, en féllst samt á að fara með Nemetz, ef hann mætti fyrst fara niður í kjallarann og kveðja bróður sinn. Afgreiðslukonan sagði, að þetta væri sjálfsagt í tíunda sinn sem hann færi þangað nið- ur, síðan um hádegi. Hann kom aftur náfölur. En ekki grét hann samt. Fyrsta hluta heimferðar- innar sat hann í hnipri í aftur- sætinu. En þegar farið var fram- hjá Palace-hótelinu, færðist líf í hann. — Sjáið þér þakið þarna? Hann benti á fimm hæða hús, handan við götuna. Framhliðin á því vSr farin, svo að það líktist mest neflausu andliti á holdsveikum manni. — Það var þarna, sem við vorum að berjast á miðvikudaginn var. Við vorum einir fimmtán saman — flestir höfðu byssur og skotfæri, mikið af handsprengjum. Þegar við vorum komnir fram á föstudag höfðum við misst helminginn af hópnum og framhliðin af húsinu hrunin. En við héldum áfram. Við höfðum eyðilagt meira en tuttugu skriðdreka. En á laugar- daginn vorum við orðnir skot- færalausir og urðum að fara af þakinu. Um það bil helmingur okkar fór heim til að hafa fata- skipti og fá eitthvað í svanginn. Við hinir vorum líka í þann veginn að fara, þegar einhver Hrúturinn 21. marz — 9. apríl. Forðastu afskipti af málum annarra, sem koma þér ekki bein- línis við, hvort sem um er að ræða ei-nkaimál eða anmað. Leggðu þeim lið, sem æslkja þess, en vertu ekki of fljótur á þér. Nautið 20. apríl — 20. maí Góðir kunnmgjar þínir þurfa á aðstoð þinmi að halda, ef til viM í formi peninga. Þú ættir að reyna að veita hana og munt ekki iðrast þess síðar. Tvíburarnir 21. maí — 20. júní. Þú ættir að vena varkár í orðum i dag ella getur ýmislegt óþægilegt komið fyrir. Láttu aðra um að taka ákvarðanir í dag. Krabbinn 21. júní — 22. júlí. Reyndu að koma þér vei við hitt kynið í dag. Láttu kjafta- sögur um þig sem vind um eyru þjóta. Vertu hekna við í kvöld. Ljónið 23. júlí — 22. ágúst. Það er erfitt fyrir þig að vera eins þagmælslkur og þú þyrftir í dag. Reyndu að vera þolinmóður og bíddu frekari frétta áður en þú afhefst nokkuð ríttækt. Jómfrúin 23. ágúst — 22. september. Gamlir vinir hafa áhuga á að ritfja upp fyrri kynni. Þú ættir að hugsa þig vandlega um, áður en þú tekur upp verulegan samgang við þá aftur. Vogin 23. september — 22. október. Peningar virðast streyma tiil þín úr öllum áttum í dag. Þú ert oft kaldur og hranalegur í framkomu og fælir otft fró þér hitt kynið. Drekinn 23. október — 21. nóvember. Þú ert erfiður i skapi í dag og umhverfi þínu hin mesta raun. Gerðu engar fij ótfærn islegar lögfræðilegar ráðstafainir. Bogmaðurinh 22. nóvember — 21. desember. Ýmsir virðast leggja annað upp úr orðum þinum en þú ætlast til. Farðu í leikhús í kvöld með gömlurn vinum, sem þú hefur ekki hitt lengi. Steingeitin 22. nóvember — 21. desember. Ættingjar þínir eru með lieiðindaþras í dag og gera þér lítfið reglulega hvimleitt. Þolinmæði þin og umburðarlyndi munu hjálpa þér til að taka óþæginidunum með stillingu Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar. Þú heíur tillhneigingu til að viija ráska með fólk, og getir þú ekki losað þig við þessa kennd ættirðu að minnsta kosti að fara betur með hana. Fiskarnir 19. febrúar — 20. marz. Einhver leiðindi á heimilinu, ósamikomulag við maka eða böm, og skaltu gera þér ljóst, að sökin gæti tfultt eins verið þín.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.