Morgunblaðið - 16.05.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.05.1968, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1968. 4 t * -f==*atUU£/GAM Rauðarárstíg 31 S'imi 22-0-22 fVlAGIMÚSAR fSKIPHOLTl21 SÍMAR 21190 eftir lokun slmi 403S1 « ^8ÍH' I-44-44 mnwBifí /Bo&aéeigO' Hverfisgötn 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 11—13. Hagstætt leigugjald Sím/14970 Eftir lokun 14970 e8a 81746 SigurSur Jónsson. BÍLALEIGAN - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. BÍLALEIGAN AKBRAIJT NÝIR VW 1300 SENDUM SÍMI 82347 Skolphreinsun Losa um stífluð niSurfalls rör. Niðursetningu á brunn- um. — Smáviðgerðir. Vanir menn. Sótthreinsum að verki loknu. — Sími 23146. BfLAR Rambler Ambassador, árg. ’66, ekinn 6 þús. km, 6 cyl., beinskiptur, ó- venjul. glaesileigur bíll. Toyota Corona, áng ’66. Volkswagen 1500, árg. ’63, mjög gcður. Mercedes-Benz 220, áng. ’60, einkabíU. Zodiac einikabíll ’60. Volkswagen station, árg. ’63. Cortina, áng. ’66, góður bíll. Opel Record, árg. ’65, fallegur bíll. Taunus 17M, árg. ’67. Mercedes-Benz 190, árg ’63 mjög góður bíll. Commer og Volkswagen sendibílar. bilaaoila GUÐMUN DAR Beri>4ru*»tu 3. Simxr 19032, 20070. ★ Viðey „Kæri Velvakandi! Nú, þegar Reykjavíkurborg er búin að eignast hluta af Við ey, langar mig til að koma smá hugdettu á framfæri. Ég fór síðast út í Viðey I hitteðfyrra, og þar var ljótt um að litast. Spýtnarusl, vír- druslur, gömul föt og yfirleitt allt var þarna á einum stað, sem mátti vera til að óprýða einn stað. Það er nefnilega ekki nóg að segja við gesti, sem til Reykjavíkur koma, hvort heldur eru innlendir eða erlendir: Þarna er hinn frægi staður, Viðey. Því miður get- um við ekki farið þangað út, okkur vantar bát. Viðey á sína sögu og hana ekki ómerka, allt frá þeim tíma, er klaustur var þar, þang að til stórútgerð var þar, en eftir að útgerðin lagðist niður, tók að hraka í sögulegu tilliti eyjarinnar. Hvernig væri nú að fá nokkra kennara til að stjóma vinnuhópum unglinga til þess að hreinsa allt rusl, sem ekki á þarna heima. Það er sko ekki nóg að vera í hreinum flíkum, ef kroppurinn er óhreinn. Því vita skulum við það, að það er fallegt að líta út til Viðeyjar, en líka er fallegt að líta frá Viðey. Nú, hvað á gera við Viðeyj- arstofu? Það á að gera hana eins vel úr garði og unnt er, síðan ætti að gera hana að sjóminjasafni, og flytja ætti gamla sjóbúð vestan úr Bolungarvík og koma henni fyrir aftur út í Viðey. Ekki ætti að byggja brú frá landi út, það væri meira gam- an að fara á báti til að líta á safnið. Sýnum Viðey þann sóma, sem hún á skilið. Mörg örnefni eru þar ,sem ætti að skrifa upp, og helzt sögu staðarins. Látum hendur standa fram úr ermum og hrindum þessu í framkvæmd, byrjum strax, þá verður þetta fyrr að veruleika. Bangsi“. ^Ar Laugin í Breiða- gerðisskóla „Kæri Velvakandi! Mig minnir, að einhvern tíma hafi komið til tals að nota laugina í Breiðagerðis- skóla í þágu íbúa hverfisms (Bústaða- og Smáíbúðahv.) á sumrin: Þetta er alveg ágætis hug- mynd, og langar mig að vita, hvers vegna þessu hefur ekki verið hrint í framkvæmd enn- þá. Kostnaður í sambandi við þetta getur varla verið svo gíf- urlegur, þegar allir borga ofan í. Laugin er að visu ekki stór, en það mætti skipta deginum og leyfa vissum aldursflokk- um aðgang í einu, og gleyma ekki foreldrunum, nú á öld barna og unglinga. Ég er viss um, að margir yrðu þakklátir, og þá ekki sízt þeir, sem verða að stunda böð vegna gigtar eða vöðvabólgu. Ef einhverjum kynni að þykja þetta heimtufrekja, vil ég benda á, að þetta hverfi hef- ur í gamni stundum verið kall að „gleymda hverfið", og seg- ir það sína sögu. T.d. máttum við bíða svo árum skipti eftir hitaveitunni, á meðan yngri hverfi hrepptu það hnoss. Starfsemi barnaleikskóla var tekin upp í vetur, enda þótt bygging undir slíka starfsemi hafi verið fyrir hendi í all mörg ár ,en verið notuð undir barnaskóla fram að þessu, það vantar víða biðskýli, þar sem strætisvagnar stanza, t.d. á þeirri stóru stöð Sogav.-Tungu v. Malbikun á götum sígur hægt austurúr.en hvergi ból- ar á gangstéttum. Já, ég skal fúslega játa, að það er ekki hægt að sinna öllu strax, sem kallar að, en þá vil ég víkja aftur að lauginni; hún er fyrir hendi, og því ekki að nota hana eins og hægt er? Kannske myndu núverandi sundkennarar skólans vilja verða laugarverðir á sumrin. Ég óska eftir svari. Gigtveik kona“. 'A' Nýja myntin „Kæri Velvakandi! Vissulega er löngu orðið tímabært að taka 5, 10 og 25 krónu mynt í notkun. Gerð 10-krónu peninganna nýju hlýtur að vekja óánægju. Málmblandan er ókennileg, myntin óásjáleg, frágangur lé- legur (skjaldarmerkið horn- skakkt). Er orðið of seint að bræða þessa ómynd og til að láta okk ur eignast mynt, sem hægt er að bera virðingu fyrir og sem skemmir ekki álit þjóðarinnar og gjaldmiðils hennar út á við? Eða erum við að missa alla sjálfsvirðingu? Haraidur Ómar Vilhelmsson". Óskum eftir að taka á leigu 2ja — 4ra herb. íbúð fyrir starfsmann okkar. DÓSAGERÐIN H.F., sími 12085, ÍBÚÐ 3ja—4ra herb. íbúð óskast til leigu í Hafnarfirði eða Garðahreppi fyrir erlendan verkfræðing. Upplýsingar í síma 52438, í dag og næstu daga. Hochtief-véltækni, Straumsvík. SÖLUBÖRN LITAVER Pilkington4s tiles postulínsveggflísar GREHSASVEB 22- » Stærðir 11x11, 7y2xl5 og 15x15 SIMAR: 30280-32262 cm. Mikið úrval ■— Gott verð. Blað unga fólksins. UNGA FÓLKIÐ kemur út í dag. Afgreiðsla er að Vesturgötu 17, 2. hæð, símar 84520 og 84521. GÓÐ SÖLULAUIM Samtök ungra stuðningsmanna Gunnars Thoroddsen. VITIÐ ÞÉR ★ að úrvalið af svefnherbergishúsgögnum er lang- samlega mest í Húsgagnahöllinni. ★ Yfir 20 misn-iunandi tegnndir af rúmum úr tekki eða eik, álmi, aski eða máluð hvít. ★ Við bjóðum viðskiptavinum vorum lægra verð, betri viðskiptakjör og meiri vörugæði en almennt tíðkast. 4 «^4scjc«cjr>c5i í-»öllir» T ib mi Sími-22900 Laugaveg 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.