Morgunblaðið - 16.05.1968, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.05.1968, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1968. Aðalfundur Aðalfundur Hlaðs h.f., verður haldinn á Hótel Sögu í kvöld fimmtudag 16. maí kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Onnur mál, STJÓRNIN. DELTA SÖLUFÓLK óskast tií sölu á happdrættismiðum Reykjavíkur- deildar Rauða Kross íslands. Sími 10093. Hótelskipið Víkingur (Hótelhúsið) áður staðsett á Snæfellsnesi er til sölu sundurtekið, eins og nú er, eða uppsett — allt eftir samkomulagi. Sérstaklega hentugt sem gistihús í fögru umhverfi, einkum fyrir veiðimenn. Hag- kvæmt verð og greiðsluskilmálar, ef samið er strax. Upplýsingar gefur Málaflutningsskrifstofa Páls S. Pálssonar, Bergstaðastræti 14, Reykjavík, símar 24200 eða 23962. Víðimel 64. Símar 15104 og 15146. Höfum fyrirliggjandi 12” hjólsög. Hagstætt verð. Útvegum fjölbreyttasta úrval af trésmíðavélum. Tökum fram í dag mikinn fjölda af fágætum G. ÞORSTEINSSQN 8 JOHNSON H.F. Ármúla 1 - Grjótagötu 7 Simi 2-42-50 útfararminningum, œvisögum og minningarritum (einstaklinga og félaga). ^vióóneóhar IL uóóur GLUGGINN Laugavegi 49. ATHUCIÐ að daglega koma margar bœkur á markaÖinn og af hverri bók er aðeins eitt eintak. IMILSOL sólgleraugu Hin heimsþekktu ítölsku NILSOL- sólgleraugu í miklu úrvali. — Tízku-sólgleraugu — — Polarized-sólgleraugu — — Klassísk-sólgleraugu — Afgreidd samdægurs, hvert á land sem er. Heildsölubirgðir: Ármúla 7 — Símar 15583 — 82540. - FÓRNAR Framh. af bls. 16 kommúnisti í a.m.k. 50 ár. Þegtir hann var ungur mað- ur, ferðaðist hann víða um heim og kynntist helztu spá- mönnum hreyfingarinnar á þeim tímum. Hann var af þeirri tegund kommúnista á byltingartímum, sem lýsa að vísu yfir trú sinni á ákve'ðn- ar kennisetningar, en neita að vera bundnir af kreddum. Hann var sonur aðalsmanns, sem bjó í þorpi í Annam og var ákafur þjóðernissinni og hataði frönsku nýlendustjórn- ina. Ef til vill greip Ho I fyrstu til kommúnisma vegna þess að honum þætti þjóðern- isstefnu sinni þannig bezt þjónað á þeim tíma. Ef til vill hefði hann aðeins orðið þjóð- ernissinnaður kommúnisti, ef byltingu hans hefði tekizt a'ð ná öllu Víetnam undir sig. Nú, þegar Ho er 78 ára gamall, þá er það mögulegt, að Ameríkumenn og aðrir ætli honum meira vald en hann hefur í raun og veru. En eftir öllum sólarmerkjum að dæma, hefur Ho enn geysileg áhrif í Norður-Víet- nam, hann er foringi þjóðar- innar og baráttutákn. Ef Norður-Víetnamar hyggja á einhvern konar frið við Bandaríkjamenn og Suð- ur-Víetnama, þá er líklegt að ráð Ho Chi Minhs verði þung á metaskálunum vi'ð áikvörð- un þess máls, hvort sem ald- ur hans leyfir honum að stýra öllum daglegum rekstri ríkis hans, sem nú er 14 ára gam- alt. Ef Norður-Víetnamar velja friðarleiðina að ráði Hos, þá yrði sú ákvörðun á kostnað æðsta draums lífs hans, — sem er að Víetnam verði eitt riki. Ef til vill verða Norður- og Suður-Víetnam einhverntíma sameinuð. En fari svo, að frið- ur verði saminn á þessu stigi málsins, er ólíklegt að Ho Chi Minh muni lifa það að sjá eina þjóð í Víetnam. (AP-grein, eftir William L. Ryan). — Um landbætur Framh. af bls. 18 sem vilja gera þetta land að betra landi, taki höndum saman og reyni að styðja alla upp- græðslu, hvort sem hún nefnist skógrækt, landgræðsla, sand- græðsla eða annað. Reyni að sam eina kraftana í stað þess að sundra þeim. Láta skynsemina ráða í stað nágrannakritar og af vegaleiddrar tilfinningasemi. Beita þeirri ræktun á hverjum stað, sem til mests árangur leið ir. Eyðing landsins af völdum aldalangrar rányrkju er meira al vörumál en við gerum okkur grein fyrir í fljótu bragði. Það er hollt að líta til hinna fornu stórvelda, Grikklands og Spán- ar. Þar hefur orðið mikil land- eyðing á undangengnum óldum. Samtímis hefur þessum þjóðum hnignað efnahagslega svo þau teljast ekki lengur meðal fremstu ríkja. Ætli geti ekki verið samband milli þessarra tveggja atriða. Væri okkur ekki hollt að hugleiða þetta í ein- lægni, næst þegar við sjáum sauðahjarðirnar standa í svelti við afréttargirðingarnar á út- hallandi sumri, en uppblásturs- mekkirnir rísa við loft og valda myrkri um miðjan dag í sveitum landsins. Halldór Jónsson, verkfr. AUGLYSINGAR SÍMI 22.4‘SO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.