Morgunblaðið - 16.05.1968, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.05.1968, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MAI 196«. Stúdentar tefla erlendis |gg|ggf|g||||M| Ráðgert að senda sveit til keppni á Heimsmeistaramót stúdenta í Austurríki STÚDENTAFÉLAG Háskóla ís- Jands hefur í hyggju að senda sveit til keppni á 15. Heims- meistaramót stúdenta i skák, sem verður haldið 13.—31. júlí í sum- ar í austurríska bænum Ybbs við Dóná, um 100 km vestur af Vínarborg. Af fjárhagsástæðum er fyrir- hugað að senda aðeins fimm keppendur að þessu sinsni og hafa eftirtaldir stúdentar verið vald- ir til fararinnar: 1. Guðmundur Sigurjónsson, Isl andsmeistari í skák 1965 og 1968. Hann var í islenzku sveit- inni á Heimsmeistaramóti stúd- enta i Harrachov á síðasta ári og tefldi á Ólympíumótinu á Kú- bu 1966. A Heimsmeistaramóti ungiinga í ísrael í fyrra varð hann efstur í B-flokki. í ungl- ingakeppni Norðurlanda og Sov- étríkja 1966 tefldi hann á 1. borði og hliaut 1,5 v. úr tveixnur skák- um. 2. Ha.ukuir Angantýsson, sem varð í öðru sæti á skákþingi íslands í ár, næstux Guðmundi. Hann hefur fjórum sinnum teflt i landsliðstflokki á Skákþingi fs- lands. Hanin tefldi í unglinga- keppni Norðurlianda og Sovét- ríkja 1966 og fékk 1 v. úr tveim- ur skákum. 3. Bragi Kristjánsson, núver- andi skákmeistari Reykjavíkur. Hamn hefur tvisvar áður teflt á Hjeimsmeistaramóti stúdenta og keppt fimm sinnum í landsliðs- flokki. Hann tók þátt i Heims- meistanamóti unglinga 1963 í Jú- góslavíu og Ólympíumótinu i Tel Aviv 1964. 4. Trausti Bjömsson, sem var fyrirliði stúdentasveitarinnar ‘66 og 1967 og tefldi á fyrsta borði í bæði skiptin. Hamn teffldi á 2. borði á Ólympíumótinu 1964 og — Norðurlandamenn Framh. af bls. 17 Norðurlandanna vera á sviði menningarmála? Hann: — Það gæti nú reynd ar verið meira lifandi. En þó þykir mér, þegar allt kemur til alls, að norræn samkennd fari vaxandi. Ég held, að norrænu félögin fá miklu til leiðar komið. Hún: — í>að ætti sennilega að samræma skólakerfin á Norður- löndum betur. Hann: — Og Finnland og fs- land mega ekki verða utangátta f þessari starfsemi. — Þér hafið skrifað um ís- lenzka nútímaljóðlist í Syd- svenska Dagbladet, segi ég við eiginmanninn. — Já, ég hef mikinn áhuga á henni. f mörg ár hef ég haft geysilega löngun til að heim- sækja bæði Færeyjar og fsland. Tengdafaðir minn, próféssor Per Wieselgren, þýddi reyndar einu sinni Egilssögu og reyndi að sanna að Snorri hefði ekki skrif að hana. Síðar hefur Peter HaM- berg reynt að sanna, að Snorri sé höfundurinn. Ég vil minna á það, að Strindberg lagði til ’ á sínum tíma, að íslenzka yrði gerð að valgrein í skólum ásamt latínu. Ég held, að hún hafi ver ið gerð að valgrein við norska menntaskóla fyrir nokkrum ár- um. En eigi almenningur að geta lesið íslenzkar bókmenntir, þá er nauðsynlegt að þýða þær. Og þetta á ekki síður við um finnsku. Hver á að standa und- ir kostnaði af þýðingum og út- gáfu bóka, þegar salan er ekki nægilega trygg? — Þér eigið þá við, að menn- ingairtengzl Norðurlanda eigi að vera stjórnmálalegt brautryðj- endastarf? — Já, hiklaust. Þar er ekki um neitt að ræða, sem gefur skjótan fjárhagslegan ágóða. Þó er mönnum svo augljós hagur að slíku lifandi sambandi, að óþarfi er að rekja í smáatriðum. Dan- ir og Svíar vita alltof lítið hvor ir um aðra. Og um ísland og Finnland vita þeir næstum ekk- ert. — Eruð þér fyrirmynd að mörgu í skáldskap eiginmanns yðar? spyr ég frúna. — f skáldsögunum hetfur hann fengið að iáni ýmislegt frá mér. Fyrsta bókin hans, árið 1956, var ljóðasafn. Þegaa- ljóð- in voru ort, var ég ekki enn komin í spilið. — Úr því að við tölum um bækur, segi ég, vitið þið hvort enlurminningar Anders Öster- ling eru komnar út í Stokk- hólmi? Hann: — Bókin hlýtur að vera um það bil að koma út. En hann er héma hjá okkur. Við getum heyrt, hvað hann segir. — Er dr. Österling héma í Hömsholm? Nú þá ætla ég svei mér að hafa viðtal við hann, hrópa ég upp yfir mig. — Við eigum hann á hljóm- plötu, segir dr. Swahn og bros- ir. Nú skuhim við hiusita. Haustmyrkrið er að leggjast yfir. Dálítið loðinni röddu, sem hæfir húminu á þessu haust- kvöldi, les hið stórkostlega, særnska ljóðskáld um vepjurnar, sem hefja harmaraustir sínar yf- ir skánska strandlendinu og tákna hina óendanlegu angur- værð í huga skáldsins. Allt er hljótt. En eftir nokkra stund vil'l hinn fjögurra mánaða gamli Ragnar leggja orð í belg. Þá segir faðir hans ákveðinn: — Þögn þegar Anders tal'ar! Og aftur verður hljóð í stof- unni, meðan Anders Ósterling lies hið sígilda kvæði sitt um Ales steinana, skipiaga steinhleðsJ- una á graslendinu milli Ystad og Simrishamn. Skip siglir fram- hjá úti á Eystrasalti, steinskip- ið stendur óhagganlegt og kjrrrt, — söngur lævirkjanna og þyt- ur hinna mörgu sumra Skánar óma lifandi i kvæðinu, túlkuðu af dálítið loðróma röddu skálcls- ins: Kringum skip og skipslaga stein raðir glitrar freyðandi báruskúmið, mörgþúsund ára og mörgþúsund mílur, og tíminn og rúmið skiptast á kveðjum í hreyfingum seglanna og hvíld blokkamna, og úthatfirm stráir blómum sín- um kringum hin öldnu steinskip, söngur lævirkjans hljóðnar og siimur Skáneyjar kveðja. \il kaupa 2ja til 3ja herb. íbúð tilbúna undir tréverk. Sími 24550. hlaut þar 70% vinniniga. Hann hefur nokkrum sinnum teflt í landsliðsflokkL 5. Jón Hálfd'ániarson, sem hetf- ur m.a. tvisvar veirið í fremstu röð á Skákþingi íslands. Hamn ók þátt í Heimsmeistaramóti ungl iniga í Barcelona árið 1965. ) Það er engin óhófleg bjart- sýni að telja, að sveit skipnið 0'antöldum skákmönnum geti náð óvenjulangt á Heimsmeistaramóti stúdenta og orðið þannig landi sínu til sórna. í hópi stúdenta eru margir f'leiri skákmenn, sem standa nærri úrvalsliðinu, svo sem Jón Þ. Þór, sem hefur tvisvar teflt á Heimsmeistairamóti stúdenta við góðan orðstír og tviisvar í lands- liðsflokki, Björgvin Viglumdssom sem hefur eirru sinmi teflt í lamds l’iðsflokki og varð þá í 2.—3. saeti, Andrés Fjeldsted, seon hef- ur unnið sér rétt til þátttöku í alþjóðlega mótinu í Reykjavík í vor, Bjöm Theódárs®om og Jón Friðjónisison. Heimsmót stúdenta haía verið haildin árlega síðan 1952. Fyrsta mótið var keppni einstaklinga og haldið í Liverpool. Þar sigr- uðu Rússamir Bromstein og Ta- imanov. Árið etftir var tekin upp sveitakeppni með núverandi smiði Þá var mótið haldið í Brussel með þátittöku 8 sveita. íslemzkir stúdemtar tóbu þátt í því móti og urðu í 3.—4. sæti. Þess verð- ur að geta, að emgar Austur- Evrópuþjóðir sendu keppemdur í það simm. Fyrstu tvö mótin netfndust Heimsmót, en núveramdi niafn var tekið upp í Osiló árið 1954. Heimameistaramóf stúdemta var haldið í Rv.k árið 1957 og kom þá hingað margt ungra manna sem urðu víða frægir um saðir. Þar má nefna Sovétmenmiina Tal, Spasski, Polugajevski, Suetin og Bragi Kristjánsson, Haukur Anga ntýsson og Guðmundur Sigurjóns son. (Ljósm.: Mbl. Sv. Þorm.). Gipslis, og sem vænta má sigr- uðu þeir með nokkrum yfirburð- um. Frá Dammörku kom Larsen meðal amnarra, Lombairdy frá Bamdaríkjunium, Bemikö og Por- tiisch frá Umgverjalamdi og Filip frá Tékkódlóvakíu. Þátttökusveit ir voru 14 og varð ístemzka sveit in í miðjum hópi. Á þessum ár- um voru fremstu skákmemn stú- denta þeir Friðrik Ólafssom, Guð mundur Pálmason, Ingvar Ás- mundsson og Þórir Óliafsson. Árin 1959—1963 voru fslemding ar ekki meðal þátttakenda í | Heimsimeisitariamótum stúdemta, I en í Krakow tefldu þeir árið I 1964, í Örehro árið 1966 og í Harr achov í Tékkóslóvakíu í fyma, þar sem íslenzka sveitin varð þriðja í B-fíokki. Síðastliðið haust var stofnað Taflfélag stúdenta, undir vernd- arvæng Stúdentaféliags Háskóða ísliands. Undirbúning vænitamtegr air utanferðar annast S.H.f. með situðningi Skáksambands ísilamds. Félagið hefur sótt um styrk tál ferðarinm'ar til ýmissa aðiia og hafa forystumenm þess góða von um undirtektir. Fjöldi þátttökuþjóða í Heims- meista.ramóti stúdemta hefur-auk- izt mjög frá upphafi og síðustu ár hafa jafnan keppt þar um eða yfir 20 sveitir. Keflvikingar gefa blóð. — Ljósm. Heimir Stígsson. Blóðsöfnun í Keflavík — INIýtt landsmet í aðsókn KEFLAVÍK — Blóðtökubíll Rauða kross íslands kom nýlega. Björgunarsveitin „Stakkur" annaðist alla skipulagningu og undirbúning, ásamt Rauðakross- deild Keflavíkur. Blóðtökubíllinn kom nokkru fyrir hádegi og hafði stjórn Björgunarsveitarinnar þá skipu- lagt aðsókn blóðgjafar bæði inn- an sveitarinnar sjálfrar og meðal starfshópa og einstaklinga. AIls mættu til blóðgjafar um 100 manns, en af ýmsum ástæðum var blóð tekið úr 80 manns, sem svarar til 40 lítra af blóði, ýmissa tegunda, sem leggst nú inn í Blóð bankann. Starfsfólk blóðtöku- bílsins var mjög ánægt með allt skipulag og undirbúning og taldi þetta vera algjört heimsmet á einum degi og á einum stað. Um síðustu áramót var blóð- tókubíllinn einnig í Keflavík með mjög góðum árangri. Björg- unarsveitin hefur í hyggju að halda þessari starfsemi áfram, að minnsta kosti einu sinni á ári eða í náinni samvinnu við Rauða krossinn og Blóðbankann. Björgunarsveitin Stakkur er tiltölulega nýstofnuð og skipa hana 35 menn úr Keflavík og Njarðvíkum. Að sveitinni standa ýmis félög og einstaklingar. Atf félögum má nefna „Hringfara“, (það eru ferðafélagar sem sér- staklega ferðast um öræfi, fjöll og firnindi landsins). Þá skáta- félagið og ýmsir einstaklingar, sem áhuga hafa á hjálparþjón- ustu og eiga heimangengt til starfs hvenær sem er. Sveitar- foringi er Garðar Sigurðsson, kaupmaður, aðstoðarsveitarfor- ingjar eru Herbert Árnason, lög- regluvarðstj., Ellert Skúlason, Njarðvíkum, Jón Tómasson sim- stjóri er ritari og Heimir Stígs- son ljósmyndari, gjaldkeri. Björg unarsveitin vinnur nú að því að afla sér tækja og útbúnaðar, sem nauðsynlegur er við leitir og ýmsa aðra þjónustu bæði á landi og við sjó. — KG.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.