Morgunblaðið - 16.05.1968, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.05.1968, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 196«. GunnarErlendsson frá Helluvaði — Minning „Vertu dyggur, trúr og tryggur, tungu geymdu þina, við emgan styggur né í orðum hryggur, athuga ræðu mína“. ÞESSI orð trúarskál dsins mikla HaHgríms Péturasonar, koma mér í huga, er ég nú á kveðju stundu minnist frænda míns: Gunnars Erlendssonar frá HéHki vaði. Allt lífsviðhorf hans og starf einkenndist einmitt af þess um orðum HaBgríms og því, er minningin um Gunnar svo hug- ljúf öllum þeim, er kynntust þessum velgerða og heilsteypta marmi. AHs staðar þar sem leið- ir hans lágu ílutti hann með sér hlýju og göfgi þess manns, sem framar öðru helgaði sér þvi, að vera öðrum leiðarljós og sanmur vinur í blíðu, sem striðu. Gunnar Erlendsson var fædd- ur á Hlíðaremda í Fljótshlíð 3. júlí 1894. Sonur hjónanna: Mar- grétar Guðmundsdóttur og Er- lendar Erlendssonar er þar bjuggu. Hann var næst yngstur átta systkina er upp komust, en nú eru aðeins tvö þeirra á lífi: Ragnheiður búsett í Reykja- vík og Guðmundur á NúpL Strax á imga aldri ávann Gtmnar sér almenningsorð fyrir hjálpfýsi og dugnað, en þó ekki síður fyrir glaðværð og hressi- llegt viðmót. Hvar sem hann kom var hann hrókur allls fagnaðar og kunni vel að gera að gamni sínu án þess, að því fylgdi nokkru sinni rætni eða sMkt gaman væri gert á kostnað ann arra. Þessi hugljúfa gamansemi fylgdi honum alla tíð og er ég sá hann síðast tveimur dögum fyrir andlátið, þá sárþjáðan á sjúkrahúsi, var hann léttur í lund og lét huganm reika með gamanyrði á vör til löngu lið- inna atburða. Slíkt var sálar- þrek þessa manns í sárri neyð til síðustu stundar. Eins og títt var hjá tmgum mönnum á aldurskeiði hans, þá kalliaði hörð lífsbarátta hann til erfiðra starfa strax á unga allrL Gunnar kynntist erfiðisvinnu bæði til lands og sjávar og hlífði sér hvergi enda harðdug- legur að hverju sem hann gekk. Það hefur oft verið sagt og það með sanni, að með dugnaði sín- um og harðfylgi hafi aldamóta- kynálóðin lagt grundvöllinn und ir þá velmegun, sem við búum við í dag auk þeas sem segja má að hún hafi leitt frelsisbaráttu þjóðarinnar til lykta. Gunnar var góður fulltrúi þessarar kynslóðar, sem vann hörðum höndum til að búa í haginn fyrir komandi kynslóð og skapa með því betra ísland með stórauknum framförum á öllum sviðum. Þessi kynslóð gerði fyrst og fremst kröfur til sjálfrar sín, sen krafðist minna af öðrum enda sýna verkin merkin. Gunnar giftist ungur frænd- konu sinni: Kristínu Kristjáns- dóttur frá Auraseli í Fljótshlíð. Hafði hún verið gift áður, en misst mann sinn úr berklum frá tveimur komungum dætrum, sem Gunnar gekk í föður stað. t Móðir okkar og tengdamóðir, Sigurlaug Jónasdóttir frá Hróarsdal, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju laugardaginn 18. maí kl. 10.30 f.h. 1 Kristján Theodórsson Þórdís Aðalbjörnsdóttir Anna Theodórsdóttir Zophonías Jónsson Elisabet Theodórsdóttir Rögnvaldur Bjarnason Hjálmar Theodórsson Stefanía Jónsdóttir. Þau hófu búskap í Vestmanna- eyjum, en bjuggu þar aðeins lít- inn tíma, en festu svo kaup á Helluvaði á Rangárvöllum og bjuggu þar samfleytt í 22 ár. Helluvaðið var talin ein af betri jörðunum á Rangárvöllum og þó víðar væri leitað. Var það því mikið átak fyrir ung og fá- tæk hjón að ráðast í kaup á jörðinni. En báðum var þeim áræði i blóð borið samfara dugn aði og hagsýni enda tókst þeim vel að yfirstíga byrjunar erfið- leika og búnaðist brátt vel og komust fljótt í góð efni á þeirra tíma mælikvarða Mjög gest- kvæmt var oft á heimili þeirra hjóna enda voru þau bæði sér- staklega elskuleg heim að sækja og frjálslegt viðmót og sönn gest risni mætti þar öllum er að garði bar. Gunnar var í eðli sínu mjög félagslyndur eins og áður er sagt. Hann tók virkan þátt í starfi ungmennafélaganna, er hann var ungur og síðar lét hann sig félagsmál stéttar sinn- ar, bændastéttarinnar mjög til sin taka. Hann var í f jölda mörg ár í hreppsnefnd Rangárvalla- hrepps gegndi ýmsum trún- aðarstörfum fyrir Sláturfélag Suðurlands og kaupfélagið Þór á Hellu. Alls staðar þótti hann tillögugóður og hélt jafnan fast á rétti stéttar sinnar en af fullri sanngimi og vildi aldrei að geng ið væri á rétt og hagsmuni ann- arra stétta. Lífsskoðun hans var sú, að bezt væri að einstakar stéttir og starfshópar ynnu sam- an að því, hver á sinn hátt, að bæta aðstöðu og kjör stéttar sinnar með hagsmuni allrar þjóð arinnar fyrir augum. Þetta sjónarmið hans kom vel í Ijós, er hann fluttist til Reykja- víkur og var þá um tíma félagi í Verkamannafélaginu Dags- brún. Félagslyndi Gunnars knúði hann eins og fyrr til þátttöku í starfi þess félags, og tók hann oft þátt í umræðum á fundum félagsins og eins og fyrr hlustuðu menn á mál hans, vegna þess að þeir fundu, að þar fór maður, sem hafði boð- skap fram að færa og talaði af hjartans sannfæringu fyrir þvi, sem hann taldi til heilla horfa. Allir þeir, sem til Gunnars heyrðu á fundum eru sammála um það, að hann átti sérstak- lega gott með að tjá hugsanir sínar og að málflutningur hans hafði mikil áhrif, vegna þess sannfæringarkrafts sem fylgdi orðum hans. Og ég hefi sjald- an heyrt betri tækifærisræður fluttar, en af honum, við ýmiss t Jarðarför Jóns Þorsteinssonar, Holtsmúla, Landsveit, fer fram laugardaginn 18. maí og hefst með bæn að heimili hans kl. 1. Jarðsett verður að Skarði kl. 2,30. Ferð frá Umferðarmið- stöðinni kl. 9,30. Börn og aðrir vandamenn. tækifæri. Vegna heilsuleysis konu sinn- ar varð Gunnar að bregða búi árið 1944 og fluttist þá til Reykja vikur til þess, að hún mætti njóta betri og meiri læknishjálp ar, en eftir langvarandi heilsu- brest andaðist hún 1958. Litlu síðar dó stjúpdóttir hans Aðal- björg og var missir þeirra beggja honum vissulega mikil raun, en eins og jafnan bar hann harm sinn í hljóði og hélt sama viðmótinu og honum var jafnan lagið. Gunnar og Kristín áttu tvö böm: Hildigunni og Jónas, en hjá Jónasi syni sínum vann hann síðustu árin við verzlunarstörf. Þau fylgja h onum nú siðustu sporin ásamt kjördóttur hans Sylviu, sem hann gekk í föð- urstað og reyndist sem besti fað- ir allt sitt líf. Sorg þeirra er mik il, en huggun má þeim vera að því, að hafa átt föður, sem fáum var öðrum líkur sakir mannkosta og góðleiks og líf hans og starf verður þeim ábyggilega fagurt fordæmi á óförnum æfileiðum. Að leiðarlokum hugsa ég til systkina Gunnars, er eftir lifa af þeim glaðværa systkina hópi, er ólst upp á Hlíðarenda. Ölí þessi systkini brutu sér braut og hafa skilið eftir sig ljúfar minn- ingar hjá samferðarfólkinu. Það er trú min, að þessi systkina- hópur muni sameinast á ný handan grafar og dauða í birtu eilífs ljóss. Ég kveð Gunnar frænda minn með miklum söknuði, en um leið einlægu þakklæti fyrir þær ó- gleymanlegu ánægjustundir, sem ég og fjölskylda mín áttu oft með honum. Ég minnist þess er hann kom að Hlíðarenda í seinni tíð og við vorum þar á stundum saman báðir. Ég man eftir því, er hann gekk einn á þá staði, er hann hafði, sem barn leikið sér eða hann horfði af haugi Gunnars yfir blómum skreytta Fljótshlíðina til hafsins í f jarlægð. Nú hefur Gunnar farið yfir hafið mikla. Hafið sem við öll eigum eftir að fara yfir og við í trúnni á Krist treystum, að fyrir handan það sé önnur og fegurri strönd, þar sem við eig- um eftir að sjást á ný. Gunnar Helgason. Kveffja frá ástvinum. Á hinztu stund við þökkum þínar gjafir og þrotlaust starf, sem nú er lokið hér. Við dauðann ráða engin tökné Páll Bjarnason fyrrv. bifreiðastj. á Blönduósi í vetrarhörkunum síðast í febr- úar í vetur, bárust okkur hing- að suður þær sorgarfréttir að Páll Bjarnason, fyrv. bifreiða- stjóri á Blönduósi hefði látizt á sjúkrahúsinu þar, eftir fjögurra daga legu. Þótti okkur vinum hans og frændum hér syðra að frétt þessi væri slæm viðbót við sífelldar fréttir um stórflóð, snjóalög og harðviðri þessa síð- ustu daga febr. og fyrstu daga marz. Voru af þeim sökum all- ar leiðir taldar ófærar, svo eng- inn af frændfólki hans gat kom- izt norður til þess að fylgja hon- um til grafar, en hann var jarð- sunginn á Blönduósi 7. marz sl. Páll var fæddur í Hellukoti í Stokkseyrarhreppi 30.7.1884 og lézt 27. 2. 1908, sonur hjónanna Guðrúnar Jónsdóttur og Bjama Þorsteinssonar, sem þar bjuggu. Var Bjarni lengi formaður þar á áraskipi eins og þá tíðkaðist. Ólst Páll þar upp með foreldr- um sínum og systkinum. Á þeim árum var oft þröngt í búi hjá fólki, sem hafði lítinn bústofn, þó sjórinn gæfi oft björg í bú, sér- staklega á vetrarvertið, þá var oft erfitt um sjósókn frá brima- samri og hafnlausri strönd, sem lá fyrir opnu hafi. Þessvegna voru böm frá fátækum heimil- um vanin snemma við alls konar störf, þótt aldurinn væri ekki hár, til þess að létta undir með foreldrunum, og var það engin undantekning með Pál, sem var elztur fjögurra systkina. Hann vandizt því fljótt allri vinnu, enda var svo þegar honum óx fiskur um hrygg, að hann var talinn mikill og góður verka- maður að hverju sem hann gekk. Árið 1911 þann 14. nóvember kvæntist Páll Elínu Guðmunds- dóttur frá Óseyrarnesi, en hún var mjög glæsileg og góð stúlka. Hófu þau búskap í Gerðum í Gaulverjarbæjarhreppi og bjuggu þau þar til ársins 1915, en þá missti hann Elínu, eftir langa og þunga legu, og hafði þeim ekki orðið barna auðið. Árið 1916 fljrtur hann til Reykjavíkur og fer að aka vöru- bíl og byrjar að stunda vöru- flutninga og ekur þá meðal ann- ars mjólk og öðrum flutningi austan úr Árnessýslu. Voru það oft erfiðar ferðir enda vegur- inn austur yfir fjall í þá daga seinfarinn og sumstaðar lítið annað en troðningar eftir hest- vagna, og kom sér þá oft vel hreysti hans og lagni. Því mun hann oftast hafa ekið heilum vagni heim að kvöldL Síðar gerð ist hann bifreiðastjóri hjá Kvöldúlfi h.f. og upp úr því eft- írlitsmaður við frysti- og fisk- vinnsluvélar hjá því fyrirtæki og vann sér þar hylli yfirmanna jafnt sem annara fyrir árvekni og trúmennsku í starfi. Það mun hafa verið á útmán- uðum 1923 að Páll kaupir sér bíl og tekur sig upp og flytur með hann norður á Blönduós með það fyrir augum að setjast þar vöruflutninga norður það og að og fer að stunda fólks- og mun hann hafa verið fyrstur manna að kynna húnverzkum bændum og fleirum þetta ágæta flutningatæki. Vegirnir voru þar eins og víðar slæmir á þeim tíma, og vantaði alveg bílfærar brautir víða um héraðið, var því stopul atvinna með bílinn og hann þoldi illa vondu veg- ina og þær torfærur sem hann reyndi stundum að fara, og erf- itt að fá varástykki í bíl- inn. Framsýni Páls og dugnað- ur í þessu starfi sem öðru varð til þess að farið var að laga vegina og smám saman að ryðja nýjar brautir og augu manna fóru að opnast fyrir því að öld bílanna væri runnin upp, sem létta mundi miklu erfiði bæði af mönnum og hestum. Kom það þá fljótt í ljós, að menn kunnu vel að meta þessa þjónustu hans og framsýni. Páll ávann sér því mikillar hylli og vinsemdar og var mikill auðfúsu gestur þar sem hann kom, því hann var um margt fróður og jafnan kátur og hressilegur, og oft smá glettinn. Hann taldi það aldrei eftir sér ef hann gat gert fólki greiða þó ekki kæmi alltaf fullt gjald fyr- Ir, og enginn þurfti að óttast að það brygðist sem hann lofaði. Á þessum árum eignaðist hann marga góða vini, en vinátta þeirra hefur haldist jafnan síð- an. Bílakstur stundaði Páll all mörg ár, samhliða dálitlu búi er hann rak af mikilli elju til dauða dags, en vegna heilsubrests og annarra erfiðleika nú síðustu árin gat Páll ekki haft nema fá- einar kindur. Fyrsti ágúst 1925 var mikill happadagur f lífi Páls, en þann dag kvæntist hann Jóhönnu Ól- afsdóttur frá Ólafshúsi á Blöndu ósi. Móðir hennar var Ingibjörg Lárusdóttir, Hjálmarssonar frá Bólu. Jóhanna er mikilhæf og greind kona eins og hún á kyn til og lifir hún mann sinn. Þau áttu tvö börn, Bjarna, póstmann á Blönduósi og Ingibjörgu og eru þau bæði ógift heima hjá móður sinni. Jóhanna reyndist Páli trúr og góður förunautur. Var hjóna- band þeirra alla tíð mjög inni- legt svo að aldrei bar skugga á. Þau voru mjög samhent í öllu og gestrisni þeirra var viðbrugð- tafir, hann telur slögin bæði mér og þér. Þú leystir störfin löngum vel af höndum, þú lagðir gjörfa hönd á nokkuð margt. Af traustum stofni, vina bund- inn böndum, þú barst í þínum eigindómi skart. Á Hlíðarenda hlauzt þú skólaj ganginn, og Hlíðin þín var aldrei sólar- laus, þar stóðstu jafnan fast 1 viðsjár fangínn og forsjá Guðs þér leiðarveg- inn kaus. Nú skín þér Hlíðin ótal bundin böndum og bernsku þinnar töfra fjöll og lönd, nú stafar niður sólarblik á söndum, nú syngur hafið rótt við þögla strönd. Þitt líf er nú á leiðarends talið, þó lifir fögur minning þín dyggð. Þín eilíf sál er góðum Guði falin, en geymum þína umhyggju og tryggð. ið, og segja má að heimili þeirra stæði um þjóðbraut þvera. Það er víst að þeirra ánægja var mest þegar gestir voru sem flest- ir ög þau gátu veitt ferðafólki mat og drykk. Sérstaklega hafði Páll mikla ánægju af því þegar hann hitti Árnesinga og fólk frá Reykjavík, sem hann þekkti eða kannaðist við frá fornu fari. Allir þeir, sem ekki gátu verið að öllu samstiga samtíð sinni, eða voru að öðru leyti ekki sólar megin í lífinu, áttu jafnan góðu að fagna á heimili þeirra. Fyrir þeim stóð heimili Páls og Jóhönnu opið. Munu þau með þvi áreiðanlega hafa safnað auði sem mölur og rið fá ei grandað. Auð á veraldarvísu var ekki hjá þeim að finna, en auður hjartans var mikill og hon um miðlað með því að gera öðr- um gott og létta byrðar lífsins eftir því sem getan leyfðL Að konu hans, börnum, systur og öðrum vinum er nú sár harm- ur kveðinn, en minningin um góð an og hjartahreinan ástvin mun draga sviða og trega úr brjóst- um þeirra og timinn jafnar yf- ir allt. Páll var laglegur maður. Hár og grannur, beinn í baki og var að öllu hinn vörpuleg- asti, vel greindur, ræðinn og skemmtilegur. Ég votta þeim öllum samúð mína og bið guð um að veita þeim styrk. Ég þakka þeim hjón- um hjartanlega fyrir allan kær- leika þeirra og vinsemd, sem þau hafa alltaf sýnt mér og fjöl- skyldu minni, og veit ég að nú er Páll búinn að fá umbun góð- verka sinna hjá þeim mikla dóm- ara, sem allt sér og veit, og hef- ur leitt hann til sætis meðal bama sinna í hásætum ríkis síns. Á. Guffmundsson. Þakka hjartanlega vinum, vandamönnum og Félagi aust- firzkra kvenna auðsýnda vin- áttu á 85 ára afmælisdegi mínum 14. þ.m. Guðný Vilhjálmsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.