Morgunblaðið - 16.05.1968, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.05.1968, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1968. 15 Elli kerling sá versti kven- skratti, sem ég hef átt við — Spjallað við Ágúst Hreggviðsson, áttrœðan ÁGÚST Hreggviðsson er furðu ern, þótt hann verði áttræður í dag. Hann hefur lagt gjörva hönd á margt, en lengst stundaði hann þó bryggjusmíðar eða í 20 ár. Við hittum hann á heimili hans að Lindargötu 63 og spjölluðum lítillega við hann um það, sem á daga hans hafði drifið. Ég hef verið alla tíð ým- ist sjómaður, trésmiður eða verkstjóri. Ég hef verið frek- ar lengi á hverjum stað; það tel ég þó vera frekar með- mæli, að maður er ekki rek- inn eftir nokkra klukkutíma. Hjá sumum hef ég verið í mörg ár, eins og hjá Tynesi, útgerðarmanni á Siglufirði. Hjá hoaauim vair ég fastamaður í sjö ár, mótoristi, og það var töluverð vinna. Og auðvitað varð að gera þetta samvizku- samlega, og ég var hræddur meðan ég var að byrja. Og svo þurfti að kenna mönnum að lifa, þannig að þeir færu ekki með mann eins og hunda. Og það komust þeir á, þegar maður hafði það bein í nefinu að geta svarað fyrir sig þegar það passaði, en brúka ekki kjaft, vera hlýðinn, þegar það passaði. Það þarf hvorug tveggja að fylgjast að. Það er ekki heil- briigt að veira baina kröfuharð- ur, en láta ekkert í staðinn. — Það var afskaplega gott að vera hjá Tynesi, þegar hann var búinn að átta sig á, að það var bein í nefinu á mér líka. — Ég hafði skap eins og hann. Hann var góð- ur húsbóndi, mjög góður. Hann vildi láta hlýða sér, en hann fór líka vel með mann, þegar hann var búinn að átta sig á, að það var einhvers virði, að hafa fengið mann. — En hvaðan ert þú ætt- aður? — Ég er Bolvíkingur í móð urætt, en Breiðfirðingur í föðurættina. Foreldrar mínir giftust á Stað í Reykhóla- sveit og fhibtust þaðan tiil ísa fjarðar. Þar tók faðir minn að sér formennsku. Hann missti af sér mennina annað árið og þriðja árið fór hann með öllu saman. Hann var nokkuð sækinn og duglegur sjósóknari. Ég var þá tveggja ára og var eftir það hjá skyid fólki, þangað til ég var átta ára, þá fór ég til mömmu til að smala. Svo átti ég að fá að fara á sjó, þegar ég var um fermingu. Stjúpi minn fór í verið, þegar leið að páskum, en sagði, að það væri nú svo kalt fyrir að fara strax, svo að ég skyldi bíða. Og svo kom hann heim og ég sá að hann fékk góða útgerð og miklu mieina, helduir ein við höfðum heima. Og mig fór að langa í góða matinn. Svo kemur hann næst, og þá bjóst ég við að fá nú að fara. Kem/ur að þriðju hielgimini. Og sama fer enn. Fjórðu helgina kemur hann og það fer á sömu leið, að hann fer. Ágúst Hreggviðsson. Þá tók ég saman dótið mitt og sagði: „Veirið þið blessuð og sæl“ og fór. Fór til fólks, er hafði verið í húsmennsku hjá móður minni. Eftir það var ég hjá móður bróður mínum í fjögur ár og fékk ekkert að gera og var óþekkur mjög. Ég mátti hvergi sjá spýtu, svo að ég vildi ekki fara að búa til eitt- hvað úr henni, helzt báta þá. Og þegar fyrstu mótorarnir komu í Víkina, var ég á vappi í kring og spurði og spurði. Það þýddi ekkert að reka mig, ég kom alltaf aftur. Þannig lærði ég á mótorana og seinna tók ég próf í vél- fræði. Ég hef alltaf viljað læra eitthvað nýtt, ekki sízt ef það var eitthvað léttara, heldur en erfiðisverkim Ég er búinn að kynnat þeim nóg. — Við hvað hefurðu verið lengst? — Bryggjusmíðar. Ég var hjá vitamálum í rúm tuttugu ár, frá 1938. Ég vánn við hafn argerð hingað og þangað um landið, en mest á Austfjörð- unium. Seiniaist var ég á Kópa- skeri og þar slasaðist ég og hef ekkert verið við síðan. —• Hvernig var lífið þá á Austfjörðum, áður en síldin kom? Var það ekki ósköp dauft? — Nei, nei. Það var dingl- að rófunni framan í mann. Karlarnir sóttust eftir að fá vinnu, og ég hafði það fyrir reglu að borga alltaf viku- lega og þeim þótti það gott. Þeir áttu ekki því að venjast, og hálferfiðlega gekk mér nú stundum að fá peningana, þar sem kaupfélögin áttu í hlut. — Vildu þau þá ekki borga út? Þeir hjá kaupfélögunum sögðu oft: „Þeir geta fengið þær vörur sem þeir þurfa hjá okkur“. Og það var satt — sums staðar. Þegar ég var búinn að borga út, fóru karl arnir með peningana beint til kaupfélagsstjórans og Framh. á bls. 25 VERK HF. SÝNIR í dag og næstu daga nýjar íbúðir að Hraunbæ 182-184-186. íbúðirnar seljast fullfrágengnar. Vandaðar innréttingar úr harðviði. Hver íbúð hefur sér hita- stilli Harðviðargluggar og hurðir. Tvöfalt gler. ■/IM/lt'/IWiV/l Húsameistarar: Helgi Hjálmarsson og Vilhjálmur Hjálmarsson. Á fyrstu hæð er þvottahús og strauhús með fullkomnum tækjum og sérgeymslu fyrir hverja íbúð. Ennfremur gufuhað með sturtu og snyrtiherbergi. Verð 3ja herb. íbúða er kr. 1.095.000.oo. — Hagstæð lánakjör. • RUHNMVND I.OOJ.NtDAR íbúðirnar eru til sýnis: Fimmtudag frá kl. 4 — 10 e.h. Föstudag frá kl. 4 — 10 e.h. Laugardag frá kl. 2 — 7 e.h. Sunnudag frá kl. 2 — 10 e.h. VERK HF. SKÓLAVÖRÐUSTÍG 16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.