Morgunblaðið - 16.05.1968, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.05.1968, Blaðsíða 32
INNIHUBÐIR i landsins . i mesta úrvali SIGUKÐUR ELÍASSON HF. AUÐBREKKA 52—54, KÓPAVOGI. FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1968 Unga fólkið — málgagn ungra stuðningsmanna Cunnars Thoroddsens Út er komið „Unga fólkið“ málgagn ungra stuðningsmanna Gunnars Thoroddsens. í blaðinu er greint frá stofnun samtaka Thoroddsens í Reykjavík. Til- gangur samtakanna er m.a. að skipuleggja starf unga fólksins í kosningaundirbúningnum, fá sjálfboðaliða til starfa og safna fé í kosningasjóðinn. f 1. tbl. „Unga fólksins“ er sagt frá nokkrum æviatriðum Völu og Gunnars Thoroddsens. Jón Ögm. Þormóðsson laganemi ritar greinina Forsetaembættið í hnotskum og Ómar Þ. Ragnars- son skrifar þátt, sem hann nefn- ir íslendingasögur hinar nýju, en þar er fjallað um „hina göf- ugu þjóðaríþrótt, „kjaftasagna- listina". í ritnefnd 1. tbl. eru: Friðrik Sophusson, Helgi E. Helgason, Ómar Þ. Ragnarsson, Sigríður R. Sigurðardóttir og Þórður Ár- elíusson. Skrifstofa samtaka ungra stuðningsmanna Gunnars Thor oddsens er í Vesturgötu 17, sími 84520 og annast Baldvin Jóns- son daglegan rekstur hennar. Ingóltthofii^ Ljott þotti Þingeyingum að lita yfir Skjalfanda á þriðjudag, þó segja megi að myndin sé falleg. Yfir flóann, allt frá hafnargarðinum er að sjá samfeld an ís og við bryggju liggur GOÐAFOSS og bíður þess að ísinn beri burt. — Og bændur bíða þess ein nig að hann fari og að þeir fái sauðgróður og hlýrra veður, því almennt mun sauðburður hafinn, — og sjómennimir komast ekki á sjóinn. Ljósm.: - Spb. Farfuglarnir drepast unnvörpum á ísilagðri suðausturströndinni Rœtt við Benedikt í Hvalnesi ÉG ER fimmtugur og hefi ver- ið alla mína æfi hér í sveit- inni og aldrei séð hafís fyrr. En nú er hér ísbreiða út í hafsauga og varla sér í vök á milli, sagði Benedikt Stefánsson, bóndi á Hvalnesi við Lón í sím- tali við Mbl. í gær. Síðast sást ís þar um slóðir 1918. En faðir Benedikts, Stefán Jónsson í Hlíð, sem kominn er á níræðis- aldur, sagði honum að svona mik ill ís hefði ekki komið síðan 1881. Kuldalegt er um að litast í Hvalnesi, að sögn Benedikts, og útlitið óskaplegt. Að þessum hluta landsins koma hópar farfugla. — Nú deyr mikið af þeim, sagði Benedikt. Á hverj- um morgni er mikið af dauðum steindeplum í hlöðunni hjá mér, en ég hefi hana alltaf opna fyrir Hafísinn þéttist upp að s-austur horni landsins En þar eru skörp straumaskil Hafísinn er nú kominn suður fyrir suðausturhorn landsins og liggur þéttur að Höfn í Horna- firði, en úr því eru aðeins stak- ir smájakar vestur með, langleið- is að Hrollaugseyjum, samkvæmt könnun úr flugvél Landhelgis- gæzlunnar. Margir hafa látið sér detta í hug að nú mundi hafísinn berast vestur með Suð- urlandi, en dr. Unnsteinn Stef- ánsson, haffræðingur sagði okk- ur að þarna væru skörp hita- skipti í hafinu og kaldur straum ur frá Austurlandi lægi á haf út, munaði 3-4 stigum á hita, svo hann hefði ekki trú á öðru en að ísinn bráðnaði ef hann kemur í svo miklu hlýrri sjó. Flugvélin Sif fór í ísfluginu um 340-350 sjómílur í norðvest- ur frá íslandi. — Þetta er alveg ógurlegt ísmagn á hafinu milli fslands og Grænlands, sagði Gunnar H. Ólafsson, skipherra. Og ísinn liggur svo til þéttur alls staðar, frá föstu ísröndinni við Grænland og til íslands. Og ekki er fallegt að fljúga yfir landið, bætti hann við. Þó mað- ur fljúgi með allri ströndinni annan hvern dag, hringinn í kringum landið, sér hvergi enn á grænan díl. fsinn rekur skyndilega í hlýrri sjó. Dr. Unnsteinn Stefánsson út- skýrði strauma við Suðaustur- ströndina þannig, að milli Eystra og Vestra Horns lægi kaldi straumurinn, sem kemur niður með Austurströndinni, frá landi og á haf út, þannig að ís er bærist með honum, kæmi skyndi lega í hlýrri sjó, eftir að hann væri kominn fyrir Vestra Horn. Hitastigið væri svolítið breyti- legt, en munað gæti 3-4 stigum Ef enginn ís er, væri sjávarhit- inn 3-4 stig fyrir austan, en alltaf 7 fyrir sunnan. f 19 ár voru síritandi hitamælar í strandferðaskipunum, svo mikil reynsla er komin á hitastigið Framhald á bls. 31 þá. Þeim virðist þó ekki duga að komast þar inn. Líka sjáum við mikið af dauðum lóum og eitthvað af skógarþröstum. En máríerlurnar virðast harðger- ari. Þær syngja og veifa stélinu hér á hlaðinu og láta þetta ekki á sig fá. Sauðburður er hafinn í Hval- nesi og alls staðar í kring. Bene dikt hefur 250 kindur og er allt féð innibyrgt í húsum. — Það verða alltaf mestu vandræði þeg ar fer að bera í húsi, þá vant- Framhald á bls. 31 Veðurfar líkt og Benedikt í Hvalnesi Sléttones I sjólfstýringu Sáu ekki brezka togarann SJÓPRÓF hafa farið fram hjá borgardómara í Reykjavík vegna árekstursins er varð milli brezks togara og Sléttanessins. Kom það Mundoði byssn í Kirkjustræti Ölvaður maður sló um sig í Kirkjustræti í gær og mundaði skammbyssu, sem vegfarendum sýndist vera raunveruleg. Lög- reglan kom von bráðar á stað- inn og handtók manninn. Byss- an var hvellhettubyssa, en góð eítirlíking. Maðurinn er sagður meðal „kunningja" lögreglunn- fram í framburði skipstjóra og skipverja á Sléttanesi, að enginn þeirra sá brezka togarann fyrr en áreksturinn varð. Voru menn staddir stjórnborðsmegin í stýr- ishúsinu, en togarinn kom þvert á bátinn bakborðsmegin. Var skipstjórinn sjálfur í brúnni, ásamt fleirum. Það kom einnig fram að bát- urinn var á siglingu milli neta í ágætu skyggni og var sjálfstýr- ingin á. Bera skipsmenn að á engan hátt hafi verið breytt siglingastefnu, eða hreyft við sjálfstillingu. Við áreksturinn fylltist vélar- rúmið alveg af sjó, svo og kom sjór í íbúðir aftan til í skipinu. Framhald á bls. 2 Hofsósbátar á sjó 18. ágúst Bæ, Skagafirði, 15. mai. HÉR í ytrihluta Skagafjarðar er mjög vetrarlegt eins og er. Eftir hríðarveður frá mánaða mótum, er þó sæmilegt veður í dag og í gær. Snjóa tekur nokkuð upp um hádaginn. Alls staðar er sauðburður byrjað- ur og sums staðar húinn og allt sauðfé er á húsi. Margir bændur eiga hey til næstu mánaðamóta, en sumir búnir með hey nú þegar. Útlitið er því mjög alvarlegt. Héðan frá Bæ eru nú að sjá hafþök og á Skagafirði að vestan er mikið ísrek. Mjög lítið er hægt að fara á sjó. Gamall maður segir mér, að veðurfar og ís, hagi sér mjög svipað og 1882. Þá var fyrst hægt að fara á sjó frá Hofsósi 18. ágúst. — Bjöm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.